Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 23
Daglegt líf 23HELGARTILBOÐIN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Jæja. Gott að vera kominn aftur að
skrifborðinu eftir stutt frí. Lífið hef-
ur gengið sinn vanagang hér í dreif-
býlisborginni síðustu vikur, snjórinn
kominn og farinn aftur en mér skilst
að von sé von á honum á ný fljótlega.
Best að nota tækifærið og hvetja
fólk til að moka smá ræmu fyrir
blaðberana.
Getur verið að alþjóðlegur banki sé
að opna útibú á Akureyri? Heyrst
hefur af finnskum manni sem tók í
hönd bæjarstjórans við opnun
myndlistarsýningar í höfuðstað
Norðurlands um síðustu helgi – og á
sýningunni var því hvíslað að stofn-
unin héti Valhalla bank.
Sögunni fylgdi að bankaútibúinu
hefði verið fundinn staður; það yrði á
Glerártorgi, yrði það að veruleika.
Þar var Kaupþing með starfsemi þar
til í fyrra en ekki er ljóst hvort það
rými verður notað.
Heyrst hefur að stefnt sé að opnun
útibúsins 2. apríl. Útibússtjórinn er
sagður heita Rolf Hannen og ku
þegar búsettur í bænum...
Nú er í tísku að einstaka árgangar
geri sér glaðan dag saman. Mér hef-
ur borist til eyrna, ótrúlegt en satt,
að Akureyringar fæddir árið sem
Wilt Chamberlain gerði 100 stig í
einum leik í NBA-deildinni; árið sem
Frakkar viðurkenndu sjálfstæði Als-
írs og Kúbudeilan skók heimsbyggð-
ina, blási nú til samkvæmis á Vél-
smiðjunni á föstudaginn langa.
Fólkið sem safna á saman í Vélsmiðj-
unni föstudaginn langa, er jafn-
aldrar mínir. Árgangur 62. Kunn-
ingjar mínir, ekki vinir; blaðamenn
mega ekki eiga vini...
Glöggt er gests augað, og ég hallast
að því að auga Eddu Björgvins-
dóttur leikkonu sé óvenju glöggt!
„Akureyri er lítil dásamleg stórborg.
Menning hér er ótrúleg og fólkið
hlýlegt og gott,“ sagði hún í blogg-
færslu á dögunum.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri
frumsýnir annað kvöld leikritið Ka-
barett. LMA hefur að þessu sinni
hreiðrað um sig í félagsheimilinu
Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Það er ekki á hverjum degi sem fólki
býðst að feta í fótspor landnáms-
manna, hvað þá á skíðum. En nú
gefst tækifæri. Kvennaskíðagangan
Í spor Þórunnar hyrnu verður hald-
in í Hlíðarfjalli á laugardaginn.
Skráning í Þórunnargönguna fer
fram í gönguhúsinu norðan Skíða-
staða frá klukkan ellefu og hægt er
að leggja af stað frá klukkan eitt til
hálf tvö. Tími er ekki tekinn heldur
er útiveran, skemmtunin og fé-
lagsskapurinn í fyrirrúmi.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti
með 11 samhljóða atkvæðum í vik-
unni að kosið verði um sameiningu
kaupstaðarins og Grímseyjar sam-
hliða alþingiskosningunum í vor.
Verði sameining Akureyrar og
Grímseyjar samþykkt er gert ráð
fyrir því að hún taki gildi 1. júní í
sumar og að bæjarstjórn Akureyrar
fari með stjórn hins sameinaða sveit-
arfélags fram að kosningum að ári.
Menningin blómstrar, sem betur fer,
hér við Pollinn. Það er rétt hjá
Eddu. En ekki bara á Listasafninu, í
leikhúsinu eða tónlistarskólanum.
Það var kvöld eitt fyrir nokkrum
vikum að í mig hringdi maður sem
vissi að ég var í fríi en ég yrði að
koma og það vopnaður myndavél.
Hann væri staddur neðst í Höfða-
hlíðinni, þar væru ungir rokkarar
sem spiluðu af miklum móð inni í bíl-
skúr, dyrnar væru opnar og úti fyrir
stæði fólk agndofa og hlustaði.
Ég óð af stað og sjá; þarna var
m.a. band sem kallar sig Nálg-
unarbann á Pabba og rokkaði feitt.
Flott var það, en ég er ekki endilega
viss um að ég vildi búa í næsta húsi...
Þetta minnti mig á Melarokk 1982.
Augnablikið kemur alltaf aftur.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Höfðahlíðarrokk Nálgunarbann á Pabba og fleiri léku í bílskúrnum.
ÚR BÆJARLÍFINU
Bónus
Gildir 19.-22. mars verð nú áður mælie. verð
Sma barnaþurrmjólk, 450 g ....... 498 589 1106 kr. kg
E.s basmatihrísgrjón, 400 g........ 49 129 122 kr. kg
G.v. ferskar grísakótilettur ........... 798 998 798 kr. kg
G.v. ferskt grísagúllas ................. 798 998 798 kr. kg
G.v. ferskt grísasnitsel ................ 798 998 798 kr. kg
Ali ferskar kjúklingabringur ......... 1798 2398 1798 kr. kg
Mackintosh, 2,9 kg.................... 1998 3598 689 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 19.-21. mars verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úr kjötborði............. 945 1.498 945 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 898 1.398 898 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.195 1.498 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.498 1.778 1.498 kr. kg
Nautaribeye úr kjötborði ............. 2.498 3.098 2.498 kr. kg
Fjallalambs helgarsteik .............. 994 1.420 994 kr. kg
Móa ferskur kjúklingur 1/1 ......... 649 998 649 kr. kg
Hagkaup
Gildir 19.-22. mars verð nú áður mælie. verð
Íslandsnaut lundir, ferskar .......... 2.999 4.264 2.999 kr. kg
Ferskur kjúklingur ...................... 522 949 522 kr. kg
Vínber rauð/græn ...................... 399 699 399 kr. kg
Kjúklingabringur í magnb............ 1.799 2.998 1.799 kr. kg
Pepsí, 2 l .................................. 139 224 139 kr. stk.
Ítalía ólífuolía, 500 ml................ 499 689 499 kr. stk.
Kaskó
Gildir 19.-22. mars verð nú áður mælie. verð
Kjúklingabringur skinnlausar....... 1.636 2.975 1.636 kr. kg
Grísasnitsel í raspi, frosið ........... 831 1.298 831 kr. kg
Goða pönnubúðingur ................. 174 249 174 kr. stk.
GoodFella’s mozzarella-pítsa ...... 399 0 399 kr. stk.
GoodFella’s pepperoni-pítsa....... 399 0 399 kr. stk.
Bláber lausfryst, 340 g ............... 239 299 239 kr. pk.
Jarðarber lausfryst, 454 g ........... 239 299 239 kr. pk.
Krónan
Gildir 19.-22. mars verð nú áður mælie. verð
Ungnautagúllas ......................... 1.398 2.198 1.398 kr. kg
Ungnautasnitsel ........................ 1.598 2.298 1.598 kr. kg
Ungnautapiparsteik ................... 1.998 3.498 1.998 kr. kg
Ungnautamínútusteik................. 1.998 3.198 1.998 kr. kg
SS koníakslegnar grísalundir....... 1.929 2.578 1.929 kr. kg
Móa kjúklingur ferskur heill ......... 599 998 599 kr. kg
Goða skinka.............................. 349 498 349 kr. pk.
Goða dönsk lifrarkæfa................ 211 324 211 kr. pk.
Nettó
Gildir 19.-22. mars verð nú áður mælie. verð
Kjúklingabringur skinnlausar ....... 1.636 2.975 1.636 kr. kg
Grísasnitsel í raspi, frosið ........... 844 1.298 844 kr. kg
Goða pönnubúðingur ................. 199 249 199 kr. stk.
Goða grísalund.......................... 1.297 2.996 1.297 kr. kg
Appelsínur ................................ 190 379 190 kr. kg
Nóatún
Gildir 19.-22. mars verð nú áður mælie. verð
Lambafile með fiturönd .............. 2.899 3.998 2.899 kr. kg
Grísalundir ................................ 1.298 2.398 1.298 kr. kg
Grísabuff í raspi ......................... 839 1.298 839 kr. kg
SS rauðvínslegin piparsteik ........ 1.569 2.098 1.569 kr. kg
Ýsa í raspi ................................. 998 1.398 998 kr. kg
Ýsa thai green curry ................... 998 1.398 998 kr. kg
Móðir náttúra Gado-pottréttur ..... 599 845 599 kr. pk.
Grísakjöt á góðu verði
Úlpur – Kápur 50% afsl.
Jakkar kr. 5.900
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið virka daga
frá kl. 10-18 og
laugardaga kl. 10-16
Tilboð!
GLEÐJUM FERMINGARBÖRNIN!