Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir.
Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
31 vatnasvæði vítt og breitt um
landið fyrir aðeins 6000 krónur
Þú
ákveður
svo hva
r og
hvenær
þú
veiðir
veidikortid.is
Hver seg
ir að
það sé d
ýrt
að veiða
?
Yfirtökutilboð til hluthafa í Exista hf.
Þann 8. desember 2008 skráði BBR ehf. sig fyrir nýju hlutafé í Exista hf. sem nam 50 milljörðum hluta. Í kjölfarið nam eignarhlutur BBR ehf. (77,9%) og Bakkabraedur Holding
B.V. (10%) samtals 87,9% af heildarhlutarfé Exista hf., en bæði félögin eru í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar. BBR ehf. ber því samkvæmt X. kafla laga
nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti að gera öðrum hluthöfum Exista hf. yfirtökutilboð, þ.e.a.s. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Rétt er að taka fram að Bakkabraedur
Holding B.V. eru ekki lengur eigendur að fyrrgreindum eignarhlut í Exista hf.
TILBOÐSVERÐ
Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem ríkt hafa á fjármálamörkuðum og þess að lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf Exista hf. frá 6. október 2008 allt þar til tilboðsskylda
stofnaðist þann 8. desember 2008, fór BBR ehf. þess á leit við Fjármálaeftirlitið að félaginu yrði veitt undanþága frá ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga um lágmarksverð í
yfirtökutilboði. Fjármálaeftirlitið fékk sérfræðinga PriceWaterhouseCoopers hf. til þess að framkvæma fyrir sína hönd verðmat á Exista hf. Miðaðist verðmatið við
4. desember 2008, sem er sú dagsetning sem verðmat BBR ehf. var miðað við vegna hlutafjáraukningarinnar þann 8. desember 2008 þegar yfirtökuskylda BBR ehf.
stofnaðist. Var niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, með hliðsjón af framangreindu verðmati, að lágmarksverð í yfirtökutilboði þessu skyldi lækkað og vera að lágmarki 0,02
krónur á hlut. Nánari rökstuðning fyrir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins má finna á heimasíðu eftirlitsins (www.fme.is).
Með vísan til framangreinds er það verð sem hluthöfum Exista hf. er boðið fyrir hluti sína í yfirtökutilboði þessu 0,02 krónur fyrir hvern hlut, kvaða- og veðbandalausan.
Samsvarar það því verði sem BBR ehf. greiddi fyrir hina nýju hluti í Exista hf., sem jafnframt er hæsta verð sem BBR ehf. og Bakkabraedur Holding B.V. hafa greitt fyrir hluti í
Exista hf. á síðastliðnum 6 mánuðum.
GILDISTÍMI
Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9:00 þann 11. apríl 2009 til kl. 16:00 þann 8. maí 2009.
TILBOÐSHAFAR
Tilboðið tekur til allra hluta í Exista hf. sem ekki eru í eigu BBR ehf. á þeim degi sem tilboðið er sett fram.
Hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá Exista við lok dags föstudaginn 3. apríl 2009, þegar hlutaskráin hefur verið uppfærð miðað við þann dag, munu fá sent tilboðsyfirlit,
samþykkiseyðublað og svarsendingarumslag, en einnig verður hægt að nálgast gögnin hjá BBR. ehf. að Efstaleiti 5, 103 Reykjavík. Tilboðsyfirlitið verður einnig hægt að
nálgast í fréttakerfi NASDAQ OMX ICELAND hf. (http://nasdaqomxnordic.com/Frettir).
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
Umsóknum um dvöl í orlofshúsum stéttarfélaganna ísumar hefur fjölgað mikið frá því í fyrra. Talsmennfélaganna telja víst að eftirspurnin hafi aukist
vegna færri utanlandsferða í ljósi efnahagsástandsins.
„Ég hef það á tilfinningunni að fólk vilji heldur vera
heima,“ segir Margrét Þórisdóttir, orlofs- og starfsmennt-
unarsjóðsfulltrúi hjá Bandalagi háskólamanna, BHM.
Alls bárust 1.435 umsóknir um orlofshús til BHM í ár. Í
fyrra voru umsóknirnar 979 og fjölgunin er því rúmlega 46
prósent, að sögn Margrétar.
Færri sækja um íbúðir erlendis
„Við höfðum á tilfinningunni að þetta yrði svona og erum
þess vegna með meira í boði nú en í fyrra. Ef allir kæmu sér
saman um að dreifa sér á vikurnar fengju 788 úthlutun en
það er náttúrlega aldrei þannig. Flestir vilja vera yfir mitt
sumarið,“ greinir Margrét frá.
Hún bætir því við að í ár hafi færri umsóknir borist í or-
lofsíbúðir erlendis en í fyrra. Þær hafi þó ekki verið miklu
færri.
Betri kostur í ljósi ástandsins
Hjá Eflingu hefur umsóknum um orlofshús innanlands í
sumar fjölgað um 35 prósent miðað við í fyrra. Nú sóttu
tæplega 800 um en í fyrra voru umsóknirnar um 550, að
sögn Ólafar Björnsdóttur þjónustufulltrúa.
„Okkar hópur er ekki að fara utan. Fólk sér fram á að
þetta sé betri kostur eins og ástandið er.“
Eftirspurn eftir íbúðum á vegum Eflingar í Kaupmanna-
höfn er minni nú en í fyrra. Þá voru íbúðirnar þrjár en eru
nú tvær. „Það fylltist samt í fyrstu úthlutun og það komast
ekki allir sem vilja,“ segir Ólöf.
Í skíðaferðir innanlands
Anna Dóra Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá SFR,
Stéttarfélagi í almannaþjónustu, segir umsóknir um orlofs-
hús í ár hafa verið 830 en þær voru 670 í fyrra.
„Fólk fer örugglega minna utan. Við erum með íbúðir fyr-
ir norðan sem hafa næstum því verið leigðar út upp á dag
frá áramótum, hvort sem það hefur verið helgi eða virkir
dagar. Ég held að fólk hafi frekar farið í skíðaferðir norður
en til útlanda. Það er meiri hreyfing á fólki innanlands,“
segir Anna Dóra.
Hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur hafa menn enn ekki
tekið saman fjölda umsókna um dvöl í orlofshúsi í sumar.
„Tilfinningin að það séu fleiri umsóknir er hins vegar
sterk,“ segir Lára Júlíusdóttir, þjónustufulltrúi hjá stétt-
arfélaginu.
Kennarasamband Íslands, KÍ, hefur heldur ekki tekið
saman fjölda umsókna en þar telja menn að umsóknir um
orlofshús og í skipulagðar gönguferðir séu fleiri en í fyrra,
að því er Hanna Dóra Þórisdóttir, framkvæmdastjóri or-
lofssjóðs KÍ, greinir frá.
Morgunblaðið/Þorkell
Í sól og sumaryl Margir vilja vera í orlofshúsi hérlendis
í sumarfríinu enda hefur umsóknum fjölgað mikið.
Fara frekar í orlofs-
húsin en á ströndina
BÓKIN „Hver tók ostinn minn?“
er komin út á nýjan leik. Sagan
varð feikivinsæl hér á landi en
hefur verið ófáanleg um nokkurra
ára skeið. Söguhetjur Ostsins eru
litlu mennirnir Loki og Lási og
mýsnar Þefur og Þeytingur. Lífið
hafði leikið við þá þar til osturinn
hvarf einn góðan veðurdag eins
og dögg fyrir sólu! Félagarnir
fjórir standa fyrir kenndir innra
með okkur; mýsnar Þefur og
Þeytingur fylgja eðlishvöt sinni
og fara umsvifalaust að leita osts.
Litlu mennirnir Lási og Loki býsn-
ast yfir óréttlæti heimsins enda
höfðu þeir lifað praktuglega í
þeirri fullvissu að velsæld þeirra
entist um aldur og ævi. Þeir
kvarta sáran. Neikvæðni og for-
dómar byrgja þeim sýn og taka
frá þeim orku meðan mýsnar
finna gnægð osts.
Þar kemur þó að Lási tekst á
við eigin ótta og þvermóðsku – og
fer að sjá spaugilegar hliðar í eig-
in fasi. Von um umbun rekur hann
áfram. Lási heldur út í völund-
arhúsið í leit að osti en Loki situr
eftir og krefur heiminn um rétt-
læti – meiri ost og engar refjar.
Í fréttatilkynningu segir að sag-
an eigi vel við á þeim tímum sem
við lifum núna. Skyndilega hafi
lifibrauðið verið tekið frá mörgum
heimilum. Efnahagslífið hafi
hrunið og þúsundir manna hafi
enga vinnu. Viðbrögð fólks séu
með ýmsum hætti en spurningin
er hvernig best sé að vinna sig út
úr erfiðleikunum.
Bók Söguhetjur Ostsins eru Loki og
Lási og mýsnar Þefur og Þeytingur.
Hver tók ostinn minn?
Saga um atburði
á breytingatímum
Hvenær varð orlofsréttur að lögum á Íslandi?
Árið 1942 öðlaðist allt íslenskt launafólk rétt til orlofs
samkvæmt lögum, að því er segir á heimasíðu AFLs.
Áður en til lagasetningarinnar kom hafði þó verið gert
samkomulag við atvinnurekendur um að koma á rétti til
orlofs.
Með samningnum 1942 fékkst 12 daga sumarleyfi.
Hvers vegna voru orlofshús reist?
Til þess að tryggja að launafólk hefði aðstæður til þess
að nýta orlofið hófu mörg verkalýðsfélög byggingu or-
lofshúsa. Víða um land eru orlofsbyggðir verkalýðs-
félaga. Félögin hafa einnig byggt eða keypt orlofshús í
útlöndum til útleigu fyrir félagsmenn.
Verkalýðsfélögin hafa einnig tekið á leigu hús og íbúðir
innanlands og utan fyrir til útleigu fyrir félagsmenn.
Hvernig eru kaupin fjármögnuð?
Kaupin eru fjármögnuð af svokölluðum orlofs- eða or-
lofshúsasjóðum. Atvinnurekendum er skylt að greiða ið-
gjald í orlofssjóðina.
S&S