Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 30
Fáðu þér áskrift að
Morgunblaðinu ámbl.is/askrift
– fylgist með
Morgunblaðið gefur út sérblað í samvinnu við
Hönnunarmiðstöð Íslands tileinkað vordögum
íslenskrar hönnunar miðvikudaginn 25. mars
2009. Tilgangurinn er að vekja athygli á íslenskri
hönnun hvers konar, stórri sem smárri. Opin hús
verða víðs vegar um borgina, kynningar, fyrirles-
trar, málþing, innsetningar, sýningar; yfir 130
viðburðir verða á tímabilinu.
Meðal efnis:
- Hvað er HönnunarMars
- Íslensk hönnun
- Viðtal við arkitekta
- Skemmtileg hönnunarverkefni
- Hönnunarnám
- Viðskiptastefnumót hönnuða
- Íslensk hönnun í áranna rás
Auglýsendur
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl 16:00
föstudaginn 20. mars
Allar nánari upplýsingar veita Katrín L. Rúnars-
dóttir í síma 510 37 27 eða katalaufey@mbl.is,
og Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir í síma 510 37 22
eða kolla@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
AÐ UNDAN-
FÖRNU hefur því ver-
ið haldið mjög á lofti í
fjölmiðlum hversu
miklu hin einstöku
ráðuneyti og stofnanir
hafa varið til kaupa á
ráðgjöf á undanförnum
árum. Umfjöllunin hef-
ur haft þann undirtón
að það sé hið mesta bruðl með al-
mannafé þegar opinberir aðilar
kaupa ráðgjöf og aðra þjónustu hjá
einkafyrirtækjum. Svo virðist sem til-
gangurinn með þessari umfjöllun hafi
verið að skapa neikvætt viðhorf hjá
almenningi til þessarar starfsemi.
Hafa ber í huga að fjölmiðlarnir eru
það afl í þjóðfélaginu sem mótar
skoðanir almennings og ekki síður
þeirra sem með völdin fara.
Eins og öllum má vera ljóst eiga
mikil viðskipti sér stað milli op-
inberra aðila og einkafyrirtækja. Op-
inberar stofnanir og
fyrirtæki eru mjög stór-
ir kaupendur að margs
konar vöru og þjónustu.
Um innkaup hins op-
inbera, á bæði vörum og
þjónustu, gilda lögfest-
ar reglur sem segja til
um hvernig standa skuli
að slíkum viðskiptum.
Það eru því ekki nein
sérstök tíðindi að hið
opinbera eigi viðskipti
við einkageirann. Það
hefur meira að segja
verið yfirlýst markmið stjórnvalda á
mörgum undanförnum árum að fela
einkafyrirtækjum eins mikið af starf-
semi hins opinbera og kostur er.
Þessi umræða hefur á hinn bóginn
vakið athygli á þeirri staðreynd að úr-
bóta er þörf við kaup hins opinbera á
ráðgjöf og annarri þjónustu. Þær
upplýsingar sem fjölmiðlar hafa birt
að undanförnu hafa þrátt fyrir allt
leitt það í ljós.
Það þarf að eiga sér stað viðhorfs-
breyting til viðskipta milli opinberra
aðila og einkaaðila. Það er mikilvægt
að allir geri sér grein fyrir því mikla
hagræði sem af því hlýst fyrir op-
inber fyrirtæki og stofnanir að fela
einkaaðilum margvísleg verkefni.
Miklu varðar að við kaup á ráðgjaf-
arþjónustu sé tekið tillit til gæða
þjónustunnar, reynslu og þekkingar,
ekki síður en verðs. Á hinum Norð-
urlöndunum hafa viðskipti þessi þeg-
ar þróast með jákvæðum hætti, báð-
um aðilum til hagsbóta. Þarna getum
við mikið lært af frændþjóðum okkar.
Þessi viðskipti sem önnur verða að
vera hafin yfir tortryggni. Besta leið-
in til þess er að hið opinbera fylgi al-
mennum útboðsreglum við ákvörðun
um kaup á ráðgjöf.
Andrés Magnússon
skrifar um kostnað
ríkisins vegna ráð-
gjafar
» Það þarf að eiga
sér stað viðhorfs-
breyting til viðskipta
milli opinberra aðila
og einkaaðila.
Andrés Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
taka verslunar og þjónustu.
Ráðgjafarþjónusta er
mikilvæg atvinnugrein
NOKKUR umræða
hefur verið að und-
anförnu um hvort rétt-
mætt sé að skrá börn
sjálfkrafa í trúfélag
móður við fæðingu
þess. Dómsmálaráð-
herra sér ástæðu til að
skoða málið en Sið-
mennt hefur um langt
árabil gagnrýnt núverandi fyr-
irkomulag. Morgunblaðið skrifar um
málið og þann 15. mars er þar leiðari
sem vert er að gera athugasemd við.
Sá sem hann skrifar hefur viljandi
misskilið orð sem höfð voru eftir mér
við vinnslu blaðsins og skal ég gera
grein fyrir því. Ég vil árétta að Sið-
mennt hefur í mörg ár bent á að ekki
sé rétt að ríkið eigi að hafa milligöngu
í því að skrá ómálga börn í lífsskoð-
anafélög, hvort sem er trúarleg eða
veraldleg, frekar en önnur félög. For-
eldrar eiga sjálfir að sjá um að skrá
börn sín í trúfélög ef þeim finnst eðli-
legt að börn séu yfirleitt skráð í slík
félög. Siðmennt telur að það sé
ákvörðun sjálfráða einstaklinga að
skrá sig í lífsskoð-
unarfélag rétt eins og
stjórnmálasamtök og
því á það að vera hverj-
um einstaklingi um 16
ára aldur eða eldri í
sjálfsvald sett hvar eða
hvort viðkomandi skráir
sig í lífsskoðunarfélag.
Leiðarahöfundur
virðist hinsvegar túlka
þessa skoðun á þann
hátt að þar með séu
húmanistar á því að
ekki skuli ala börn upp
við lífsskoðun. Það er rangt. Þetta
virðist vera sama bábiljan og að halda
því fram að húmanistar séu siðlausir
af því að þeir hafni kristnu eða ísl-
ömsku siðgæði!
Ég tek undir orð leiðarahöfundar
um að siðferðisgrundvöllur ein-
staklinga verði til í fjölskyldunni óháð
því hvaða lífsskoðun viðkomandi elst
upp við. Að koma fram við aðra eins
og þú vilt að aðrir komi fram við þig,
að myrða ekki fólk, að virða skoðanir
annarra, að treysta á lýðræði, að til-
einka sér gagnrýna hugsun, að sýna
öðrum tillitssemi, heiðarleika, dreng-
skap, sannsögli, ábyrgð, að virða
mannréttindi allra án tillits til skoð-
ana eða kynhneigðar. Þetta eru nokk-
ur af þeim gildum sem húmanistar
leggja áherslu í uppeldi barna sinna
og telja ekki síðri gildi en gildi ann-
arra lífsskoðana.
Eftir stendur að Siðmennt telur að
lögum um sjálfkrafa skráningu barna
í lífsskoðunarfélög verði að breyta á
þann veg að ríkið, í hvaða formi sem
það birtist, hætti skráningu fyrir trú-
og lífsskoðunarfélög. Lífsskoð-
unarfélög sem sækjast eftir með-
limum verði að sjá um slík mál sjálf
og getur t.d. skírn sem staðfesting á
inngöngu viðkomandi einstaklings
verið lausn á þessu. Siðmennt hefur
þá reglu að enginn undir 16 ára aldri
geti orðið félagsmaður.
Bjarni Jónsson ger-
ir athugasemdir við
leiðara Morg-
unblaðsins
» Leiðarahöfundur
virðist hinsvegar
túlka þessa skoðun á
þann hátt að þar með
séu húmanistar á því að
ekki skuli ala börn upp
við lífsskoðun. Það er
rangt.
Bjarni Jónsson
Höfundur er varaformaður
Siðmenntar.
Uppeldi án lífsskoðana?
ÁGÆTUR félagi
okkar úr Ferða-
málaráði, Gunnar Sig-
urðsson, birtir hugleið-
ingu um sjálfbæra
nýtingu í Morg-
unblaðinu 16. mars.
Við fáum ekki skilið
hversvegna hann kýs
að tengja hana við samþykkt ráðsins
frá 6. þessa mánaðar. Þar var þeim
áhyggjum að vísu lýst að sú ákvörðun
að leyfa hvalveiðar gerði þeim sem
störfuðu að landkynningu erfitt fyrir.
Auk þess var áréttað að fyrirtæki
sem hefðu lagt í miklar fjárfestingar
vegna hvalaskoðunar væru verulega
uggandi um afkomu sína. En meg-
inefnið fólst í brýningu til stjórnvalda
um að gæta hagsmuna ferðaþjónust-
unnar og þeirrar nýju útgerðar innan
hennar sem felst í hvalaskoðun.
Ferðamálaráð telur það grundvall-
aratriði fyrir ferðaþjónustuna að lyk-
ilsvæðum fyrir hvalaskoðun verði
hlíft við veiðum og umferð hval-
veiðibáta, sem fyrirsjáanlegt er að
fari af stað á vordögum. Ráðið lagði
jafnframt ríka áherslu á að fulltrúar
ferðaþjónustunnar ættu formlega að-
ild að þeim viðræðum um endur-
skoðun á ákvörðun um hvalveiðar,
sem sjávarútvegsráðherra hefur lýst
yfir að séu á döfinni.
Ferðamenn hafa flykkst tugþús-
undum saman í hvalaskoðun á síð-
ustu árum og það væri mikil skamm-
sýni að taka ekki tillit til
heildarhagsmuna þegar hvalveiðar
og útfærsla þeirra eru á dagskrá. Og
ekki er heldur sérstök ástæða til þess
að efna til deilna út af hvalveiðum við
þær þjóðir sem helst vilja sækja Ís-
land heim. Í ferðamálaráði sitja
fulltrúar iðnaðarráðuneytisins, Sam-
taka ferðaþjónustunnar, Ferðamála-
samtaka Íslands, Útflutningsráðs og
Samtaka sveitarfélaga og hvöttu allir
fulltrúar í ráðinu, að undanskildum
Gunnari Sigurðssyni, til ýtrustu var-
færni í þessum efnum með hag ferða-
þjónustunnar og landsmanna að leið-
arljósi.
Svanhildur Kon-
ráðsdóttir og Einar
Karl Haraldsson
gera athugasemd
við skrif Gunnars
Sigurðssonar
» Ferðamálaráð telur
það grundvall-
aratriði fyrir ferðaþjón-
ustuna að lykilsvæðum
fyrir hvalaskoðun verði
hlíft við veiðum og um-
ferð hvalveiðibáta...
Svanhildur
Konráðsdóttir
Höfundar eru formaður
og varaformaður Ferðamálaráðs.
Einar Karl
Haraldsson
Hvalaskoðun fái frið