Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 ✝ Sveinn SnjólfurÞórðarson fædd- ist í Steinholti í Stöðvarfirði 15. jan- úar 1918. Hann lést á hjúkrunardeild fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað 28. mars sl. Foreldrar hans voru Þórður Kristinn Sveinsson og Sigríður Þórdís Eiríksdóttir. Hann var elstur níu systk- ina, hin eru Rós- björg, f. 1919, d. 1948, gift Flosa Bjarnasyni, Eirík- ur, f. 1922, d. 1977, Ellert Ágúst, f. 1923, d. 1991, Róslaug, f. 1926, d. 2003, gift Vilhjálmi Sigurðssyni, Magnea Oddný, f. 1927, gift Ing- ólfi Magnússyni, Sölver, f. 1930, kvæntur Anne Thordarson, Hauk- ur, f. 1934, kvæntur Signýju Sig- urlaugu Tryggvadóttur, og Helga, f. 1936, gift Ástvaldi Jónssyni. Kona Sveins er Ólöf Ólafsdóttir, f. 6. október 1916. Börn þeirra eru fimm: 1) Björgvin Ólafur, f. 1949, 1962, kvæntur Brynhildi Sigurð- ardóttur, börn þeirra: Borghild- ur, f. 1984, Hafþór, f. 1986, Haf- rún, f. 1991, og Sigrún Harpa, f. 1998. Stjúpdóttir Sveins er Sjöfn Hólm Magnúsdóttir, f. 1937, gift Ásgeiri Björgvinssyni, þau skildu, börn þeirra: Dagmar, f. 1954, Margrét, f. 1955, Ásgeir, f. 1957, Ólöf, f. 1959, Björgvin 1961, Aðalheiður, f. 1962, og Ásta Björg, f. 1965. Sambýlis- maður Sjafnar er Magnús Herj- ólfsson. Sveinn fæddist í Steinholti í Stöðvarfirði og flutti þaðan tveggja ára gamall á Gripalda við Reyðarfjörð, síðan að Krossi í Mjóafirði og seinna að Skógum, þar sem hann ólst upp, og fékk viðurnefnið Sveinn í Skógum. Hann byrjaði mjög ungur að vinna með pabba sínum og 16 ára gamall eignaðist hann sinn fyrsta bát og stundaði sjó- mennsku alla tíð. Árið 1944 hóf Sveinn búskap með konu sinni í Skógum og bjuggu þau þar í þrjú ár. Svo fluttu þau á Djúpavog og bjuggu þar til ársins 1969, fluttu þá á Eyri við Reyðarfjörð og bjuggu þar í fimm ár. Fluttu síð- an í Neskaupstað 1974. Útför Sveins verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag, 6. apríl, kl. 14. kvæntur Rósu Bene- diktsdóttur, börn þeirra Róbert Þór, f. 1973, og tvíbura- bróðir hans Ómar Freyr, d. 2001, Ólaf- ur Ægir, f. 1974, Björgvin Hrannar, f. 1986. Stjúpdóttir Björgvins er Hjálm- fríður Björk, f. 1969. 2) Þórður, f. 1952, kvæntur Karenu Kjartansdóttur, börn þeirra: Sveinn Þórð- ur, f. 1980, Elísabet, f. 1983, Kristrún Líney, f. 1994, fyrir á Þórður soninn Bjarka, f. 1973. 3) Heiðar, f. 1954, kona hans Þorbjörg Sigurðardóttir, þau eru skilin, börn þeirra: Hall- dóra, f. 1980. Guðný, f. 1983, og Bjartur, f. 1996. 4) Sigurrós Auð- ur, f. 1955, gift Þorgils Arasyni, börn þeirra: Þorbjörg Helga, f. 1983, Þórhildur Vala, f. 1987, Þórey Ólöf, f. 1988, fyrir á Auður soninn Björn Björgvin Hall- dórsson, f. 1975. 5) Sigurður, f. Nú er komið að kveðjustund og gott verður að ylja sér við fjársjóð minninga. Pabbi var heljarmaður í einu og öllu, viljastyrkurinn óþrjót- andi og uppgjöf kom honum aldrei til hugar. Hann gat verið hrjúfur en um leið mikil tilfinningavera og mátti ekkert aumt sjá. Hann hafði gaman af félagsskap annarra og unun var að hlusta á sög- urnar hans, kímnigáfan og stríðnin voru aldrei langt undan. Pabbi var sannur vinur og þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Fjölskyldan var honum alltaf ofarlega í huga og fylgdist hann vel með öllum, systk- inum sínum, börnum og afabörnum. Alltaf bar hann hag okkar fyrir brjósti og var mömmu alla tíð sem klettur. Ég kveð þig kæri faðir að leiðar- lokum, með þér dó hluti af mér. Þú varst maðurinn í mínu lífi og mín fyr- irmynd. Þú gafst mér besta vega- nesti sem nokkur getur óskað sér. Ég veit að þú munt ávallt fylgja mér. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafn- an vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Auður. Lagt var upp frá Norðfjarðar- höfn, einn fallegan sumarmorgun, á Elínu, trillunni hans Sveins. Var stefnan tekin á Skóga í Mjóafirði, en þar fæddist Sveinn og ólst upp. Um borð voru Sveinn tengdapabbi, Ólöf tengdamamma, Auja, Obba, þá tveggja ára, og skrifarinn. Sveinn stýrði Elínu framhjá Norðfjarðar- gnípunni, þverhníptri, og inn speg- ilsléttan Mjóafjörð og upp í sand- fjöruna í landi Skóga. Bærinn var fallinn og fá merki mannvirkja að finna. Í sólríkri fjörunni var áð og hlust- að á sögur úr sveitinni. Sveinn sagði frá veiðum þeirra bræðra á opnum árabáti, á fiski og fugli; heyslætti með orfi og ljá og oft erfiðum vetr- um. Sögurnar urðu ljóslifandi í fjör- unni. Hann Sveinn hafði einstaka frá- sagnarhæfileika, og hann naut þess að segja sögur. Sveinn var hár, myndarlegur og nautsterkur. Með miklar krumlur, sem báru sterk merki hins vinnandi manns. Ávallt með kaskeiti á höfðinu. Þegar við kynntumst gerði hann út á trillu og safnaði jafnframt reka- við, sem hann sagaði og klauf í girð- ingarstaura og seldi bændunum í sveitinni. Já, hann var aldrei verk- efnalaus hann Sveinn. Sveinn var ljúflingur, barngóður og hjartahlýr. Ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Sveini. Þá votta ég Ólöfu og börnum þeirra innilega samúð mína. Þorgils Arason. Ástríkur, fyndinn og skemmtileg- ur eru orð sem koma upp í hugann þegar við minnust afa okkar. Hjá afa var alltaf stutt í gleðina, okkur er minnisstæð síðasta heimsókn okkar til hans. Afi var kátur enda yngsta afabarnið í heimsókn, hún Brynhildur Una. Alltaf þegar sú litla brosti, brosti afi líka, honum fannst fátt skemmtilegra en að gleðja aðra. Í þeirri heimsókn tók- um við líka í spil, eins og svo oft áður lagði afi allt kapp á að vinna. Í öllum æsingnum vildu reglurnar stundum skolast til en langt var síðan við höfðum séð afa jafnhressan. Hann vann spil eftir spil og sló hressilega í borðið eftir hvern sigur. Afi sagði okkur oft þá sögu að í eitt sinn hefði hann slegið svo harkalega að borðið hefði látið undan. Þannig var afi, hann átti alltaf skemmtilegar sögur uppi í erminni enda var hann mjög gamansamur og lá ekki á skoðunum sínum. Okkur er það minnisstætt þegar Obba kom í fyrsta skipti með kærastann, Gulla, í heimsókn og afi sagði: „Hvað, þetta er bara smá- strákur, ég var nú stærri en hann þegar ég var 12 ára.“ Hans verður sárt saknað en við erum þakklátar fyrir þær minningar sem hann skil- ur eftir. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísumVatnsenda-Rósu.) Þorbjörg Helga, Þórhildur Vala og Þórey Ólöf. Sveinn Snjólfur Þórðarson ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, SNORRA HALLDÓRSSONAR, Hvammi, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri, á lyflækningadeild og öldrunardeildinni á Kristnesi, ásamt hjúkrunarfræðingum heimahjúkrunar á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guðlaug Helgadóttir og börn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFUR FINNBJÖRNSSON, Bugðulæk 18, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 13.00. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Haukur Garðarsson, Laufey Guðmundsdóttir, Gylfi Georgsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Brynjólfur N. Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Einar Einarsson, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, HALLDÓR HERMANNSSON, Grasparsgrand 8, Klagerup, Svíþjóð, varð bráðkvaddur föstudaginn 3. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingveldur Höskuldsdóttir. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, INGÓLFUR GUÐBRANDSSON, lést á Landspítalanum föstudaginn 3. apríl. Þorgerður Ingólfsdóttir, Knut Ødegård Rut Ingólfsdóttir, Björn Bjarnason, Vilborg Ingólfsdóttir, Leifur Bárðarson, Unnur María Ingólfsdóttir, Thomas Stankiewicz, Inga Rós Ingólfsdóttir, Hörður Áskelsson, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Kristinn Sv. Helgason, Andri Már Ingólfsson, Valgerður Franklínsdóttir, Árni Heimir Ingólfsson. Bragi Benedikts- son var um margt óvenjulegur maður. Á vissan hátt eins og maður ímyndar sér landnámsmenn af betri gerðinni: vænn maður og vin- sæll, fríður sýnum, dökkur yfirlit- um, handabandið þétt og röddin sterk, rammur að afli og úthalds- góður, sístarfandi og alltaf kominn þegar taka þurfti til hendi. Var þá jafnan eins og heill vinnuflokkur væri mættur til leiks, en ekki einn maður. Kraftur og fumleysi ein- kenndi fas hans, verklag og við- mót. Hann var ekki bara vinnu- samur, hann var líka vinnuglaður. Presturinn Bragi Benediktsson setti sig ekki í hátíðlegar stell- ingar. Kom eins fram við alla, hafði raunverulegan áhuga á fólki, og var óspar á liðsinni þar sem þess gerðist þörf. Lífskúnstnerinn Bragi hafði sérstakar mætur á þeim sem fóru eigin leiðir í lífinu Bragi Benediktsson ✝ Séra Bragi Bene-diktsson fæddist á Hvanná í Jökuldal 11. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalanum 24. mars 2009 og var jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju 2. apríl. og kynlegir kvistir voru hans uppáhald. Í heitu pottunum spjallaði hann við hvern mann, þótti gaman að kynnast nýju fólki, kunni að segja frá og var jafn- an hrókur alls fagn- aðar. Utan kirkjunn- ar prédikaði hann ekki yfir fólki, heldur gekk á undan með góðu fordæmi. Hann hafði óbilandi sjálfs- traust en það var ekki sótt í álit annarra. Um það vitna til dæmis appelsínugulu skórnir, sem hann kvaðst hafa fengið á kostakjörum, ráðdeild sem var í hrópandi mótsögn við tak- markalaust örlætið þegar aðrir áttu í hlut. Fjölskyldujöfurinn Bragi og Bergljót kona hans voru vinir barna sinna. Þegar þessi glæsilegi hópur var kominn á ung- lingsár var oft fjör á heimilinu. Sjálfur sá ég Braga fyrst á sól- ríkum degi fyrir utan Hafnarfjarð- arkirkju á fermingardegi bróður míns, og er í fersku minni hvað hann var glæsilegur og tilkomu- mikill í fullum prestskrúða. Fund- um okkar bar ekki saman aftur fyrr en fjórum árum síðar, þegar ég kom á Klettahraunið með sæt- ustu stelpunni af ballinu. Síðan höfum við verið í sömu fjölskyldu. Bragi var að vonum stoltur af börnum sínum þegar þau fóru að láta að sér kveða hvert á sínu sviði. Honum þótti til dæmis ekki slæmt þegar yngsta dóttir hans var skip- uð skattstjóri Vestfjarða meðan hann var prestur á Reykhólum og leyndi ekki ánægju sinni. Kallaði hana gjarnan skattstjórann, líka eftir að hún sagði því starfi lausu. Braga fannst hann alltaf gera góð kaup, hvort sem um var að ræða hrút, bíl, kerru eða traktor, og var slétt sama hvort aðrir voru sama sinnis. Hann var maður augnabliksins. Velti sér ekki upp úr liðinni tíð og datt ekki í hug að setjast í sófa og bíða eftir framtíð- inni. Hann átti heima í núinu. Það eru forréttindi að hafa verið samferða þessum litríka, glaða og einstaka manni í aldarfjórðung og ómetanlegt fyrir syni mína að eiga hann að á bernskuárum sínum. Gjafir hans hafa verið óþrjótandi; Hjálp við að flytja, mála, slá, gróð- ursetja, passa, kenna Braga og Gelli, Liljan mín og samverustund- irnar með honum og Beggu gegn- um árin. Enginn sem hefur átt samleið með Braga Benediktssyni, gleymir honum. Minningarnar lifa. Michael.  Fleiri minningargreinar um Braga Benediktsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning- argreinar ásamt frekari upplýs- ingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.