Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 Og hann heillaðist af gegnheilli hollustu þeirra við þungarokkið 33 » MÁLÞING um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúru- verndar, hnattvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis fer fram í Háskóla Íslands í dag á milli kl. 17 og 19. Sérstakur gestur á málþinginu verður bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur met- sölubókarinnar Confessions of an Economic Hitman, en hann er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildarmyndarinnar Draumalandið. Einnig flytja fyrirlestra þeir Hjálmar Gíslason og Sig- urður Jóhannesson Fundarstjóri er Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ. Hagfræði Játningar hag- glæpamanns John Perkins ÚTÓN stendur fyrir fræðslu- kvöldi á morgun með Ariel Hyatt, en hún sérhæfir sig al- farið í almannatengslum á ver- aldarvefnum. Með alla þræði í hendi er yfirskrift kvöldsins, en þar verður fjallað um helstu tæki á netinu sem fólk getur nýtt sér til að efla skipulagða kynningu og auka tekjur af verkefnum sínum. Fræðslukvöldið fer fram í Norræna húsinu kl. 19-22 og þátttökugjald er 2.500 krónur fyrir fé- lagsmenn FÍH, FTT, FÍT, TÍ og FHF og 5.000 krónur fyrir aðra. Skráningar fara fram í síma 511 4000 eða á gre- ta@utflutningsrad.is Tónlist Hvernig meikar maður það? Ariel Hyatt Á morgun kl. 17 heldur Ás- laug Sverrisdóttir fyrirlestur á Landnámssýningunni í Að- alstræti 16. Fyrirlesturinn nefnist Vefnaður og litun í vefsmiðju Innréttinganna. Vefsmiðjur Innréttinganna voru angi af tilraunum danskra og íslenskra embætt- ismanna til að koma upp full- gildum iðnaði á Íslandi. Reynt var að koma á fót tvískiptum ullariðnaði, tau- og klæðagerð, að erlendri fyrirmynd. Í fyr- irlestrinum verður meðal annars fjallað um út- tektir á áhöldum og efnum í vefsmiðjunum frá þeim tíma sem starfsemin var í Reykjavík og við Elliðaár. Sagnfræði Vefnaður og litun Litunarkar Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is „ÞESSI styrkur er heilmikil hvatning. Ég hef lengi ætlað að skrifa leikrit,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur og list- fræðingur, sem á dögunum fékk styrk úr leikrit- unarsjóðnum Prologos. Auður fékk styrk til að útfæra og vinna að leikriti sem hefur vinnuheitið Svartur hundur prestsins. Þversagnir mannlegs eðlis „Drögin að þessu leikriti urðu til um eina helgi en úthlut- unarnefndin hefur greinilega séð eitthvað í þeim,“ segir Auður. „Vinnuheitið, Svartur hundur prestsins, er vísun í eitt af orðtök- um móður vinkonu minnar: Það eru fleiri hundar svartir en hund- ur prestsins. Það er reyndar hvorki prestur né hundur í þessu verki. Það má segja að verkið fjalli um óútreikn- anleg mannleg samskipti, eins og skáldsögurnar mínar, þótt leikrit lúti að sjálfsögðu öðrum lögmálum en skáldsaga. Það er lykilhug- mynd í leikritinu sem er sú að það séu þversagnirnar sem geri okkur mannleg, og þar er ég enn á svip- uðum miðum og í skáldsögunum. Þetta gæti orðið sálfræðiþriller en þar sem verkið er á frumstigi þá er mögulegt að skrifin fari ein- hverjar ófyrirsjáanlegar leiðir.“ Draumur rætist Auk þess að sinna ritstörfum er Auður lektor í listfræði við Há- skóla Íslands. „Listfræðin er eitt af þeim fögum sem hefur orðið vin- sælla en búist var við. Það hefur verið mikil vinna að halda utan um kennsluna enda á annað hundrað nemenda sem stunda þetta nám,“ segir Auður sem er nú í rannsókn- arleyfi í París. Í sumar mun hún svo sinna skáldskaparskriftum en hún fékk þetta árið sex mánaða starfslaun úr Launasjóði rithöf- unda. „Í sumar get ég loksins látið drauminn rætast um að vakna til að skrifa,“ segir hún. Auður hefur skrifað þrjár skáld- sögur. Sú fyrsta Upphækkuð jörð kom út árið 1998, Rigning í nóv- ember hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Af- leggjarinn sem kom út árið 2007 hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs 2009. Auður er nú að skrifa nýja skáldsögu sem hún segist vera komin nokkuð áleiðis með og verði alls ólík Afleggj- aranum. Aðspurð hvort hin sjónræna sýn listfræðingsins hafi áhrif á skrif hennar og stíl segir hún: „Ég hafði mjög sjónræna skynjun strax sem barn og hún leiddi mig út í áhuga á listum. Síðan voru það ímyndunin og viss næmleiki sem ég held að hafi leitt mig inn á skáldskaparbrautina.“ Vakna til að skrifa  Rithöfundurinn Auður Ólafsdóttir fékk styrk úr Prologos til að vinna að leikriti  Í verkinu tekst hún á við óútreiknanleika mannlegra samskipta Morgunblaðið/Einar Falur Draumur „Í sumar get ég loksins látið drauminn rætast um að vakna til að skrifa,“ segir Auður Ólafsdóttir, sem hefur nú fengið styrk úr Prologos. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SLAGVERK er sennilega ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar talað er um Passíusálmana. Gömul og ný Passíusálmalög verða þó flutt með fulltingi slagverks í Laugarnes- kirkju í kvöld kl. 21, en slagverkið verður ekki eitt í sviðsljósinu, því hvað væru sálmarnir án söngs og orgels? Það er Kirstín Erna Blöndal, sópr- ansöngkona og tónskáld, sem er hugmyndasmiður tónleikanna, en meðreiðarsveinar hennar um sálma- lendur Hallgríms Péturssonar verða Gunnar Gunnarsson organisti og slagverksleikarinn Matthías Hem- stock. „Þetta er alls ekkert stuðandi,“ segir Kirstín Erna og bætir við: „Matthías Hemstock er svo mikill snillingur. Hann spilar á glös og alls konar dótarí og þetta kemur af- skaplega vel út.“ Og það hafa þau sannreynt, því við útvarpsmessu frá Laugarneskirkju fyrir skömmu var einn sálmanna fluttur í sérstakri út- setningu þremenninganna. Passíusálmarnir voru lengi vel sungnir með sínum gömlu góðu lög- um, en á síðustu árum hefur það færst í vöxt að tónskáld semji ný Passíusálmalög. Hvað verður í boði í Laugarneskirkju í kvöld? „Sigurður Sævarsson samdi Hall- grímspassíu sem Scola cantorum flutti í Hallgrímskirkju fyrir tveimur árum, og ég syng sálma úr því verki. Ég syng líka útsetningar eftir Tryggva M. Baldvinsson og Smára Ólason, nokkur Passíusálmalög eftir sjálfa mig, og nokkur af gömlu lög- unum,“ segir Kirstín Erna. Söng sálmana með ömmu Það er sígilt að syngja Pass- íusálma í dymbilviku og Kirstín Erna kveðst hafa alist upp við að fara með ömmu sinni í Hallgríms- kirkju í þeim erindagjörðum mið- vikudag fyrir páska, og með sína eigin Passíusálmabók. „Það var líka hlustað á Passíusálmana í útvarpinu. Ég vann lengi á elliheimili og þar las ég Passíusálmana alltaf á föstu. Þeir eru því tengdir mér og hafa fylgt mér alla tíð.“ Og Kirstín Erna vill hafa þetta upp á gamla mátann, og hvetur fólk til að mæta með Passíusálmabæk- urnar sínar með sér.  Kirstín Erna Blöndal syngur Passíusálma í Laugarneskirkju í kvöld  Slagverksleikarinn Matthías Hemstock aðstoðar m.a. við flutninginn Ástríða Kirstín Erna Blöndal Þeir hafa fylgt mér alla tíð Morgunblaðið/Golli Í HNOTSKURN » Hallgrímur Pétursson ereitt af höfuðskáldum Ís- lendinga og orti Passíusálm- ana um miðja 17. öld. » Titill verksins er: Historiapínunnar og dauðans Drottins vors Jesú Kristí, með hennar sérlegustu lærdóms-, áminningar- og hugg- unargreinum, ásamt bænum og þakkargjörðum, í sálmum og söngvísum með ýmsum tón- um samsett og skrifuð anno 1659. UM þessar mundir stendur yfir sýn- ing á herklæðum Henrys áttunda í London, í Tower of London. Henry varð með árunum bústinn mjög og þurftu þar til skornar stálbrynjur vitaskuld að taka mið af því. Undirbúningur sýningarinnar hefur tekið fimm ár og sjá má her- klæði Henrys á mismunandi aldurs- stigum, allt frá því að hann var 23 ára og þar til hann var 48 ára. Graeme Rimer, sem hefur yfirum- sjón með herklæðum krúnunnar, segir að með því að skoða klæðin megi gera sér glögga grein fyrir lík- amsvexti Henrys, mun betur en með því að skoða málverk. Þyngd klæð- anna er ótrúleg, brynjan sem hann klæddist 28 ára gamall er tæp 50 kíló að þyngd. Herklæðin eru ekki í uppruna- legum litum, en svart og gyllt var málið er Henry gerði sínar rassíur á sextándu öld. Í dag eru klæðin silfr- uð og skínandi en á nítjándu öld voru þau fægð, nánast til eyðileggingar, að sögn Thoms Richardsons sýning- arstjóra. „Á þeim tíma var fólk mjög upp- tekið af því að herklæði ættu að vera silfruð og voru þau fægð af slíkum krafti að þau ónýttust nánast,“ segir hann. „Þetta hefur mikil áhrif á það hvernig fólk hugsar um þessi klæði í dag, sjá t.a.m. bíómyndir.“ Ein klæðin þykja það merkileg í hönnun að NASA rannsakaði þau í krók og kima er fyrsti geimbúning- urinn var hannaður á sjöunda ára- tugnum. Klæddur til að kála Sýning á herklæðum Henrys áttunda Traustur Einn af búningum Henrys. Auk Auðar Ólafsdóttur hlutu eft- irfarandi styrki úr Leikrita- sjóðnum Prologos: Margrét Örn- ólfsdóttir vegna handritsins Og hvernig líður þér?, Úlfur Eldjárn til að skrifa leikrit sem nefnist Söngleikurinn um dauðann og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann hlaut styrk til að þróa leik- handritið Fyrirgefningin. Sviðs- listahópurinn 16 elskendur hlaut styrk vegna leiksmiðjuverkefn- isins Nígeríusvindlið. Markmið Leikritunarsjóðsins Prologos er að hlúa að leikritun á Íslandi og efla höfundastarf við Þjóðleikhúsið. Sjóðnum er einnig ætlað að stuðla að framþróun og eflingu leiklistarinnar með leik- smiðjuverkefnum, samkeppni, útgáfu og tilraunaverkefnum þar sem teflt er saman fólki úr ólík- um listgreinum. Í stjórn Prologos sitja Bjarni Ármannsson, Kristbjörg Kjeld og Tinna Gunnlaugsdóttir. Fagráð skipa Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Pétur Gunnarsson og Stefán Jónsson. Leikritunarsjóð- urinn Prologos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.