Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ANDERS Fogh
Rasmussen lét af
embætti forsætis-
ráðherra Dan-
merkur í gær eft-
ir að samkomulag
náðist á fundi
leiðtoga ríkja Atl-
antshafsbanda-
lagsins um að
hann yrði næsti
framkvæmda-
stjóri NATO.
Fogh Rasmussen verður fyrsti
Norðurlandabúinn til að gegna emb-
ættinu í 60 ára sögu bandalagsins og
tekur við af Hollendingnum Jaap de
Hoop Scheffer 1. ágúst. Þessi niður-
staða var tilkynnt eftir að Tyrkir létu
af andstöðu sinni við Fogh á leiðtoga-
fundi NATO á laugardag.
Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu í gær
að Tyrkir hefðu ákveðið að styðja
Fogh í embættið eftir að hafa knúið
fram nokkrar tilslakanir. Þeir fengju
meðal annars þrjú mikilvæg embætti
innan NATO, m.a. embætti aðstoðar-
framkvæmdastjóra. Tyrknesk dag-
blöð sögu einnig að dönsk stjórnvöld
hefðu fallist á að banna kúrdískri
gervihnattasjónvarpsstöð að hafa
bækistöð í Danmörku en Tyrkir saka
hana um að senda út áróður kúr-
dískra uppreisnarmanna.
Tyrkir höfðu einnig gagnrýnt Fogh
fyrir að leggja áherslu á tjáningar-
frelsið þegar deilt var um skopteikn-
ingar af Múhameð spámanni í dönsku
dagblaði. Tyrkneskir fjölmiðlar segja
að Fogh hyggist senda múslímum
sérstök skilaboð til að ná sáttum við
þá.
Á leiðtogafundinum samþykktu
einnig a.m.k. nítján ríki að senda rúm-
lega 3.500 manna liðsauka til Afgan-
istans. Í lokayfirlýsingu fundarins
segjast leiðtogarnir viðurkenna að ör-
yggi aðildarríkja bandalagsins sé ná-
tengt öryggi Afganistans og stöðug-
leika í landinu.
Fagna frumkvæði Íslands
Í yfirlýsingunni árétta leiðtogarnir
að þrátt fyrir deilurnar við stjórnvöld
í Moskvu sé Rússland sérlega mik-
ilvægt samstarfsríki NATO.
Leiðtogarnir fagna þeirri ákvörðun
Frakka að ganga á ný að fullu inn í
hernaðarsamstarf NATO og í yfirlýs-
ingunni er fjallað um helstu ógnirnar
á 21. öldinni, m.a. hryðjuverk, út-
breiðslu gereyðingarvopna, orkuör-
yggi, netöryggi og sjórán.
Í 60. grein yfirlýsingarinnar er tek-
ið fram að þróunin á norðurslóðum
hafi vakið vaxandi alþjóðlega athygli.
„Við fögnum því frumkvæði Íslend-
inga að halda málþing NATO og
vekja áhuga bandamanna á þróuninni
á norðurslóðum, málum sem tengjast
öryggi, m.a. loftslagsbreytingum.“
Fogh Rasmussen valinn
framkvæmdastjóri NATO
Anders Fogh
Rasmussen
Í HNOTSKURN
» Lars Løkke Rasmussentekur við embætti for-
sætisráðherra af nafna sínum
Fogh Rasmussen.
» Løkke er 44 ára og yngstiforsætisráðherrann í sögu
Danmerkur. Hann er varafor-
maður Venstre og var skip-
aður fjármálaráðherra árið
2007. Hann var áður innan-
ríkis- og heilbrigðisráðherra.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna
kom saman í gærkvöldi til að ræða
hvernig bregðast ætti við því að
Norður-Kóreumenn skutu á loft lang-
drægri eldflaug. Stjórnvöld í Wash-
ington og bandamenn þeirra kröfðust
þess að Norður-Kóreustjórn yrði
refsað þar sem hún hefði brotið gegn
ályktun öryggisráðsins.
Norður-kóreska eldflaugin flaug í
nokkrar mínútur í gegnum lofthelgi
Japans. Þarlend stjórnvöld höfðu
heimilað hernum að skjóta eldflaug-
ina niður ef hætta væri á að hún lenti
á japönsku landsvæði. Norður-kór-
eska stjórnin hafði sagt að hún myndi
líta á það sem stríðsyfirlýsingu ef
flaugin yrði skotin niður.
Mistókst geimskotið?
Talið er að Norður-Kóreumenn
hafi skotið á loft eldflaug af gerðinni
Taepodong-2, sem áætlað er að dragi
allt að 6.700 kílómetra og hægt væri
að skjóta frá Norður-Kóreu til
Alaska. Stjórn Japans sagði að flaug-
in hefði lent í hafinu.
Kommúnistastjórnin í Norður-
Kóreu fullyrti að markmiðið hefði
verið að koma gervihnetti á braut um
jörðu og það hefði tekist. Gervihnött-
urinn væri nú í geimnum og sendi út
„ódauðlega byltingarsöngva“ um Kim
Jong-il, leiðtoga kommúnistastjórn-
arinnar, og föður hans, Kim Il-sung,
sem lést árið 1994.
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suð-
ur-Kóreu sögðu hins vegar að gervi-
hnötturinn hefði ekki komist í geim-
inn, heldur lent í Indlandshafi eins og
eldflaugin.
Krefjast refsingar
Fundurinn í öryggisráðinu var
haldinn að beiðni Bandaríkjamanna
og Japana sem kröfðust þess að
Norður-Kóreumönnum yrði refsað.
Evrópusambandið tók undir þá kröfu.
Stjórnin í Washington og banda-
menn hennar telja að Norður-Kóreu-
menn hafi brotið gegn ályktun sem
öryggisráðið samþykkti árið 2006 eft-
ir að N-Kóreumenn skutu á loft eld-
flaug og sprengdu kjarnorku-
sprengju í tilraunaskyni. Í
ályktuninni er þess krafist að N-Kór-
eumenn hætti öllum kjarnorku-
tilraunum og skjóti ekki fleiri lang-
drægum eldflaugum.
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, lýsti eldflaugarskotinu sem
„ögrun“ af hálfu N-Kóreustjórnar.
„Reglurnar þurfa að vera bindandi,
það þarf að refsa fyrir brot, orðin
þurfa að hafa einhverja merkingu,“
sagði Obama.
Kínverjar og Rússar, sem eru með
neitunarvald í öryggisráðinu, tóku
ekki undir kröfuna um að N-Kóreu-
mönnum yrði refsað og vöruðu við
hvers konar aðgerðum sem gætu auk-
ið spennuna á Kóreuskaga. Stjórnin í
Moskvu kvaðst vera að kanna hvort
N-Kóreumenn hefðu brotið gegn
ályktuninni. Stjórnarerindrekar í höf-
uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York sögðu líklegt að Kínverjar
og Rússar hindruðu að öryggisráðið
samþykkti refsiaðgerðir gegn N-Kór-
eustjórn.
Hörð viðbrögð
við eldflaugar-
skoti N-Kóreu
Bandaríkjamenn segja að eldflaugin
og farmur hennar hafi lent í hafinu
SUÐUR-Kóreumenn fylgjast með
sjónvarpsfrétt um norður-kóresku
eldflaugina sem skotið var yfir Jap-
an. Mikil spenna var í Suður-Kóreu
vegna eldflaugarskotsins og her
landsins var í viðbragðsstöðu, eins
og her Japans.
Reuters
Spenna í S-Kóreu
BARACK Obama, forseti Banda-
ríkjanna, hét því að beita sér fyrir
heimi án kjarnavopna í ræðu sem
hann flutti í Prag í gær. Hann hvatti
til leiðtogafundar innan árs um
kjarnorkuöryggi og aukins sam-
starfs milli þjóða heims til að hindra
útbreiðslu kjarnavopna.
Obama kvaðst meðal annars von-
ast eftir nýjum sáttmála um að binda
enda á framleiðslu kjarnkleyfra efna
sem notuð eru í kjarnavopn. Hann
sagði eldflaugina, sem Norður-
Kóreumenn skutu á loft, sýna glöggt
þörfina á því að stöðva útbreiðslu
kjarnavopna og eldflauga sem geta
borið slík vopn.
„Sem eina ríkinu, sem beitt hefur
kjarnavopni, ber Bandaríkjunum
siðferðisleg skylda til að bregðast
við hættunni,“ sagði Obama en við-
urkenndi að ólíklegt væri að mark-
miðið um heim án kjarnavopna næð-
ist á næstu árum. „Ég er ekki
barnalegur, þetta markmið næst
ekki fljótt, ef til vill ekki meðan ég
lifi.“
Forsetinn lagði áherslu á að
heimsbyggðinni stafaði mikil hætta
af því að hryðjuverkamenn eign-
uðust kjarnavopn sem gætu gereytt
heilu borgunum. „Tilvist þúsunda
kjarnavopna er hættulegasta arf-
leifð kalda stríðsins,“ sagði hann.
„Kalda stríðið hefur nú horfið en
þessi vopn ekki.“
Obama kvaðst vilja leiðtogafund
um ráðstafanir til að tryggja að
þessi vopn kæmust ekki í hendur
hryðjuverkamanna. Hann sagði að
Bandaríkin myndu ekki eyða öllum
kjarnavopnum sínum meðan hættan
væri enn til staðar en hét því að
beita sér fyrir því að bandarískum
kjarnavopnum yrði fækkað.
Obama kvaðst ætla að beita sér
fyrir því að öldungadeild Banda-
ríkjaþings staðfesti alþjóðlegan sátt-
mála um bann við öllum kjarn-
orkusprengingum í tilraunaskyni.
Sáttmálinn hefur ekki öðlast gildi
vegna þess að kjarnorkuveldi á borð
við Bandaríkin og Kína hafa ekki
staðfest hann og Indverjar og Pak-
istanar hafa ekki viljað undirrita
hann.
Vill eldflaugavarnir
Obama kvaðst einnig vilja gera
nýjan samning við Rússa um fækk-
un kjarnavopna fyrir lok ársins þeg-
ar START-samningurinn svonefndi
fellur úr gildi.
Forsetinn kvaðst ætla að halda til
streitu áformum bandarískra stjórn-
valda um að koma upp eld-
flaugavörnum í Póllandi og Tékk-
landi þrátt fyrir andstöðu Rússa.
Hann sagði eldflaugavarnirnar
nauðsynlegar vegna hættu sem staf-
aði af kjarnorkuáætlun stjórnvalda í
Íran. bogi@mbl.is
Reuters
Obamaæði Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, var ákaft fagnað á Hradcanske-torginu í miðborg Prag í gær
þegar hann flutti ræðu um þá stefnu sína að beita sér fyrir heimi án kjarnavopna. Um 30.000 manns voru á torginu.
Reynt að uppræta
kjarnorkuvána
Obama útlistar þá stefnu að stuðla að heimi án kjarnavopna