Morgunblaðið - 26.03.2009, Qupperneq 42
42 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
Þáttur Karls Berndsen, Nýtt út-
lit, rúllar nú af kappi á Skjá einum.
Þátturinn virkar vel og þræðir
glæsilega einstigi fölskvalauss
smekkleysis og metnaðarfullrar
upplýsingagjafar og skemmtileg-
heita. Ekki ósvipað og hinir dáðu
þættir Innlit/Útlit.
Í síðasta þætti fylgdumst við með
fríðleiksstúlku sem var troðið ofan í
þrjá mismunandi sokka og hólka til
að „draga betur fram vöxtinn“ og
drjúgur hluti fór í uppfræðslu á
lýtaaðgerðum og svokölluðum
konsílerum, eða hyljurum á góðri
íslensku. Flottast er þó að ekki er
gerð minnsta tilraun til að fela aug-
lýsingarnar, eins og þegar þátta-
stjórnandi fékk sér mat frá Nings
sem „klikkar ekki“. Tóm snilld.
Korsilett og konsílerar
Fólk
Eftir Gunnhildi Steinarsdóttur
nema í mastersnámi í blaða- og fréttamennsku
TÓNLISTARMAÐURINN Pálmi Sigurhjartarson
heldur tónleika á Café Rósenberg í kvöld. Pálmi
segir tónleikana vera undanfara disks sem hann
mun gefa út seinna á árinu. „Það hefur staðið til
hjá mér í nokkurn tíma að hljóðrita mitt eigið
efni. Tónleikarnir eru fyrsta skrefið í þá átt en ég
valdi þá leið að semja efni og byrja á því að spila
það áður en ég færi í upptökur. Maður þarf að
leyfa tónlistinni aðeins að þróast og átta sig í leið-
inni á því hvað virkar fyrir mann sjálfan og aðra.“
Forsaga tónleikanna er sú að Pálmi bókaði tón-
leikana í byrjun árs en hafði ósköp lítið í hönd-
unum. „Þegar ég hafði bókað dagsetninguna var
komin pressa og ég tók mig til og samdi lög og
texta. Það vantar oft pressuna þegar maður gerir
svona hluti sjálfur en nú varð ekki aftur snúið og
ég þurfti að byrja að undirbúa mig,“ segir Pálmi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 en auk
Pálma verða átta hljóðfæraleikarar á sviðinu.
Hann hefur einnig fengið gestasöngvara til liðs
við sig sem eru Andrea Gylfadóttir, Kristjana
Stefánsdóttir, Björgvin Ploder, Jóhann Sigurðs-
son og Drengjakór Hafnarfjarðar. Flutt verða
fimmtán lög eftir Pálma bæði ný og eldri lög en
einnig tónlist sem hann hefur samið fyrir leikhús
og leiksýningar sem ekki hefur mikið heyrst áð-
ur.
Leyfir tónlistinni aðeins að þróast
Píanistinn Pálmi Sigurhjartarson.
Spútnikútgáfan norðlenska Kimi
Records hefur mánaðarlega tón-
leikaröð á Sódómu Reykjavík í
kvöld, svokallað Kimi-kvöld. Á
þessu fyrsta kvöldi koma fram
Borko, Carpet Show og Sin Fang
Bous en þetta er í fyrsta sinn sem
það mærða verkefni Sindra Más
„Seabear“ treður upp á tónleikum.
Skífuþeytingar verða þá í höndum
meðlima Hjaltalíns. Á næsta kvöldi
sem haldið verður fimmtudaginn 9.
apríl koma Kimono, Sudden Weath-
er Change og The Bent Moustache
frá Hollandi fram og Retro Stefson
sér um plötusnúðamennsku. Það
kraumar duglega í Kima að vanda.
Sin Fang Bous
á svið í fyrsta sinn
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins fer fram nú um helgina eins og
kunnugt er. Einn frambjóðenda þar
er myndlistarmaðurinn Snorri Ás-
mundsson og hefur hann hlaðið
inn kostulegu myndbandi á you-
tube.com þar sem hann tilkynnir
framboð sitt og lýsir helstu stefnu-
málum í Valhöll (sláið inn „Snorri í
Valhöll“). Myndskeiðið er súrreal-
ískt, þar sem Snorri fer um víðan
völl, tilkynnir m.a. að hann muni
líklega ekki sitja lengi sem formað-
ur enda séu stjórnmál dauðleið-
inleg eða „dead boring“ eins og
hann orðar það. Mótframbjóðendur
Snorra, Kristján Þór Júlíusson og
Bjarni Benediktsson, sitja í óvenju-
mikilli spekt við hlið ræðupúltsins
en reglulega má greina brosviprur
þegar Snorri gefur hvað mest í.
Þeir klappa meira að segja kurt-
eislega þegar ræðuhaldinu lýkur,
þótt það standi ekki yfir í nema
nokkrar míkrósekúndur. „GO
SNOOOORRII!!“ eins og segir í
einni athugasemdinni á síðunni.
„Yrði ekki
formaður lengi“
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
MARGT stendur nú til hjá reggí-
sveitinni ástsælu Hjálmum en sveitin
hefur dvalið langdvölum í Hljóðrita í
Hafnarfirði undanfarna mánuði við
upptökur á fjórðu breiðskífu sinni.
Á laugardaginn mun hljómsveitin
troða upp á Græna hattinum á Ak-
ureyri, þar sem hún mun frumflytja
megnið af plötunni væntanlegu. Ekki
nóg með það, heldur verður þar nokk-
urs konar vígsla á „drottningunni“,
forláta orgeli Karls heitins Sighvats-
sonar, en rekstraraðili staðarins,
Haukur Tryggvason, festi kaup á
gripnum fyrir stuttu. Í maíbyrjun fer
hljómsveitin svo í tíu daga ferð til Ja-
maíka þar sem lokafrágangur plöt-
unnar fer fram.
Í hljóðveri Bobs Marley
„Við leggjum í hann 2. maí,“ segir
Helgi Svavar Helgason trymbill, en
ásamt honum fara út þeir Hjálmar;
Guðmundur „Kiddi Hjálmur“ Jóns-
son, Sigurður Guðmundsson, Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson og Þor-
steinn Einarsson.
„Tildrögin eru þau að austurrísk
vinkona okkar, sem er svona „mega-
fan“ ólst að hluta til upp á Jamaíka og
á þar hús. Hún bauðst til að lána okk-
ur það og við stukkum óðar á það
góða tilboð.“
Helgi segir að stúlkan hafi ekki lát-
ið þar við sitja og er auk þess búin að
koma sveitinni í samband við Steve
„Cat“ Coore, meðlim í Third World,
sem er ein langlífasta og vinsælasta
reggísveit eyjanna. Coore mun vinna
með Hjálmum úti.
„Cat er beintengdur við allt sem
viðkemur tónlistarmenningunni
þarna,“ segir Helgi. „Hann er nú þeg-
ar búinn að kalla til einvalalið hljóð-
færaleikara af margvíslegu tagi, blás-
ara, ásláttarleikara o.fl. Við tökum
upp í hinu stórfræga Harry J Studio
þar sem Bob Marley tók upp megnið
af plötunum sínum. Rolling Stones,
The Who og Grace Jones hafa líka
nýtt sér það. Ekki amalegt, ha!“
Harry J sjálfur ætlar meira að
segja að snúa tökkum og renna sleð-
um.
Horace Andy syngur dúett
Hljóðverið er í höfuðborginni
Kingston, en þar verða þeir félagar í
þrjá daga. Eftir það verður haldið út
fyrir borgarmörkin, til Port Antonio,
og sest að í öðru hljóðveri. Þar ætla
Helgi og félagar að taka sér viku í að
hljóðblanda plötuna, í Geejam Stud-
ios, sem er ekki síður frægt en það
fyrrnefnda, en þar hefur Björk m.a.
unnið.
„Æskuvinur stúlkunnar á víst
þetta hljóðver. Þar munum við einnig
taka upp eitt gamalt Hjálmalag á
ensku og mun Steini syngja dúett á
móti einhverjum reggírisanum og
það stefnir allt í að það verði sjálfur
Horace Andy.“
Andy er ein af goðsögnum reggís-
ins en er þó líklega frægastur fyrir
samstarf sitt við hljómsveitina Mass-
ive Attack. Helgi segir að stefnt sé að
því að gefa þá afurð út um veröld
víða, í gegnum iTunes o.fl. Ferðin
verður þá fullnýtt, en með í för verða
ljósmyndari og myndatökumaður og
verður öll iðja Hjálma þarna úti
mynduð í bak og fyrir með myndbönd
og heimildarmynd í huga.
Nýir Hjálmar
Helgi segir plötuna að mestu klára,
tvö, þrjú lög verði tekin upp úti, en
þetta er fyrsta plata þessara „nýju“
Hjálma. „Við erum klárir með ellefu
grunna. Það er búið að vera algert
ævintýri að taka upp hérna heima,
þetta er eitthvað svo auðvelt og eðli-
legt. Við erum búnir að dunda okkur
við það að hnoða þessu saman og
þetta verður algjör og mikil reggí-
plata. Við skildum eftir lausa enda
sem verða svo hnýttir saman úti á
Jamaíka. Hvernig það verður gert er
hins vegar óráðið. Það kemur bara í
ljós úti.“
Hjálmar á „heimaslóðir“
Reggísveitin Hjálmar tekur upp nýja plötu á Jamaíka Frumflytja væntan-
lega plötu á Græna hattinum á laugardaginn Gefa nýtt lag á mbl.is í dag
Ljósmynd/Guðmundur Vigfússon
Fjarskynjun Upptökur í Hljóðrita hafa gengið fumlaust fyrir sig. „Það er búið að vera algert ævintýri að taka upp hérna heima,“ segir Helgi.
Hægt er að sækja lagið „Heyrist
hverjum“ án endurgjalds á mbl.is
undir „NÝTT Á mbl.is“ eða þá und-
ir slóðinni mbl.is/hjalmar.
Hammondorgel Karls heitins Sig-
hvatssonar er kallað „Drottningin“
og er eins og nærri má geta sveip-
að goðsögulegum ljóma. Drottn-
ingin var m.a. notuð er meist-
arastykki Trúbrots, Lifun, var tekið
upp. Guðmundur Kristinn Jónsson,
Kiddi Hjálmur, segir frá því að fé-
lagi hans, Sigurður, hafi m.a. leikið
á það í gullfallegu lagi Rúnars Júl-
íussonar, „Það þarf fólk eins og
þig“. Haukur Tryggvason, vert á
Græna hattinum, segir orgelið
hafa verið í vörslu Minningarsjóðs
Karls Sighvatssonar áður en það
var keypt norður.
„Þetta er forláta gripur og mikil
prýði fyrir staðinn,“ segir Haukur.
„Ég hef verið að græja hann upp
smátt og smátt og þetta er punkt-
urinn yfir i-ið. Þetta er ’58-módel,
Hammond C3 og orgelið er í topp-
standi. Meistari Þórir Baldursson
er búinn að taka það tvisvar í
gegn.“
Drottningin komin norður
Morgunblaðið/RAX
Í sveiflu Karl Sighvatsson.