Morgunblaðið - 26.03.2009, Page 31

Morgunblaðið - 26.03.2009, Page 31
þegar þið komuð. Þegar hann var hjá okkur vildi hann skoða margt og fara víða um eyjarnar hér, bæði á sjó og á landi. Það var svo fræð- andi og skemmtilegt að hafa hann í heimsókn og ógleymanlegt þegar þið voruð í Þórshöfn á námskeiði og komuð til okkar að því loknu. Minn- ingarnar eru margar og góðar og þær fær enginn tekið frá okkur. Blessuð sé minning þín Auðun minn. Biðjum svo góðan Guð að styrkja þig, elsku Karen, börnin ykkar og fjölskyldu alla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kristín, Ebbe og fjölskylda. Það var árið 1966 að við hófum nám í smíðadeild Kennaraskólans fjórir saman en fyrir voru jafn- margir að hefja sitt seinna námsár. Yfirkennari og allsráðandi var Gunnar Klængsson, listamaður og þúsundþjalasmiður á tré og járn. Gunnar var okkur sem faðir, fræð- andi og leiðbeinandi um flesta hluti, einnig húmorískur félagi, í raun einstakur mannkostamaður í fjölmennum hópi kennara við KÍ á þessum eftirminnilega tíma. Ekk- ert var honum óviðkomandi og hann var þeim hæfileikum búinn að geta fyrirhafnarlítið komið af stað fjörugum umræðum um ólíkustu efni. Þetta var hvetjandi og upp- örvandi umhverfi sem hver og einn setti sinn sérstaka svip á. Á engan er hallað þótt hér sé fullyrt að þar hafi Auðun átt stærstan hlut. Hann var nokkru eldri en við hin og bjó þar af leiðandi yfir nokkuð annarri lífsreynslu og þekkingu. Það sópaði að honum og hann var vel lesinn og fróður um marga hluti og hafði af- gerandi skoðanir á flestum málum, ekki síst stjórnmálum. Hann átti til að spyrja ágengra spurninga og meitlaðra á þann hátt að ekki varð undan vikist að svara. Þeim fylgdi gjarna langur formáli með tilvitn- unum í menn og málefni sem og hans eigin vangaveltur um efnið þannig að í raun og veru var hann oft búinn að svara spurningunni áð- ur en þeim sem spurður var gafst ráðrúm til andsvars. Orðræðum sínum fylgdi hann oftar en ekki eft- ir með margvíslegum svipbrigðum og leikrænum tilburðum. Hann gat skotið augabrúnunum langt upp á enni eða látið þær slúta niður fyrir augu, allt eftir efni og alvöru máls- ins. Hann var í senn einstakur og sérstakur, tilfinningaríkur eldhugi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur svo jaðraði á stundum við ástríðu. Áhugi hans á íslenskri menningu og varðveislu hennar var ósvikinn. Allt sem laut að handverki var hans sérgrein og hæfileikar hans á því sviði óumdeildir. Til vitnis um það er t.d. uppbygging Sænautasels á Jökuldalsheiðinni sem vart hefði orðið að veruleika nema fyrir fram- takssemi hans, kappsemi og áhuga. Síðast en ekki síst var Auðun sá sem gjarna tók málstað þeirra sem minna máttu sín eða stóðu á jaðri samfélagsins, var heiðarlegur í af- stöðu sinni til manna og málefna og krafðist jafnaðar og réttlætis öllum til handa. Örlög þessa góða félaga urðu þó allt önnur en okkur flest gat grun- að. Smátt og smátt þvarr lífsgleðin, krafturinn og áhuginn. Sá sjúk- dómur sem hrifsar til sín huga og hugsun hafði sótt hann heim og dregið hann lengra og lengra frá fjölskyldu og vinum uns ekkert var lengur eftir annað en líkaminn einn. Nú er þeirri glímu lokið. Kletturinn í lífi hans, okkar kæra skólasystir Karen, stóð við hlið hans allt til þess að yfir lauk, trú- föst og æðrulaus og kvartaði aldrei. Við félagarnir kveðjum einstak- an ljúfling og þökkum honum fyrir samfylgdina um leið og við vottum Karen, börnum þeirra og fjölskyld- um okkar einlægustu samúð og hluttekningu. Bjarni Kristjánsson, Ingvar Ingvarsson, Ægir Frímann Sigurgeirsson. Við vorum svo heppin að hefja búskap á Víðimel 57 árið 1974 hjá Auðuni og Karenu. Við þekktumst frá þeim tíma sem Auðun kenndi á Eiðum og þegar hann frétti að við værum farin að huga að því að flytja úr foreldrahúsum bauð hann okkur íbúð sem þau leigðu út. Það voru mikil gæfuspor fyrir okkur því betri nágrannar en Auðun og Kar- en eru vandfundnir. Við bjuggum í fjögur ár á Víðimel og það voru svo sannarlega góð ár og minningarnar streyma fram núna þegar Auðun er fallinn frá. Þær voru ófáar stund- irnar sem við sátum hjá þeim við eldhúsborðið og nutum frásagnar- listar Auðuns en hann var einstak- ur sögumaður. Það var alveg ótrú- legt að hlusta á heilu samtölin sem hann endursagði og löngu liðnum atburðum lýsti hann oft svo mynd- rænt að okkur fannst við hafa verið á staðnum með honum. Auðun var eftirsóttur í smíða- vinnu af öllu tagi enda orðlagður hagleiksmaður og afburðafljótur að vinna. Hann smíðaði mikið í bíl- skúrnum þau ár sem við bjuggum á Víðimel og naut ég góðs af því, lærði mikið af honum sem hefur nýst vel um ævina. Hann var ein- staklega hjálpsamur og hafði ánægju af að segja til og kenna réttu handtökin. Hann kenndi hvernig átti að liggja í viðnum, hvernig hægt var að saga án átaka, hvernig maður lagði frá sér verk- færin, hvernig límið var borið á og svo mætti lengi telja. Auðun henti aldrei hlutum eða smíðaefni sem hugsanlega gat nýst síðar og bar bílskúrinn merki þess. Hann vissi þó alltaf upp á hár hvar hann gekk frá spýtum og verkfærum. Auðun ræddi oft um lífið og tilveruna á meðan á smíðunum stóð. Hann var sérlega glaðlyndur og hlýr, hló og kímdi á meðan hann sagði frá skemmtilegum mönnum og málefn- um. Auðun var vel lesinn og fróður, átti gott bókasafn og eins átti hann mikið plötusafn og hlustaði mörg- um stundum á góða tónlist. Auðun var alltaf að, hann hljóp iðulega við fót því það þurfti að drífa hlutina af. Oft vann hann fram á nætur ef hann ætlaði að ljúka verki og við sáum hann aldrei iðjulausan. Hann átti það til að koma upp á efri hæð- ina til okkar, setjast fyrir framan sjónvarpið, spjalla smástund, stein- sofna í stólnum, spretta síðan upp og augnabliki síðar heyrðum við í honum aftur úti í bílskúr. Auðun byggði sumarbústað aust- ur í Jökulsárhlíð. Hann hannaði, teiknaði og byggði bústaðinn frá grunni og ber hann vitni um hag- leik hans og útsjónarsemi. Þar er yndislegt að dvelja og við höfum átt margar notalegar stundir í bú- staðnum í gegnum árin. Dætur okkar eiga þaðan góðar minningar, t.d. þegar Auðun kenndi að tálga fugla, hann var ekki lengi að töfra fram einn slíkan. Já, það var alltaf gott að eiga Auðun vin okkar að. Við hjónin og dætur okkar þökk- um Auðuni fyrir samfylgdina og sendum Karenu, Höllu, Hannesi, Katrínu og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Magnús og Ásta. Meira: minning@mbl.is Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Stóra-Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. mars kl. 13.00. Maja Þ. Guðmundsdóttir, Hafliði Ö. Björnsson, Sigrún H. Guðmundsdóttir, Kristján A. Guðmundsson, Ingibjörg L. Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS BJÖRGVIN SVEINSSON frá Norðurbrún, áður til heimilis Hofsvallagötu 49, lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn 18. mars. Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði. Júlíana Magnúsdóttir, Jóhanna B. Magnúsdóttir, Sveinn Magnússon, Guðrún Hinriksdóttir, Kristján Már Magnússon, Snjólaug Brjánsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR frá Kvíum, Böðvarsgötu 2, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi mánudagsins 23. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorgeir Ólafsson, Ólafur Þorgeirsson, Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Sigrún Björg Þorgeirsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Þóra Þorgeirsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Gretar Þorgeirsson, Sigrún Arna Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar einstaki og ástkæri bróðir, faðir, tengdafaðir, barnsfaðir og frændi, SIGURÐUR JÓHANNSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 21. mars. Útför hans verður auglýst síðar. Wincie Jóhannsdóttir, Jóhann Tómas Sigurðsson, Jóhanna Jakobsdóttir, Ingibjörg Birta Sigurðardóttir, Björg Bjarnadóttir, Kristófer Dignus Pétursson, María Heba Þorkelsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, AUÐUR BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Heiðarbraut 7c, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 30. mars kl. 14.00. Róberta Maloney, Viðar Ólafsson, Óskar Frank Guðmundsson, Aníta Eva Viðarsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Hrafnhildur Svavarsdóttir, Aron Geir Guðmundsson, Tinna Björk Guðmundsdóttir, ömmur og afar. Það er ótrúlegt og nánast óraunverulegt að skrifa minningar- grein um hana Hönnu, frænku mína, já hana fallegu Hönnu frænku. Hún var langyngst af þeim duglegu, skemmtilegu, hugmyndaríku og seigu Kálfakotssystrum. Ég segi langyngst því hún var vön að stríða þeim systrunum Mundu mömmu og Ellu frænku með því, þó að það væri stutt í árum á milli þeirra. Hanna frænka var bæði falleg og skemmtileg kona, svo skemmtileg að ég og Dísa systir heimsóttum hana mörg kvöld í viku á okkar yngri árum, sátum langt fram á nótt töluðum um allt milli himins og jarðar, skoðuðum tísku- og sniða- blöð. Hanna frænka var uppfull af hugmyndum og fróðleik, vissi alltaf hvað var það heitasta í tískunni. Ef Hanna væri að hefja sinn sauma- og Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir ✝ Fjóla JóhannaHalldórsdóttir (Hanna) fæddist í Reykjavík 29.6. 1940. Hún lést á heimili sínu í Keflavík 16.3. 2009 og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 25. mars. hönnunarferil í dag væri hún í fremstu röð. Þennan hæfileika hefur Emilía, dóttir hennar, erft frá henni því hún er snillingur þegar kemur að hönn- un fatnaðar, fylgi- hluta og saumavinnu. Hanna frænka var ótrúlega smekkleg og smart, hún þorði að vera áberandi í klæðnaði og klæðast fjölbreyttum og líf- legum litum. Frænka bar vel ýmiskonar höfuðföt sem aðrir þorðu ekki að láta sjá sig með og skartið sem hún valdi sér var stórt, áberandi og flottast á henni. Uppáhaldsliturinn hennar var fjólu- blár og sé ég hana fyrir mér í fal- legu fjólubláu dragtinni sinni með stutta strípaða hárið, alveg ótrúleg skvísa. Dragtin var svo áberandi flott að Dísa systir fékk hana lánaða með sér á ráðstefnu í Cannes í Frakklandi og sló í gegn, sýnir það vel hve mikil heimsdama Hanna var og alltaf í takt við tímann. Frá því að við systur vorum litlar og langt fram á fullorðinsár hannaði frænka og saumaði á okkur föt. Í minningunni koma krumplakkskáp- urnar, vínrauð fyrir mig og blá fyrir Dísu sterkt upp í hugann með stórum hettum fóðruðum með hvítu skinni, alveg ótrúlega flottar. Hanna frænka var mikill farfugl í sér og hennar mesta yndi var að ferðast. Hún var búin að vera dug- leg við það, bæði með Bonna sínum og síðan ein. Ég held að henni nöfnu minni og Bonna hafi þótt við systurnar góður félagsskapur því árið 1979 árið sem Díana prinsessa og Kalli giftu sig fórum við í sigl- ingu með þeim til Hull. Það var siglt með Sæborginni og að sjálf- sögðu varð þetta alveg frábær ferð. Í fyrsta lagi hafði skipstjórinn Bonni pantað gott veður og verið bænheyrður því við fengum sól og blíðu báðar leiðir. Ógleymanleg ferð með þessum skemmtilegu hjónum. Ég undirrituð er svo einstaklega heppin að vera skírð í höfuðið á Hönnu frænku og hafði þar af leið- andi ávallt sérstakan sess hjá henni. Það gladdi Hönnu frænku mikið þegar þriðja nafnan bættist í hópinn er Freyja, dóttir mín, eign- aðist dóttur sína Jóhönnu. Takk fyrir allar góðu stundirnar og megi góður Guð varðveita þig, elsku Hanna frænka, að eilífu. Guð þig blessi og beri að friðar laug- um. Þín bjarta stjarna prýði himinhvel. Brosið sem að lifnar innst í augum ævinlega flytur kærleiksþel. (Brynja Bjarnadóttir.) Þín nafna Jóhanna (Hanna) Njarðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.