Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Marley and Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Killshot kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára He´s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Fanboys kl. 6 - 8 -10 LEYFÐ 750k r. Tvær vikur toppnum í U.S.A.! 750k r. 750k r. Í GÆR VAR HÚN VITNI Í DAG ER HÚN SKOTMARK Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Arn - Tempelriddaren kl. 10:20 B.i.14 ára The Reader kl. 5:40 - 8 B.i.14 ára Choke kl. 6 - 8 -10 ATH. EKKERT HLÉ B.i.14 ára The boy in the striped... kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Mall cop kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ PÁSKAMYNDIN Í ÁR! Frá þeim sem færðu okkur Shrek og Kung Fu Panda kemur ÓTRÚLEGA SKEMMTILEG teiknimynd fyrir alla fjölskylduna! Vinsælasta My ndin í USA í dag! Sýnd í völdum kvikmyndhúsum í 3D Ógleymanleg saga um strákinn í röndóttu náttfötunum SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Fast and Furious kl. 5:50 - 8 - 10 B.i.12 ára Mall Cop kl. 8 - 10 LEYFÐ Marley & Me kl. 5:50 LEYFÐ Sýnd með íslensku tali SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI FYRSTA DREAMWORKS ANIMATION TEIKNIMYNDIN SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA FYRIRÞRÍVÍDD(3D). 750k r. Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú bo - S.V., MBL - Ó.H.T.,RÁS 2 - E.E., DV SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Í SKUGGA HEILAGS STRÍÐS GETUR ÁSTIN VERIÐ FORBOÐIN! USATODAY ROGER EBERT - E.E., DV HE IMS FRU MS ÝN ING Frábær gamanmynd um fimm vini sem brjótast inn í Skywalker Ranch til að stela fyrsta eintaki af Star Wars Episode I. * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ Músíktilraunir voru venjufremur fjölbreyttar ogskemmtilegar þetta ár-ið, allir að spila allt og sást vel á úrslitakvöldinu, allt frá raf- eindalegu breakbíti í myljandi dauðarokk og allt þar á milli. Artika var fyrst á svið þetta kvöld og kom verulega á óvart, þá aðallega fyrir sönginn sem var hreint út sagt frábær, sérstaklega í fyrsta laginu. Sveitin hafði greinilega nýtt tímann vel, þétt og í fínu formi. Til viðbótar við framúrskarandi söng var bassa- leikurinn líka traustur. Captain Fufanu hljómaði aftur á móti ekki eins vel í úrslitum og í und- anúrslitunum, hljómurinn virkaði ekki vel í gímaldi Listasafnsins og fyrir vikið var allt heldur dauflegt fyrir minn smekk. Efnilegir þó. Sér- staklega voru skemmtilegir sprettir í síðasta laginu og „franskur“ milli- kafli undir lokin var skemmtilegur. The Vintage hækkuðu í græj- unum og náðu þannig að fylla salinn af hávaða með ótrúlega efnilegum gítarleikara og söngvara; leggið nafn hans á minnið: Óskar Logi Ágústs- son. Stemningin datt heldur niður í öðru laginu en svo slógu þeir í klár- inn í síðasta laginu. Ljósvaki er ekki hræddur við að vera hann sjálfur og kemst langt á einlægninni, hann virkaði þó óstyrk- ur til að byrja með en um leið og hann slappaði af, gekk allt eins og í sögu. Það er heilmikið undir í text- unum hans, sem einhverjum finnst líklegast tilfinningaklám, en það var meira um drama seinna um kvöldið. Lokalag Ljósvaka var full einfalt, en gott þó. Flawless Error byrjaði með látum en komst þó aldrei í gang. Söngurinn var helsti mínusinn og ekki nóg að vera þéttir. Skásta lagið var þeirra síðasta, en það var þó allt of langt. Það er erfitt að staðsetja Blanco og maður fékk það á tilfinninguna að þeir vissu ekki sjálfir hvað þeir vildu vera, jafnvel að þeir væru að reyna eitthvað sem þeir réðu ekki við. Þeir tóku þó við sér í síðasta laginu, enda toppar ekkert ýlfrandi einhyrning. Eftir kærkomið hlé birtist Bróðir Svartúlfs gríðarlega öruggur og greinilegt að liðsmenn hafa lagt nótt við dag. Það sem þeir eru að gera er í raun frekar einfalt; léttpoppað fönk með fínu rímnaflæði en tilfinn- ingahiti flutningsins var þvílíkur að menn setti hljóða. Discord átti frábæran leik í undan- úrslitum og komust því áfram þetta kvöld, eitt skemmtilegasta metal- band tilraunanna 2009. Síðasta lagið var gott dæmi um það sem þeir gera best: samfelld keyrsla frá fyrsta tóni með mjög flottum gítarsprettum. Spelgur byrjaði á fínu lagi um til- gangsleika alls, en þó sérstaklega skólagöngu. Þeirra annað lag var mun veigameira og flutt af einlægni. Það þriðja, dægileg stemma, fjallaði um hunda og mannát og tilgangs- leysi alls. Skemmtilegt tvíeyki. Tilfinningaflæðið hélt áfram með Melkorku en nú var sungið um hinstu rök tilverunnar. Músíkin er proggað rokk og myndi hljóma frá- bærlega með betri píanóleik. Að því Tilfinninga- legar tilraunir Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Músíktilraunir Úrslitakvöld Músíktilrauna 2009. Laugardaginn 4. apríl. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Artika kom verulega á óvart. Sigur Félagarnir í Bróðir Svartúlfs voru gríðarlega öruggir og náðu í fyrsta sætið. Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir Discord skemmtilegasta metalbandið. Flawless Error komst ekki í gang. Melkorka söng um hinstu rök tilverunnar. We Went to Space Sungið úr fjarlægð. Ljósvaki komst í 2. sæti á einlægninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.