Morgunblaðið - 26.03.2009, Síða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
✝ Auðun Hlíðar Ein-arsson fæddist á
Hallgeirsstöðum í Jök-
ulsárhlíð 4. júlí 1941.
Hann lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 19. mars sl.
Móðir hans er Lára
Stefánsdóttir, f. 20.
jan. 1918. Faðir hans
var Hrafnkell Elísson,
f. 14. sept. 1906, d. 9.
apríl 1989. Systkini
Auðunar eru: Stef-
anía, f. 1936, Elís Jök-
ull, f. 1937, Einar Orri,
f. 1939, Dvalinn, f. 1940, Ásta Har-
alda, f. 1942, Haraldur, f. 1944, Gyða
Vigfúsdóttir, f. 1945 (ættleidd), Sig-
þór Þorgrímsson, f. 1946 (ætt-
leiddur), Auðbjörg Halldís, f. 1948,
Eiríkur Helgi, f. 1949, Þórarinn Val-
geir, f. 1951, Alda, f. 1952, Benedikt,
f. 1953, Björgvin Ómar, f. 1958,
Hulda, f. 1959. Auðun var ættleiddur
þegar hann var á öðru ári, til lækn-
ishjónanna á Eskifirði, Einars Ást-
ráðssonar, f. 6. feb. 1902, d. 6. ágúst
1967, og Guðrúnar Guðmundsdóttur,
Faðir hennar er Rúnar Ólafur Ax-
elsson, b) Hjalti, f. 2. okt. 1998, c)
Björg, f. 4. nóv. 2001. Faðir þeirra
er Sigurgeir Guðbjörnsson. 2) Hann-
es Ástráður flugvirki, f. 26. feb.
1973, búsettur í Vestmannaeyjum, í
sambúð með Heiðu Björk Mar-
inósdóttur húsmóður. Synir Hann-
esar eru: Gunnar Pálmi, f. 4. ágúst
1996. Móðir hans er Kristjana Gunn-
arsdóttir. Sonur Hannesar og Heiðu
er Auðun Benedikt, f. 29. júní 2007.
Börn Heiðu frá fyrri samböndum
eru: Anita Mary Kristmannsdóttir, f.
9. maí 1993, og Sigurvin Marinó
Ramsdal, f. 14. apríl 2000. 3) Katrín
verkfræðingur, f. 23. okt. 1978, bú-
sett í Hafnarfirði, gift Birni Odds-
syni jarðvísindamanni. Dóttir þeirra
er Charlotta Karen, f. 2. des. 2008.
Auðun kenndi í mörg ár við Æf-
inga- og tilraunaskóla KÍ (nú Há-
teigsskóli), Landakotsskóla, Iðn-
skólann í Reykjavík,
Fjölbrautaskólann í Breiðholti og
fleiri skóla. Hann hafði mikinn
áhuga á endurbyggingu torfbæja og
gamalla húsa og sá m.a. um end-
urbyggingu á Gömlu-Búð á Eski-
firði, Kirkjubæjarkirkju í Hróars-
tungu, Galtastöðum frammi í
Hróarstungu, Sænautaseli í Jökul-
dalsheiði, Hrafnseyri við Arnarfjörð
og Stekkjarkoti í Njarðvík.
Útför Auðunar verður gerð frá
Neskirkju í dag, 26. mars, kl. 13.
f. 12. apríl 1906, d. 2.
okt. 1971. Þau hjónin
áttu fyrir tvær dætur,
Björk, f. 20. apr. 1930,
d. 8. júní 2003, og Ingu
Valborgu, f. 29. nóv.
1928. Auðun ólst upp á
Eskifirði en flutti suð-
ur með foreldrum sín-
um eftir fermingu.
Hann fór í Iðnskólann
í Reykjavík þar sem
hann lærði trésmíði og
starfaði við það þar til
hann fór í Kenn-
araskólann og lauk
þaðan handavinnukennaraprófi vor-
ið 1968.
Í Kennaraskólanum kynntist hann
konu sinni Karenu Tómasdóttur, f.
21. júlí 1947. Þau giftu sig 19. júlí
1969. Foreldrar Karenar voru: Tóm-
as Vigfússon, f. 24. júní 1906, d. 1.
feb. 1974, og Katrín Norregaard
Vigfússon, f. 28. mars 1904, d. 11.
jan. 2000. Börn Auðunar og Karenar
eru: 1) Halla bókari, f. 27. apríl 1971,
búsett á Seltjarnarnesi, börn hennar
eru: a) Auður Hlín, f. 6. mars 1990.
Farinn er góður félagi og lifandi
sál. Mágur minn, Auðun Einarsson,
er ekki lengur á meðal okkar, hafði
reyndar haft áralanga fjarveru úr
heimi vitundarinnar fyrir andlát
sitt. (Er reyndar ekki viss um að
honum hefði verið nein sérstök
ánægja að upplifa atburði síðustu
ára í íslensku þjóðlífi.) Við sem
þekktum þennan atorkusama al-
þýðuvin minnumst hans fyrir fjöl-
þætta hæfileika.
Hann var kennari af Guðs náð.
Smíðaefni hvers kyns lék í hönd-
um hans, einkum ef um viðarteg-
undir var að ræða.
Áhugi hans fyrir þjóðmálum var
ódrepandi og átti lítilmagninn
traustan málsvara þar sem Auðun
var. Menningararf feðranna bar
hann fyrir brjósti, sleppti engu
tækifæri til að kynnast honum sem
nánast og deila honum með sam-
ferðafólki. Í heimsóknum hans bar
jafnan margt á góma, pólitíkina,
safnamálin, uppeldismál og svo
auðvitað það sem hann var að fást
við í það og það skiptið, sem var
ótrúlega margt og fjölbreytilegt.
Má í því efni minnast byggingar
Galtastaðabæjarins, Sænautasels,
húsakynna á Hrafnseyri. Meðfram
þessu kom hann fjölskyldu sinni
upp afar heimilislegum sumarbú-
stað í ættarlendunni í Tungási á
Hallgeirsstöðum. Þegar hann hafði
talað fyrir daufum eyrum ráða-
manna átti hann það til að nýta
einkaframtak í óhefðbundnum
skilningi. Þannig átti hann frum-
kvæði að því að Héraðsskjalasafn
Austfirðinga gefur árlega út jóla-
kort, þar sem fræðimanna er
minnst í texta. Veit ég ekki betur
en að fyrstu kortin hafi hann gefið
út á eigin kostnað, þar sem for-
stöðumaður safnsins, sem þó var
ágætur vinur hans, taldi sig ekki
hafa leyfi til að brúka sjóð stofn-
unarinnar í því skyni. Auðun var
ekki bundinn af því að aðrir gerðu
hlutina sem hann vildi koma áfram.
Hann hafði alveg einurð til að grípa
inn í sjálfur, einmitt þegar mest
þurfti. Hef þetta ekki lengra. Meira
er um vert að hafa gengna ágæt-
ismenn sem fyrirmyndir en að
mæra þá í langhundum. Megi þau
Karen, börn ykkar og systkini þín
komast yfir ástvinarmissinn og
njóta margra góðra stunda í fram-
tíðinni. Huggunin er sú hamingja
sem þú veittir hverja nærveru-
stund. Haf þökk fyrir frábær kynni
af þér og þinni stóru fjölskyldu.
Sigurjón Bjarnason.
Látinn er kær mágur og vinur,
Auðun Hlíðar Einarsson. Andlát
hans kom okkur sem næst honum
stóðum vissulega ekki á óvart, en
engu að síður var kveðjustundin
ótímabær, við hefðum öll viljað eiga
samleið með honum miklu lengur.
Auðun hafði átt við erfið veikindi
að stríða í nær 10 ár. Alzheimer-
sjúkdómurinn er lúmskur og óvæg-
inn og það var sár reynsla að fylgj-
ast með því hvernig þessi hrausti
og þróttmikli maður, þá rétt um
sextugt, varð hægt og sígandi að
lúta í lægra haldi fyrir vágestinum.
Síðustu árin dvaldi Auðun á Dval-
arheimilinu Grund og þar naut
hann umhyggju og hjúkrunar eins
og hún gerist best.
Þeir sem kynntust Auðuni eru
líklega á einu máli um að hann átti
fáa sér líka.
Hann var jafnan hlýr og glaður í
bragði, honum þótti notalegt að
spjalla og átti þá oft til hnyttin til-
svör og skemmtilega sýn á menn og
málefni. En fyrst og fremst vildi
hann láta eitthvað gott og jákvætt
af sér leiða bæði fyrir sína nánustu
og þjóðfélagið.
Við systur ólumst upp á heimili
þar sem borin var virðing fyrir fal-
legum hlutum og góðri handiðn.
Síðan kom Auðun til sögunnar og
hann lyfti þessu öllu upp á hærra
plan. Hann var ótrúlega hagur og
hafði næmt auga fyrir að útfæra
fallega hluti. Þessir eiginleikar
hans nutu sín vel í blindramma-
smíði fyrir listamenn. Þá var hann
sérhæfður í bókbandi. Bækurnar
sem hann batt inn, nytjagripirnir
og húsgögnin sem hann smíðaði og
síðast en ekki síst byggingarnar
sem hann tók að sér bera þessu öllu
fagurt vitni. Líklega ber hér hæst
áhugi hans og ósérhlífni við að end-
urreisa heiðarbýlið Sænautasel á
Jökuldalsheiði og einnig Sjóminja-
safnið á Eskifirði. Auðun ólst upp á
Eskifirði og hann þekkti fólk, lifn-
aðarhætti og byggingarsögu Aust-
urlands betur en flestir aðrir. Ekki
var hægt annað en að smitast af
þessum áhuga hans og það var æv-
intýri líkast að njóta leiðsagnar
hans og Karenar á bernskuslóðun-
um fyrir austan.
Þrátt fyrir löng og erfið veikindi
varð Auðun mikillar gæfu aðnjót-
andi. Karenu sína elskaði hann og
dáði. Hún bjó þeim einstaklega fal-
legt heimili og gerði honum kleift
að sinna fjölmörgum hugðarefnum
sínum á meðan heilsan leyfði.
Börnin og barnabörnin áttu hug
hans allan og hann ræktaði vel
samband sitt við stóran systkina-
og vinahóp.
Þá er komið að leiðarlokum. Það
kann að hljóma undarlega en síð-
astliðin ár hafa verið okkur systr-
um og fjölskyldum okkar dýrmæt
reynsla. Að fylgjast með því hvern-
ig Karen og börnin tókust á við erf-
ið veikindi hans hefur verið okkur
mikill lærdómur. Allar ákvarðanir
voru teknar af yfirvegun og vænt-
umþykju og með það í huga að Auð-
un mætti halda reisn sinni sem
lengst. Jafnframt tókst þeim á
þessum árum að njóta alls þess
góða sem lífið hefur upp á að bjóða.
Í okkar huga er Karen litla systir
vissulega stór og sterk og svo óend-
anlega rík. Mannvænleg börn,
tengdabörn og barnabörn eru
hennar ríkidæmi og þá ekki síður
allar dýrmætu minningarnar um
elskaðan eiginmann, föður og afa.
Megi þær veita þeim öllum styrk
og huggun í sorginni. Hvíli Auðun í
Guðs friði.
Elsa og Guðbjörg.
Með örfáum orðum langar okkur
hjónin og börnin að þakka Auðuni
fyrir margar góðar og skemmtileg-
ar samverustundir bæði hér hjá
okkur í Skopun og víða í Færeyj-
um. Ekki má heldur gleyma sam-
verustundunum heima á Íslandi.
Það var yndislegt koma til ykkar
í sumarbústaðinn. Auðun var alltaf
svo hlýr heim að sækja og alltaf
gaman að koma á Víðimelinn til
ykkar. Þið hjónin, Karen mín, hafið
verið svo dugleg að heimsækja okk-
ur í Færeyjum og börnin ykkar
stundum með. Það var svo notalegt
Auðun Hlíðar
Einarsson
✝ Kristján BergurÁrnason fæddist á
Hæringsstöðum í
Svarfaðardal 26. júlí
1960. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri laugardaginn
14. mars 2009. Hann
var níundi í röð ellefu
systkina. Kristján
Bergur var sonur
hjónanna Bergþóru
Stefánsdóttur, f. 10.
nóvember 1920, d. 19.
desember 2007 og
Árna Jónssonar, f. 29.
maí 1920, d. 26 janúar 1969.
Kristján Bergur kvæntist 11.
desember 1982 Margréti Stef-
ánsdóttur. Foreldrar hennar voru
Stefán Rósantsson og Helga Guð-
mundsdóttir, Gilhaga í Skaga-
firði. Margrét var yngst af 7
systkinum.
Kristján og Mar-
grét eignuðust þrjú
börn: Berglindi, f. 6.
júlí 1982, Einar
Erni, f. 27. október
1986 og Þóri Arnar,
f. 22. febrúar 1993.
Fyrir átti Margrét
Hugrúnu Helgu, f.
10. júní 1977.
Kristján Bergur
fluttist fjórtán ára
gamall, ásamt móð-
ur sinni og systk-
inum, til Akureyrar.
Hann vann ýmis
störf á Akureyri þar til árið 1990
þegar hann hóf eigin atvinnu-
rekstur með vörubíl. Árið 1998
stofnuðu þau hjónin Kristján og
Margrét fyrirtækið Malbikun KM.
Kristján Bergur verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju í
dag, 26. mars, kl. 13.30.
Sá sem er elskaður hverfur aldr-
ei, jafnvel þótt hann haldi á brott.
Minning hans lifir í hjörtum
þeirra sem unna.
Þín
Margrét.
Elsku pabbi, það eru ófá orðin
sem fljúga í gegnum kollinn á
manni á svona stundu og ótal
spurningar sem aldrei fást svör við.
Við sem héldum að við fengjum
miklu lengri tíma með þér til að
gera allt sem við ætluðum okkur.
En stundin er víst runnin upp og
við blasir blákaldur veruleikinn að
þurfa að kveðja þig. Við vitum varla
hvort við eigum að hlæja eða gráta
þegar allar minningarnar rifjast
upp fyrir okkur, allir hrekkirnir,
brandararnir og allar yndislegu
stundirnar sem við áttum með þér.
Það er sárt að hugsa til þess að
samverustundirnar okkar verði
ekki fleiri en við reynum að hugga
okkur við góðar minningar. Það eru
ófá orðin sem þú hefur fengið fyrir
þrautseigju, traust og dugnað í
gegnum ævina og sennilega fáir
sem feta í fótspor þín hvað það
varðar. En umfram allt varstu stolt-
ur faðir sem hvattir okkur áfram í
einu og öllu, það var sama hversu
stórt verkefnið var eða erfiðleik-
arnir miklir, alltaf voru til ráð hjá
þér til að leysa málin eða komast í
gegnum þau með reisn. Þú varst
okkar stoð og stytta í lífinu. Þú
sagðir alltaf að „engin brekka væri
svo brött í lífinu að maður kæmist
ekki yfir hana“ og þó að hún væri
löng og ströng upp skyldi maður
fara, framhaldið yrði alltaf léttara.
Með þessum hvatningarorðum þín-
um viljum við minnast þín og þau
verða okkur ávallt til eftirbreytni.
Við vitum að þú stendur við hlið
okkar og heldur áfram að hvetja
okkur á lífsins braut. Við erum þér
þakklát fyrir allt sem þú varst okk-
ur og vitum að stóru hrammarnir
bíða okkar hlýir þegar við hittumst
á ný.
Elsku pabbi, minning þín lifir í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Þín börn
Helga, Linda, Einar og Þórir.
Hjartahlýr, góður, strangur,
hjálpsamur, prakkari, kröfuharður,
ljúfur, hraustur, stríðnispúki, vinnu-
samur, duglegur og umhyggjusam-
ur. Þetta eru allt orð sem lýsa ein-
um manni á allan hátt vel. Hann
var alltaf að hugsa um aðra og vildi
allt fyrir alla gera. Ég man þegar
ég hitti hann fyrst, ekki laust við að
ég hafi verið örlítið hrædd við
þennan stóra, djúpraddaða og
hrausta mann, en ég komst nú fljótt
að því að það var engin ástæða til
þess. Ég man varla eftir honum
öðruvísi en með stríðnisglott á and-
liti, felandi sig undir stiganum til að
grípa í óviðbúnar lappir sem lædd-
ust niður seint á kvöldin eða felandi
sig bakvið bíla í innkeyrslunni til að
geta hrekkt grunlausa fjölskyldu-
meðlimi og vini. Sjaldan sem maður
fór í heimsókn án þess að garga
lungunum upp í kok af einhverjum
hrekkjunum hans. En hann átti sín-
ar alvarlegu hliðar líka, föðurhlut-
verkið var honum eðlislægt, svo
mjög að hann átti það til að reyna
að aga vinkonu dóttur sinnar (mig)
um leið og dóttur sína. Við vorum
það samrýmdar á árum áður að það
lá við að ég teldist einn af íbúum
Flögusíðunnar, þá fannst honum til-
valið að gantast aðeins og kynnti
mig einu sinni sem tengdadóttur
sína. Okkur fannst það ekki fyndið
en hann hló í marga daga að þessu
gríni sínu. Hann passaði líka alltaf
að ég vaknaði á réttum tíma í skól-
ann, spurði hvaða stráka ég væri að
hitta og allt sem feður gera. Þó að
samskiptin minnkuðu með árunum,
æskuvinkonur uxu hvor frá annarri,
eignuðust nýja vini og stofnuðu fjöl-
skyldu, þá spurði hann ávallt um
mann og ef við rákumst hvort á
annað á götum bæjarins þá gaf
hann sér alltaf tíma til að spjalla,
vildi fá að vita hvernig skólinn
gengi og bara lífið yfir höfuð.
Þessi maður hét Kristján Bergur
Árnason, einstakur maður sem mun
alltaf eiga stað í hjarta mínu og
minningar sem gleymast ey. Krist-
ján var tekinn frá okkur án nokkurs
fyrirvara 14. mars síðastliðinn. Af
hverju fengum við ekki að hafa þig
hjá okkur? Hver ræður atburðarás
lífsins? Lífið er ekki alltaf sann-
gjarnt en tíminn mun lækna öll sár
og hjálpa okkur að skilja betur til-
gang lífsins. Ég kveð þig nú með
þökk í hjarta fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Elsku Margrét, Linda, Einar,
Þórir, Helga, Ari, Elmar og Telma.
Ég votta ykkur samúð mína og bið
Guð að gefa ykkur huggun og styrk
í ykkar miklu og djúpu sorg.
Hvíl í friði, kæri Kristján. Megi
ljós þitt lýsa af himnum ofan,
breiða verndarvæng sinn yfir okkur
og leiða á nýjar brautir.
Ásta Rut Björnsdóttir.
Þinn svipur var eins og heiðið hreinn
hann hafði ei mörgu að leyna.
Og þú varst svo fagur, frjáls og beinn
og fýsti svo krafta að reyna,
er stóðstu brosandi, bjarti sveinn,
í brjóstfylking ungra sveina.
Hún var svo örugg þín vinatryggð
og viðkvæmt og traust þitt hjarta,
og þar var ósvikin ást og dyggð
en ekki til þess að skarta.
Áttu þá marga, Íslands byggð,
eftir svo fagra og bjarta?
Um er nú sigld þín æskuskeið
á úthafsins sólroðnu bárum.
Hún endaði of fljótt þín ævileið,
en eftir við hnípum í sárum.
En minning þín er svo hlý og heið,
hana við vökvum í tárum.
Þessi erindi úr ljóði Guðmundar
Guðmundssonar komu upp í huga
mér þegar ég fékk þær hörmulegu
fréttir að Beggi vinur minn væri
fallinn frá.
Beggi var mikill og tryggur vin-
ur. Alltaf var hægt að reiða sig á
hann og það var gott að leita til
hans. Hann var ráðagóður og mjög
hjálpsamur.
Við erum búnir að vera vinir síð-
an hann flutti ungur til Akureyrar
og fór að vinna sem sendill á bíla-
verkstæðinu hjá pabba mínum. Ég
var bara smápatti þá og við bröll-
uðum ýmislegt saman. Oft var gert
grín að því í vinahópnum að án
hans hefði ég aldrei komist óskadd-
aður í gegnum unglingsárin, hann
var alltaf til staðar þegar á þurfti
að halda og mér finnst ótrúlegt að
hann sé ekki hér á meðal okkar
lengur.
Ég er að reyna að átta mig á
þessu og mér dettur einna helst í
hug að það hafi vantað svona öðling
þarna hinum megin til einhverra
starfa. Einhver hlýtur tilgangurinn
að vera.
Hans er sárt saknað.
Elsku Magga, Helga, Ari, Linda,
Einar, Þórir, litlu afabörnin og aðr-
ir aðstandendur. Við hjónin sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Guð styrki ykkur í þessari miklu
sorg.
Ykkar vinir
Stefán og Helga.
Meira: mbl.is/minningar
Kristján Bergur
Árnason