Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 28

Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrstu að- gerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn man- sali. Þetta eru mikil tíðindi enda löngu tímabært að stjórnvöld segi mansali stríð á hendur með markviss- um aðgerðum. Mansal er eitthvert and- styggilegasta form skipulagðrar, alþjóðlegrar glæpa- starfsemi sem virðir engin landa- mæri. Áætlunin eflir möguleika stjórnvalda á að koma lögum yfir gerendur mansals þannig að þeim verði refsað og tryggja fórnarlömb- unum skjól og vernd. Við vitum að mansal þrífst á Ís- landi líkt og víða annars staðar. Berjast þarf gegn þessum skelfilegu glæpum með öllum ráðum. Við þurf- um að taka fullan þátt í baráttu al- þjóðasamfélagsins gegn mansali og úthýsa úr samfélaginu hvers konar starfsemi þar sem líklegt er að glæp- ir af þessu tagi fái þrifist. Kaup á vændi verða refsiverð og starfsemi nektarstaða bönnuð Áætlunin felur í sér aðgerðir í 25 liðum og tengjast margar þeirra ákvörðunum um fullgildingu al- þjóðlegra samninga á sviði áætl- unarinnar. Aðrar endurspegla af- dráttarlausan vilja stjórnvalda til að ganga ákveðið til verks. Hegningarlögum verður breytt þannig að kaup á vændi verða refsi- verð og fylgjum við þar fordæmi Svía og Norðmanna. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um þetta efni sem ég vonast til að verði samþykkt á yf- irstandandi þingi en þar með væri þessu markmiði náð. Einnig verður gerð lagabreyting sem bannar starf- semi nektarstaða afdráttarlaust án nokkurra undantekninga. Frumvarp um þetta er til umfjöllunar í allsherj- arnefnd og vona ég að það verði að lögum fyrir kosningar. Settar verða siðareglur fyrir opinbera starfs- menn þar sem meðal annars verður lagt skýlaust bann við kaupum á kynlífsþjónustu af nokkru tagi. For- sætisráðuneytið mun hafa forgöngu um setningu regln- anna. Fullgilding al- þjóðlegra samninga Stefnt er að fullgild- ingu samnings Samein- uðu þjóðanna frá árinu 2000 gegn fjölþjóðlegri og skipulagðri glæpa- starfsemi, samningi Evrópuráðsins um að- gerðir gegn mansali frá árinu 2005 og samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun frá árinu 2007. Ýmsar lagabreytingar eru for- senda fyrir fullgildingu samning- anna og hefur verið unnið að und- irbúningi þeirra um skeið. Meðal annars þarf að færa skilgreiningu al- mennra hegningarlaga á mansali til samræmis við efni þeirra og liggur frumvarp um slíka breytingu fyrir Alþingi. Fórnarlömb mansals fá aukna vernd Samkvæmt aðgerðaáætluninni mun ég skipa hóp sérfræðinga til að samræma aðgerðir í baráttunni gegn mansali og tryggja yfirsýn yfir mála- flokkinn. Honum er einnig ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar, efna til rannsókna og sinna fræðslu fyrir fagstéttir og almenning. Meðal verkefna hópsins verður að fylgja eftir vísbendingum um mansal og sjá til þess að fórnarlömbum man- sals verði veitt aðstoð, skjól og vernd. Í því felst meðal annars að tryggja að ætluðu fórnarlambi sé aldrei snúið til baka til heimalands nema öryggi þess hafi verið tryggt í samstarfi við til þess bæra aðila í heimalandinu. Lagt verður fram frumvarp til breyt- inga á lögum um útlendinga þannig að fórnarlömb mansals fái dvalarleyfi í tiltekinn tíma sem er ætlaður þeim til að gera upp hug sinn um samstarf við lögreglu. Kveðið er á um það ferli sem fara þarf af stað ef grunur leikur á að barn undir 18 ára aldri sé fórn- arlamb mansals. Áhersla er lögð á að bæta aðferðir til að greina og styðja ætluð fórnarlömb þannig að barna- verndarhagsmunir ráði skilyrð- islaust för við meðferð mála. Þetta er afar mikilvægt því fram hafa komið vísbendingar um að glæpa- menn hér á landi hafi notfært sér fíkn og bága stöðu ungmenna með því að selja að þeim kynferðislegan aðgang. Aðstæður lögreglu til að rann- saka mansalsmál verða bættar Eitt meginmarkmiða aðgerða- áætlunarinnar er að efla rannsókn lögreglu á mansalsmálum, vændi og barnaklámi þannig að lögum verði komið yfir brotamenn. Vettvangs- eftirlit verður eflt og komið á fót teymi sérþjálfaðra rannsóknarlög- reglumanna innan kynferð- isbrotadeildar lögreglunnar til að sinna þessum málum. Þá mun rík- islögreglustjóri taka í notkun nýjan tæknibúnað sem eflir verulega getu embættisins til rannsókna á barna- klámi. Tæknin gerir lögreglunni kleift að bera kennsl á barnaklám og annað ólögmætt efni í tölvum sem hald hefur verið lagt á og felur í sér aukna möguleika til að rannsaka uppruna og dreifingu barnakláms. Gert er ráð fyrir náinni samvinnu við lögregluyfirvöld annars staðar á Norðurlöndunum. Frá orðum til athafna Með aðgerðaáætlun ríkisstjórn- arinnar hefur vilji stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum af alvöru verið staðfestur. Fyrirhug- aðar aðgerðir eru skýrar og fram- undan ærin verkefni við að hrinda þeim í framkvæmd. Aðgerðirnar krefjast víðtækrar samvinnu en ég er þess fullviss að með aðgerðaáætl- unina að leiðarljósi munum við ná miklum árangri gegn þeim mikla vá- gesti sem mansal er. Stjórnvöld segja mansali stríð á hendur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir » Aðgerðaáætlunin eflir möguleika stjórnvalda á að koma lögum yfir gerendur mansals þannig að þeim verði refsað og tryggja fórnarlömbunum skjól og vernd. Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er félags- og trygginga- málaráðherra. „ÞVÍ hefur verið haldið fram að íslend- íngar beygi sig lítt fyr- ir skynsamlegum rök- um, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingils- hátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við …“ Halldór Laxness, úr Innansveitarkroniku. Mér komu þessi orð skáldsins í hug þegar Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi undirritaðan nýlega til að greiða 250.000 kr. sekt fyrir að brjóta trúnað á viðskiptavini VBS haustið 2006. Þessir dómur hefur hlotið nokkra athygli og eins að- dragandi hans. Fjármálaeftirlitið skoðaði þetta einfalda mál í um átta mánuði eða frá því í janúar þar til í september 2007, en vísar því þá til efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra og það gefur út ákæru á hendur undirrituðum 1. des. 2008, málið hafði þá verið 15 mánuði í rannsókn. Eru svona vinnubrögð í lagi? Málið er látið velkjast í kerf- inu í nærri tvö ár. Þetta veldur ýmsum óþægindum og setur blett á mannorð undirritaðs. Ég var til dæmis beð- inn um að taka að mér ákveðin trúnaðarstörf í fjármálageiranum á þessum tíma, en varð að afþakka allt slíkt vegna þess að ég var sakborningur í rann- sókn hjá efnahags- brotadeild Ríkislög- reglustjóra. Sá sem taldi að trúnaður hefði verið brotinn á sér lýsti því yfir við dóm að hann hafi ekki „kært athæfi ákærða og kvaðst ekki hafa uppi refsikröfu á hendur hon- um vegna málsins“. Það er sem sé „stóri bróðir“ sem leggur í alla þessa vinnu á meðan Róm brennur. Málið er ef til vill nógu einfalt til þess að FME og ríkislögreglustjóri nái utan um það. Minna hefur sést fjallað um stóru málin, sennilega eru þau of erfið og of flókin. Málið snýst um það hvort mér hafi verið heimilt að afhenda lögmanni gögn úr samtali við viðskiptamann og vörðuðu viðskipti með hlutabréf í TM. Lögmaðurinn hafði beðið FME að kanna einn þátt málsins, varð- andi hugsanlega yfirtökuskyldu, og þetta var innlegg í hans rökstuðn- ing. FME svaraði aldrei erindi lög- manns þessa. Eins og allir vita sem skipta við fjármálafyrirtæki, þá eru nær öll símtöl tekin upp í örygg- isskyni. Engar fastmótaðar reglur eru til um hvernig megi nota þessi símtöl. Ég var að verja trúverð- ugleika minn sem miðlara á þessum tíma með því að afhenda þessi gögn og til að upplýsa FME um málið. Ég hef starfað í fjármálageiranum í yfir 20 ár og veit alveg hvað trún- aður og traust er mikils virði í þeirri grein. Ég rek þetta mál ekki frekar, upplýsingar um það liggja á vef Héraðsdóms. Það er erfitt að deila við dómarann hvort sem það er í þessu eða í boltanum. Ég tel þenn- an dóm rangan og á einn möguleika til að fá honum hnekkt með því að vísa málinu til Hæstaréttar. Það hef ég ákveðið að gera, með von um að skynsemin ráði ríkjum á þeim bæ. Það er samt ekki alveg víst að Hæstiréttur taki þetta mál til með- ferðar, það er of smátt í sniðum, nær ekki áfrýjunarfjárhæð í einka- máli sem er um 600.000. Hægt er að sækja um undanþágu hjá Hæsta- rétti, á það ætla ég að láta reyna. Nýfallinn héraðsdómur … Jafet S. Ólafsson skrifar um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur » Þetta veldur ýmsum óþægindum og setur blett á mannorð und- irritaðs. Jafet S. Ólafsson Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.