Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í helgarferð til Búdapest 30. apríl. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og á vorin skartar hún sínu fegursta og þá er einstakur tími til að heimsækja borgina. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 49.990 Helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 næt- ur á Hotel Platanus *** með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000. Sértilboð 30. apríl. Fjölbreytt úrval gistimöguleika í boði á sértilboði. Ótrúleg sértilboð – helgarferð á einstökum tíma! Búdapest 30. apríl frá kr. 49.990 Flug og gisting MATVÆLAFRUMVARPIÐ verður ekki samþykkt fyrir þinglok. Búið er að tryggja að Evrópusambandið grípi ekki til aðgerða. Frumvarpið er lög- festing á matvæla- og fóðurlöggjöf ESB og gerir m.a. ráð fyrir innflutn- ingi á hráu kjöti og kjötvörum. Atli Gíslason, formaður sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar, seg- ir að verið sé að skoða hversu langt sé hægt að ganga í að setja girðingar sem tryggja matvælaöryggi. Ákveðin samningsmistök hafi átt sér stað í viðræðum við Evrópusambandið. ,,Hinar Norðurlandaþjóðirnar sömdu til dæmis um undanþágur vegna salmonellu en það gerðum við ekki. Við stöndum hér líka vel gagnvart kamfýlobakter, öfugt við Evrópu- sambandið. Þar er engin reglusetn- ing.“ Atli segir að frumvarpið verði lögleitt á nýju þingi, með texta þess efnis að við tryggjum okkur gagnvart þessum sjúkdómum. ,,Við höfum átt fundi með Evrópusambandinu og þeir hafa skilning á því að hér er minnihlutastjórn í skamman tíma. Þeir gera því ekki kröfur um sam- þykkt að þessu sinni og munu ekki grípa til aðgerða. Norðmenn eru líka skilningsríkir.“ Þá segir hann að reynt verði að sporna við innflutningi á hráu kjöti og kjötvörum á allan mögulegan hátt, til dæmis með sýna- töku í tolli. Stöndum berskjölduð ,,Meðan frumvarpið er óafgreitt er verið að taka áhættu með útflutning til Evrópusambandsins. Við stöndum í raun gersamlega berskjölduð,“ seg- ir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segist vonast eftir að frum- varpið verði afgreitt sem allra fyrst en á meðan verði að reiða sig á að stjórnvöld séu búin að tryggja að Evrópusambandið grípi ekki til að- gerða gagnvart landinu. sigrunerna@mbl.is Matvælafrum- varpið bíður  Lögfræðilegar hliðar skoðaðar  Matvæla- öryggi verði tryggt  Ekki gripið til aðgerða Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SKÝRSLA fjárlaganefndar neðri deildar breska þingsins kemur til með að auðvelda Ís- lendingum að komast af hryðjuverkalista breskra stjórnvalda og mun styrkja málstað Landsbankans í málsókn hans gegn breskum stjórnvöldum og hugsanlega málstað íslenskra stjórnvalda í samningaviðræðum vegna Ice- save-reikninganna, að mati Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra. „Ég bind sér- staklega vonir við að hún auðveldi okkur að ná af okkur þessari frystingu. Það verður erfitt fyrir bresk stjórnvöld að viðhalda henni þegar þeir fá svona þunga gagnrýni frá sínu eigin þingi,“ segir Steingrímur. Árni Mathiesen fagnar skýrslunni og segir hana þungan dóm yfir verkum Alistairs Dar- lings. Hefði hann sjálfur sem fjármálaráðherra fengið viðlíka umsögn frá fjárlaganefnd íslenska þingsins hefði hann talið það verulegt íhugunar- efni. Skýrslan ætti að teljast þungt högg fyrir pólitíska stöðu Darlings. Komið öðruvísi fram við Kaupþing Annar áhugaverður hluti af skýrslunni er að sögn Árna gagnrýni nefndarinnar á samskipti breska fjármálaeftirlitsins (FSA) og fjármála- eftirlitsins á eynni Mön. „Kaupþing Singer & Friedlander (KS&F) var auðvitað breskur banki,“ segir Árni. Starfsstöð hans á Mön hafi, rétt fyrir fallið, flutt fjármuni yfir í bankann í Bretlandi, eftir að hafa haft samráð við og leitað upplýsinga hjá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi verið til að bæta stöðu KS&F á Mön. Fulltrúar Manar kvarti mikið yfir því við nefndina að þeir hafi ekki fengið nægilega góðar upplýsingar hjá FSA og allt önnur samskipti verið við þá um KS&F í Bretlandi, heldur en þegar um var að ræða aðra breska banka, eins og Bradford&Bingley og Northern Rock. FSA vildi aldrei bjarga bankanum „Þetta kemur líka fram í umkvörtunum full- trúa Guernsey að þegar breska fjármálaeft- irlitið fjallaði um KS&F í Bretlandi, voru sam- skiptin allt öðruvísi en þegar um var að ræða Northern Rock eða Bradford&Bingley, sem segir manni að FSA umgekkst í þessu tilfelli breska bankann KS&F öðruvísi en aðra breska banka,“ segir Árni. Bankinn sé felldur í Bret- landi örfáum dögum áður en bresk stjórnvöld leggja upp í björgunaráætlun fyrir breska banka almennt. „Það þarf enginn að segja mér að þegar þeir fara inn í KS&F í Bretlandi, hafi þeir ekki þá þegar verið búnir að skipuleggja björgunaráætlunina sem þeir voru að leggja í.“ Bresk stjórnvöld hafi semsagt mismunað Kaup- þing Singer & Friedlander og aldrei ætlað sér að bjarga honum, eins og öðrum. „Mann grunar það,“ segir Árni. Skýrslan þungur dómur yfir Darling  Skýrsla bresku fjárlaganefndarinnar auðveldar Íslandi að losna af hryðjuverkalista og flytja mál sitt  Árni: Breska FSA meðhöndlaði Kaupþing S&F öðruvísi en aðra og vildi líklega aldrei bjarga bankanum Árni M. Mathiesen Steingrímur J. Sigfússon Össur Skarphéðinsson Í FYRRADAG var afhjúpaður skjöldur með upplýsingum um lágmynd Sig- urjóns Ólafssonar sem prýðir fjölbýlishúsið Espigerði 2. Þykir húsið sjálft merkilegt í byggingarsögu höfuðborgarinnar en lágmyndina gerði Sig- urjón er það var í byggingu, á árunum 1973 til 1974. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Þór Jakobsson veðurfræðingur, Örnólfur Hall arkirekt, Birg- itta Spur, forstöðumaður Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, og Ormar Þór Guðmundsson arkitekt. Morgunblaðið/Kristinn Skjöldur um lágmynd á Espigerði 2 afhjúpaður „Ég túlka skýrsluna þannig að stjórnvaldið sé átalið fyrir að beita hryðjuverkalög- unum. Það staðfestir það sem núverandi ríkisstjórn og fyrri hafa alltaf sagt, að þetta var óafsak- anlegt,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Þetta renni stoðum undir þá kröfu að Bretar dragi beitingu hryðjuverkalaganna til baka. Skýrslan hljóti að hafa áhrif á Breta og létta róðurinn. Sömuleiðis segir Össur skýrsluna geta haft jákvæð áhrif á samn- inga um Icesave-reikningana, séu Bretar sanngjarnir. Hann haldi því þó ekki fram að Bretar hafi verið sanngjarnir hingað til. Hvorki hann né fjármálaráðherra skrifa hins vegar undir þá niðurstöðu að Kaup- þing hefði alltaf fallið, óháð gerðum Dar- lings og að ekkert mæli gegn fullyrðingum Darlings um að mismuna hafi átt innláns- eigendum í bönkunum eftir þjóðerni. Skrifa ekki undir allt FISKISKIPIÐ Kristbjörg HF-177 varð vélavana um eina sjómílu suður af Krýsuvíkurbjargi á laugardags- morgun. Björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Oddur V Gíslason frá Grindavík, var sam- stundis kallað út og jafnframt sigldi fiskiskipið Gulltoppur GK-24 strax á vettvang. Skipverjum tókst þó fljótlega að koma vélinni aftur í gang og skipið sigldi hjálparlaust aftur á haf út. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar skipstjóra, bilaði olíudæla í skipinu sem varð til þess að vélin stöðvaðist. „Við létum akkerið falla og leituðum að biluninni. Okkur tókst svo fljót- lega að koma vélinni aftur í gang og gátum siglt aftur út.“ Hann segir þó ekki að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Við vorum náttúrulega ekki langt frá landi og það var rólegt og fínt veður. Svo voru skipin þarna rétt við okkur. Þetta gekk allt vel.“ haa@mbl.is Ljósmynd/Landhelgisgæslan Bilun Kristbjörg HF-177 varð vél- arvana við Krísuvíkurbjarg. Gerðu við og héldu áfram SLÖKKVILIÐSMAÐURINN sem játaði að hafa kveikt í rútu ásamt tveimur öðrum hefur beðist lausnar frá starfi sínu auk þess sem hann er hættur í Björgunarfélagi Vest- mannaeyja. Einn mannanna stund- aði nýliðaþjálfun hjá Björgunar- félaginu en hættir því í kjölfarið. Þriðji maðurinn tengist hvorki slökkviliðinu í Vestmannaeyjum né Björgunarfélaginu. Maðurinn var einn þriggja sem kveiktu í rútu sem stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja við höfnina síðastliðið miðvikudags- kvöld. Baðst lausnar frá störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.