Morgunblaðið - 26.03.2009, Side 32

Morgunblaðið - 26.03.2009, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 ✝ Unnur Jóhanns-dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 21. mars síðastliðinn. Hún var dóttir Jó- hanns Þorleifssonar sjómanns, f. 9. júlí 1888, d. 5. desember 1985 og eiginkonu hans Jóhönnu Tóm- asdóttur, f. 30 nóv- ember 1890, d. 12. desember 1980, bæði ættuð af Vestfjörðum. Systkini Unnar eru Svanfríður, f. 1916, d. 1993, Haukur, f. 1921, og Kristín, f. 1929. Unnur ólst upp í Reykjavík og stundaði nám í Verslunarskólanum. Unnur giftist 1943 Björgólfi Stef- ánssyni skókaupmanni í Reykjavík, f. 3. júní 1921, d. 8. október 2004. Foreldrar hans voru Ludvig Rudolf Kemp og Elísabet Stefánsdóttir, fósturforeldrar hans voru Oddný Stefánsdóttir föð- ursystir hans og eig- inmaður hennar Björgólfur Stef- ánsson skókaup- maður. Börn Unnar og Björgólfs eru: Oddný flugfreyja, f. 1943, Björgólfur, f. 1951, Jóhanna, f. 1953, d. 1995 og Jó- hann, f. 1962. Sonur Oddnýjar, Þórólfur Beck, ólst einnig upp á heimili Unnar og Björgólfs en hann er starfsmaður Varnarmálastofnunar, f. 1969, maki Vilborg Einarsdóttir, f. 23. október 1967, börn Ólöf Oddný Beck og Eiríkur Beck. Fjölskyldan bjó fyrst í Reykjavík þar sem Unnur vann ýmis störf, m.a. í skóverslun manns síns, en 1962 flytja þau til Keflavíkur þar sem þau bjuggu það sem eftir var. Útför Unnar fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 26. mars, kl. 14. Þá er æviskeið móðir minnar á enda eftir baráttu við óvæginn sjúk- dóm sem hún hafði átt við að glíma síðustu ár. Mamma var ákveðin manneskja og föst fyrir og þoldi enga óreglu en hún var einnig blíðlynd og stóð alltaf með okkur systkinunum í okkar erf- iðleikum og reyndist okkur alltaf góð móðir. Það skiptust á skin og skúrir í lífi fjölskyldu minnar en við reynd- um alltaf að standast mótlætið. Síð- ustu tvö ár ævi sinnar dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð og heimsótti ég hana á hverri helgi. Fyrir nokkrum vikum fór heilsu móður minnar að hraka mjög, hún var orðin heltekin af Alzheimer- sjúkdómnum. Okkur aðstandendun- um var gerð grein fyrir stöðunni, líf hennar væri að fjara út. Við tókum þá ákvörðun að vera hjá henni síð- ustu stundina. Ég vil þakka starfsfólki Víðihlíðar fyrir góða umönnun móður minnar. Lengri grein og ítarlegri er á vef- síðu Morgunblaðsins. Ég þakka fyrir þessi 47 ár sem ég fékk að hafa hana. Hvíl þú í friði mamma mín. Þinn sonur, Jóhann. Meira: mbl.is/minningar Þá er yndisleg kona fallin frá, kona sem ég þekkti sem ömmu mína og einnig sem móður. Ég var það heppinn að eiga tvær konur í mínu lífi sem ég gat kallað mömmu. Það eru ekki margir sem geta státað af því. Móðir mín er flugfreyja og var langtímum saman í burtu. Þá tók amma að sér móðurhlutverkið um hríð, þar til ástkær móðir mín kom heim. Amma mín var mjög hjarthlý kona sem ekkert aumt mátti sjá. Hún var stoð og stytta fjölskyldunn- ar. Það má segja að fjölskyldan hafði verið hennar líf og yndi. Það þurfti stundum að minna hana á að hugsa líka um sjálfa sig og benda henni á að hún ætti nú rétt á því að taka sér frí frá öllu saman eins og við hin. Ömmu þótti gaman að skella sér til útlanda. Þá kom mamma til skjal- anna og bauð henni í ófáar ferðirnar. Amma mín var mjög brosmild og lífsglöð kona, fólk tók eftir því þegar hún gekk inn í herbergi. Fas hennar var samt hlédrægt, en alltaf var stutt í fallega brosið hennar. Það var altalað í bænum, hversu ungleg hún var og falleg. Það var alltaf hægt að tala við ömmu um öll sín vandamál, hún tók ekki fram í fyrir manni, en hlustaði með athygli og sagði sýna skoðun á málum. Hún var mjög lífs- reynd kona sem hafði gengið í gegn- um marga erfiða hluti. Eitt gildi kenndi hún mér sem ég hef alltaf haft sem lífsmottó: „Vertu góður við aðra, þá verða aðrir góðir við þig og þá mun heimurinn brosa við þér.“ Þetta er gildi hef ég reynt að kenna börnunum mínum. Ömmu þótti ákaflega gaman þeg- ar ég kom með krakkana mína í heimsókn í Háholtið. Eitt sinn sem oftar voru þau að leika sér inn í stof- unni. Alltaf urðu þau háværari og háværari. Ekki þótti mér það nú við- eigandi, svo að ég sussaði á þau. Þá greip amma inn í og sagði: „Hvað er þetta maður, vertu ekki nú að sussa á börnin, þetta eru nú bara börn að leika sér. Aldrei sussaði ég á þig, Þórólfur minn og það rættist nú bara ágætlega úr þér.“ Þetta var rétt hjá henni. Ég man ekki eftir því að hún hafði nokkru sinni byrst sig við mig. Eftir að amma veiktist, reyndist mér alltaf erfiðara og erfiðara að fara að heimsækja hana. Að sjá manneskju sem maður elskar fjar- lægjast mann þrátt fyrir að hún sæti við hlið mér, var mjög erfitt, en alltaf tók hún á móti mér með fallega bros- inu sínu. Eftir smá kynningu, samtal og hálft kíló af súkkulaðirúsínum rifj- aðist upp fyrir henni hver ég var. Við rifjuðum upp gamlar stundir þegar við vorum að baka saman í Háholt- inu og hvernig við eyddum yndisleg- um stundum saman. Í lok heimsókn- irnar kvöddumst við og ég sagði „I love you“. Hún brosti og kyssti mig og sagði „I love you too“. Þá gat ég kvatt hana með vissu um að amma væri þarna einhvers staðar. Horfin er frá okkur öllum yndis- leg kona, sem ég mun sárt sakna, kona sem kenndi mér svo margt og gaf mér svo margt. Það eina sem getur huggað mig, er að vita það, að henni líður betur núna og hún mun vera nú í faðmi ásvina sinna hjá Guði. Bros þitt og kærleikur mun aldrei hverfa mér úr minni og nú brosir þú niður til okkar, við brosum til baka og við segjum. „We Love You“. Þórólfur, Vilborg, Ólöf og Eiríkur. Meira: mbl.is/minningar Unnur Jóhannsdóttir ✝ Björn Þór Björns-son fæddist í Reykjavík 31. mars 1965. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu á Egilsstöðum 17. mars sl. Foreldrar hans eru Björn Jón- atan Emilsson, f. 28. maí 1934, og Þórunn Jónsdóttir, f. 13. októ- ber 1934, d. 2. maí 1990. Systkini Björns Þórs eru Eilífur, f. 13. desember 1957, Birgir Örn, f. 7. mars 1959, Katrín, f. 21. apríl 1961, Einar, f. 1. desember 1966, og hálfsystir sam- feðra, Andrea Dögg, f. 27. júní 1956. Systkinabörn hans eru 10. Sambýliskona Björns Þórs til 14 ára er Jóhanna Hafliðadóttir, f. 16. febrúar 1951. Björn Þór átti heima í Kópavogi til níu ára aldurs, en þá flutti hann með móður sinni upp í Árbæ og síðar á Hraunteig, þar sem hann eignaðist góða vini sem fylgja honum enn í dag. Á sumrin voru þau systkinin með búskap í mörg ár á Fífustöðum í Arn- arfirði. Björn Þór hóf nám í rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík en fékk sumarvinnu hjá Sjón- varpinu sem varði í 11 ár. Eftir það lærði hann kerfisfræði í Rafiðnaðarskólanum og vann í eitt ár hjá Félagsþjónustunni við tölvuþjónustu. Björn Þór og Jóhanna fóru í árs ævintýraleiðangur árið 2001 sem hófst með skólagöngu og vinnu í Danmörku og síðan sum- arlangt flakk um Evrópu í gömlum sendibíl. Þegar heim var komið vann hann við smíðar með vini sínum og fór loks í Iðnskólann í Hafnarfirði og lauk sveinsprófi í rafvirkjun. Hann hóf störf hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyð- arfirði hinn 1. apríl 2007 og vann þar til dauðadags. Björn Þór verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 26. mars, klukkan 13. Elsku bróðir minn, það er erfitt að missa einhvern sér svo nákominn og svo óvænt. Þú varst í blóma lífsins og með svo mörg framtíðaráform. Það var alltaf gaman að fylgjast með því sem þú varst að gera allt frá því að þú varst lítið barn að byggja úr Lego, allt sem þú gerðir var vel gert og þú varst alveg ótrúlega útsjónarsamur við að leysa verkefni ef þú fékkst tíma og næði. Þó við hittumst ekki jafn oft eft- ir að ég flutti út var alltaf gott að hringja í þig og tala um allt og ekkert og eitt af mestu tilhlökkunarefnunum þegar ég kom til Íslands á sumrin var að hitta þig. Við Olla Dís, Ari og Björn Hinrik áttum margar ógleymanlegar stundir með þér og Jóhönnu, hér og úti. Börn löðuðust að þér vegna þess hvað þú varst rólegur, ekki alltaf að flýta þér og aldrei neitt stress. Þegar ég sagði Ara litla að þú værir dáinn sagði hann: „Æ nei, mér finnst það svo sorglegt, ég sakna hans svo mikið, mig langar svo að hitta hann.“ Nokkrum dögum seinna sagði hann svo: „Ég hitti Bjössa bara næst þegar hann verður aftur til, þegar hann er búinn að vera engill og kemur aftur.“ Þó við söknum þín öll mikið veit ég að sökn- uðurinn er mestur hjá Jóhönnu, þið voruð sem eitt, alltaf að ferðast og gerðuð allt saman. Hvíldu í friði. Birgir, Ólöf Dís, Ari og Björn Hinrik. Í dag kveð ég minn kæra bróður, Björn Þór. Frá bernsku bar strax á því hve klár og útsjónarsamur hann var og fylgdi það honum alla tíð á þessari alltof stuttu ævi. Er mér mjög minnisstætt þegar við fjölskyldan vor- um í heimsókn hjá systur mömmu á Kársnesbraut, þá færðum við okkur yfir til ömmu sem bjó í næsta húsi, en Björn Þór var eftir til að leika við frænda sinn og jafnaldra og ætlaði að koma síðar. Þegar tók að dimma, var ég send yfir til að sækja Björn Þór en þá var hann farinn fyrir rúmum klukkutíma. Þá hafði hann misskilið okkur og hélt að við hefðum farið heim, sem var alla leið niður á Þing- holtsbraut. Ég var þá 7 ára og fannst þessi leið ansi löng í umferðinni að degi til. Keyrt var hægt og rýnt út í myrkrið, en það var ekki fyrr en við vorum komin langleiðina heim sem við sáum glitta í hvítan koll milli dökku steinanna við Þingholtsbraut. Björn Þór var hinn sallarólegasti aðeins 3 ára gamall og rétt ókominn heim. Auðsjáanlegt var að hann hafði þrætt fjöruna til að rata, því lóðin okkar lá við sjóinn. Seinna þegar við bjuggum í Árbæ og Björn Þór var 9 ára þá breytti hann hjólinu sínu á svo áhuga- verðan hátt að það var tekið ótraust- um höndum. Hóf hann þá að smíða kassabíl sem bar merki um mikla vandvirkni og ótrúlega listasmíð, ein- hver freistaðist til að taka hann líka og þá smíðaði hann bara annan flottari. Á Fífustöðum í Arnarfirði þar sem við systkinin dvöldum í nokkur sumur við búskap, þá var Björn Þór 10 ára og gerði við öll tækin sem biluðu í sveit- inni. Þegar myndbandstækin og tölv- urnar komu til sögunnar þá komu ná- grannanir með tækin í viðgerð til Björn Þórs. Mér er minnisstætt á unglingsárum Björn Þórs á Hraun- teig, þegar hann sá að strompurinn lá bakvið vegginn hans, þá tók hann sig til og braut gat á vegginn, safnaði svo múrsteinum úr ýmsum áttum og hlóð hinn fínasta arin sem var vegna að- tíndra múrsteina indverskur öðrum megin og einhverslenskur hinum megin. Sautján ára gamall pakkaði Björn Þór niður föggum sínum hjá mömmu og sagði mér, stóru systur, sem þá var flogin úr hreiðrinu, að hann ætlaði að gera slíkt hið sama og fara að leigja með vini sínum Gvendi. Seinna keyptu þeir sér svo íbúð og bjuggu saman þar til Björn Þór kynntist Jóhönnu sinni. Björn Þór og Jóhanna voru sam- rýnd, ferðuðust mikið um landið í fyrstu á bíl og tóku oftast reiðhjólin með. Þau keyptu sér svo gamlan sendiferðabíl í Danmörku sem Björn Þór innréttaði frá grunni. Á heimili Björn Þórs og Jóhönnu voru nytsamlegir hlutir, hvorki flatskjár né túbusjónvarp. Það var ekkert sjónvarp. Björn Þór vann í álverinu á Reyð- arfirði og stóð til að byggja og setjast að fyrir austan. Ég og fjölskylda mín syrgjum Björn Þór mikið. En vitandi af því að missir Jóhönnu er enn meiri, þar sem hennar lífsförunautur og besti vinur er skyndilega tekinn frá henni langt fyrir aldur fram, vottum við henni okkar dýpstu samúð og óskum þess að allt sem getur styrkt hana í þesari miklu sorg umljúki hana og fari um hana góðum höndum. Kæri bróðir, bestu þakkir fyrir allt. Þín systir Katrín. Björn kom nýr í hverfið uppúr fermingu. Fljótlega kom í ljós að hann bjó yfir hæfileikum sem drengjum þykja eftirsóknarverðir. Hann gat bæði gert við vélar og sprengt púður. Hvorutveggja með mjög svo eftirtekt- arverðum árangri. Slíkt gerði vinskap við hann nánast að skyldu – eini gall- inn var að Björn var lengi að taka okk- ur. Helst var hægt að vekja áhuga hans með umræðum um sundurrifnar vélar og útlistun á því hvaða blöndur af púðri gæfu hæstan hvell. Það taldist honum líka til tekna að hann var sá eini af okkur sem var með í það minnsta eina bílvél í „viðgerð“ á gólf- inu í herberginu sínu. Stundum var auðveldara að skipta um vél í bíl heldur en að gera við það sem var í ólagi, en ef þurfti var hann ótrúlega útsjónarsamur með redding- ar. En aldrei var anað að neinu, málin skyldu úthugsuð og öll skref plönuð fyrirfram. Aldrei kom það til að Björn færi í nokkurn meting við nokkurn mann um eitt eða neitt, honum leiddust átök og árekstrar og hlustaði rólegur á hvaða speki sem var og fór svo og gerði sitt. Í huga Björns var allt hægt, það þurfti bara að gefa hlutunum tíma og hugsa þá til enda. Björn var mixari sem kunni ekki að fúska. Þegar hann og Jóhanna bjuggu sig undir að ferðast um Evrópu var eðlilega málið að smíða eitt stykki ferðabíl, úr göml- um Benz sendiferðabíl. Eins og allt sem hann gerði var hvert smáatriði þaulhugsað, svefnaðstaða, borð, mið- stöð og vaskur; aðgengi í framsæti, lýsing og hljóð var eins og úr verk- smiðjuhönnuðum eðalvagni. Ekkert fúsk eða fum á ferðinni. Sama vandaða nálgun einkenndi allt sem Björn tók sér fyrir hendur, t.a.m. átti Björn af- skaplega góða tölvu en það truflaði hann aðeins að það heyrðist meira í viftunum en góðu hófi gegndi. Að sjálfsögðu var málið leyst með vatns- kælingu þar sem vatnskassi úr Re- nault úti í glugga spilaði stórt hlutverk – allt sett saman á snyrtilegan og óað- finnanlegan hátt. Þegar Björn flutti sig austur á land var gamall draumur að rætast – fara að byggja gott hús á góðri lóð. Flestir sem byggja gera það með að borga öðrum fyrir vinnu, en ekki Björn. Í staðinn fyrir að tala við arkitekt þá varð hann sér úti um þau forrit sem arkitektar og teiknarar nota, lærði á þau sjálfur og teiknaði ekki bara eitt hús, heldur tvö. Svo vel gerði hann það að lítið annað en uppáskrift fagaðila vantaði til að klára verkið. Þegar kallið kom var Björn nýbúinn að útvega sér stóra vélsleðakerru til aðfangaflutn- inga, því fyrir lá að fara að slá upp og steypa, smíða og negla. Kerran var standsett og græjuð í síðustu heim- sókninni til borgarinnar. Þannig mun- um við vinirnir best eftir Birni, að undirbúa eitthvað, redda málunum og skipuleggja næstu skref. Friðrik, Guðmundur og Gunnar. Björn Þór var mikill völundur og bóngóður að auki. Til hans var því gott að leita, þegar eitthvað vantaði upp á tækniþekkingu og verklag. Aldrei brást að hann var reiðubúinn að hlaupa undir bagga. Björn Þór var ekki hávaðamaður en að baki hógværð og látleysi bjó drengur góður, sem vildi öllum vel og lifði samkvæmt þeim siðaboðskap að þú skalt reynast öðr- um eins og þú vilt að þeir reynist þér. Öllu betra leiðarhnoð í lífinu er tor- fundið. Bjössi og kona hans Jóhanna Haf- liðadóttir voru bæði nánir og góðir samverkamenn mínir hjá RÚV í fjölda ára. Þegar þeim kafla í lífi okkar lauk lágu leiðir enn saman á öðrum lands- hluta. Björn Þór gerðist starfsmaður hjá álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði og þau hjónin keyptu sér landskika í grennd við Egilsstaði og ákváðu að byggja sér framtíðarheimili þar. Jó- hanna lýkur meistaranámi í upplýs- ingafræðum í vor og hlakkaði til að koma austur og hefjast handa við upp- byggingu nýs heimilis í þessum fagra landshluta. Bjössi og Jóhanna voru bæði nátt- úruunnendur og höfðu yndi af útivist og ferðalögum. Þau voru hvort öðru einstaklega góð og ljúf og alltaf var gott að eiga með þeim stund. Síðasta samverustund okkar var fyrir örfáum vikum þegar þau heimsóttu okkur hjónin á Reyðarfjörð. Bjössi var stolt- ur og glaður þegar hann settist við tölvuna og sýndi okkur teikningar af nýja húsinu, sem hann hafði sjálfur teiknað. Þar var hugsun að baki hverj- um fermetra og hugað að því að ásýndin félli vel inn í landið og um- hverfið. Þegar Bjössi og Jóhann óku úr hlaði og veifuðu okkur með bros á vör bauð engu okkar í grun að þetta yrði síðasta sinn sem við hittumst öll fjög- ur. En skömmu síðar barst okkur harmafregnin – að Björn Þór væri all- ur og draumurinn um sambúð í nýja húsinu yrði ekki að veruleika. Það er sárara en orð fá lýst. Hugur okkar Helgu og samúð öll er hjá Jóhönnu. Minningin um góðan dreng lifir. Helgi H. Jónsson. Fallinn er nú frá góður vinur og vinnufélagi. Okkur var öllum brugðið þegar til- kynnt var á vaktinni að Bjössi væri dá- inn. Það er stórt skarð sem komið er á Björn Þór Björnsson                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.