Morgunblaðið - 21.05.2009, Side 10

Morgunblaðið - 21.05.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Katrín Jakobsdóttir mennta-málaráðherra sagði í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gær að hún vildi rjúfa múra á milli íslenzkra háskóla og koma á meira samstarfi þeirra á milli. Hún útilokaði ekki að háskólar yrðu sameinaðir.     Menntamálaráðherra nefndi aðmeð aukinni samvinnu eða sameiningu væri hægt að ná sam- legðaráhrifum; jafnframt væri hægt að auka verkaskiptingu skólanna og leyfa nemendum að taka námskeið við fleiri en einn háskóla.     Þetta eru skyn-samlegar hugmyndir hjá mennta- málaráðherra. Það má velta því fyrir sér hvort of mikill vöxtur hafi hlaupið í há- skólakerfið hér á landi á síðustu árum og hvort stofn- anirnar séu orðnar of margar.     Sameining og samvinna háskólavirðist augljós leið til að spara peninga sem verður að gera í menntamálaráðuneytinu eins og annars staðar.     Tvennt má þó minna á, vegna þessað vinstri grænn ráðherra er lík- legur til að gleyma því.     Annars vegar þarf áfram aðtryggja samkeppni í há- skólakerfinu. Enginn vafi leikur á að kennsla í t.d. verkfræði, lögfræði og viðskiptagreinum hefur stór- batnað í Háskóla Íslands vegna þeirrar samkeppni sem skólinn hef- ur fengið frá nýjum háskólum.     Hins vegar er nú ástæða til aðskoða upptöku skólagjalda í ríkisháskólunum. Þau hafa nemar í einkareknum skólum borgað með glöðu geði árum saman. Katrín Jakobsdóttir Ekki gleyma Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 léttskýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Bolungarvík 10 léttskýjað Brussel 20 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Akureyri 10 heiðskírt Dublin 11 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Egilsstaðir 9 léttskýjað Glasgow 12 skúrir Mallorca 30 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 18 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Nuuk 2 alskýjað París 23 heiðskírt Aþena 25 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Winnipeg 11 skúrir Ósló 13 skýjað Hamborg 20 léttskýjað Montreal 6 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt New York 24 heiðskírt Stokkhólmur 16 heiðskírt Vín 24 léttskýjað Chicago 24 heiðskírt Helsinki 14 skýjað Moskva 16 skýjað Orlando 21 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 21. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.42 3,2 9.59 0,8 16.10 3,4 22.28 0,8 3:53 22:57 ÍSAFJÖRÐUR 5.41 1,7 12.07 0,4 18.16 1,8 3:27 23:33 SIGLUFJÖRÐUR 1.41 0,3 7.48 1,0 14.02 0,2 20.21 1,1 3:09 23:17 DJÚPIVOGUR 0.55 1,7 6.58 0,7 13.19 1,9 19.36 0,7 3:15 22:34 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, víða 8-15 m/s suðvestanlands um kvöldið, og fer að rigna, en annars staðar hægari og lengst af bjart. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðan og norðvestan til. Á laugardag og sunnudag Nokkuð stíf suðaustlæg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum, einkum þó suð- austanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag og þriðjudag Snýst líklega til norðaustlægrar áttar með vætu, einkum norð- an til og heldur svalara veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað austanlands, annars víða léttskýjað til landsins, en líkur á stöku síðdegisskúrum sunnan til. Hiti 8 til 15 stig yfir daginn, hlýjast í innsveitum norðan- og vestanlands. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÉG hef verulegar áhyggjur af því að embættismannakerfið íslenska muni fara í frí í sumar, eins og venja er. Á þeim tímum sem núna eru, þeg- ar íslenskt efnahagslíf hefur aldrei staðið frammi fyrir meiri erfiðleik- um, er nánast óréttlætanlegt að ráðuneyti og stofnanir verði hálflam- aðar vegna fría. Nóg er að stjórn- málin hafi verið í lamasessi síðustu mánuði vegna kosninga,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, þing- maður Sjálfstæð- isflokksins. Hann segist hafa áhyggjur af því að venjubundin sumarfrí í ráðu- neytum og stofn- unum muni leiða til mikils hæga- gangs í aðgerðum fyrir heimili og fyrirtæki. „Staða mála er þannig, að við erum með stærstu verkefni sem nokkur stjórn- völd hafa staðið frammi fyrir á Ís- landi í sögunni. Það er nógu slæmt að embættismannakerfið verði sett af fullum krafti í vinnu vegna hugs- anlegra aðildarviðræðna við ESB, og síðan einnig í vinnu við að umturna sjávarútveginum. En það er samt ekkert eins og slæmt og að ráðuneyt- in verði næstum óstarfhæf yfir sum- armánuðina, eins og allir vita að er raunin með tímabilið frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Það vill svo til að núna, árið 2009, hittir þannig á að það er ekki tími fyrir embættismenn að fara í frí. Það þarf einfaldlega að taka tillit til þess.“ Samkvæmt þingsköpum, sem breytt var árið 2007, er ráð fyrir gert að þingfundir standi fram í byrjun júní en síðan fari Alþingi í sumarfrí, og hefji störf aftur í byrjun septem- ber. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segist allt eins búast við því að störf þingsins geti dregist fram eftir sumri. „Við munum ein- faldlega vinna eins og þarf.“ Finnst „fráleitt“ að embættismenn fari í frí Tryggvi Þór Herbertsson Það er mikil upplifun að feta í fótspor Íslendinganna sem fluttust vestur um haf í von um betra líf og er helsti tilgangur ferðarinnar að kynnast sögu þeirra, taka þátt í Íslendingadeginum, en einnig að skoða fleiri áhugaverða ferðamannastaði og kynnast lífinu eins og það er í dag. Flogið til Minneapolis þar sem gist verður í eina nótt áður en haldið er til Grand Forks í Norður-Dakóta. Þaðan verður ferðast um blómlegar sveitir Íslendinga og tekið þátt í Íslendingadeginum í Mountain. Næsti áfangastaður er Winnipeg þar sem gist verður í 6 nætur. Farið í ferðir um Nýja-Ísland, s.s. til Heklueyjar, Árborgar og að sjálfsögðu tekið þátt í hátíðarhöldunum á Íslendingadeginum í Gimli. Næst verður ekið til Minnesota og gist í 2 nætur í Duluth við Lake Superior, en í lok ferðar er einnig farið í skoðunarferð í Minneapolis. Fararstjórar: Margrét Björgvinsdóttir & Ragnheiður Kjærnested Verð: 269.200 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn SUMAR 5 29. júlí - 13. ágúst Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Íslendingaslóðir í Kanada Allarskoðunarferðirinnifaldar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.