Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 7
Í HNOTSKURN » Vigdís Hauksdóttir, lög-fræðingur hjá ASÍ tók fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. » Vigdís segir að Gylfi Arn-björnsson hafi sagt að hún yrði að velja á milli starfsins og starfa hjá ASÍ. » Framsóknarmenn hafagagnrýnt ASÍ harðlega vegna málsins. „Áratugir eru síðan fólk hefur a.m.k. op- inberlega verið beitt þving- unum og misrétti vegna stjórnmálaskoðana,“ sagði m.a. í yfirlýsingu frá flokkn- um í gær. lista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur. Það hefur ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi má nefna að Vigdís á sæti í miðstjórn Framsóknarflokks- ins, hefur verið varaþingmaður flokksins og situr í nefndum og ráðum á vegum flokksins. Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst er rétt að leiðir skilji.“ Litið á þátttöku sem uppsögn Vigdís sendi svo frá sér yfirlýs- ingu undir kvöld þar sem hún seg- ist hafa óskað eftir launalausu leyfi við forseta ASÍ fram yfir kosn- ingar. „Forseti ASÍ tjáði mér að ég yrði að velja á milli starfs míns hjá sambandinu og framboðsins og því yrði litið á þessa þátttöku mína í framboði Framsóknarflokksins sem uppsögn af minni hálfu. Mér þótti þetta skjóta skökku við í ljósi þess að Gylfi hafði veitt öðrum starfs- manni launalaust leyfi á meðan hann væri í alþingisframboði fyrir Samfylkinguna jafnframt því sem fjöldamörg fordæmi eru fyrir því að fólk í verkalýðshreyfingunni hafi sinnt pólitískum störfum samhliða störfum hjá hreyfingunni,“ segir hún. Gagnrýna ASÍ harðlega vegna starfsloka Vigdísar Ekki látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna, segir forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson Vigdís Hauksdóttir GYLFI Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kvaddi sér hljóðs á aukaársfundi sambandsins í gær til að gera grein fyrir því hvers vegna Vigdís Hauksdóttir hefði látið af störfum sem lögfræðingur ASÍ í kjölfar þess að hún tók 1. sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Framsóknarmenn gagnrýndu ASÍ harðlega í gær vegna málsins. Gylfi sagði það ekki eiga við nein rök að styðjast, sem komið hefði fram í viðtali við Vigdísi í DV, að hún hefði verið látin gjalda stjórn- málaskoðana sinna. Stjórn Lands- sambands framsóknarkvenna for- dæmdi í yfirlýsingu þá ákvörðun forseta ASÍ að gera Vigdísi að hætta störfum. „Með þessari ákvörðun er ASÍ að sýna af sér dæmalausa pólitíska misbeitingu valds,“ sagði þar. Framsókn- arflokkurinn sendi svo eftir hádegi frá sér yfirlýsingu: „Það skýtur því mjög skökku við að forseti ASÍ, sem er áberandi áhrifamaður í Samfylkingunni skuli neyða starfs- mann sambandsins til að segja sig frá starfi, vegna stjórnmálaþátt- töku.“ Síðdegis sendi Gylfi frá sér yf- irlýsingu þar sem hann segir m.a. að Vigdís hafi hringt í hann 7. mars sl. og tjáði honum að henni hafi verið boðið þetta sæti á framboðs- listanum. „Við ræddum málin í mikilli vin- semd og niðurstaðan var sú að það færi ekki saman að leiða framboðs- Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is TAKA á aftur upp sanngjarna eignaskatta. Þetta er ein ályktananna sem samþykktar voru á landsfundi Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, VG, um síðustu helgi. Þingflokkur VG á að útfæra hvað sanngjarnir eignaskattar eru, að sögn Lilju Mósesdóttur, hagfræðings og frambjóðanda flokksins. „Það vannst ekki tími til þess að ræða ítarlega hvað væru sann- gjarnir skattar og þetta var látið í hendur þingflokksins,“ segir Lilja. Stækka þarf tekjustofninn Hún getur þess þó að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að taka upp eignaskatta í því formi sem þeir voru til þess að stækka tekjustofn ríkissjóðs í ljósi efna- hagsástandsins. „Það var í um- ræðunni að þeir yrðu eins og þeir voru en það er ekki víst hvort það verður niðurstaðan.“ Lilja bendir á að annars staðar á Norðurlöndunum hafi skattstofn- inn verið víkkaður út í fjármála- kreppunni þar upp úr 1990. „Fyrst og fremst var um að ræða tekju- skattshækkun á hærri tekjur en hún gekk til baka um leið og efna- hagslífið fór að rétta úr kútnum 1994 til þess að örva enn frekar þann vöxt sem var byrjaður. Við munum hafa eignaskatta annars staðar á Norðurlöndunum til við- miðunar en þar hafa þeir verið um tvö prósent.“ Eignaskattur féll niður hér á landi frá og með álagningu 2006, að því er kemur fram á vef rík- isskattstjóraembættisins. Þar seg- ir að eignaskatturinn vegna tekju- ársins 2004 hafi verið 0,6 prósent. Félög greiddu eignaskatt af öll- um eignaskattsstofni. Hjá ein- hleypingum var fríeignarmarkið rétt undir fimm milljónum króna en rétt undir 10 milljónum króna hjá hjónum og sambýlisfólki. Vinstri græn vilja eignaskatta á ný Lilja Mósesdóttir  Eiga að vera sanngjarnir  Ekki vannst tími á landsfundi til útfærslu Í HNOTSKURN »Í ályktunum landsfundarVG segir að mikilvægt sé að skattakerfið verði notað markvisst til tekjujöfnunar með þrepaskiptum tekjuskatti. »Milliskattþrepið byrji ekkivið lægri tekjur en 500 þús- und krónur. »Kanna eigi kost þess aðskattleggja vaxtagreiðslur úr landi. Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Þitt val •Það er Hringdu núna í síma 800 7000 og veldu þína leið! Lægsta mínútuverðið 11,90 kr. • Lægsta mínútuverð í GSM á Íslandi, 11,90 kr. óháð kerfi • Einn GSM vinur innan kerfis. • Hentar þeim sem tala jafnan lengi í hverju símtali. • Nánari upplýsingar á siminn.is. Sex vinir óháð kerfi • Veldu þér sex GSM vini í hvaða kerfi sem er. • Þetta er leiðin fyrir þá sem hringja mest í sama fólkið aftur og aftur. • Nánari upplýsingar á siminn.is. Núll kr. mín. í heimasíma • Ekkert mínútugjald úr GSM í alla heimasíma á Íslandi. • Þrír GSM vinir innan kerfis. • Nánari upplýsingar á siminn.is. eðaeða Veldu þína leið og byrjaðu að spara!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.