Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 26

Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 26
26 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Á LANDSÞINGI Frjálslynda flokksins síð- astliðna helgi var sam- þykkt að krefjast 10 pró- senta lækkunar stýrivaxta nú þegar. Stjórnvöld verða að ná samkomulagi við fulltrúa Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) um vaxta- lækkun sem um munar fyrir rekstur atvinnulífs og heimilanna. Tvær mikilvægustu að- gerðir í efnahagsmálum núna eru lækkun vaxta og áfnám vísitölubind- ingar á lánum. Hvort tveggja mál sem verður að taka á strax. Tíminn vinnur ekki með okkur í aðgerðaleysi stjórn- valda. Stýrivextir Seðlabanka Íslands verði nú þegar færðir niður í 10 pró- sent, og síðar lækkaðir frekar eftir því sem unnt reynist. Frjálslyndi flokkurinn telur að taf- arlaus og mikil lækkun stýrivaxta nú sé beinlínis lífsnauðsynleg fyrir fjár- hag heimila og lykilatriði fyrir end- urreisn atvinnulífs í landinu. Lágir vextir og stöðugt verðlag eru mik- ilvægustu forsendur endurreisnar. Samkvæmt ákvörðun AGS hefur stýrivöxtum Seðlabanka Íslands verið haldið í 18% á síðustu fjórum mán- uðum. Þessir okurvextir eru afleiðing efnahagslegrar óstjórnar í landinu á síðustu árum, og glórulausrar stýri- vaxtastefnu Seðlabanka Íslands sem leiddi til þess að mikið af erlendu fjár- magni streymdi til landsins. Afleið- ingin varð síðan falskt gengi krón- unnar og útlánaþensla bankanna, sem árum sam- an skapaði síðan mikla þenslu í þjóðfélaginu. Áhrif hávaxtastefnu Seðlabank- ans urðu því öfug við það sem ætlað var. Allir þekkja afleiðingarnar. Í því harða samdrátt- arskeiði sem nú er hafið veldur hávaxtastefnan eignabruna og viðheldur verðbólgu. Ekkert efna- hags- og atvinnulíf fær þrifist undir slíku vaxtaokri. Fyr- irtækin sigla í þrot í stórum stíl. Sama máli gegnir um fjárhag fjölda heim- ila. Atvinnuleysi eykst hröðum skref- um. Þúsundir missa vinnuna. Til- gangur hávaxtastefnunnar átti að vera sá að verja gengi íslensku krón- unnar, og hamla gegn verðbólgu. Sömu rökum var beitt við síðustu vaxtahækkun. Þessi stefna beið skip- brot með hörmulegum afleiðingum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðhækkanir vegna áhrifa af hruni krónunnar í haust eru nú komnar út í verðlagið. Mikill samdráttur hefur orðið í neyslu og ekkert fóður fyrir áframhaldandi verðbólgu, nema þeir ofurháu vextir sem nú ríkja ásamt verðtryggingu lána. Því er brýnt að tekist sé á við báða þessa þætti án taf- ar. Ekkert getur réttlætt annað. Stjórnvöld verða tafarlaust að ná samkomulagi við fulltrúa AGS um vaxtalækkun. Hröð lækkun vaxta Eftir Guðjón Arnar Kristjánsson Guðjón Arnar Kristjánsson Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins. FYRIR okkur sem viljum standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, og höfnum því alfarið aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), eru það mikil gleðitíðindi, að nú skuli loks vera komið framboð til Alþingis Íslend- inga, sem við getum 100% treyst í Evrópu- málum. Allir aðrir flokkar eru annaðhvort meira og minna klofnir í þessu stærsta póli- tíska hitamáli lýðveldisins, eða vilja aðild- arviðræður og þar með umsókn að ESB. L-listi fullveldissinna hafnar hins vegar alfarið aðild- arviðræðum og aðildarumsókn að þessu Sam- bandsríki Evrópu. Eina framboðið með þessa afgerandi afstöðu, og sem allir ESB-andstæðingar geta nú full- komlega treyst, stutt og kosið. L-listinn stendur einnig fyrir mörg önnur góð málefni, sem kynnt verða á næstu dögum og vikum. L-listi fullveld- issinna er hófsöm borgaraleg hreyfing, sem hafnar öllum öfgum til hægri og vinstri. L-listi fullveldissinna vill heilshugar taka þátt í end- urreisn íslenzks efnahagslífs, og skapa bjart- sýni og trú þjóðarinnar á íslenzka framtíð. Full- veldi og full yfirráð auðlinda eru lykillinn að því að vel takist til í þeirri endurreisn sem verður verkefni íslenzku þjóðarinnar næsta áratuginn. Innan Evrópusambands og yfirþjóðlegs valds mun það hins vegar aldrei takast. Í komandi þingkosningum verður kosið um sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar og fullveldi Ís- lands. Því er afar mikilvægt að á Alþingi verði kosnir sem flestir sannir fullveldissinnar sem þjóðin getur fullkomlega treyst fyrir sjálfstæði sínu. – Þess vegna er hér með skorað á alla þjóðfrelsis-, fullveldis- og sjálfstæðissinna að koma nú til liðs við L-listann og styðja hann og kjósa í komandi þingkosningum, því koma verður í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu með öllum tiltækum ráð- um. Komandi þingkosningar eru því þær örlagaríkustu í sögu íslenzka lýðveldisins. Áfram fullvalda og sjálfstætt Ísland! L-listi fullveldissinna Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson Guðm. Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari og stuðningsmaður L-listans. ÍSLENSKT samfélag stendur á krossgötum og því er ekki undan því vik- ist að taka erfiðar ákvarðanir. Stjórnmálaflokkar sem nú bjóða fram til Al- þingis og halda því fram að innganga í ESB sé eina lausnin á vanda okk- ar fara villir vegar. Okkur ber umfram allt að standa vörð um höfuðatvinnuvegi okkar að fornu og nýju, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Norðmenn hafa tvisv- ar sótt um aðild að Evrópusamband- inu og reyndu í bæði skiptin að fá var- anlegar undanþágur frá sameigin- legri fiskveiðistefnu ESB. Í bæði skiptin mistókst þeim hrapallega og sem betur fór hafði norskur almenn- ingur bein í nefinu til þess að hafa vit fyrir misvitrum stjórnmálamönnum. Innganga í ESB yrði högg fyrir landbúnaðinn og hefði í för með sér mikinn samdrátt í greininni og inn- flutningur á landbúnaðarvörum myndi aukast til muna. Mikilvægt er að standa vörð um matvælafram- leiðslu hér á landi, enda varðar það þjóðaröryggi okkar. Umræður um ESB eiga fyllilega rétt á sér, en það gengur ekki að fjalla um það eins og trúarbrögð, því þetta er pólitískt samband og ætti að ræða inngöngu í það á þeim forsendum. Samfylkingin og aðrir Evrópusinnar reyna að telja okkur trú um að okkur séu allar bjargir bannaðar nema við göngum í ESB. Ekki hefur verið mik- ið rætt um þau miklu vandamál sem ESB-lönd standa frammi fyrir um þessar mundir og þá staðreynd að þrátt fyrir fall fjármálakerfisins á Ís- landi og hinar gríðarlega auknu skuldir ríkissjóðs stöndum við samt fjárhags- lega betur en meginhluti ESB-landa. Það er lítið tal- að um það, að Íslendingum tókst af eigin rammleik að fara á undraskömmum tíma úr örbirgð í það að skipa sér á bekk meðal rík- ustu þjóða heims. Í gegnum tíðina hafa margir góðir menn varað okkur við að falla fyrir gylliboðum að utan. Þá koma mér í hug þeir nafnar Einar Oddur og Ein- ar Þveræingur. Einar Oddur galt varhug við því á sínum tíma að við notuðum Jöklabréfin til þess að fjár- magna ýmislegt sem mætti bíða betri tíma. Um þetta hafði hann mörg varnaðarorð og hefðu menn betur lagt við hlustir. Einar Þveræingur varaði landa sína við á sínum tíma að gefa Ólafi konungi Haraldssyni Grímsey, „því þar mætti fæða her manns ok ef þar er útlendr herr ok fari þeir með lang- skipum þaðan, þá ætla ek mörgum kotbúöndunum muni þykkja verða þröngt fyrir durum“. Þeir sem lofa því að hér muni drjúpa smjör af hverju strái, ef við göngum í ESB, fara villir vegar. Mín- ar skoðanir eru öndverðar við skoð- anir þessara manna og ég held að við höfum nú þegar fengið allt sem mestu skiptir með ESS-samningnum. Meira: mbl.is/kosningar Þeir Einarar og ESB Eftir Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Höfundur er frambjóðandi í NV- kjördæmi. FJÁRMÁLAKREPPAN á Íslandi hefur leitt fram algert bjargarleysi allra gömlu ís- lensku stjórnmálaflokkanna. Verkefnin eru einkum tvö. Að stöðva tafarlaust undanskot auðmanna á peningalegum eigum og að koma skuldsettum heimilum til bjargar. Varðandi fyrra verkið eru gömlu flokkarnir mjög vanhæfir til verka vegna margra ára- tuga tengsla þeirra allra við viðskiptalífið. Flokkarnir hafa allir reitt sig á fjárframlög frá öllum helstu fyrirtækjum landsins. Þar eru því að verki sjálfvirkar bremsur þegar kemur að því að færa til yfirheyrslu þá menn sem nú eru með réttu eða röngu grunaðir um stórfelld undanskot eigna inn í skattaparadísir. Til viðbótar kemur svo bein aðkoma margra forystumanna flokkanna að viðskiptalíf- inu. Engan þurfti að undra að gamla stjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins héldi hér hlífiskildi yfir sínum mönnum en meiri vonbrigði urðu þegar ný ríkisstjórn var í burðarliðnum. Þá tók formaður Framsóknarflokks- ins að sér að ákveða að ekki yrði hér nein kyrrsetning eigna eða önnur aðför að velgjörðarmönnum flokkanna. Samfylkingin var fljót að taka hér undir og flokkunum tókst að skapa lengri frest til handa auðkýfingum landsins. Raunar er þetta sambærilegt því og ef ekki mætti færa neinn til gæsluvarðhalds í saka- máli fyrr en sök hefði sannast. Í málefnum heimilanna hafa flokkarnir reynt að gera einfalda hluti flókna. Frambjóð- endur L-listans hafa ítrekað bent á þá leið að hér verði horft til fyrirmyndar frá kreppunni miklu 1930 þegar kreppulánasjóði var heim- ilað að kaupa eignir af skuldugum ein- staklingum og leigja þeim þær síðan til af- nota. Allar viðbárur um að slík yfirferð á hverju einstöku máli sé tímafrek og mannaflsfrek eru broslegar í ljósi þess að nú þegar þarf ríkið að halda í smánarlegri bóta- framfærslu hundruðum fyrrverandi bankamanna og fasteignasala. Þar eru komnir menn og konur sem vel kunna til þeirra verka. Bjargarleysi fjórflokksins Eftir Bjarna Harðarson alþingismaður Höfundur er bóksali á Selfossi og býður sig fram til Alþingis fyrir L-lista. ALVEG frá bankahruninu á liðnu hausti hafa forystumenn þjóðarinnar talað um að reisa yrði skjaldborg til varnar heimilunum í landinu. Margt gott hefur verið gert en vandinn er enn mikill og verður það áfram í fyrirsjáanlegri framtíð. Það tekur tíma að reisa trausta skjaldborg og á meðan beðið er eftir að skjaldborgin rísi mætti grípa til ým- issar skyndihjálpar fyrir heimilin og sér- staklega barnafjölskyldur landsins. Því lík- lega eru það þær sem standa hvað verst að vígi núna og eiga erfitt með að bíða eftir vaxtabótum og útborgun á skattskyldum séreign- arsparnaði. Og í hverju eru slíkar skyndihjálparaðgerðir fólgnar? Ókeypis matur í skólum myndi strax skila sér til barn- margra fjölskyldna. Hið sama á við um lækk- un á leikskólagjöldum eða jafnvel afnám leik- skólagjalda fyrir illa staddar fjölskyldur. Barnabætur eru síðan sérkapítuli. Þær eru hvergi tekjutengdar á Norðurlöndunum nema hér og skilgreindar sem eign barnanna. Ókeypis tannlæknakostnaður fyrir börn yngri en 18 ára, þar með talið tannréttingar, ætti að vera sjálfsögð aðgerð nú. Þannig yrði kreppan til að bæta tannheilsu íslenskra barna sem er sú lélegasta á Norðurlöndum. Þessar aðgerðir myndu allar skila sér beint til barnafjölskyldna og yrðu að vera samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga. Og þær yrðu kærkomin skyndihjálp fyrir heimilin sem myndi strax breyta stöðunni til hins betra. Skyndihjálp fyrir heimilin Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson Höfundur er talsmaður L-lista. ÉG ER viss um að við félagsmenn VR getum verið sammála um það að öll endurnýjun í forystu félaga eins og VR er af hinu góða og nauðsyn- leg að mörgu leyti. Með nýju fólki koma nýjar hugmyndir sem stuðla að framförum í félaginu. Hins vegar er hallarbylting, eins og sú sem átti sér stað í VR í síðustu kosningum, varla nokkuð sem við viljum sjá ger- ast aftur. Til að fyrirbyggja að svo verði tel ég nauðsynlegt að breyta þurfi lögum félagsins eins fljótt og því verður við komið. Stefnumál nýju stjórnarinnar Eitt af stefnumálum hinna ný- kjörnu fulltrúa í kosningabarátt- unni var að leggja niður trún- aðarráð félagsins í núverandi mynd. Það tel ég vera afar óskyn- samlega stefnu, þar sem trún- aðarráð er vettvangur virkra fé- lagsmanna sem eiga að veita stjórn og formanni fé- lagsins aðhald. Ég vona að mínir gömlu félagar leggist gegn því að sú hugmynd þeirra nái fram að ganga. Við, hinir almennu VR-félagar, þurf- um því að þjappa okkur saman og veita núverandi stjórn þetta þarfa aðhald. Ekki sem fulltrúar í trún- aðarráði lengur, heldur sem al- mennir félagsmenn þar til kosið verður að nýju. Lýðræðið í VR Virkir félagar í VR eru grundvöllur lýðræðis í félaginu og siðgæð- isverðir félagsins, úr þeirra hópi eiga framtíðarstjórnendur félagsins að koma en ekki beint utan af götu án nokkurrar þekkingar á starf- semi félagsins. Það er mín skoðun að tryggja þurfi með lögum að þeir sem geti boðið sig fram til sætis í stjórn félagsins þurfi að uppfylla þau skilyrði að hafa starfað í tiltek- inn tíma sem trúnaðarmenn félags- ins eða setið í trúnaðarráði þess. Kosningaloforð nýja formannsins Ég er hlynntur þeirri hugmynd hins nýkjörna formanns að formað- urinn sé starfandi launamaður eins og aðrir stjórnarmenn og ráðinn verði framkvæmdastjóri sem mun sjá um rekstur félagsins. Þannig tryggjum við að formaður komi úr okkar röðum og sitji við sama borð og við. Nú er að sjá hvort formað- urinn stendur við þetta merka kosningaloforð sitt. Hugmyndin er góð og hefur eflaust skilað honum mörgum atkvæðum í kosningunum. BIRGIR MÁR GUÐMUNDSSON, Reykjavík. Hvað má læra af nýliðnum kosningum í VR? Frá Birgi Má Guðmundssyni Birgir Már Guðmundsson BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.