Morgunblaðið - 26.03.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 26.03.2009, Síða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 GOOGLE-netfyrirtækið sagði í gær að búið væri að loka fyrir aðgang að YouTube-myndbandasíðunni af hálfu Kínverja. Ríkisfréttastofan Xhinhua í Kína sakar stuðnings- menn Dalai Lama um að hafa sett inn á vefinn falsað myndskeið þar sem lögreglumenn sjást ganga í skrokk á Tíbetum. Líklegt er talið að átt sé við myndskeið sem útlagastjórn Dalai Lama setti inn á vefinn. Sýnir það kínverska lögreglumenn ráðast inn í Búddaklaustur í fyrra og berja fólk sem mótmælir hernámi Kín- verja. Talsmaður Google sagði að fyrst hefðu menn séð að sendingar frá Kína snarminnkuðu á mánudag og á þriðjudag voru þær nánast engar. Stjórnvöld í Peking ritskoða með ýmsum hætti netsamskipti til að stöðva gagnrýni. kjon@mbl.is Kína lokar YouTube FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Í MEXÍKÓ geisar blóðug styrjöld og mannfallið bara á síðasta ári, um 6.000 manns, var næstum jafn- mikið og manntjón Bandaríkja- manna í Írak sl. sex ár. Þar eigast við 40.000 stjórnarhermenn og handlangarar eiturlyfjabarónanna og það, sem af er ári, liggja um 1.000 manns í valnum, óbreyttir borgarar, hermenn, lögreglumenn, blaðamenn og að sjálfsögðu liðs- menn morðingjasveitanna. Felipe Calderon, forseti Mexík- ós, hefur lýst yfir stríði á hendur eiturlyfjabarónunum og hann og þjóðin hafa ekki efni á að tapa því. Efnahagssamdrátturinn hefur ekki farið mildari höndum um Mexíkó en önnur ríki og nú er skefjalaust ofbeldið farið að hafa alvarleg áhrif á ferðamanna- strauminn. Á það einkum við um ferðamenn frá Bandaríkjunum en stjórnvöld þar hafa varað fólk við að leggja leið sína til Mexíkós. Áhyggjur í Bandaríkjunum Á blaðamannafundi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í fyrra- kvöld hrósaði hann Calderon fyrir það hugrekki að ráðast til atlögu við eiturlyfjabarónana en Banda- ríkjamenn hafa miklar áhyggjur af, að óaldarinnar fari einnig að gæta norðan landamæranna. Vegna þess hefur Obama ákveðið að fjölga verulega þjóðvarðliðum við landamærin. Ofbeldið og morðin eru flest í bæjum og borgum skammt frá bandarísku landamærunum enda er meginmarkaðurinn fyrir eit- urlyfin í Bandaríkjunum. Áætlað er, að þangað sé smyglað eit- urlyfjum frá Suður-Ameríku um Mexíkó fyrir um 13 milljarða doll- ara árlega. Raunar er það svo, að morð- verkin stórjukust eftir að stjórn- arherinn lét til skarar skríða gegn eiturlyfjahringunum en stjórnvöld í Mexíkó segja, að það hafi verið viðbúið. Mörgum glæpahópanna hafi verið greidd þung högg, margir foringjar þeirra og liðs- menn verið felldir eða handteknir og þá hafi tekið við blóðug barátta innan þeirra og milli þeirra um völdin. Mikið að veði í stríðinu Sumir óttast, að ástandið geti leitt til borgarastríðs í Mexíkó en stjórnvöld gera lítið úr því. Of- beldið hefur ekki haft nein umtals- verð áhrif á efnahagslífið eða starfsemi helstu stofnana en ýmsir ráðherrar viðurkenna, að mikið sé í húfi. Gerardo Ruiz Mateos efna- hagsráðherra sagði nýlega, að yrði ekki tekið á eiturlyfjahringunum, væri hætta á, að eiturlyfjabarón yrði næsti forseti landsins. Blóðug styrjöld í Mexíkó Framtíð sjálfs mexíkóska ríkisins er í húfi í stríðinu við eiturlyfjabarónana Reuters Í fjötrum Hector Huerta Rios, einn eiturlyfjabarónanna, náðist í borg- inni Monterrey í fyrradag. Hann er sakaður um morð á lögregluforingja. STJÓRN Baracks Obama í Banda- ríkjunum vill nú fá víðtækari heim- ildir til að taka ekki aðeins yfir banka heldur líka ýmis fjármálafyr- irtæki sem talin eru svo stór að hrun þeira geti ógnað ríkinu. Er bent á að hefðu heimildirnar verið fyrir hendi myndi hafa verið auð- veldara að taka af meiri festu á málum tryggingarisans AIG. Obama hélt fréttamannafund á þriðjudagskvöld og reyndi að fylkja þjóðinni að baki aðgerðum sínum sem byggjast ekki síst á miklum fjárstuðningi ríkisvaldsins við fyr- irtæki til að hleypa lífi í efnahaginn á ný. Óttast er að stóraukin seðla- prentun til að fjármagna stuðning- inn geti valdið óðaverðbólgu. For- setinn sagði að í umræðum um fjárlög, sem verða með einhverjum mesta halla sem þekkst hefur í manna minnum, væri hann reiðubú- inn til málamiðlana á sumum svið- um. En ekki öllum. „Við gerðum aldrei ráð fyrir að við myndum láta prenta fjárlaga- frumvarpið og þeir [þingmennirnir] einfaldlega ljósrita það og greiða atkvæði,“ sagði Obama. En hann myndi heimta að tekið yrði af krafti á heilbrigðismálum, orkumálum og menntamálum og gerð raunhæf til- raun til að minnka fjárlagahallann. Obama hugðist í gær hitta að máli þingmenn demókrata sem hafa sumir gagnrýnt tillögur stjórnvalda en að vísu ekki jafn harkalega og margir repúblikanar. Hinir síð- arnefndu segja að stefna forsetans bindi þjóðinni skuldaklafa er muni sliga hana. Mikið var spurt um kaupauka yf- irmanna AIG sem hefur þegið millj- arða dollara ríkislán. Margir fundu að því að forsetinn hefði ekki brugðist hratt við þegar málið kom upp. Virtist fjúka í Obama þegar hann var spurður um þessi seinu viðbrögð. „Þetta tók nokkra daga vegna þess að mér finnst betra að vita hvað ég er að tala um áður en ég tala,“ sagði hann höstugur við fréttamanninn. kjon@mbl.is Reuters Í eldlínunni Obama á fréttamanna- fundinum í Hvíta húsinu. Obama í orrahríð SÍMAFYRIRTÆKI innan Evrópu- sambandsins geta ekki lengur ákveðið gjald fyrir SMS-skeyti frá öðru landi. Nú hefur verið sett þak á það og hámarksgjaldið verður rétt rúmar 20 kr. ísl. Það þýðir í raun 60% verðlækkun. Það, sem olli því, að ESB ákvað að grípa inn í verðlagningu síma- fyrirtækjanna, var, að oft biðu fólks himinháir reikningar vegna SMS- sendinga er það kom heim úr fríi. Verðþak verður einnig sett á gjald fyrir netflutninga milli síma- fyrirtækja. Frá 1. júlí nk. verður það ein evra, 156 kr., fyrir mega- bætið og 1. júlí 2011 lækkar það um helming. Búist er við, að þessar breytingar verði samþykktar á Evrópuþinginu í apríl og síðan í ráðherraráðinu. svs@mbl.is SMS lækkað um 60% HOLLENSK smábörn í þvottabölum sem fylltir hafa verið vatni til að leyfa þeim að slaka svolítið á eftir að hafa fengið ungbarnanudd á námskeiði fyrir ungar mæður. Í bölunum er reynt að líkja eftir hlýjunni og þægindunum í móðurkviði. Heimildarmenn segja að ungbarnanudd hafi ver- ið stundað þegar í fornöld og einkum á Indlandi en tiltölulega nýlega breiðst út til Vesturlanda. Nuddið er m.a. sagt efla trúnaðartraust barnsins og bæta svefninn. Námskeiðið fór fram í IJmui- den, stærstu borginni í héraðinu Velsen í norð- anverðu Hollandi. Hollt að slaka á í volgu vatni eftir að hafa fengið nudd Reuters Sullað í Þvottabalalandi RÚM milljón manna verður án mat- væla í Darfur-héraði í Súdan í maí ef ekki verður hægt að hefja á ný hjálp- arstarf sem þrettán erlendar hjálp- arstofnanir önnuðust þar til súdönsk stjórnvöld vísuðu þeim úr landi. Hætta er á miklum skorti á drykkjarvatni innan tveggja til þriggja vikna, að mati fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna og stjórnvalda í Súdan. Alls var 3.142 starfsmönnum þrettán stofnana vísað úr landi eftir að Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökutilskipun á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdans, sem sak- aður er um stríðsglæpi í Darfur. Al- Bashir sakar hjálparstofnanirnar um að hafa njósnað fyrir dómstólinn. Ameerah Haq, sem samhæfir hjálparstarf SÞ, sagði að mjög erfitt yrði að hefja hjálparstarfið að nýju í Darfur, einu afskekktasta héraði heims. „Allt að 650.000 manns hafa ekki aðgang að fullri heilbrigðisþjón- ustu núna.“ Allt að 300.000 manns hafa látið lífið af völdum stríðsins í Darfur frá febrúar 2003 og 2,7 milljónir hafa flúið heimkynni sín. bogi@mbl.is Rúm milljón manna í hættu í Darfur-héraði Hætta á vatnsskorti á næstu vikum og hungursneyð í maí Í HNOTSKURN » Forseti Súdans fór í heim-sókn til Egyptalands í gær þrátt fyrir handtökutilskip- unina á hendur honum. » Egypskum stjórnvöldumber ekki lagaleg skylda til að handtaka forsetann þar sem Egyptar hafa ekki und- irritað stofnsáttmála Alþjóðasakamáladómstólsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.