Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
STUTT
FRÆGT safn af íslenskum frímerkj-
um verður boðið upp hjá uppboðs-
fyrirtækinu Cavendish í London 23.
apríl næstkomandi. Það er margra
milljóna króna virði, að sögn Magna
Magnússonar sem rekur Frímerkja-
og myntverslun Magna á Laugavegi.
Safnið átti Bretinn Angus Parker
sem er látinn. Hann var ástríðu-
fullur frímerkjasafnari og kortlagði
nánast sögu póstþjónustu á Íslandi
frá a til ö, þótt hann hafi aldrei til
landsins komið. „Þetta safn er víð-
frægt og þessi náungi var búinn að
safna frá Íslandi í mörg ár og fékk
verðlaun fyrir safnið sem hann
sýndi hér,“ segir
Magni Magn-
ússon.
Hann lýsir því
hvernig Parker
gætti verðmæta
safnsins eins og
sjáaldurs augna
sinna. „Það var
svolítið fyndið að
hann þorði ekki
að senda safnið
með pósti,“ segir Magni. Jón Sólnes,
bankastjóri á Akureyri, var í Lond-
on og kom með safnið hingað en
Magni varð sjálfur að fara út með
það aftur í skjalatösku. Þá var Par-
ker með ljósrit af safninu og fór yfir
það hvort hver einasti hlutur hefði
komið til baka.
Búist við Íslendingum
Magni reiknar með að Íslendingar
mæti á uppboðið til að bæta inn í
eigin frímerkjasöfn. Þótt uppboðið
sjálft hefjist ekki fyrr en í lok apríl
er hægt að skila skriflegum til-
boðum nú þegar. Býst Magni við að
safnið fari á margar milljónir króna
og skýrir það með því hversu smátt
upplag fyrstu íslensku frímerkjanna
var. una@mbl.is
Þorði ekki að senda frímerkin með pósti
Safn Íslensk frímerki eru verðmæt
vegna lítils upplags í upphafi.
Frægt safn íslenskra frímerkja á uppboði hjá Cavendish í
London Eigandinn gætti þess eins og sjáaldurs augna sinna
Magni
Magnússon
Samfylking og Vinstri hreyfingin
grænt framboð hafa komið sér
saman um að Alþingiskosningar
fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið
mun daglega birta fréttir sem
tengjast framboðum, próf-
kjörum, kosningafundum o.fl.
Kosningar
2009
Lækkun verður í maí
Vegna frétta í blaðinu í gær um
lækkun skulda heimilanna skal það
leiðrétt að vísitala neysluverðs sam-
kvæmt útreikningi í mars gildir til
verðtryggingar í maí, ekki í næsta
mánuði eins og sagði í fréttinni. Beð-
ist er velvirðingar á þessu.
Persónukjör
Frétt Morgunblaðsins í gær um
blaðamannafund forsætisráðherra
mátti skilja svo að tvo þriðju hluta
þingmanna þyrfti til að samþykkja
frumvarp til stjórnlaga. Áréttað skal
að ráðherrann átti við frumvarp um
breytingu á kosningalögum, svokall-
að persónukjör.
LEIÐRÉTT
FRAMBOÐSLISTI
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavíkur-
kjördæmi suður
hefur verið sam-
þykktur. Sjö efstu
sætin skipa eft-
irtaldir:
1. Guðlaugur Þór
Þórðarson,
alþingismaður
2. Ólöf Nordal, alþingismaður
3. Birgir Ármannsson, þingmaður
4. Erla Ósk Ásgeirsdóttir,
stjórnmálafræðingur
5. Sigríður Ásthildur Andersen,
lögfræðingur
6. Gréta Ingþórsdóttir, MA-nemi
og fyrrverandi aðstoðarmaður
forsætisráðherra
7. Grazyna María Okuniewska
hjúkrunarfræðingur
D-listi í Reykjavík-
urkjördæmi suður
Guðlaugur Þór
Þórðarson
VÖRÐUR – full-
trúaráð sjálfstæð-
isfélaganna hefur
samþykkt fram-
boðslista Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjavíkurkjör-
dæmunum.
Fyrstu sjö sætin á
listanum í Reykja-
víkurkjördæmi
norður er skipaður eftirtöldum:
1. Illugi Gunnarsson,
alþingismaður
2. Pétur Blöndal, alþingismaður
3. Sigurður Kári Kristjánsson,
alþingismaður
4. Ásta Möller, alþingismaður
5. Þórlindur Kjartansson,
BA í hagfræði
6. Jórunn Ósk Frímannsd. Jensen,
borgarfulltr. og hjúkrunarfr.
7. Guðrún Inga Ingólfsdóttir hag-
fræðingur
Illugi
Gunnarsson
D-listi í Reykjavík-
urkjördæmi norður
COLLAGENIST
MEÐ PRO-XFILL
KOLLAGEN ÁHRIF SKILA FYLLTARI HÚÐ
GREINILEGUR ÁRANGUR.
EKKERT INNGRIP.
ENGIN ÁHÆTTA.
NÝJUNG PRO-XFILL
7 ÁRA SÉRFRÆÐIÞEKKING
SEM BEINIST AÐ 5 GERÐUM
KOLLAGENS.
HELENA RUBINSTEIN KYNNING Í
LYF OG HEILSU KRINGLU 26. - 31. MARS
Verðmæti kaupauka 12.600 krónur
Einnig aðrar gerðir kaupauka *G
ild
ir
m
e
ð
a
n
b
ir
g
ð
ir
e
n
d
a
st
o
g
á
k
yn
n
in
g
u
st
e
n
d
u
r.
G
ild
ir
e
k
k
im
e
ð
2
b
lý
ö
n
tu
m
.
E
in
n
k
a
u
p
a
u
k
iá
vi
ð
sk
ip
ta
vi
n
.
Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir tvær Helena Rubinstein vörur:
- Snyrtibudda
- Collagenist krem 15 ml
- Collagenist augnkrem 3 ml
- Prodigy farði 5 ml
- Wanted gloss
- Glorious maskari 2 ml
- Silky eyes khol augnblýantur
KJÖRDÆMISRÁÐ
Frjálslynda flokks-
ins í Norðaustur-
kjördæmi hefur lok-
ið við framboðslista
sinn.
1. sæti listans
skipar Ásta Hafberg
Sigmundsdóttir
verkefnastjóri, Axel
Yngvason verka-
maður 2. sætið og í 3. og 4. sæti eru
Kári Þór Sigríðarson búfræðingur
og Eiríkur Guðmundsson nemi.
Ásta Hafberg efst
í NA-kjördæmi
Ásta Hafberg
Sigmundsdóttir