Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 24
24 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
Framsóknarflokkurinn
er eini flokkurinn sem
hefur haft hugrekki og
þor í endurnýjun á for-
ystu og framboðslistum
flokksins. Búsáhaldabylt-
ingin kallaði ekki einungis
eftir kosningum heldur
nýju fólki, hugmyndum
og gildismati við stjórnun
þessa lands. Framsókn-
arflokkurinn hefur svarað
þessu ákalli en það sama verður ekki
sagt um aðra flokkar. Ég kalla það
ekki endurnýjun á framboðslistum að
fyrrverandi ráðherrar séu áfram ým-
ist oddvitar eða þeir færist örlítið
neðar á framboðslista. Ég kalla það
ekki endurnýjun að þeir sem hafa set-
ið hér bæði í stjórn og stjórnarand-
stöðu síðustu áratugina ætli að sitja
sem fastast áfram. Fyrir mér er það
sama innihaldið, sömu hugmynd-
irnar, sama gildismatið í nýjum jakka
og kannski með nýtt bindi.
Við þurfum nýjar lausnir, hug-
myndir og gildismat og þessu hefur
Framsóknarflokkurinn
svarað. Flokkurinn hefur
lagt fram tillögur að að-
gerðum í 18 liðum hvernig
bregðast megi við fjár-
hagsvanda íslenskra
heimila og atvinnulífs. Ég
hef ekki séð þess háttar
tillögur frá öðrum flokk-
um sem virðast ennþá eiga
erfitt með að horfast í
augu við það að á Íslandi
ríkir neyðarástand og í
slíku ástandi þarf neyð-
araðstoð, ekki skyndi-
hjálp.
Við þessar aðstæður þarf að skoða
allar hugmyndir og lausnir því við
höfum ekki efni á því að bíða eftir
þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópu-
sambandið. Það þarf aðgerðir núna til
handa heimilum og fyrirtækjum í
landinu en ekki einhvern tíma seinna.
Þess vegna þurfum við framsýnt fólk
sem þorir að koma með lausnir og
þorir að taka erfiðar ákvarðanir varð-
andi uppbyggingu landsins.
Framsókn svarar
ákalli um endurnýjun
Eftir Ástu Rut
Jónasdóttur
Ásta Rut
Jónasdóttir
Skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík norður.
Okkur sem er mikið í
mun að fá persónulega
þjónustu í höfuðborg-
inni líkaði lengst af
best við Sparisjóð
Reykjavíkur og ná-
grennis. Mörgum okk-
ar þótti eflaust sem
fjárafla ævinnar, hóf-
legum vinnulaunum,
væri þar vel borgið, yf-
irsýnin einföld, traustið
gott og fyrirgreiðslan til fyr-
irmyndar.
Mörg okkar kunna vel við smáar
einingar sem heimila manni að hafa
einhver samfélagsleg tengsl í borg-
inni við aðra en fjölskyldu og vini.
Okkur langar nefnilega enn að fara til
kaupmannsins á horninu, í bókabúð-
ina með starfsfólki sem er frótt um
bækur og við kunnum því vel að tala
við bakarann í næstu
götu. Jarðýtur tillits-
lausrar samkeppni,
óheftra eigin umsvifa og
brenglaðs fjármálavits
hafa rutt hverju smáu
eða meðalstóru þjón-
ustufyrirtækinu á fætur
öðru í gröfina og hirt
viðskiptavild þeirra. Því
miður fyrir samfélagið.
Við erum mörg sem
ekki skildum hvernig
takmarkað stofnfé
SPRON gat gengið
kaupum og sölum og
orðið að auði til að spila með risapó-
ker. Við erum mörg sem vildum ekki
hlutafélagavæða sparisjóðinn okkar
og réðum ekki neinu um hvernig ein-
faldri hugsjón um einfalda grunn-
þjónustu við bankaþurfandi ein-
staklinga breyttist í glötun. En nú
hefur bankanum mínum verið lokað
af illri nauðsyn þegar bæði fé og fyr-
irhyggja voru þrotin og ég leiddur
nauðugur til annarrar bankastofn-
unar sem ég hef mjög takmarkaðan
áhuga á, með fullri virðingu fyrir
starfsfólki hennar.
Ég veit ég mæli fyrir margra
munn og ég veit að við söknum þús-
undum saman Öldu, Bárðar og allra
hinna, auk grunngilda sparisjóðsins.
Hafið þakkir fyrir áratugina, starfs-
fólk SPRON, og vegni ykkur vel
þrátt fyrir allt. Að lokum skrifa ég
setningu sem margir Reykvíkingar
hafa haft yfir: Við viljum aftur al-
mennan sparisjóð eins og SPRON
var.
Aftur SPRON – takk
Ari Trausti
Guðmundsson
saknar SPRON
Ari Trausti
Guðmundsson
»Ég veit ég mæli fyrir
margra munn og ég
veit að við söknum þús-
undum saman Öldu,
Bárðar og allra hinna,
auk grunngilda spari-
sjóðsins.
Höfundur var viðskiptavinur
SPRON.
SVIPTIVINDAR
viðskiptalífsins á síð-
ustu árum hafa feykt
rekstri margra góðra
fyrirtækja í óefni, og
víða er vá fyrir dyr-
um. Nýlega bárust
fregnir af því að
Kaupþing hefði
neyðst til að taka rekstur Pennans
yfir tímabundið, væntanlega með
það að markmiði að koma fyrirtæk-
inu sem fyrst í hendur nýrra eig-
enda.
Penninn hefur m.a. rekið keðju
bóka- og ritfangaverslana undir
merkjum Pennans/Eymundssonar,
en jafnframt Bókabúð Máls og
menningar. Verslanirnar eru bæði
reknar hér á höfuðborgarsvæðinu
og í mörgum stærri byggð-
arkjörnum landsbyggðarinnar.
Óhætt er að segja að þessi versl-
anakeðja sé hryggjarstykkið í
þeirri miklu menningarmiðlun sem
bókverslanir standa fyrir á Íslandi,
þó að ýmsir smærri aðilar hafi
vissulega líka staðið vaktina. Vel
rekin og aðlaðandi bóka- og rit-
fangaverslun er svo miklu meira en
einungis verslun – þegar best tekst
til eru slíkar verslanir
sannkallaðar menning-
armiðstöðvar sem
krydda samfélag okkar
svo um munar, Bóka-
búð Máls og menning-
ar á Laugavegi 18 og
Eymundsson í Austur-
stræti eru afbragðs
dæmi.
Mér finnst eigendur
Pennans hafa lagt alúð
við þennan rekstur um
allangt skeið, þó land-
vinningaáráttan hafi leitt fyr-
irtækið í ýmsar áttir aðrar síðustu
misserin. Verslanirnar eru yfirleitt
fallega innréttaðar, snyrtilegar og
alveg sérlega vel mannaðar. Þarna
vinnur fólk sem hefur áralanga og
dýrmæta reynslu af umgengni við
bækur og miðlar sinni þekkingu af
ástríðu. Þetta eru sérverslanir sem
rísa undir nafni.
Það er von mín að þeir sem að
annast málefni Pennans fyrir hönd
Kaupþings geri sér glögga grein
fyrir því hversu mikil verðmæti fel-
ast í starfsfólkinu og gæti þess til
hins ýtrasta að riðla þeim góða hópi
ekki, meðan leitað er verðugs kaup-
anda.
Samviskulitlir kaupahéðnar hafa
með framferði sínu síðustu miss-
erin komi hálfgerðri bölvun á hið
fallega orð viðskiptavild, en fram-
ferði þeirra má ekki verða til þess
að við gleymum því að kunnátta og
þekking starfsfólks mun ævinlega
færa vild með viðskiptunum sem er
ómetanleg. Það verður seint ítrek-
að um of að íslenskur bókamark-
aður er sérlega viðkvæmur, enda
er málsvæðið lítið. Bókaforlögin
hafa um allmargra ára skeið unnið
við mjög lága álagningu, en engu
að síður tekist að halda verði á bók-
um í lágmarki, og þar hafa bóka-
verslanirnar líka lagt sitt af mörk-
um. Enda er til þess tekið nú á
krepputímum hversu vel bókin
heldur velli. Útgáfufyrirtækin eiga
allt sitt undir því að dreifileiðir frá
forlögum til lesenda séu greiðar, og
þar gegna verslanirnar í Penna-
keðjunni lykilhlutverki.
Íslenskir bókaútgefendur eiga
því afar mikið undir því að Kaup-
þingi farnist gæfulega í meðhöndl-
un sinni á Pennanum, ógætileg
meðferð gæti auðveldlega leitt
ógæfu yfir greinina í heild sinni
sem ylli því að íslensk bókmenning
biði mikinn skaða af.
Ég þykist líka sannfærður um að
ef sýnin er skerpt á kjarnann í
bóka- og ritfangaverslununum sé
fyrirtækið afar vel rekstrarhæft.
Bóksala er miðlun
menningar
Sigurður Svav-
arsson skrifar um
gildi þess að hafa
fjölbreytta versl-
unarflóru
Sigurður Svavarsson
» Vel rekin og aðlað-
andi bóka- og rit-
fangaverslun er svo
miklu meira en einungis
verslun heldur miðlar
hún menningu og
kryddar samfélagið
Höfundur er útgefandi.
EÐLILEGAR
ákvarðanir geta valdið
mikilli ólgu við óeðlileg-
ar aðstæður. Það gerðist
þegar stjórn HB Granda
hf. ákvað að greiða eig-
endum fyrirtækisins arð
sem nam 8% af hagnaði
síðasta árs. Það má taka
undir það sjónarmið að
arðgreiðslan sé hófleg.
En það eru ekki eðlileg-
ar aðstæður og kemur tvennt til.
Annars vegar voru samtök launa-
fólks búin að semja um að gefa eftir
um ótiltekinn tíma 13.500 kr. kaup-
hækkun á hverjum mánuði til þess
að koma til móts við erfiðleika í at-
vinnurekstri. Starfsfólk HB Granda
hf. lagði þannig inn til fyrirtækisins
hluta af launum sínum án þess að fá
nokkuð í staðinn, en vildi með því
treysta grundvöll fyrirtækisins. Þá
getur ekki gengið að eigendurnir
gangi á lagið og taki til sín framlag
launamanna og meira til, enda fór
ólgan um þjóðfélagið eins og eldur í
sinu.
Hitt sem er óvenjulegt er að Al-
þingi ákvað með sérstökum lögum í
desember 2007 að gefa útgerðarfyr-
irtækjum eftir um tveggja ára skeið
stóran hluta af gjaldi sem þau eiga
að greiða í ríkissjóð fyrir afnot af
fiskimiðunum. Eftirgjöfin nam tæp-
lega 60% af gjaldinu og er nærri
1200 milljónir króna. Veiðar á
þorski voru minnkaðar um þriðjung
og til þess að mæta erfiðleikum sem
því fylgdi var gjaldið, sem greiða á í
ríkissjóð fyrir veiðar á þorski, fellt
niður að fullu í tvö ár. Gjaldið fyrir
veiðar á öðrum fisktegundum var
lækkað um helming af sömu
ástæðu. Löggjöfin felur í
sér beinan ríkisstuðning
til útgerðarinnar fisk-
veiðiárin 2007/8 og 2008/9
og er framlag skattgreið-
enda landsins til fyr-
irtækjanna. Nú hefur
verið dregið úr nið-
urskurðinum í þorsk-
veiðum um helming og
vandi útgerðarinnar
minnkað sem því nemur,
en hún nýtur áfram
óskerts ríkisstuðnings.
Bæði launamenn og rík-
issjóður eru að styrkja fyrirtæki í
útgerð með því að gefa eftir af sín-
um hlut og það verða eigendur fyr-
irtækjanna að hafa í huga við
ákvörðun um arðgreiðslur.
Til viðbótar er rétt að minna á
hinn varanlega ríkisstyrk til útgerð-
ar sem felst í heimildum til framsals
veiðiheimilda. Sá sem hefur heimild
undir höndum þarf aðeins að greiða
ríkinu 2,42 kr./kg fyrir og getur
framselt öðrum heimildina gegn
gjaldi án nokkurrar takmörkunar á
því. Leiguverðið er um þessar
mundir um 160 kr./kg fyrir þorsk-
veiði en var til skamms tíma mun
hærra eða um 250 kr./kg. Með fram-
salinu getur útgerðaraðili rakað til
sín fé án nokkurs tilkostnaðar og
hefur nánast sjálfdæmi um gjald-
töku í eigin vasa fyrir veiðar á Ís-
landsmiðum. Hundruð milljarða
króna hafa runnið til fáeinna manna
á síðustu 15 árum vegna fram-
salsákvæða laganna. Af þeim pen-
ingum hefur ríkið fengið sáralítið en
eftir eru skuldirnar og það verður
viðfangsefni sjómanna og fisk-
veiðafólks að greiða þær á næstu ár-
um með vinnu sinni. HB Grandi hf.
hefur verið stórtækur í leigu á veiði-
heimildum. Á síðasta fiskveiðiári
mun fyrirtækið hafa leigt frá sér
jafngildi um 3.700 tonna af þorski
eftir því sem næst verður komist og
um 1.700 tonn á því yfirstandandi.
Tekjurnar af leigunni nema hundr-
uðum milljóna króna og víst er að
þær jafngilda ríflegum ríkisstyrk
sem rennur í gegnum fyrirtækið og
endar sem arðgreiðslur til eigenda.
Það má kannski kalla þetta hina
fullkomlega einkavædda skatt-
heimtu þar sem skattheimtumað-
urinn þarf engu að skila til ríkisins
fyrir afnot af skattstofninum. Þetta
er engu skárra fyrirkomulag en
ótínd glæpastarfsemi sem verður að
uppræta með harðri hendi.
Ríkisstyrkur
í sjávarútvegi
Eftir Kristin H.
Gunnarsson
Kristinn H.
Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
UMRÆÐAN
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2009
NÝTT Á mbl.is
SVO SPYRJA
ágætir tvímenningar
í grein í Mbl. þann
3.3. Þeir hafa áður
fjallað um Icesave og
þótt vit mitt á lög-
fræði sé takmarkað,
þá finnast mér rök
tvímenninganna sér-
staklega sannfærandi
í nefndri grein. Það
nægir ekki íslenskum stjórnvöld-
um, enda skiptir þar meira málið
svarið við spurningu fyrirsagn-
arinnar. Íslensk stjórnvöld eru í
liði með alþjóðasjóðnum, sem er í
liði með Evrópusambandinu.
Hugsanlega afsakanlegt eins og
hrunið. Einhver hinna nýju sam-
taka almennings ættu að ganga í
lið með tvímenningunum og taka
málshöfðun að sér. Betra að fjalla
um málefni en að næra tilfinn-
ingar í stríðsdansi.
Það sem ég hef þó
meiri áhyggjur af en
Icesave er pen-
ingakerfið. Nauðsyn-
legt er að afnema
gjaldeyrishöft strax
og lækka vexti. Jafn-
vel þótt alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn
vilji það ekki. Ég á
eftir að sjá vinaþjóðir
hætta við stuðning
þess vegna. Annars,
það sem almanna-
samtök gætu gert er
eftirfarandi:
1. Keypt allan gjaldeyri sem fá-
anlegur er í íslenskum bönkum.
2. Farið út og keypt alla ís-
lenska seðla sem til eru í Evr-
ópska seðlabankanum og við-
skiptabönkum í Evrópu.
3. Keypt einhverja gjaldþrota
sparisjóði og farið að lána þaðan
Íslendingum með 5% vöxtum án
verðtryggingar (hagnaðurinn af
gjaldeyrisviðskiptunum nægir
fyrir jákvæðri afkomu fyrstu
mánuðina, en svo kemst verðbólg-
an undir 2%).
4. Nota hagnaðinn í málsókn á
hendur Bretum.
Ath. Skref 1 má ekki standa
lengur en í 20 daga.
Annars er ljóst að ríkisvaldið
má ekki halda áfram að skrökva
því að þegnunum að það geti
tryggt spariféð. Hugsanlega fæst
einhvern tíman alþjóðlegt trygg-
ingakerfi sparifjár, sem getur
haft gætur á bönkum. Það er þó
líklega lengra í það en svo, að
bankakerfi ESB fer á hausinn
einu sinni enn, ef ESB ætlar að
halda fast við þessa hugsun.
Hugsun embættismanna ESB er
álíka vitlaus eins og við þekktum
hjá íslenskum embættismönnum
fyrir 1980.
Í hvaða liði?
Halldór I. Elíasson
skrifar um pen-
ingakerfið
»Nauðsynlegt er að
afnema gjaldeyr-
ishöft strax og lækka
vexti. Jafnvel þótt al-
þjóða-gjaldeyrissjóð-
urinn vilji það ekki.
Halldór I. Elíasson
Höfundur er stærðfræðingur.