Morgunblaðið - 26.03.2009, Side 4

Morgunblaðið - 26.03.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 FERMINGARTILBOÐ H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 Comfort Zone rúmin aðlaga sig á ótrúlegann hátt að líkamanum, hafa einstaka þyngdardreifingu og veita slökun sem er á fárra færi. COMFORT ZONE • 5 svæðaskipt svefnsvæði • 5 svæðaskipt pokagormakerfi • 10 ára ábyrgð • þrýstijöfnunarsvampiur í svefnsvæði • Lagar sig að líkamanum • Veitir góða slökun • Steyptir kantar • 20% stærri svefnflötur • Þarf ekki að snúa COMFORT ZONE (120x200) Verð 132.900 kr. FERMINGARTILBOÐ 93.030 kr. COMFORT ZONE (97x200) Verð 116.900 kr. FERMINGARTILBOÐ 81.830 kr. 30% AFSLÁTTUR! Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Ómar Friðriksson ENGIN meginniðurstaða er í skýrslu Evrópu- nefndar Sjálfstæðisflokksins um það hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Ekki er þó útilokað að nefndin leggi eina eða fleiri tillögur þar að lútandi fram á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Í skýrslunni eru tíundaðar niðurstöður sjö hópa sem unnið hafa með ólíka málaflokka og eru hóparnir gjarnan klofnir í afstöðu sinni. Hópurinn er fjallar um peningamálastjórn er sammála um að skipta þurfi út krónunni fyrir evru en klofnar í afstöðu til þess hvort hægt sé að gera það einhliða eða eingöngu í gegnum að- ild að ESB. Sá hópur er fjallar um náttúruauðlindir Ís- lands og yfirráð greinir frá þrenns konar sjón- armiðum, að Ísland eigi ekkert erindi í ESB, að aðeins verði samið um fullt forræði Íslands á auðlindum sínum og í þriðja lagi að ekki sé þörf á allsherjarundanþágu frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Svokölluð meginregla um hlut- fallslegan stöðugleika tryggi forræði hér- lendra stjórnvalda yfir íslenskum kvóta. Hóp- urinn telur það bjartsýni að fá verulegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu sambands- ins miðað við aðildarsamninga annarra ríkja við ESB en formaður og varaformaður hópsins mæla með því að flokksforystan fái heimild til að ræða við aðra stjórnmálaflokka um aðild- arviðræður. Hugað sé að landbúnaði og sjávarútvegi Athygli vekur að utanríkis- og öryggismála- hópur nefndarinnar telur ekkert mæla á móti aðild að sambandinu. Hópurinn sem fjallaði um atvinnuvegi bendir hins vegar á að sérstaklega þurfi að huga að tveimur atvinnugreinum í hugsanlegum aðildarviðræðum, landbúnaði og sjávarútvegi. Þótt ekki séu lagðar skýrar línur í skýrsl- unni varðandi hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu eða ekki er ekki útilokað að tillögur þar að lútandi komi fram á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, formanns nefndarinnar, er nefndinni heimilt að leggja fleiri en eina tillögu fyrir landsfund flokksins ef ekki hefur náðst samstaða í nefndinni. Engin tillaga í ESB-skýrslu  Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins kynnir skýrslu sína á landsfundi í dag  Ólík sjónarmið innan mismunandi hópa  Vilja evru í stað krónunnar Í HNOTSKURN »Aðild að ESB mun ekki þýða miklarbreytingar á málum er varða raf- orku, vatn, jarðvarma, olíu og gas, að mati náttúruauðlindahópsins. »Almennt hafa hagsmunasamtök at-vinnuveganna litla trú á krónunni, skv. skýrslunni. »Kostnaður við aðild yrði 1% af þjóð-arframleiðslu. GOTT útsýni er af Keili en ennþá betra þegar flogið er yfir og Keilir sjálfur er í forgrunni. Keilir er einkennisfjall á vest- anverðum Reykjanesskaganum og þekktur fyrir strýtumynd- aða lögun sína. Hann sést víða af skaganum og höfuðborg- arsvæðinu. Tindarnir á suðurhluta Reykjanesskagans draga nokkurn dám af Keili, eins og sjá má. Á bak við fjöllin sést suðurströnd skagans, nokkru austan við Grindavík. Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld og er því að miklu leyti úr móbergi en lögun sína fær hann af gígtappa úr harðara bergi á fjallinu miðju sem ver það gegn veðrun. Móbergið hefur þó smám saman runnið niður hlíðarnar og myndað strýtuna sem fjallið tekur nafn sitt af. Fjöllin á Reykjanesi draga dám af Keili Morgunblaðið/Árni Sæberg Skuggar einkennisfjalls Reykjanesskagans styttast með hverjum degi Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ bað í gær skólameist- ara Fjölbrautaskóla Suðurlands um að endurskoða þá ákvörðun sína að vísa ekki úr skóla tveimur piltum sem mestan þátt áttu í líkamsárás í skólanum í janúar síðast- liðnum. Piltarnir tveir voru í fyrradag dæmdir í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast í fyrra á pilt með höggum og kúbeini. Að sögn Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra var það vegna dómsins yfir piltunum sem skólameist- arinn var beðinn að endurskoða ákvörðun sína. Sam- kvæmt lögum þarf hann hins vegar ekki að vísa piltunum úr skólanum. Ráðuneytið hafði áður óskað eftir gögnum og upplýsingum vegna málsins í kjölfar bréfs Vilmundar Sigurðssonar, föður piltsins sem ráðist var á, um árásina og viðbrögð skólayfirvalda. Hann hafði krafist þess að þeim sem hlut ættu að máli yrði vísað úr skóla. Í svarbréfi ráðuneytisins sagði að ekki væri ástæða til að kanna frek- ar hvort skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurlands, Fsu, hefði að þessu leyti vanrækt starfsskyldur sínar. „Ég held að við verðum að skoða hvað við getum lært af þessu máli. Hér hefur verið farið að öllum reglum og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort reglurnar séu nógu góðar. Við munum fara yfir þetta í ráðuneytinu. Það er full ástæða til þess að skoða hvort breyta þurfi lögunum,“ segir Katrín. Spurð að því hvort henni sjálfri finnist eðlilegt að árásarmennirnir verði áfram í skól- anum segir hún: „Ég get svarað því þannig að ef ég myndi lenda í svona atviki ætti ég mjög erfitt með að mæta í skóla eða vinnu í framhaldinu. Ég held að allir hljóti að hugsa þannig og þá hljótum við að velta fyrir okkur hvað við getum gert til þess að bæta umhverfið fyr- ir þá sem lenda í svona.“ Skólameistarinn, Örlygur Karlsson, kvaðst í gær vera að hugsa málið. Tíma gæti tekið að fá niðurstöðu. Skólameistari FSu end- urskoði ákvörðun sína Katrín Jakobsdóttir GRIPIÐ verður til víðtækra aðhaldsaðgerða í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga hennar. Hjör- leifur B. Kvaran forstjóri kynnti starfsfólki aðgerð- irnar á fundi í gær. Meðal annars verða laun lækkuð, laun stjórnenda lækka mest en laun undir 300 þúsund krónum á mán- uði skerðast ekki. Ákvörð- unin er tímabundin og haldnir hafa verið fundir með forsvarsfólki stéttarfélaga starfsmanna vegna hennar. Aðhaldsaðgerðirnar koma til nú vegna áhrifa efnahagskreppunnar á tekjur fyrirtækisins og gjöld. Lögð verður áhersla á að verja grunn- þjónustu fyrirtækisins og störf starfsfólks, skv. tilkynningu frá OR. Í samræmi við almennt samkomulag á vinnu- markaði munu launahækkanir, sem ráðgerðar voru 1. mars, ekki koma til framkvæmda. Þá verða samningar um föst laun yfir 300 þúsund krónum á mánuði endurskoðaðir. Jafnframt er áformað að lækka laun stjórnarmanna OR. Sparað í rekstri OR Hjörleifur B. Kvaran

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.