Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Elskendurnir í Elegy, pró-fessorinn David Kepeshog nemandinn Consuela(Cruz), eru harla ólík um
flest. Hann langsjóaður, víðfrægur
lærimeistari og gagnrýnandi í sjón-
varpi, kominn á sjötugsaldur. Hún
kúbanksættaður Bandaríkjamaður í
háskólanámi, undurfögur, fær og
helmingi yngri. Þau dragast hvort að
öðru og vandalaust að sjá ástæð-
urnar fyrir hrifningu Kepesh, menn
þurfa ekki að vera orðnir gamlaðir til
að hrífast af æskuþokka Consuelu,
hún er ómótstæðileg. Hún fellur fyrir
frægð hans, gáfum og reynslu.
Líkt og nafnið bendir til og að-
stæður allar verður samband þeirra
þyrnum stráð, þrjátíu ára aldurs-
munur hlýtur að verða fjötur um fót.
Ást þeirra er tormelt og ótrúverðug
og hlýtur að enda á einn veg þrátt
fyrir að sá gamli sé sprækari en tán-
ingur, ástin og lostinn liggi í loftinu;
kynslóðabilið er einfaldlega of breitt
á milli þeirra til að draumurinn vari
að eilífu. Sektin og efinn naga sálina.
Kingsley er heillandi persóna og
hárfínn leikari. Hann hefur einnig til
að bera óheftan frumkraft sem ligg-
ur rétt undir yfirborðinu og naut sín
einstaklega vel í Sexy Beast. Cruz
skilar sínu vel, hún er ekki aðeins
óvenjuglæsileg heldur er hún mögn-
uð leikkona, minnir á gengnar
drottningar hvíta tjaldsins, eins og
Bergman. Fínir skapgerðarleikarar
koma við sögu í aukahlutverkum,
einkum er ánægjulegt að sjá netta
takta Hoppers í hlutverki O’Hearns,
starfsbróður og vinar Kepesh, hvar
er hann nú, síðhærði hippinn í Easy
Rider? Lífið er skrítið og stutt.
Sarsgaard sýnir á sér nýja hlið sem
sjálfselskur og bitur sonur Kepesh,
hlutverk sem hefur reyndar lítið að
segja fyrir framvinduna. Clarkson
sleppir ekki tökum á manni sem við-
hald Kepesh til margra ára.
Elegy er á köflum vel skrifuð og
vitsmunaleg, einkum er þeir ræða
málin sín á milli, vinirnir Kepesh og
O’Hearn, en þrátt fyrir fimlegar rök-
ræður víkur fáránleikinn aldrei langt
frá aðalpersónunum og þvílíkar
björgunaraðgerðir sem þarf að grípa
til í lokin, þær stórskaða að mörgu
leyti áhugaverða mynd. Það liggur
ekki í augum uppi hverjum Elegy er
ætluð, kannski vistmönnum á öldr-
unarstofnunum?
Óvenjuleg ástarsaga
Sambíóin
Elegy
bbmnn
Leikstjóri: Isabel Coixet. Aðalleikarar:
Penélope Cruz, Ben Kingsley, Dennis
Hopper, Patricia Clarkson, Peter
Sarsgaard, Deborah Harry. 108 mín.
Bandaríkin. 2008.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Elegy Kingsley er heillandi persóna og hárfínn leikari, Cruz skilar sínu vel
og minnir á gengnar drottningar hvíta tjaldsins.
Deboruh Harry bregður fyrir í hlut-
verki eiginkonu Dennis Hoppers, lit-
lausu hlutverki fyrir þessa goðsögn
úr poppheiminum frá því á áttunda
og níunda áratugnum. Þá fór Deb-
bie með himinskautum sem söng-
kona og prímusmótor rokkbandsins
Blondie, sem einnig var gælunafn
kynþokkafulls fyrirliðans. Hljóm-
sveitin leystist upp árið 1984, eftir
áratug topplaga, platínuskífna og
alheimsdýrkunar söngkonunnar. Þá
sneri hún sér að leiklist en hefur
gengið upp og ofan. Debbie Harry
hefur komið fram af og til allt fram
á þennan dag, bæði ein og með
nokkrum gömlum félögum úr
hljómsveitinni góðu. Í Elegy er ljósa
hárið tekið að missa skerpuna, það
skiptir hana greinilega engu máli.
Hún kemur til dyranna eins og hún
er klædd, líkt og jafnan áður, hún
Debbie Harry, og gamli kynþokkinn
er enn á sínum stað.
Debbie Harry fellir gervið
Sími 564 0000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
600 kr. fyrir b
örn
750 kr. fyrir f
ullorðna
The Pink Panther 2 kl. 4 - 6 LEYFÐ
Viltu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
Skógarstríð 2 kl.3:45600 kr. f. börn, 750 kr. f. fullor. LEYFÐ
Watchmen kl. 5 - 8 - 10:30 DIGITAL B.i. 16 ára
Watchmen kl. 5 - 8 DIGITAL LÚXUS
Marley & Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
The International kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Ævintýri Despereaux ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Tvær vikur á toppnum í U.S.A.!
Þau voru í fullkomnu sambandi
þangað til einn lítill hlutur
komst upp á milli þeirra
Frábær gamanmynd með Jennifer Aniston og Owen Wilson
... og hundinum Marley
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
“Marley & Me er skemmtileg
kvikmynd sem lætur
engan ósnortinn.”
- M.M.J., Kvikmyndir.com
“...vönduð og ómissandi fjöl-
skyldumynd öllum þeim sem
unna lífinu í kringum okkur.”
- S.V., MBL
“ Ljúfsárt fjölskyldudrama”
- H.E., DV
HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
LÍTIL MÚS, STÓRIR DRAUMAR
- S.V., MBL
SÝND MEÐ ÍSLE
NSKU TALI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI,
borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
- S.V., MBL
- L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS
8ÓSKARSVERÐLAUN
Þ A R Á M E Ð A L
BESTA MYNDIN OG
BESTI LEIKSTJÓRINN
Bráðfyndin
rómantísk
gamanmynd sem
sviptir hulunni
af samskiptum
kynjanna
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15
Sýnd kl. 8 og 10:30
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is
-bara lúxus
Sími 553 2075
STÆRSTA OPNUN Í USA
Á ÞESSU ÁRI!
FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA
STÓRMYND ÁRSINS 2009!
MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR
POWERSÝNING
KL. 10
Á STÆRSTA TJALDI
LANDSINS MEÐ DIGITAL
MYND OG HLJÓÐI
“BRILLIANT AÐLÖGUN Á
EINNI VIRTUSTU MYNDASÖGU
ALLRA TÍMA. GEFUR MYNDUM
EINS OG DARK KNIGHT LÍTIÐ
EFTIR.”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
Sýnd kl. 7 og 10 POWERSÝNING
Sýnd kl. 6 með íslensku tali
- S.V., MBL
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
“WATCHMEN ER AUGNA-
KONFEKT, VEL KLIPPT
OG TEKIN... PUNTUÐ MEÐ
TÓNLIST SNILLINGA...“
- S.V. MBL
AÐSÓKNAMESTA MYND ÁRSINS - 35.000 MANNS.
MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF!
www.veggfodur.is
Fullkomin öryggiskerfi með miklum möguleikum og þráðlausum
skynjurum. Henta vel fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki og
fást í mörgum útfærslum. Uppsetning í boði ef óskað er.
TILVERAN
getur verið
streitulaus ...
ÖRYGGI ÁN MÁNAÐARGJALDA
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
MEÐ ÍSLENSKU TALI OG TEXTA
MEÐAL MÖGULEIKA:
• REYKSKYNJARI
• VATNSSKYNJARI
• HITASKYNJARI
• GASSKYNJARI
• ÖRYGGISHNAPPUR
1971 • 2009
EINKA ÖRYGGISKERFI