Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 35

Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 35
Það er erfitt að trúa því að þú sért farin, elsku Áslaug. Þú sem varst allt- af svo brosmild og hress. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Það var virkilega gaman að koma til ykkar Sigga í sumbarbústaðinn þar sem við sungum öll saman, langt inn í bjarta sumarnóttina, undir gítarspili Jóns. Við áttum líka yndislega daga um sumarið 2005 í sumarbústað við Apavatn. Þar naustu þín á fallegum stað umvafin barnabörnunum þínum. Þú veittir okkur Þurí ómetanlega hjálp þegar við vorum að flytja síðla árs 2004. Við höfðum selt ofan af okk- ur og áttum ekki að fá íbúðina sem við vorum að kaupa fyrr en nokkrum vik- um seinna. Þú gerðir þér lítið fyrir og bauðst okkur, fimm manna fjölskyld- unni, húsaskjól í Álfaborgum, þar sem þú bjóst þá. Þú hreinlega lánaðir okkur húsnæði þitt, því á meðan við bjuggum hjá þér gistir þú hjá Dóru sem býr skammt frá. Og ekki nóg með það, því á þessum tíma varstu ávallt reiðubúin að lána okkur bílinn þinn til að létta undir með okkur. Hjálpseminni voru engin takmörk sett. Við höfum verið svo lánsöm að hafa þig hjá okkur á aðfangadagskvöld undanfarin ár þar sem stórfjölskyld- an hefur komið saman og átt saman dásamlega stund. Það er dapurlegt að hugsa til þess að á næstu jólum verð- ur þú ekki hjá okkur. Því miður voru örlög þín að berjast við óvæginn sjúkdóm. En þú barðist hetjulega. Oftar en einu sinni á síðast- liðnum árum sýndir þú ótrúlegan kraft og lífsvilja þegar þú glímdir við veikindin. Þú braust í gegnum erfiðan dag og tókst að láta þér líða betur á ný. Þín verður sárt saknað en ég trúi því að núna sértu komin á góðan og friðsælan stað og þér líði vel, laus úr hlekkjum veikinda. Ég er þakklátur fyrir þann tíma og þær minningar sem þú gafst mér. Ég er líka þakk- látur fyrir það að þú fékkst að kynn- ast öllum börnunum okkar hjóna og njóta margra góðra stunda með þeim. Hvíldu í friði. Ari Friðfinnsson. Elsku Áslaug mín. Nú er langri og hetjulegri baráttu þinni við erfiðan sjúkdóm lokið. Mikið afskaplega lagðir þú mikið á þig til að ástvinir þínir og fjölskylda fengju að njóta fallegrar nærveru þinnar eins lengi og hægt var. Löngunin til að umvefja þína nánustu var sterk og lífsvilji þinn var kraftmikill og aðdá- unarverður. Aldrei kvartaðir þú, heldur tókstu öllu með jafnaðargeði, og lítið þurfti til að gleðja þig og fram- kalla bros á vör. Þannig er þér rétt lýst, ávallt að hugsa um hag annarra og gleðina sástu í öllu og öllum. Frá fyrstu stundu opnaðir þú hjarta þitt og heimili fyrir mér og tókst mér sem einni af fjölskyldunni. Það þótti mér bæði mikið vænt um sem og mikill heiður. Alltaf varstu tilbúin að gefa af þér sem og tíma þín- um enda mikil félagsvera og er mér sérstaklega minnistæðar stundirnar í Ljósuvíkinni þegar við oftar en ekki sátum inni í stofu yfir góðu spjalli og súkkulaði. Já, súkkulaði sem var ómissandi félagi okkar beggja og gleðigjafi fyrir okkur nammigrísina. Vildi bara óska að samverustund- irnar hefðu verið fleiri og hefði maður vitað hve lífið er hverfult hefði maður nýtt tímann enn betur. Þú mátt vita að þú verður ávallt í hjörtum okkar og huga og eftir situr mikil sorg og tómarúm. Guð geymi þig, engillinn okkar. Ömmustelpan þín, hún Maren Kar- itas fangaði tilfinningar okkar allra þegar hún sagði:„Það er ekki gott að amma Lauga er farin til englanna, en það er gott að henni líður betur“. Allir vilja hafa ástvini sína sem lengst hjá sér og enginn vill þurfa sjá á bak þeim en það eina sem veitir huggun núna er að nú líður þér betur. Þín tengdadóttir og ömmustelpa, Eva Dögg Júlíusdóttir og Maren Karitas. Mín elskulega tengdamóðir Áslaug er nú komin á æðri stað. Ég kynntist Áslaugu fyrst fyrir sjö árum þegar ég og Dóra dóttir hennar fórum að vera saman, ég fann strax hvað þetta var vinaleg og góðhjörtuð kona. Hún tók mér strax sem einum af fjölskyldunni og kom fram við mig eins og eitt af sínum börnum. Hún hafði þennan einstaka persónuleika að manni leið alltaf vel í nærveru hennar, manni fannst eins og maður hafði alltaf þekkt hana. Að eiga gott spjall við Ás- laugu var alltaf jafn yndislegt enda var hún alltaf í góðu skapi og talaði aldrei illa um neinn. Hún var krúttleg kona sem var góð við alla og mikil fé- lagsvera. Líf hennar breyttist mikið fyrir fjórum árum þegar erfiður sjúk- dómur herjaði á en hún tók á þeirri þrekraun með mikilli reisn og sýndi mikið hugrekki í baráttu sinni. Hún átti góða að sem voru alltaf til staðar fyrir hana og það hjálpaði henni mik- ið í baráttu sinni. Veikindin tóku samt mikið á hana en þrátt fyrir það var hún alltaf jafn jákvæð. Áslaug hefur alltaf verið dugleg kona, hún varð ung móðir og eigin- kona og hugsaði hún vel um sitt fólk. Hún var líka yndisleg amma og sá maður hvað barnabörnin gáfu henni mikið. Það er höggvið stórt skarð í okkar fjölskyldu en minning hennar lifir að eilífu. Kærar þakkir fyrir allt, elsku Ás- laug, ég er lánsamur að hafa átt svona góða tengdamömmu eins og þig. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur Robert. Elsku Áslaug, mig langaði að þakka þér fyrir ævilangt ferðalag okkar á þessari lífsleið. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Megi góður Guð varðveita þig, Ás- laug mín, að eilífu. Sigurður H. Einarsson. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009  Fleiri minningargreinar um Ás- laugu Guðmundsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS SÆMUNDSSONAR frá Stóru-Mörk, Vestur-Eyjafjallahreppi, Stífluseli 16. Guðmunda S. Sveinsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Grétar Karlsson, Guðbjörg M. Ólafsdóttir, Jón Haukur Valsson, Svanhildur Ólafsdóttir, Þorleifur Kjartan Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Sæunnargötu 12, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalar- heimili aldraðra, Borgarnesi. Svandís Anna Jónsdóttir, Birgir Vigfússon, Björn Rúnar Jónsson, Anna Ólafsdóttir, Árni Rafn Jónsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU S. MARKÚSDÓTTUR frá Súðavík. Ásdís Magnúsdóttir, Markús K. Magnússon, Karl G. Karlsson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir okkar, SINDRI ÞÓR GUÐNASON frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 21. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á söfnunarreikning í Sparisjóði Siglufjarðar. Rut Hilmarsdóttir, Jakob Auðun Sindrason, Halldóra Helga Sindradóttir, Guðni Þór Sveinsson, Helga Sigurbjörnsdóttir, Rakel Guðnadóttir, Ragnheiður Birna Guðnadóttir, Guðni Brynjar Guðnason. ✝ Okkar ástkæri JÓN ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Hrafntóftum, áður Langholtsvegi 44, andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi Hellu þriðju- daginn 17. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurbjörg Ingvarsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KAMILLA GÍSLADÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum 14. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Heimaey, reikningsnúmer 537-26-508050, kt. 591191-1019. Jón Páls Guðmundsson, Valgerður Jónsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson, Gísli Hafþór Jónsson, Jóhanna Úlfarsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Árni Már Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS B. STEFÁNSSONAR, Lautasmára 3, Kópavogi. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Skógarbæjar sem veitti honum góða umönnun og hlýlegt viðmót. Hallgerður Pálsdóttir, Ólafur Halldórsson, Auður Sigurðardóttir, Páll Halldórsson, Sólveig Ásgrímsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Einar Erlendsson, Elín Ýrr Halldórsdóttir, Kristján M. Baldursson, Ólöf Eir Halldórsdóttir, Jenni Guðjón Clausen, barnabörn og barnabarnabörn.  INDRIÐI GÍSLASON frá Skógargerði, lést á Landspítalanum sunnudaginn 15. mars. Útförin verður gerð frá Háteigskirkju mánudaginn 23. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindrafélagið. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, Erna Indriðadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Skarphéðinn G. Þórisson, Pálmi Indriðason, Anna Guðný Halldórsdóttir, Helgi Indriðason, Signý Jónsdóttir, Ólafur Skúli Indriðason, Helga Ágústsdóttir, Jón Skúli Indriðason, Sigríður Jóhannsdóttir, Dagný Bergþóra Indriðadóttir, Ásmundur Indriðason, Frosti, Reimar, Valva, Ingibjörg Ýr, Jóhann Skúli, Indriði, Þuríður, Katrín Helga, Jón Freyr, Kristín Ýr, Björn Þór, Birta Líf og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.