Morgunblaðið - 19.03.2009, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Kropið á kné Steingrímur J. Sigfússon ráðherra stillir sér upp fyrir myndatöku við setningu Food and fun hátíðarinnar á Nordica hótelinu í gær.
Golli
Andri Geir Arinbjarnarson | 18. mars
OR: Yfir 250.000 kr.
skellur á hverja fjöl-
skyldu í Reykjavík!
Hér kemur enn annar
skellurinn fyrir fjölskyldur
í Reykjavík. Reikningur
upp á um 250.000 fyrir
hvert heimili í borginni.
Þetta þýðir bara eitt:
stórhækkaðir orkutaxtar
(eftir kosningar) ofan á allt annað.
Hvernig væri að stjórn OR segði af sér
og ný stjórn skipuð hæfu og pólitískt
óháðu fólki tæki við? Aðalmarkmið OR á
að vera að tryggja næga og ódýra orku
inn á hvert heimili borgarinnar. Brask
með eignir og verðbréf á að banna. Allt
tal um að selja HS til útlendinga er bæði
óraunhæft og ósmekklegt.
Meira: andrigeir.blog.is
Halldór Jónsson | 18. mars
28 milljarðar hvert
Nýlega var tilkynnt um að
BYR hefði tapað 28 millj-
örðum.
Enginn spyr hver fékk
þessa peninga Ég sat eitt
sinn í stjórn SPK sem
rann svo inn í BYR. Þar
voru menn sífellt að reyna að finna ein-
hverja til að lána sem voru líklegir til að
borga til baka og forðast hina sem ekki
voru líklegir til þess. Það er líklega alveg
hætt að spekúlera í slíkum hlutum í nú-
tíma bankastjórnun eftir því sem fleira
er upplýst af afrekum bankastrákanna
með háa kaupið. . . .
Meira: halldorjonsson.blog.is
FJÁRHAGSTAÐA flestra heimila á Íslandi
hefur snarversnað í kjölfar efnahagskrepp-
unnar. Í dag skulda 20% af heimilum landsins
meira en þau eiga, þ.e. þau hafa neikvæða
eiginfjárstöðu. Rúmlega 20% til viðbótar hafa
mjög lítið eigið fé (minna en 5 m.kr.).1 Ef hús-
næðisverð heldur áfram að lækka – eins og
allar líkur eru á – gæti meira en þriðjungur
heimila landsins haft neikvæða eiginfjárstöðu
áður en langt um líður.
Sum þessara heimila geta ekki greitt skuld-
ir sínar að fullu jafnvel þótt heimilismenn
haldi vinnu og neysla sé skorin við nögl. Jafn-
vel það fólk sem er á mörkum þess að geta
greitt af lánum sínum, hefur til þess takmark-
aða hvata ef nánast allur ágóði erfiðisins
rennur til lánardrottna. Hætt er við því að líf
og starfskraftar heimila á barmi gjaldþrots
skaðist til langs tíma. Á því tapa allir. Það er
því hagur allra – bæði þeirra sem skulda og
skattborgara – að skuldastaða slíkra heimila
sé löguð að raunverulegri getu þeirra til þess
að standa í skilum eftir því sem framast er
kostur.
Nokkrar tillögur hafa litið dagsins ljós.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt til hlutfalls-
legan 20% niðurskurð á öllum húsnæð-
islánum. Þessi tillaga er afleit að okkar mati.
Þótt tillagan hafi þann kost að hún sé gegnsæ
og einföld í framkvæmd hefur hún þann mikla
ókost að stór hluti af skuldaniðurfellingunni
rennur til aðila sem hafa verulegt eigið fé og
þurfa því ekki á afslætti á skuldum sínum að
halda.
Nýleg gögn frá Seðlabankanum sýna að um
9.000 heimili hafa meira en 30 m.kr í eigið fé.
Þessi heimili skulda um 110 ma.kr. Tillögur
framsóknarmanna gera því ráð fyrir að skatt-
greiðendur pungi út 22 ma.kr í styrki til
þessa hóps, m.ö.o. til margra af efnuðustu
heimilum landsins, sem þurfa ekki á neinni
slíkri aðstoð að halda. Er þetta skynsamleg
nýting á skattfé almennings?
Það er fráleitt að halda því fram að slíkir
ríkisstyrkir kosti ekki neitt. Lánin til þeirra
sem best eru settir munu greiðast að fullu
nema að hluti þeirra sé felldur niður. Ef hluti
þeirra er felldur niður hækka skattar í fram-
tíðinni sem því nemur. Svo einfalt er það.
Annar alvarlegur ókostur við tillögur fram-
sóknarmanna er að þeir sem verst eru settir
verða eftir sem áður í vonlausri stöðu.
Önnur tillaga er afturvirkt afnám verð-
tryggingar. Þessi leið er óskynsamleg af
sömu ástæðu. Hún myndi í stórum dráttum
einnig leiða til hlutfallslegrar niðurfellingar
skulda sem myndi nýtast þeim best sem
mestar hafa skuldirnar, jafnvel þótt þeir þurfi
ekki á neinni aðstoð að halda.
En það þýðir ekki að gagnrýna bara þær
tillögur sem þó hafa verið settar fram. Núver-
andi ástand krefst aðgerða. Hvað er til ráða?
Að okkar mati þurfa skynsamlegar tillögur
að uppfylla a.m.k. fimm skilyrði eins vel og
kostur er: 1) Þær eiga að byggjast á skýrum,
almennum reglum; 2) Þær eiga að vera nægi-
lega einfaldar til þess að unnt sé að fram-
kvæma þær hratt og örugglega; 3) Þær eiga
að lágmarka eins og kostur er fjölda þeirra
heimila sem neyðast til þess að selja hús sín;
4) Þær eiga að „leysa vandann“ þannig að
ljóst sé þegar þær hafa verið framkvæmdar
að engar frekari sérstakar aðgerðir muni
koma til (aðeins þá mun hagkerfið aftur taka
að starfa eðlilega); 5) Þær eiga að leysa vand-
ann með lágmarks kostnaði fyrir skattborg-
ara.
Tillaga Framsóknar uppfyllir skilyrði 1 og
2 en ekki skilyrði 3, 4 og 5. Til þess að upp-
fylla öll þessi skilyrði þurfa aðgerðir stjórn-
valda að taka tillit til bæði tekna og eigna
hvers heimilis fyrir sig. Þeir sem hafa meiri
tekjur í framtíðinni hafa burði til þess að
greiða meira. Og þeir sem eiga meiri eignir
(t.d. stærra húsnæði) hafa einnig burði til
þess að greiða meira.
Ein leið sem uppfyllir öll ofangreind skil-
yrði gengur þannig fyrir sig að lánaskilmálum
er breytt þannig að: 1) Þak sé sett á greiðslu-
byrði heimilis sem hlutfall af ráðstöf-
unartekjum hvers árs á lánstímanum og mis-
munurinn sem ekki næst að greiða leggst við
höfuðstól og greiðist því síðar; 2) Lánstíminn
er gerður sveigjanlegur. Lánstími þeirra lána
sem ekki eru greidd að fullu á þeim árafjölda
sem upphaflega lánið gerir ráð fyrir er lengd-
ur þar til lánið er að fullu greitt. Þetta fyr-
irkomulag er svipað og það fyrirkomulag sem
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur notað
um árabil (en þó ögn frábrugðið). Það er einn-
ig áþekkt einni af þeim leiðum sem ríkisstjórn
Bandaríkjanna hefur nýlega kynnt til lausnar
á greiðsluvanda húsnæðiseigenda þar í landi.
Þessi „LÍN leið“ hefur þann kost að hún er
einföld í framkvæmd. Hún leiðir einnig sjálf-
krafa til þess að þeir sem hafa burði til þess
að greiða skuldir sínar að fullu gera það.
Bankarnir bjóða nú þegar upp á ýmiss konar
greiðslujöfnun og lengingu lána. Leiðin sem
við leggjum til er því í rauninni útvíkkun og
samræming á þeim leiðum sem eru í boði í
dag. Við teljum að þau úrræði sem bankarnir
hafa fram til þessa boðið gangi ekki nægilega
langt. Það er auk þess afskaplega mikilvægt
að tryggt sé að allir landsmenn eigi kost á
sams konar breytingum á lánaskilmálum sín-
um.
Helsti ókosturinn við þessa leið er að þeir
sem eru í hvað vonlausastri stöðu munu hafa
háa hlutfallslega greiðslubyrði í langan tíma
og munu hafa litla von um að geta lækkað
hana. Langflestir munu hins vegar hafa hvata
til þess að hækka tekjur sínar til þess að
greiða lánið upp á sem skemmstum tíma.
Hvernig væri unnt að útfæra þessa leið
þannig að hún tæki mið af eignum fólks? Það
mætti gera með því að miða greiðslubyrði
hverrar fjölskyldu við eignastöðu hennar í
dag. Þakið á greiðslubyrði gæti til dæmis ver-
ið 40% af tekjum eftir skatta fyrir þá sem
eiga eignir undir 30 m.kr. En hærri fyrir þá
sem sem eiga í dag meiri eignir. Líklega væri
heppilegt að þakið á greiðslubyrði væri ekki
miðað við eignir fólks á hverjum tíma í fram-
tíðinni heldur einungis eignastöðu þess nú. Að
miða það við eignastöðu fólks í framtíðinni
hefði þann ókost að það myndi draga um of úr
hvata fólks til þess að spara og byggja upp
eignir að nýju.
Mikilvægur kostur við þessa leið er að allar
fjölskyldur landsins eiga þess kost að halda
áfram að búa í því húsnæði sem þær búa í nú.
Tillagan gerir ráð fyrir að fólk með litlar
eignir þurfi að greiða lægra hlutfall tekna
sinna í afborganir af skuldum sínum en fólk
með miklar eignir. Það mætti til dæmis hugsa
sér að þakið á greiðslubyrði hækkaði um eitt
prósentustig fyrir hverjar 5 m.kr yfir 30 m.kr
eign heimilis í byrjun árs 2009. Þá væri þetta
þak 44% fyrir þá sem áttu eignir upp á 50
m.kr í byrjun árs en 54% fyrir þá sem áttu
eignir upp á 100 m.kr í byrjun árs. Þeir sem
eiga miklar eignir munu því þurfa að leggja
meira á sig ef þeir ætla að komast hjá því að
selja eignir sínar. Sum heimili spenntu bog-
ann allt of hátt í uppsveiflunni. Það er eðlilegt
að þau þurfi að leggja meira á sig til þess að
halda sínu en hinir sem voru varkárari.
Huga þarf vel að ýmsum útfærsluatriðum
varðandi þessa leið (og þessi grein inniheldur
ekki tæmandi lista hvað það varðar). Til
dæmis er mikilvægt að hjón geti ekki komist
hjá því að greiða skuldir sínar með því að
færa skuldir á þann aðila sem hefur minni
tekjur. Þá þarf að takmarka framseljanleika
þessara lána. Loks er engin ástæða til að
veita lánafyrirgreiðslu af þessu tagi fyrir
fleiri en eitt hús á hverja fjölskyldu, og eðli-
legt að setja einhver takmörk um hversu há
lánin geta verið sem hægt er að breyta á
þennan hátt. Það er engin ástæða fyrir skatt-
greiðendur að niðurgreiða sumarhallir með
þyrlupöllum.
En leiðin sem við leggum til er hér að ofan
er ekki eina leiðin til þess að taka á vanda
skuldsettra heimila. Önnur leið væri að nota
upplýsingar um eignir, tekjur síðustu ára,
menntun og aldur heimilismanna á hverju
heimili til þess að leggja mat á framtíð-
artekjur og þar með greiðslugetu heimilisins.
Ef skuldir heimilisins reynast meiri en
greiðslugeta þess, væru skuldirnar færðar
niður að greiðslugetu. Helsti ókosturinn við
þessa leið er að erfitt getur verið að spá fyrir
um framtíðartekjur (og þar með greiðslugetu)
heimila. Framtíðartekjur fólks eru háðar mik-
illi óvissu. Sum heimili myndu því vafalítið fá
greiðslumat sem væri töluvert of hátt og önn-
ur fá greiðslumat sem væri töluvert of lágt.
Þessi leið hefði líka þann galla að hún væri
ekki jafn gegnsæ og hin, og því meiri hætta á
misnotkun við útfærslu hennar.
Báðar þessar leiðir eru framkvæmanlegar.
Og báðar leysa vanda skuldugra heimila með
mun minni kostnaði fyrir skattborgara en til-
lögur sem gera ráð fyrir hlutfallslegri nið-
urfellingu skulda annaðhvort beint eða með
afturvirku afnámi verðtryggingar. Okkar mat
er að „LÍN leiðin“ sé líklega ákjósanlegri þar
sem hún er einfaldari í framkvæmd og örugg-
ari hvað það varðar að setja þak á greiðslu-
byrði heimila sem hlutfall af ráðstöf-
unartekjum á hverjum tíma.
Eftir Gauta B. Eggertsson
og Jón Steinsson » Bankarnir bjóða nú þegar
upp á ýmiss konar
greiðslujöfnun og lengingu
lána. Leiðin sem við leggjum til
er því í rauninni útvíkkun og
samræming á þeim leiðum sem
eru í boði í dag.
Höfundar eru hagfræðingar.
Jón
Steinsson
Fjárhagsvandi heimilanna: Hvað er til ráða?
Gauti B.
Eggertsson
BLOG.IS