Morgunblaðið - 26.03.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 26.03.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 „FJÖLHÆFNI er styrkur Ice- landair,“ sagði Birkir Hólm Guðna- son, framkvæmdastjóri Icelandair, þegar hann kynnti Seattle á vestur- strönd Bandaríkjanna sem nýjan áfangastað flugfélagsins á blaða- mannafundi í gær. Það mun hefja beint áætlunarflug fjórum sinnum í viku milli Íslands og Seattle 22. júlí næstkomandi. Birkir sagði jafnframt að við brotthvarf SAS af markaðnum milli Skandinavíu og Seattle í sumar hefði myndast tækifæri fyrir flugfélagið. „Þetta er stór markaður sem við er- um að fara inn á; mikið af gjaldeyr- istekjum og hann er mjög mikilvæg- ur, bæði fyrir Icelandair og þjóðarbúið,“ sagði Birkir og bætti við að stefnt væri að því að fljúga með um 60.000 farþega á ári. Um 93% þeirra verði erlendir ferðamenn og um 7% Íslendingar. „Þetta skapar starfsvettvang fyrir um 100 starfs- menn Icelandair og systurfélaga,“ sagði hann jafnframt. Birkir bætti við að samkeppnis- hæfni Icelandair á leiðinni milli Seattle og Evrópu væri góð. Félagið gæti boðið þriggja til fjögurra klukkustunda styttri flugtíma en aðrir gætu frá höfuðborgum Norður- landanna og fleiri stöðum. Meðalflugtími er sjö og hálf klukkustund, sem er svipað og til Or- lando í Flórída að sögn Birkis. Flog- ið verður með Boeing 757-þotum, sem eru sagðar hagkvæmari en þær breiðþotur sem jafnan eru í förum milli Seattle og Evrópu. Seattle nýr áfanga- staður Icelandair Skapar vinnu fyrir 100 starfsmenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagkvæmar Boeing 757-þotur Icelandair þykja henta mjög vel í flugið. Í HNOTSKURN »Flogið verður frá Íslanditil Seattle á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum kl. 17. Lent kl. 16:45 að staðartíma. »Frá Seattle verður flogið áþriðjudögum, fimmtudög- um, laugardögum og sunnu- dögum kl. 15:30. Lent kl. 6:45 á Keflavíkurflugvelli. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigð- isráðherra kynnti í gær aðgerðir til hagræðingar í rekstri svonefndra Kragasjúkrahúsa, þ.e. Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði og Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands á Selfossi. Hagræðing næst fyrst og fremst með skertum kjörum en draga á sem minnst úr allri þjónustu. Einn- ig verður samstarf þessara stofnana við Landspítalann aukið Á fundi með blaðamönnum var þó ekki útilokað að til einhverra upp- sagna gæti komið. Draga á úr yf- irvinnu og vaktagreiðslum til starfs- manna, segja upp eða draga úr verktakagreiðslum til lækna, hækka aðstöðugjald þeirra, breyta verklagi við mönnun aukavakta, fækka stjórnunarstöðum, draga úr akst- ursgreiðslum, hagræða í innkaup- um, minnka rannsóknarkostnað og skera niður náms- og ferðakostnað. Innan ramma fjárlaga Ráðherra sagði að með þessum aðgerðum tækist stofnununum að vera innan ramma fjárlaga. Sam- anlagt þurfa Kragasjúkrahúsin að skera niður um 400 milljónir króna og Landspítalinn þarf að spara um 2,7 milljarða. Niðurskurður til heil- brigðismála samkvæmt fjárlögum nemur 6,7 milljörðum. Til viðbótar nefndi ráðherra að lyfjakostnaður yrði lækkaður um 1,3 milljarða og framlög til heilsugæslu og öldrunar- þjónustu minnkuð. Daggjöld til öldrunarstofnana verða lækkuð um 1,4 milljarða og heilsugæslan á höf- uðborgarsvæðinu þarf að skera nið- ur um 240 milljónir. Ráðherra benti á að launakostn- aður væri 75-80% af rekstrarút- gjöldum sjúkrastofnana. Bara með því að lækka laun um 5% næðist fram sparnaður upp á fjóra millj- arða. Eingöngu yfirvinna á heil- brigðisstofnunum nam 8,2 milljörð- um á síðasta ári. Ögmundur upplýsti svo í samtali við Sjónvarp mbl.is að hann hefði afsalað sér ráð- herralaunum. Aðgerðir Ögmundur Jónasson kynnir aðgerðir til hagræðingar í rekstri sjúkrastofnana. Við hlið hans er Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, og Eyjólfur Eysteinsson frá hollvinasamtökum HSS á Suðurnesjum. Spara með launalækkun  Fjórir millj- arðar sparast með 5% lækkun launa 2.700 milljónir króna hjá Landspítalanum 1.400 milljóna króna lægri dag- gjöld til öldrunarstofnana 1.300 milljóna króna lækkun á lyfjakostnaði 400 milljónir króna hjá Kragasjúkrahúsunum 240 milljónir króna hjá heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins SPARNAÐUR Í HEILBRIGÐISKERFI 6.700 milljónir króna Aðgerðir heilbrigðisráðherra á Kragasjúkrahúsunum og Landspítalanum eru afrakstur vinnuhópa embætt- ismanna ráðuneytisins, stjórnenda viðkomandi sjúkrastofnana, sveitarstjórnarmanna og hollvina- samtaka sjúkrahúsanna. Munu þessir hópar starfa áfram við að útfæra frekara samstarf sjúkrahúsanna og Landspítalans. Fulltrúar hópanna voru á blaða- mannafundi með heilbrigðisráðherra og fögnuðu tals- menn hollvinasamtakanna útfærslunni. Tekist hefði að verja þjónustu stofnananna og störf sem flestra starfsmanna. Jafnframt tilkynnti Ögmundur Jónasson að sér- greinalæknar utan sjúkrahúsa hefðu samþykkt að fresta boðaðri 9,8% hækkun á einingaverði fyrir selda vinnu sem taka átti gildi 1. apríl. Sömu- leiðis hefðu læknar á Ísafirði boðað að þeir myndu ekki þiggja greiðslur fyrir að taka bakvaktir. Með því sparast um 12 milljónir króna. Ögmundur sagði að svona róttækar breytingar næðust ekki fram nema með góðri samvinnu við heimamenn og starfsfólk sjúkrastofnana. Unnið með stjórnendum og hollvinum Læknar taka á sig kjaraskerðingu. Ögmundur fær ekki ráðherralaun MBL.IS | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.