Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
Til alvarlegrar skoðunar
Menntamálaráðuneytið mat mál Fornleifastofnunar Íslands þannig að rétt væri að vekja athygli
viðeigandi stofnana á því Háskóli Íslands segir að gripið verði til viðeigandi aðgerða ef tilefni gefst til
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
„Við höfum brugðist við. Þegar Fram-
kvæmdasýsla ríkisins vakti athygli
okkar á málinu lögðumst við yfir það
og í raun og veru má segja að þetta
heyri ekki undir okkur,“ segir Katrín
Jakobsdóttir menntamálaráðherra
um málefni Fornleifastofnunar Ís-
lands (FSÍ) sem sagt var frá í Morg-
unblaðinu í gær. Talið er að FSÍ beiti
siðferðilega og lagalega hæpnum að-
ferðum til að viðhalda markaðsráð-
andi aðstöðu á sviði fornleifaupp-
graftrar á landinu. „Þess vegna
sendum við þetta bréf til Samkeppn-
iseftirlitsins annars vegar og hins veg-
ar til Háskóla Íslands og óskum eftir
að kannað sé hvort þetta stangist á við
starfsskyldur starfsmanna HÍ,“ segir
Katrín og bætir við: „Þannig að við
tökum á málinu og komum því áfram.“
Þannig sé vakin athygli viðeigandi
stofnana á málinu. „Við mátum það
þannig.“ Ákvörðun um málefni Adolfs
Friðrikssonar og Orra Vésteinssonar
segir Katrín að liggi hjá HÍ. Orri er
dósent við HÍ og Adolf var til ársins
2007 stundakennari við skólann. Orri
og Adolf eru stjórnarmenn í FSÍ og
Adolf er auk þess forstöðumaður.
Háskóli Íslands sendi í gær frá sér
yfirlýsingu um málið þar sem m.a.
segir að það sé til „alvarlegrar skoð-
unar“. Þá segir: „Rétt er að taka fram
að engin formleg tengsl eru á milli Há-
skóla Íslands og Fornleifastofnunar.
Gögn Framkvæmdasýslunnar fela í
sér ábendingar um að tilgreindir
starfsmenn Háskólans kunni að hafa
sýnt framkomu eða háttsemi sem ekki
sé í samræmi við starfsskyldur þeirra
sem kennara við skólann. Mál þetta er
til alvarlegrar skoðunar innan skólans
að því marki sem það lýtur að honum.
Verið er að afla upplýsinga frá þeim
starfsmönnum Háskólans sem nefndir
eru í gögnum frá Framkvæmdasýsl-
unni og rætt hefur verið við nemanda
skólans sem nefndur er í gögnunum.
Þegar athugun málsins er lokið verður
gripið til viðeigandi aðgerða af hálfu
Háskólans ef tilefni verður til.“
Yfirlýsing Adolfs Friðrikssonar | 8
Í HNOTSKURN
»Páll Gunnar Pálsson, for-stjóri Samkeppniseftirlits-
ins, segir gagnaöflun standa yf-
ir. Ekki er hægt að segja til um
hvenær rannsókn lýkur. Málinu
verður þó flýtt eins og kostur er.
»Almennt eru viðurlög viðbrotum á samkeppnislögum
sektir og eftir atvikum fyrirmæli
um breytingar á starfsemi.
METAN hefur hækkað um 4 krónur
á áfyllingarstöðinni við Bíldshöfða í
byrjun mánaðarins. Rúmmetrinn
kostar nú 98 kr.
Björn H. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, segir að verðið
hafi verið hækkað til að halda í við
verðlag. Nefnir hann að lán sem tek-
in hafa verið vegna uppbygging-
arinnar séu í erlendri mynt og hafi
það hækkað tilkostnað. Verðið hefur
verið 94 krónur frá því í fyrravor.
Björn vekur athygli á því að met-
anið sé vel samkeppnishæft við
bensín. Á vef Metan hf. kemur fram
að kaup á einum rúmmetra af norm-
al metani samsvari því að keyptur
væri bensínlítri á 87,50 kr. Bensín er
sem kunnugt talsvert dýrara en það
eða yfir 160 krónur lítrinn.
Metanið
hækkar
um 4 kr.
Rúmmetrinn í 98 kr.
ÞRÍR Danir duttu í lukkupottinn og
skiptu fyrsta vinningi og ofurpotti
Víkingalottósins á milli sín í gær, þar
sem ofurtalan var ein af aðaltöl-
unum. Vinningurinn var 1.940 millj-
ónir og fær hver þeirra jafnvirði 647
milljóna íslenskra króna í sinn hlut.
Heppinn íslenskur áskrifandi var
hins vegar með allar tölurnar í réttri
röð í Jókernum og fær hann 2 millj-
ónir í vinning.
Danir duttu í
lottólukkupott
LEIKSKÓLINN Skógarborg hélt upp á 40 ára af-
mæli sitt í gær. Boðið var upp á tónlistaratriði,
myndlistarsýningu og veitingar. Í skólastarfinu er
helst lögð áhersla á að hafa barnið í brennidepli;
tilfinningalegt styðjandi umhverfi, skapandi starf,
lesþroska, ritmál og stærðfræðilega hugsun.
Skógarborg tók til starfa 7. júlí árið 1969 og var
til að byrja með í litlu húsi við Klifveg. Árið 2006
fluttist leikskólinn í nýtt húsnæði í Efstalandi 28.
Í leikskólanum eru á bilinu 50-53 börn sem
njóta nálægðarinnar við náttúruparadísina í Foss-
vogsdal.
Fjörutíu ára afmæli fagnað með pomp og prakt
Barnið í brennidepli á Skógarborg
Morgunblaðið/Heiddi
Bjartari tímarFangaðu ljósið og færðu stofuna út í sumar
Lambo Lounger
69.900,-
einfaldlega betri kostur
30
%
af
slá
ttu
r
af
öll
um
Si
len
ce
dý
nu
m
Lambo Lounger. NÝTT. Garðsófi. Ø165cm. Innifalið í verði er sessa og 5 púðar.69.900,-
einfaldlega betri kostur
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19
s: 522 4500 www.ILVA.is
Skoðaðu hann á www.ILVA.is
NÝRSUMARBÆKLINGUR
NÝTT KORTATÍMABIL
„ÞEIR voru fegnir að sjá okkur,“ segir Bjarni Guð-
mundsson, stýrimaður á Núpi sem bjargaði tveimur sjó-
mönnum af Herdísi SH 145 út af Patreksfirði snemma í
gærmorgun. Eldur kom upp í bátnum og komust sjó-
mennirnir í gúmbjörgunarbát. Herdís SH sökk þegar
Núpur var að búa sig undir að taka bátinn í tog.
Herdís SH er sex brúttólesta bátur sem gerður var út
frá Rifi og voru tveir menn um tvítugt á bátnum. Þeir
voru á handfæraveiðum út af Blakksnesi, sunnan við
Patreksfjörð. Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður og fað-
ir annars skipverjans, segir að sjómennirnir hafi verið á
skaki, þegar þeir urðu varir við að reykur kom út um
loftop á lúkarnum. Þá hafi verið kominn það mikill eldur
og reykur að þeir hafi ekki komist í talstöð eða síma til að
kalla eftir hjálp og ekki getað náð í flotbúninga sem
geymdir voru inni, aðeins náð að ræsa neyðarsendi. Þeir
hafi losað björgunarbátinn sem var uppi á stýrishúsinu
en eldurinn hafi verið byrjaður að teygja sig í hann.
Fram kom á neyðarskeytinu hvaða bátur ætti í hlut og
staðsetning. Þegar skipverjar svöruðu ekki kalli stjórn-
stöðvar Landhelgisgæslunnar var kallað eftir aðstoð.
Núpur var sjö mílur frá og sáu skipverjar reyk og að
neyðarblysi var skotið á loft. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var einnig kölluð út.
Mennirnir voru upp undir klukkutíma í bátnum. Birta
BA skutlaði þeim í land á Patreksfirði og þar tók lög-
reglan skýrslu um atburðinn. Von var á þeim heim seint í
gærkvöldi.
„Þetta er vissulega slæmt. Við gerðum þennan bát út
yfir sumartímann. Strákarnir missa vinnuna. En það er
guðsgjöf að þeir skyldu bjargast,“ segir Ásbjörn og vill
koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að björg-
uninni. helgi@mbl.is
Komust í björgunarbátinn
Tveimur ungum sjómönnum bjargað eftir að eldur kom
upp í bát þeirra Gátu ekki tekið með flotbúninga eða síma
Morgunblaðið/Alfons
Á siglingu Herdís SH 145 sökk eftir að eldur kom upp.