Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 21
Umræðan 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
L A U S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð
Við vinnum með þér
að lausnum fyrir heimilið.
Greiðslujöfnun lána er
ein af þeim.
Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is,
í útibúinu þínu eða í síma 410 4000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
7
4
6
7
Landsbankinn býður upp á nokkur úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika
að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir.
NÚ ER liðið hálft
ár síðan kreppan
skall á okkur, enn er-
um við að vinna úr
henni og verðum að
um nokkurt skeið.
Áhrifin eru marg-
vísleg og ekkert okk-
ar fer varhluta af þeim því mið-
ur.
Íslenskur almenningur er róm-
aður fyrir aðlögunarhæfni og
sveigjanleika, eiginleika sem eiga
að verða til þess að ef til vill
komumst við fyrr upp úr þessum
dal en ætla mætti. En undanfarið
hef ég velt því fyrir mér hvort
aðlögunarhæfnin geti gengið út í
öfgar og orðið til þess að við
gleymum að gera eðlilegar kröf-
ur.
Enginn efast um að það aðhald
og sá samdráttur sem orðið hefur
á flestum sviðum sé nauðsyn-
legur, einnig í menningu og list-
um. Líkt og aðrir fjölmiðlar hef-
ur Morgunblaðið leitað allra leiða
til niðurskurðar og sparnaðar,
hið sama má segja um listasöfn
og sýningarstaði sem flest hafa
misst styrktaraðila sína og þurft
að laga sýningaráætlanir sínar að
breyttum aðstæðum.
Aðgerðir Morgunblaðsins fól-
ust meðal annars í því að í októ-
ber síðastliðnum var að mestu
leyti hætt að kaupa efni frá
lausafólki og þess í stað leitast
við að birta einungis efni skrifað
af fastráðnum blaðamönnum. Rit-
stjóra Lesbókarinnar var síðan
nýverið sagt upp störfum og rit-
stjórn hennar er nú á höndum
ritstjóra menningarefnis Morg-
unblaðsins sem auk þess að bæta
því verkefni ofan á önnur störf
hefur ekki tök á að
veita aðkeyptu efni
farveg í Lesbókinni.
Öll listgagnrýni
hefur verið skorin
niður. Nú þekki ég
ekki tölur um list-
gagnrýni á sviði tón-
listar, leiklistar og
kvikmynda, en í stað
þess að fjalla um átta
til tíu myndlistarsýn-
ingar í viku hverri
hefur síðan í október
aðeins verið fjallað
um eina til tvær á viku. List-
gagnrýnendur geta auk þess ekki
fjallað um myndlistarsýningar ut-
an Reykjavíkur, því aksturs- og
ferðakostnaður hefur verið skor-
inn niður. Undanfarna mánuði hef-
ur því engin myndlistarsýning ut-
an Reykjavíkursvæðisins fengið
listgagnrýni og gildir þá einu hver
á í hlut.
Morgunblaðið hefur um langt
skeið haft sérstöðu meðal fjöl-
miðla vegna menningarumfjöll-
unar sinnar. Nú sýnist mér hætta
á að aðlögunarhæfni okkar verði
til þess að við sættum okkur við
óboðlegt ástand. Það er brýnt að
muna eftir því að ástand dagsins í
dag er í hæsta máta óeðlilegt og
því fyrr sem hægt er að reisa við
sjálfsögð menningarleg gildi, því
betra.
Ég skora á hina nýju eigendur
Morgunblaðsins að velta vel fyrir
sér stöðu og framtíð Morgunblaðs-
ins sem menningarblaðs og blaðs
allra landsmanna.
Morgunblaðið –
menningarblað?
Ragna Sigurð-
ardóttir vill meiri
menningar-
umfjöllun í Morg-
unblaðinu
»Nú sýnist mér hætta
á að aðlögunarhæfni
okkar verði til þess að
við sættum okkur við
óboðlegt ástand.
Ragna Sigurðardóttir
Höfundur er rithöfundur og myndlist-
argagnrýnandi hjá Morgunblaðinu.
„HVAÐA verðmiða
viltu setja á sjálfstæði
þjóðarinnar?“ Ég hef
spurt ýmsa Evrópu-
sambandssinna að
þessu í gegnum tíðina
en aldrei fengið nein
skýr svör og hvað þá
einhverja ákveðna
upphæð. En þeir sem
vilja hefja viðræður
um inngöngu Íslands í Evrópusam-
bandið eru með því að segja að þeir
séu reiðubúnir að semja um sjálf-
stæði og fullveldi landsins eins og
hverja aðra verzlunarvöru. Og þeir
sem eru tilbúnir að verzla með eitt-
hvað hljóta að hafa a.m.k. einhverja
hugmynd um það hvaða verð þeir
vilja fá fyrir það.
Ef Ísland gengi í Evrópusam-
bandið yrði sjálfstæði Íslands og
fullveldi fyrir bí. Íslenzkt lýðræði
yrði einfaldlega tekið úr sambandi.
Ákvarðanir um flest okkar mál, og
sífellt fleiri, yrðu teknar af öðrum
en lýðræðislega kjörnum fulltrúum
okkar. Stjórnmálamönnum sem
kosnir væru af kjósendum annarra
þjóða en þó einkum embætt-
ismönnum sambandsins sem enginn
kýs. Þessir aðilar hefðu engan
hvata né ástæðu til þess að taka
sérstakt tillit til íslenzkra hags-
muna eða tillit yfirhöfuð.
Þegar Evrópusambandssinnum
er bent á þetta bregðast þeir iðu-
lega við með því að spyrja hvort
einhverjum detti í hug að ríki Evr-
ópusambandsins séu ekki sjálfstæð
og fullvalda. Þeir hafa hins vegar
aldrei getað fært nein rök fyrir því
að svo sé í raun og í sjálfu sér aldr-
ei gert neina tilraun í þá veru. Sem
er mjög skiljanlegt. Það er einfald-
lega ekki náttúrulögmál að ríki séu
sjálfstæð og fullvalda og mannkyns-
sagan er full af dæmum um ríki
sem hafa glatað sjálfstæði sínu og
fullveldi um lengri eða skemmri
tíma.
Raunveruleikinn er einfaldlega sá
að það er leitun í dag á málaflokk-
um innan ríkja Evrópusambandsins
sem stofnanir sambandsins hafa
ekki meiri eða minni yfirráð yfir.
Hvaðan komu þessi gríðarlegu völd
yfir málefnum ríkjanna? Varla hafa
þau orðið til úr engu? Nei, um er að
ræða völd sem eitt sinn voru stór
hluti af fullveldi og sjálfstæði
ríkjanna en eru það ekki lengur. Ef
ríki Evrópusambandsins væru í
reynd sjálfstæð og fullvalda er ljóst
að stofnanir sambandsins væru svo
gott sem valdalausar.
Þetta horfði síðan enn verr við
Íslandi en öðrum ríkj-
um Evrópusambands-
ins værum við þar inn-
anborðs þar sem við
yrðum alltaf með
langfámennustu ríkj-
um sambandsins. Sé
miðað við stöðuna í
dag yrðum við það fá-
mennasta. Innan Evr-
ópusambandsins er
íbúafjöldinn mæli-
kvarði á vægi ein-
stakra ríkja sambands-
ins og þar með
möguleika þeirra á að hafa einhver
áhrif innan þess. Því fleiri íbúar,
því meira vægi. Og öfugt. Það er
væntanlega öllum ljóst að sá mæli-
kvarði myndi seint verða okkur Ís-
lendingum mjög hagstæður.
Staðreyndin er einfaldlega sú að
það er ekki hægt að setja verðmiða
á sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar.
Um er að ræða ómetanleg verð-
mæti og einhverja dýrmætustu auð-
lind okkar ef ekki hreinlega þá dýr-
mætustu. Frelsið til þess að ráða
okkar málum sjálf í samræmi við
okkar eigin hagsmuni og það sem
við teljum réttast hverju sinni. Það
verður seint úrelt heldur er um sí-
gild verðmæti að ræða sem hlúa
þarf að og standa vörð um. Sjálf-
stæði Íslands er einfaldlega ekki til
sölu, hvort sem viðskiptin fara fram
í evrum eða einhverju öðru.
Sjálfstæðið er
ekki til sölu
Hjörtur J. Guð-
mundsson skrifar
um sjálfstæði þjóð-
arinnar
»Ef Ísland gengi í
Evrópusambandið
yrði sjálfstæði Íslands
og fullveldi fyrir bí. Ís-
lenzkt lýðræði yrði ein-
faldlega tekið úr sam-
bandi.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmaður í Heims-
sýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evr-
ópumálum. – www.heimssyn.is@
Fréttir
á SMS