Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Salt í grautinn ?!? Við eigum saltbauka, kaffikvarnir, stóla, diska og margt fleira skemmti- legt á heimilið og í sumarhúsið. Opið fös. kl. 13-18 og eftir samkomulagi. maddomurnar.com Antík rókokkó sófasett + borð til sölu Til sölu grænt flauels rókokkó sófasett 3+1+1 og sófaborð. Sími: 846-8673, vefpóstur: 25ihe@ma.is fleiri myndir: http://www.picture- trail.com/sfx/album/view/21612487 Dýrahald Pomeranian rakki til sölu! Heilsufarsskoðaður, örmerktur og með ættbók frá REX. Tilbúin til af- hendingar (10 vikna). Upplýsingar í síma 892 7966. http://www.skeljapommar.com Garðar Er öspin til ama? Sérhæfum okkur í að fella og fjarlægja tré af öllum stærðum og gerðum. Eitrum líka í rót. Upplýsingar í síma 695 -1918. Gisting Ný lúxus sumarhús til leigu á Akureyri - Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö, netsamband og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Eigum laust í júní. Uppl. á www.saeluhus.is eða í s. 618-2800. Heimili í borginni - www.eyjasolibudir.is 2-3ja herb. íbúðir, lausar á næstunni. Gisting fyrir 4-5. Fjölskylduvænt. Frítt net. VELKOMIN - eyjasol@internet.is S: 698 9874 - 898 6033. Hljóðfæri Harmonika óskast Minni en 120 bassa. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 899 7230. Húsnæði óskast Leigumarkaður.is vantar íbúðir! Okkur vantar íbúðir í hverfum 109, 200, 201, 220, 221 og 223 í leigu. Áhugasamir hafi samband við Skúla Þór í síma 848 0275 eða skulith@huseign.is Einnig er hægt að skrá íbúðir á www.leigumarkaður.is Atvinnuhúsnæði Bæjarlind 14-16 Til leigu verslunar- eða skrifstofu- húsnæði í Bæjarlind 14-16 á jarðhæð (neðstu), norðurendi, (Tekk-plássið), 400 m². Innkeyrsludyr, næg bílastæði og góð aðkoma. Hagstæð leiga. Upplýsingar í síma 895-5053. Sumarhús Sumarbústaðaland til sölu Sölusýning á laugardag kl. 13-16 í landi Kílhrauns á Skeiðum. Kalt vatn, sími og rafmagn að lóðarmörkum. Verið velkomin. Hafið samband í síma 824 3040 eða 893 4609. www.kilhraunlodir.is Spennandi gisting Ættarmót, fyrirtækjahópar, golfhópar, saumaklúbbar, kínahópar, hvata- ferðir o.fl. o.fl. Bjóðum upp á frábæra aðstöðu fyrir alla hópa og fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Stutt í sundlaug. Allar sjónvarpsstöðvar -líka ef þú ert boltanörd. www.minniborgir.is og Gsm 868-3592.Rotþrær-siturlagnir Heildarlausnir - réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. Borgarplast, www.borgarplast.is s. 561 2211 - Völuteigi 31 - Mosfellsbæ. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Pípulagningaþjónusta Jónas pípulagningameistari. S: 896-0074. Námskeið Leðurtöskugerð Sumardagskráin tilbúin. Ekki missa af námskeiði þetta sumarið. Kjörið fyrir einstaklinga, saumaklúbba og gæsahópa. Uppl. í s. 578 1808 og á www.leduroglist.is Byrjendanámskeið í tennis Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar- skráning hafin. Tíu tíma námskeið. Upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is Til sölu Vertu örugg/ur í fríinu ! Fáðu þér öryggishólf frá Rökrás. Rökrás ehf. Kirkjulundi 19. Sími 565 9393. www.rokras.is. Bókhald Bókhald - Framtöl Framtals- og bókhaldsþjónusta - VSK uppgjör, stofnun EHF. erfðarfjár- skýrslur o.fl. Sanngjarnt verð. Uppl. í s. 517-3977. Afi var prakkari og mjög stríð- inn. Ég man þegar hann og pabbi voru á rúntinum og afi sá einhverj- ar skvísur á gangi, hann hikaði ekki, ýtti á bílflautuna og lyfti hendinni á pabba upp, svona eins og pabbi hefði verið að flauta á þær og svo hló hann og hló. Ég man eftir bílferðunum þar sem hann keyrði alltof hratt að mati ömmu og hún alveg brjáluð. Hann reddaði því með því að taka leð- urhanskana hennar og setti fyrir hraðamælinn. Þá slokknaði á ömmu og hún gat ekki mikið sagt þegar hún sá ekki á hvaða hraða karlinn var. Svona var hann og honum datt sko ýmislegt sniðugt í hug og var oft svolítill unglingur í sér. Hann var barngóður og mikill fé- lagi okkar barnabarnanna, spilaði við okkur, tefldi og spilaði á nikk- una fyrir okkur, hann var alvöru harmoníkuleikari. Barnabarna- börnin áttu svo langafa sinn óskipt- an og fengu alla hans athygli. Dótt- ur minni fannst hann æðislegur, hann var óþreytandi að spila við hana ólsen ólsen, sagði hana reynd- ar svindla en mig grunar að hann hafi átt einhvern þátt í að svindla líka. Elsku afi, það er komið að kveðjustund. Minningarnar um þig ylja okkur um ókomna tíð og ekki er laust við að maður glotti út í ann- að að hugsa til baka. Þú varst ynd- islegur afi. Takk fyrir allt og takk fyrir að þið amma komuð til Eyja núna í apríl til að hitta okkur öll, þær stundir eru ómetanlegar. Góða nótt elsku afi minn og sofðu rótt. Matthildur Halldórsdóttir.                          ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS BJARNA KRISTJÁNSSONAR, Þykkvabæ 5, Reykjavík. Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir, Svava Benediktsdóttir, Guðmundur Birgir Salómonsson, Ágúst Benediktsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir, Gréta Benediktsdóttir, Kristján Knútsson, Ásta Benediktsdóttir, Sigmar Arnar Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru konu, móður, tengdamóður og ömmu, AUÐAR ÞORGERÐAR JÓNSDÓTTUR, Deddu, Stekkjargötu 7, Hnífsdal. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss Ísafjarðar. Einnig þakkir til vinkvenna hennar fyrir góða hjálp. Ragnar Benediktsson, Guðrún Ragnheiður Ragnarsdóttir, Einar Ólafur Ágústsson, Jón Ólafur Ragnarsson, Sigurður Hólm Ragnarsson, Júlíus Sigurbjörn Ragnarsson, Ragnar Ágúst Einarsson, Íris Dögg Einarsdóttir, Aníta Diljá Einarsdóttir, Birna Júlíana Einarsdóttir, Fannar Emil Jónsson, Auður Þorgerður Jónsdóttir, Ólafur Ármann Sigurðsson, Jóhann Þór Júlíusson.  Elskulegur móðurbróðir minn, PÁLMI ALFREÐ JÚLÍUSSON frá Syðra-Skörðugili, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 23. maí kl. 14.00. Fyrir hönd frændfólks og vina, Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA IBSEN frá Súgandafirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 15. maí. Minningarathöfn verður í Víðistaðakirkju föstudaginn 22. maí kl. 15.00. Útförin fer fram frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Guðrún Egilsdóttir, Ingólfur A. Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, AÐALBJÖRN ÚLFARSSON frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði mánudaginn 18. maí. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju á Hornafirði laugardaginn 23. maí kl. 10.30. Systkini hins látna. ✝ Elskulegur frændi okkar og vinur, GARÐAR LÁRUS JÓNASSON frá Seljateigshjáleigu, Reyðarfirði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þriðjudaginn 19. maí. Guðlaugur T. Óskarsson, Sigurbjörn Marinósson.  Fleiri minningargreinar um Hall- dór Davíð Benediktsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.