Morgunblaðið - 19.03.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 19.03.2009, Síða 42
42 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ leituðum lengi að Range Ro- ver en enduðum með Porsche Ca- yenne. Okkur fannst hann bara vera flottari,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, einn þriggja aðstandenda leiksýn- ingarinnar Þú ert hér sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu hinn 26. mars. Um er að ræða nýtt verk eftir Mindgroup-leikhópinn sem fjallar öðru fremur um ástandið í þjóðfélaginu í kjölfar bankahruns- ins. Í ljósi þess auglýsti Borgarleik- húsið eftir hinum ýmsu munum tengdum bankahruninu sem notaðir verða í sýningunni, auk þess sem leikhópurinn varð sér úti um áð- urnefndan jeppa sem verður hluti af leikmyndinni. „Allir þessir bílar hafa fengið allt aðra merkingu en áður, þetta sem var merki um „dugnað“ er orðið merki um eitthvað allt annað, eins og blys um Nígeríu-svindl eða eitt- hvað álíka,“ segir Jón Páll um til- gang jeppans á sviðinu en Borg- arleikhúsið greiðir afborganir af honum á meðan á leiksýningum stendur. „Okkur fannst jákvæðara að þetta nýttist einstaklingi sem er að glíma við mjög fjandsamlegt bílalán frekar en að leita til umboðanna,“ útskýrir Jón Páll. Rannsóknarstofa Auk Jóns Páls mynda þeir Jón Atli Jónasson og Hallur Ingólfsson Mindgroup-tríóið, en þeir félagar sjá um nánast alla þætti sýningarinnar, svo sem leikstjórn, leikmynd, bún- inga, tónlist og leik. Hvað leikmynd- ina varðar segir Jón Páll að þeim hafi ekki þótt við hæfi að eyða mikl- um peningum – það hefði verið í ákveðinni mótsögn við inntak verks- ins. „Við vildum ekki láta smíða leik- mynd fyrir einhverja milljón heldur er hugmyndin sú að nota hluti sem eru til í leikhúsinu eða fengnir að láni,“ segir hann og því var gripið til þess ráðs að auglýsa eftir hinum ýmsum munum um miðjan janúar. „Við fengum helling út úr þessu, bæði muni og frásagnir. Fólk kom með gjafir sem það hafði fengið frá bönkunum sínum og lánastofnunum og því fylgdi gjarnan sögur. Þannig að þarna gafst tækifæri til að hitta fólk sem var í miklum ham til að ræða hlutina á þessum tímapunkti.“ Munirnir sem bárust verða not- aðir sem leikmunir, auk þess sem frásagnirnar fara óbeint inn í verkið sjálft. „Þær urðu að efnivið sem fóru kannski ekki beint inn í sýninguna, heldur meira eins og innblástur fyrir þessar handritsvélar sem við bjugg- um til. Þessi hópur vinnur þannig með leikhúsformið að við notum leik- sviðið sem rannsóknarstofu og rann- sökum ákveðnar kringumstæður. Núna erum við til dæmis að rann- saka þær kringumstæður að vera í rústunum, í heimi þar sem allt hefur breyst, og allt hefur aðra merkingu hvort sem það er flatskjárinn, mat- reiðslubókin sem þú fékkst frá Landsbankanum eða bíllinn í inn- keyrslunni hjá þér. Upp úr þessu sprettur svo texti, búningar eða jafnvel sviðsetningin sjálf,“ segir Jón Páll að lokum. Lúxusjeppi á leiksviðinu  Borgarleikhúsið auglýsti eftir munum tengdum bankahruninu og fékk meðal annars Porsche Cayenne-jeppa  Er hluti leikmyndar sýningarinnar Þú ert hér Morgunblaðið/Kristinn Táknrænt Mindgroup-hópurinn ásamt Porsche Cayenne jeppanum á Nýja sviði Borgarleikhússins. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞEIR eru ófeimnir leikmennirnir í meistaraflokki íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur en ný- verið sendu þeir frá sér sjóðheitt dagatal til fjáröflunar. „Við fengum þessa hugmynd fyrir meira en tveimur árum en það myndaðist aldrei almennileg stemning til að gera þetta innan hópsins fyrr en núna. Við ákváðum svo að kýla á þetta í des- ember því það er ekki hlaupið að því í dag að ná í styrktaraðila,“ segir Helgi Páll Þórisson, formað- ur íshokkídeildarinnar. Á dagatalinu má sjá tólf myndir af stinnum skrokkum sem leynast vanalega undir þungum keppnis- búningum á íshokkívellinum. „Hugmyndin var að fara eins nálægt strikinu og við gátum án þess að fara yfir það. Þetta er list- ræn nekt, ekki ljót eða klámfeng- in, enda myndirnar teknar af miklum fagmanni, Kristjáni Ma- ack.“ Hreint og beint ógeðslegt Þótt nektardagatöl séu ekki ný af nálinni sem fjáröflunarleið seg- ist Helgi hafa fengið margvísleg viðbrögð. „Við erum búnir að fá ýmsar athugasemdir við dagatal- inu, frá því að það sé rosalega flott, glæsilegt og gott, yfir í að þetta sé hreint og beint ógeðslegt. Svona dagatöl eru ekki óalgeng fjáröflunarleið, slökkviliðið og gámaþjónustan gerðu þetta t.d. bæði nýlega. Dagatalið okkar er reyndar kannski aðeins djarfara en þeirra, opinberar meira,“ segir Helgi kíminn. Hann viðurkennir að menn hafi verið pínulítir smeykir við það hvernig þetta kæmi út og ekki hefðu konur allra verið sáttar en þegar dagatalið kom úr prentun jókst tiltrú allra á verkinu. Prentuð voru þúsund dagatöl og að sögn Helga gengur vel að selja. Hægt er að nálgast eintak á skrif- stofu SR í Skautahöll Reykjavíkur og kostar eitt 1.000 kr. Nánast naktir skautagarpar Íshokkí Vanalega hylja leikmennirnir sig meira á skautasvellinu en þetta. Íshokkíleikmenn fækkuðu fötum til fjáröflunar Á heimasíðu Borgarleikhússins má finna eftirfarandi texta um söguþráðinn í Þú ert hér: „Þrír menn eru staddir í rúst- um. Þeir uppgötva að veröld þeirra er liðin undir lok og að þeir verða að læra að fóta sig að nýju. Úr rústunum í kringum sig raða þeir saman bútum úr fyrra lífi og reyna að átta sig á því hvar þeir eru staddir, hvað hafi gerst og hvert skuli stefna.“ Þú ert hér Fólk NORRÆNN tískutvíæringur hefst í Norræna húsinu í dag og stendur til 4. apríl. „Það er Norræna húsið sem stendur fyrir þessum viðburði, Nordic Fashion Biennale, í samstarfi við menntamálaráðuneyti Grænlands, Færeyja og Íslands,“ segir Ilmur Dögg Gísla- dóttir, verkefnastjóri viðburðarins. Fókusinn á þessum fyrsta norræna tískutvíær- ingi er á fatahönnun og skartgripi frá vestnor- rænu þjóðunum, Íslandi, Grænlandi og Fær- eyjum. „Sýningunni er skipt í þrjá hluta sem nefnast: Frammi fyrir sköpunarkraftinum, Til- raunastofa og Skartgripasýning. Síðan á sýning- artímabilinu eru margvíslegir viðburðir sem varpa ljósi á vestnorræna fatahönnun eins og fyrirlestrar, ráðstefnur, heimildamyndasýning og tónleikar. Til dæmis er eitt þema á dag- skránni tískuiðnaðurinn og sjálfbærnin og því þema fylgjum við eftir með fyrirlestri Karls Aspelund á morgun og ráðstefnu á þriðjudaginn sem heitir Meðvituð um tískuna. Helgina 26.-29. mars er Fatahönnunarfélag Ís- lands svo með dagskrá í Norræna húsinu. Þar verður m.a. sýning á íslenskri fatahönnun sem hefur verið að gera það gott erlendis, sýning á heimildarmynd sem heitir Möguleikar 2009, ljós- myndasýning sem sýnir fatahönnuði að störfum og á sunnudeginum verður tískuveisla þar sem nýjustu línurnar frá íslenskum fatahönnuðum verða sýndar,“ segir Ilmur. Nánir upplýsingar má finna á: www.nordic- fashionbiennale.com ingveldur@mbl.is Frammi fyrir vestnorrænum sköpunarkrafti Tíska Á sýningunni verður m.a. bleikur skáli fyrir utan húsið með tuttugu gínum í.  Breska tríóið Tiger Lillies er væntanlegt hingað til lands, en það mun spila á Listahátíð í Reykjavík í Íslensku óperunni hinn 29. maí næstkomandi. Hér á landi er sveitin trúlega hvað þekktust fyrir að hafa átt tónlistina í gamanmynd Valdís- ar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaupi, sem frumsýnd var í fyrra. Miðasala á tónleikana hefst í dag og fer hún fram á listahatid.is og á midi.is. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð segir meðal annars að Tiger Lillies hafi aldrei brugðist því hlutverki sínu að koma áheyrendum og áhorfendum á óvart með sínum ein- stöku og allt að því afbrigðilegu tónlistartilþrifum. Húmorinn sé alltaf tvíræður og íronían beitt og þeim sé best lýst sem djöfullegum en samt dásamlegum. „Tónlist, og ekki síður tilþrif, Tiger Lillies skáru sig strax úr. Þótt margir hafi reynt að feta í fótspor þeirra hefur engum tekist að komast með tærn- ar þar sem Tígrisliljurnar hafa hæl- ana,“ segir meðal annars í tilkynn- ingunni. Djöfullegar og dásam- legar Tígrisliljur  Íslenskar stuttmyndir eru í for- grunni á stuttmyndahátíðinni Go- Short sem hófst í fyrradag í hol- lensku borginni Nijmegen. Sérstakri dagskrá sem kallast „Breaking the Ice“ var hleypt af stokkunum í gær en þar verða alls þrettán íslenskar stuttmyndir eftir tólf leikstjóra sýndar auk þess sem haldnar verða pallborðsumræður um íslenskar stuttmyndir. Það er danski kvikmyndafræðimaðurinn Birgir Thor Möller sem stjórnar umræðum en meðal þátttakenda eru leikstjórarnir Grímur Há- konarson og Gísli Darri Hall- dórsson, sem báðir eiga myndir á hátíðinni. Íslensk stuttmyndagerð hefur verið í gríðarlegri sókn und- anfarinn áratug og íslenskir stutt- myndaleikstjórar hafa sýnt og sannað að þeir eru á heims- mælikvarða. Nema hvað. Íslensk stuttmynda- gerð í forgrunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.