Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 ✝ Geir Valdimars-son húsasmíða- meistari og sjómaður fæddist á Akranesi 5. júní 1927. Hann lést á heimili sínu, Sanda- braut 10 á Akranesi, 20. mars 2009. For- eldrar hans voru Anna Jónsdóttir frá Hákoti á Akranesi, f. 24 . nóvember 1893, d. 3. september 1993, og Valdimar Eyjólfsson skipstjóri og síðar vegavinnuverkstjóri frá Hábæ, f. 19. ágúst 1891, d. 6. júní 1976. Geir var elstur fjögurra barna Önnu og Valdimars: Hin voru Rann- veig Anna, f. 22. október 1928, d. 29. júní 1946; Jón Valdimar, f. 19. sept- ember 1931, d. 25. nóvember 1933; og Jón Valdimar, f. 10. apríl 1935, d. 8. maí 1999. Áður átti Valdimar þrjú börn: Þau eru Þórður, f. 23. júlí 1916, d. 20. desember 2008; Jóna, f. 21. apríl 1919; Ársæll Ottó, f. 2. októ- þeirra, Lóa Kristín, Karen Lind og Guðjón Þór. 4) Anna Lóa, f. 12. ágúst 1959, maki Engilbert Þor- steinsson, f. 7. apríl 1953. Börn þeirra, Berglind Erla og Belinda Eir. 5) Erla, f. 10. janúar 1961, maki Ársæll Alfreðsson, f. 22. nóvember 1961. Börn þeirra, Fjölnir Örn, Ívar Páll, d. 23. mars 2005 og Karítas Ósk. 6) Gísli, f. 16. mars 1966, maki Margrét Berglind Ólafsdóttir, f. 20. ágúst 1970. Börn þeirra, Lóa Guð- rún og Gísli Þór. Fyrir átti Geir eina dóttur, Elínu Þóru, f. 26. febr- úar 1951, maki Valur Jónsson, f. 27. maí 1943. Börn þeirra, Jón Ásgeir, Marta og Guðný Maren. Geir var lærður húsasmíðameist- ari og vann meðal annars við hús- byggingar og brúarsmíði. Í brúar- vinnunni kynntist hann Lóu, eftirlifandi konu sinni. Í nokkur ár keyrði hann leigubíl með annarri vinnu en hin síðari ár stundaði hann sjómennsku með sonum sín- um. Árið 1954 byggðu Geir og Lóa sér hús að Sandabraut 10 á Akra- nesi og hafa búið það alla tíð síðan. Útför Geirs verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ber 1921, d. 20. des- ember 2003. Anna átti eitt barn áður, Hörð Bjarnason, f. 5. ágúst 1920, d. 29. janúar 2001. Geir kvæntist 21. nóvember 1953 Lóu Guðrúnu Gísladóttur frá Naustakoti á Vatnsleysuströnd, f. 29. maí 1934. For- eldrar hennar voru Gísli Eiríksson, f. 22. apríl 1878 og Guðný Jónasdóttir, f. 24. júní 1893. Geir og Lóa áttu sex börn: 1) Guðný Elín, f. 10. febrúar 1954, maki Hörður Jónsson, f. 8. mars 1953. Börn þeirra, Geir, Harpa og Hrafnhildur. 2) Valdimar E., f. 7. apríl 1955, maki Sigríður Ellen Blu- menstein, f. 6. desember 1957. Börn þeirra, Willy Blumenstein, Geir og Sigríður Edda. 3) Hrafnhildur, f. 7. ágúst 1956, maki Ólafur Rúnar Guð- jónsson, f. 13. febrúar 1955. Börn Pabba er best lýst með orðunum; Bílar – ferðalög – sjómennska – smíð- ar – neftóbak – ættfaðir – höfðingi. Elsku pabbi, bílar og ferðalög voru þitt líf og yndi. Þegar við vorum ung var oft farið í ferðalög og útilegur og alveg ótrúlegt hvað við vorum orðin gömul þegar við hættum að fara með. Guðný var t.d. orðin 17 ára þegar hún fór í sína síðustu útilegu með fjöl- skyldunni. Ekki var keyrt mjög hratt, við vorum á um það bil 40 km hraða enda malarvegur. Afturí heyrðist í okkur: „Gefðu í pabbi“. Þá sagðir þú: „Lóa mín, er þetta ekki fínn fjöl- skylduhraði?“ „Jú, Geir minn, en þú mátt nú kannski gefa aðeins í,“ sagði mamma. Já, það var troðið í bílinn og á topp- inn, oft voru um 8 manns í bílnum en þá voru bekkir en ekki sæti. Frammí sast þú, Erla og mamma með Gísla í fanginu, en afturí voru Valdi, Guðný, Habba og Anna Lóa. Barist um pláss- ið og olnbogaskotin látin vaða. Stund- um fengu aukabörn að koma með. Í einni ferðinni lá leiðin til Akureyrar með allan hópinn, þá áttir þú Toyotu. Sólveig frænka var með í þessari ferð og hafði nýlega fengið svefnpoka. Bíllinn var drekkhlaðinn að innan sem utan, þegar stoppað var á einum staðnum tókum við eftir því að svefn- pokinn hennar Sólveigar hafði fokið af. Það varð að snúa við og leita að svefnpokanum, ótrúlegt en satt þá fannst hann og við keyrðum áfram. Á ferðalögunum sagðir þú alltaf: „Lóa, hafðu ekki áhyggjur, ég sé um bílinn og þú sérð um hitt“. Þannig varð það alla tíð fram að síðustu ferð. Þegar við vorum unglingar og spil- uðum góða tónlist niðri í herbergi hefði maður haldið að hún væri að æra þig, en því var öfugt farið. Einu sinni keypti Guðný sér tveggja laga plötu með Tom Jones sem hún spilaði mikið, í hvert sinn sem platan var spil- uð og þú varst heima þá heyrðist kall- að niður stigann: „GUÐNÝ, HÆKK- AÐU.“ Þú áttir þín uppáhaldslög og var lagið Hotel California í sérstöku uppáhaldi og mikið spilað á ferðalög- um. Það var mikið líf og fjör á Sand- abrautinni þegar við vorum að alast upp, full stofa af krökkum úr ná- grenninu að horfa á kana-sjónvarpið sem var það eina í hverfinu á þeim tíma. Alltaf voru allir velkomnir. Á jóladag kemur stórfjölskyldan alltaf saman á Sandó og mamma reið- ir fram mat og kaffi fyrir alla. Þá er spilað, spjallað og hlegið, karlarnir í stofunni, konurnar í borðstofunni, táningarnir í eldhúsinu, litlu börnin alls staðar og ávallt bætist einhver nýr í hópinn. Þér þótti alltaf gaman að segja sögur af mönnum og eigin upp- lifun frá fyrri árum. Það var alltaf jafn gaman að hlusta á þig þó að við þekkt- um ekki endilega þá sem voru í sög- unni. Hvernig þú sagðir frá og gafst sögunum gildi. Óhætt er að segja að pabbi hafi lifað í takt við tímann. Rúmlega áttræður keypti hann sér húsbíl enda ferðalög ávallt í fyrir- rúmi. Elsku pabbi, það er svo margar minningar sem við gætum rifjað upp en við munum varðveita þær og hlæja að þeim á góðum stundum. Sam- heldni ykkar mömmu var mikil og fórum við ekki varhluta af þeirri um- hyggju sem ríkti á heimilinu. Hefur það svo sannarlega verið okkur ómet- anlegt veganesti í lífinu og gert okkur að sterkum og sjálfstæðum einstak- lingum. Fyrir það erum við óendan- lega þakklát. Elsku pabbi, Guð varðveiti þig og geymi á ókomnum slóðum. Kveðja, Systkinin á Sandabraut- inni, Guðný Elín, Valdimar, Hrafn- hildur, Anna Lóa, Erla og Gísli. Fyrir röskum 35 árum hóf ég að venja komur mínar í hús nokkuð við Sandabraut 10 á Akranesi. Fljótt varð ég heimagangur enda að slá mér upp með syni húsráðenda, þeirra Geirs og Lóu. Geir og Lóa byggðu húsið á Sand- abrautinni árið 1954, eignuðust sex börn og hafa verið þar alla tíð síðan. Í dag þegar við lifum á tímum þar sem breytingar eru svo hraðar að við er- um alltaf að laga okkur að nýjum að- stæðum þá er gott að koma í umhverfi sem virðist vera óbreytanlegt. Um- hverfi þar sem manni finnst tíminn nánast standa í stað, en slíkt umhverfi hafa þau Lóa og Geir skapað á Sand- abrautinni. Móttökurnar alltaf eins, kaffið á könnunni, jólakakan og sultan á borðinu og enginn vogar sér að setj- ast í sæti húsbóndans. Oftast talað um veðrið, hvernig það hafi verið undan- farna daga, hvernig það var í dag og hvernig spáin væri, enda hafði Geir fiskveiðar að atvinnu hin síðari ár ásamt sonum sínum. Þau fylgdust vel með og spurðu alltaf frétta af fjöl- skyldunni og börnunum hverju fyrir sig. Ferðalög og bílar voru einnig ástríða þeirra hjóna og fóru þau ófáar ferðir um landið, þá oftast í samfloti með einhverjum úr fjölskyldunni. Það fór ekki framhjá neinum að það sem Geir og Lóa áttu saman var eitthvað alveg sérstakt enda sérstaklega sam- rýnd og sjálfum sér nóg. Í dag er ég að kveðja Geir Valdi- marsson, tengdaföður minn, sem hef- ur verið svo stór hluti af lífi mínu til þessa. Það var eitthvað svo sjálfsagt að þú værir til staðar á Sandabraut- inni, að það var ekki fyrr en þú veikt- ist sem það fór að hvarfla að mér að ef til vill kæmi sá dagur að ég heyrði ekki setningar sem þessar: „Ég ætla að skreppa til gamla“ eða: „Ég ætla að kíkja til afa á Sandó“. Nú er sá dagur kominn en þessar setningar og margar aðrar minningar mun ég geyma innra með mér. Þegar komið er að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina, öll ljúfu ferðalögin og þá vinsemd sem þú sýndir mér alltaf. Ég kveð með sökn- uði tengdaföður minn og sé hann fyrir mér í sætinu sínu á Sandabrautinni og neftóbaksdósin ekki langt undan. Ég sé hann renna í hlað á Saabnum, koma inn og kalla: Hvar er allt fólkið? Hvert hefur Valdimar farið? Er hún Edda mín ekki dugleg í skólanum? Ég sá engan bíl fyrir utan hjá Hrafn- hildi? Það er best að kíkja uppá verk- stæði til Óla, svo varstu farinn. Eng- inn dagur án eftirlitsferðar. Heimsóknirnar á Sandabrautina verða ekki eins, nú þegar þú ert far- inn. Þeim mun þó ekki fækka og eftir bestu getu munum við hugsa vel um hana Lóu þína. Skarð þitt í hennar lífi verður ekki fyllt, en stórfjölskyldan mun standa við hlið hennar og styrkja á erfiðum stundum. Elsku Lóa, þú hlúðir svo vel að honum Geir þínum að það var ólýs- anlega fallegt. Þú varst alltaf til stað- ar og komst fram við hann af mikilli virðingu. Þú sýndir mikla ró og yf- irvegun og hjúkraðir honum til hinstu stundar. Hvað er fallegra en að fá að sofna á friðsælan hátt í faðmi konu sinnar, í húsinu sem þið byggðuð saman og vera elskaður af fjölskyldu sinni. Nú siglir þú á ókunnug mið með góðan byr þar sem áfangastaðurinn er óræð gáta. Líður senn að lífsins kveldi, langt er siglt og komið haust, og í sólar síðsta eldi sett er skipið upp í naust. (Jón Árnason.) Þín tengdadóttir, Ellen (Lena.) Mig langar að kveðja tengdaföður minn með nokkrum orðum. Það var fyrir 37 árum að við kynnt- umst þegar við Habba fórum að vera saman og ég fór að venja komur mín- ar á Sandabrautina. Þá var hann Geir Valdimarsson ✝ Vésteinn BessiHúnfjörð Guð- laugsson fæddist á Þverá í Norðurárdal í Austur Húnavatns- sýslu 21. apríl 1915. Hann andaðist á heim- ili sínu, Hjallaseli 55, 16. mars 2009. For- eldrar hans voru Rak- el Þorleif Bessadóttir, f. 18.9. 1880, d. 30.10. 1967 og Guðlaugur Sveinsson, f. 27.10. 1891, d. 13.10. 1977. Systkini Bessa: Emelía Margrét, f. 11.9. 1911, d. 29.7. 1999, Þorlákur Húnfjörð, f. 26.8. 1912, d. 1.4. 2001, Jóhanna Guðrún, f. 30.12. 1913, d. 13.3. 1998, Kári Húnfjörð, f. 3.7. 1918, d. 29.10. 1952, Einar Þorgeir Húnfjörð, f. 30.3. 1920, d. 1.4. 2008, og Bergþóra Heiðrún, f. 5.11. 1922. Bessi kvæntist hinn 6.3. 1943 1935, maki Sævar Guðmundsson, f. 2.1. 1932. Afkomendur Bessa og Hólmfríðar eru 59. Bessi ólst upp í skjóli Norðurárdalsins og er Þverá efsti bærinn í dalnum. Uppvaxtarár systkinanna einkenndust af nýtni og iðjusemi sem reyndist þeim farsælt veganesti á lífsleiðinni. Bessi sótti farandsskóla á Syðri-Ey í tvo vetur og lauk skólaskyldu þess tíma. Starfaði eftir nám á Skagaströnd. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Bessi starfaði, 16 ára gamall, sem mjólk- urpóstur hjá Mjólkurstöðinni, hjól- aði með mjólkina heim til fólks. Fljótlega hóf hann störf hjá Stál- húsgögnum við smíðar á hús- gögnum. Bessi lét þar af störfum 1967, fór til Olíufélagsins hf, starf- aði sem afgreiðslumaður til ársins 1988, þá orðinn 73 ára gamall. Hann var um tíma í samninganefnd starfs- manna hjá Olíufélaginu. Samhliða störfum sínum hjá Stálhúsgöngum og síðar Olíufélaginu vann hann sem verktaki hjá Hitaveitunni. Útför Bessa verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 26. mars, og hefst athöfnin kl. 13. Hólmfríði Sigurð- ardóttur, frá Hugljóts- stöðum í Hofshreppi í Skagafirði, f. 12.4. 1913, d. 19.9. 2001 Börn Bessa og Hólm- fríðar eru: Rakel G., f. 6.5. 1943, maki Jó- hannes Ingi Frið- þjófsson, f. 24.1. 1943, Auður, f. 23.11. 1944, maki Marinó Buzeti, f. 14.8. 1939, Haukur S., f. 10.1. 1947, maki Guðrún Kristín Jóns- dóttir, f. 27.4. 1948, Sigurður, f. 22.4. 1950, maki Guðný J.Pálsdóttir, f. 4.8. 1951, og Kári H., f. 24.5. 1953, maki Sigríður A. Sig- urðardóttir, f. 29.7. 1953. Einnig ólst upp hjá þeim hjónum Vésteinn H. Marinósson, f. 18.9. 1960, maki Mar- grét Á. Ósvaldsdóttir, f. 1.6. 1962. Stjúpdóttir Bessa, dóttir Hólmfríðar, er Greta S. Gunnarsdóttir, f. 24.10. Að alast upp í Bústaðahverfinu á sjötta og sjöunda áratug síðustu ald- ar voru mikil forréttindi fyrir strákpúka eins og mig. Heimurinn fullur af ævintýrum frá morgni til kvölds þar sem eina tímaglasið var maginn. Ég átti því láni að fagna að alast upp í stórum systkinahópi og hjá foreldrum þar sem lífsgildin voru alveg skýr. Ungt fólk með báða fætur á jörðinni, staðráðið í að koma krökk- unum sínum til vits og ára hvað sem tautaði og raulaði. Ekki voru það löngu ræðurnar um hvað væri rétt eða rangt heldur var fyrirmyndin fólgin í hinum daglegu verkum og at- höfnum. Iðjusemi og ósérhlífni voru sjálfgefnir hlutir en eðlislægur létt- leiki og glaðværð dró að stóran vina- hóp. Þrátt fyrir langan vinnudag var hægt að rúlla upp gólfteppinu á Bú- staðavegi 65 þar sem gestirnir mættu með nikku og sög. Þar var dansað við „vínarkrus og vals og ræl“ á vínilgólf- inu og skemmtilegustu stundirnar fyrir utan að hlusta var þegar við krakkarnir vorum dregin inn í dans- inn. Það þurfti engar danshallir til þess að slá upp balli. Þær voru ófáar gleðistundirnar þar sem var setið og hlustað á munnhörp- una þanda af mikilli innlifun. Ósjald- an var setið og hlustað og þá var ekki hávaðanum fyrir að fara því það eina sem heyrðist með stöku millibili var „eitt lag enn pabbi, eitt lag enn“. Sumrin voru tími ævintýranna. Þá var byrjað á því að taka fjölskyldubíl- inn í hina árlegu klössun áður en lagt var í hann. Ástin 10 með leðursætum, bíll sem komst yfir fjöll og firnindi. Ekið sem leið lá út á Snæfellsnes. Diddi og fjölskylda, vinafólk foreldra minna, voru oftast með í för og oftast var haldið til veiða. En ekki bara til veiða því þegar ekið var um landið voru þulin upp nöfn bæja og ábúenda. Fyrir okkur börnin voru þetta ógleymanlegar ferðir þar sem hluti af uppeldinu var virðing fyrir landinu. Allar okkar ferðir enduðu síðan norð- ur í landi en þaðan var pabbi ættaður, þ.e. frá Þverá í Norðurárdal og þar var farið í heyskap. Á þeim árum munaði um hverja vinnandi hönd og ekki þótti verra að hafa bíl eins og Ástin 10 sem var vel liðtækur í tækja- leysi þess tíma. Orðið þúsundþjalasmiður kemur upp í hugann þegar ég hugsa til pabba. Járnsmíði, trésmíði, rafmagn, viðgerðir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Allt lék í hönd- um hans. Þegar verkfærin voru ekki til voru þau einfaldlega smíðuð. Ófáar stundirnar voru úti í skúr. Mér er minnisstætt að eftir að mamma var dáin varð pabbi að bjarga sér í eld- húsinu þá 87 ára gamall. Smíðað var forláta verkfæri til þess að skera út kleinudeig af því afköstin voru ekki nægjanlega mikil við steikinguna með hefðbundnum verkfærum. Ég átti því láni að fagna að vinna með pabba hjá Olíufélaginu þar sem hann vann í yfir 20 ár. Þar kynntist ég nýrri hlið á föður mínum og það var að eignast hann sem vinnufélaga. Sá tími reyndist mér ómetanlegur. Minningar um góðan föður munu lifa í öllu okkar lífi. Í honum speglaðist setningin „það eru til lausnir við öllu, viljinn er allt sem þarf“. Sigurður Bessason. Loks er afi búinn að fá hvíldina sem hann hafði þráð um tíma. Afi og amma áttu stóran barnahóp en létu sig ekki muna um að bæta mér við í uppeldinu. Það var einkennandi fyrir afa, já og ömmu líka, að ekki voru til vandamál, í versta falli „helvítis bit“ sem umsvifalaust breyttist í verkefni til að leysa. Já, þau voru ófá verkefnin sem leyst voru á Bústaðaveginum. Afi var kominn af fátækum bænd- um og lærði fljótt að enginn kom og gerði hlutina fyrir mann, heldur varð hann að standa á eigin fótum. Með þetta veganesti og óendanlegum áhuga skapaði og smíðaði afi ófáa hluti. Járn, tré, leir allt þetta breytt- ist í nytja- eða skrautmuni. Og var hann að fram í síðustu viku fyrir and- látið. Ekki gekk þetta þó alltaf upp í fyrstu tilraun. Eitt skipti kom hann sér upp rennibekk fyrir leir í geymsl- unni. Var nú farið að renna skál og gekk allt vel í fyrstu. En þegar grip- urinn var u.þ.b. tilbúinn, leystist skál- in skyndilega upp og breyttist á augabragði í rönd á öllum veggjum og skápum í geymslunni. Afi var mikill húmoristi og gerði óspart grín, ekki síður að sjálfum sér en öðrum. Sem barn spurði ég hann af hverju menn héldu veislur að af- lokinni jarðarför. „Jú, blessaður vertu, það eru allir svo lifandis fegnir að vera lausir við hann,“ sagði hann og hló. Hugur hans leitaði oft á æsku- stöðvarnar að Þverá. Og urðu miklir fagnaðarfundir þegar systkinin hitt- ust þar hjá foreldrum sínum. Þurfti þá mikið að tala og hlæja, langt fram á nótt, mun meira en krakkakjáni eins og ég hafði skilning á. Náið og einlægt samband var á milli syst- kinanna. Fyrir rétt tæpu ári kom ég til að segja honum frá sviplegu andláti bróður hans. Þegar ég kom inn til hans og heilsaði, horfði hann á mig, heilsaði ekki, en spurði: „Er ekki allt í lagi?“ Fyrir afa að koma á Þverá á sumrin var eins og fyrir margan að fara á hressingarhæli. Efldist hann þar allur og framkvæmdi margra vikna verk á skömmum tíma. Eftir að hafa kynnst rafmagni í Reykjavík, viðaði hann að sér ljósavél og öðru rafmagnsefni. Farið var norður í land að hausti til, ljósavélin sett niður og lagðir rafstrengir og ljós í öll her- bergi á Þverá. Þetta kláraði hann á einni helgi. Farið var að snjóa þegar hann fór heim og var ekki meira en svo að hann kæmist úr dalnum. Bessi Guðlaugsson Að leiðarlokum, innilegt þakklæti fyrir öll liðnu árin. Aldrei styggðaryrði við stelpuna. Alltaf hlýr og góður. Gott er þreytum að hvíl- ast, eftir langt og starfsamt líf. Farðu í friði og friður guðs þig blessi. Greta. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.