Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
Sudoku
Frumstig
2 8 5
1 2
7 6 2 1
5 9
7 4
4 8
7 8
6 7 1
1 3 9
6
6 4 1
3 4 7
5 9
3
7 5 8
2 1 8
3 1 2
7 5 9
8 6 3
5 6
4 7 9
5 8 7
3 4 8
9 3
6 1
9 2
8 7 5
2 5 8 1 7 4 6 3 9
9 1 6 5 2 3 4 8 7
4 7 3 9 6 8 2 5 1
7 9 2 4 8 6 5 1 3
6 8 1 3 9 5 7 4 2
5 3 4 7 1 2 8 9 6
8 6 5 2 3 9 1 7 4
3 2 7 8 4 1 9 6 5
1 4 9 6 5 7 3 2 8
7 6 9 2 1 8 3 4 5
5 1 4 7 9 3 2 8 6
3 2 8 6 5 4 7 9 1
9 8 7 3 6 1 4 5 2
1 3 2 5 4 9 6 7 8
4 5 6 8 2 7 9 1 3
6 4 3 9 8 5 1 2 7
2 9 5 1 7 6 8 3 4
8 7 1 4 3 2 5 6 9
6 9 3 1 5 4 8 7 2
7 5 1 3 8 2 9 6 4
2 4 8 7 9 6 5 3 1
4 1 2 8 3 7 6 9 5
9 3 5 6 2 1 7 4 8
8 7 6 9 4 5 1 2 3
1 2 4 5 7 9 3 8 6
5 8 9 2 6 3 4 1 7
3 6 7 4 1 8 2 5 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 21. maí,
141. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu
þjáningar þessa tíma neitt í sam-
anburði við þá dýrð, sem oss mun op-
inberast. (Rm. 8, 18.)
Víkverji sá fyrir tilviljun fyrriþáttinn af bresku sjónvarps-
myndinni 1066 The Battle for
Middle Earth sem sýnd var á Can-
nel 4 í vikunni. Í miðjum þætti tók
Víkverji eftir stæðilegum manni sem
honum þótti hreint ótrúlega líkur
Ólafi Darra Ólafssyni leikara. Morg-
unblaðið upplýsti síðan í gær að
Ólafur Darri og félagi hans Björn
Thors hefðu farið með stór hlutverk
í myndinni.
x x x
Ólafur Darri og Björn léku vík-inga sem börðust í liði Har-
aldar harðráða við Stamford Bridge.
Í myndinni mætast Ólafur Darri og
hermaður í liði Haraldar Godw-
insonar konungs á brúnni þar sem
orrustan er háð. Ólafur Darri drap
hann léttilega og sömu örlög hlaut
hver hermaðurinn á fætur öðrum.
Þegar Ólafur Darri var búinn að
drepa u.þ.b. 20 manns klifraði einn
andstæðingur hans undir brúna og
rak spjót í gegnum brúargólfið upp í
Ólaf Darra. Þessu gat hann ekki var-
ist.
x x x
Það verður ekki sagt að sjón-varpsmyndin bregði neinum
hetjuljóma á stríðsátök. Smábænd-
um og vinnufólki er att út í orrustur.
Skylmingarnar eru hvorki langar né
hetjulegar.
Árið 1066 markaði djúp spor í
sögu Englands. Menn Haraldar
Godwinarsonar háðu erfiða orrustu
við víkinga og náðu með þrautseigju
að sigra. Þegar þeir sem eftir lifðu
voru að kasta mæðinni bárust fréttir
af því að Vilhjálmur hertogi af Norð-
mandí hefði gengið á land við Hast-
ings. Herinn flýtti sér til móts við
innrásarherinn. Hermenn Haraldar
voru þreyttir og sárir en höfðu þó
lengi vel í fullu tré við menn Vil-
hjálms. Hann hafði á endanum sigur
með klókindum en einnig skiptu öfl-
ugar bogaskyttur hans miklu máli.
Vilhjálmur varð þar með konungur
yfir Englandi. Allar tilraunir til inn-
rásar í England síðan hafa runnið út
í sandinn. Nokkrum sinnum hefur
þó verið háð borgarastyrjöld í land-
inu. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 meyr, 4 grísk-
ur bókstafur, 7 minnist
á, 8 innheimta, 9 tjón, 11
nöldra, 13 lof, 14 þukla
á, 15 auðmótuð, 17 geð,
20 spor, 22 árás, 23 bál,
24 ílátið, 25 gabba.
Lóðrétt | 1 háðsbros, 2
fóstrið, 3 hluta, 4 þref, 5
laumuspil, 6 stéttar, 10
hindra, 12 kraftur, 13
mann, 15 þræta, 16
huldumenn, 18 dásemd-
arverk, 19 tilbiðja, 20
veit margt, 21 úrkoma.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 útkjálkar, 8 pækil, 9 pokar, 10 kóp, 11 lands,
13 agnar, 15 falls, 18 strit, 21 kot, 22 lætur, 23 ólmir, 24
snakillur.
Lóðrétt: 2 tekin, 3 jálks, 4 loppa, 5 askan, 6 spil, 7 þrír,
12 díl, 14 get, 15 fólk, 16 látin, 17 skrök, 18 stóll, 19
rimmu, 20 tæra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c3 Bg7 4. d4 cxd4 5.
cxd4 d5 6. e5 Rh6 7. h3 Rc6 8. Rc3 O-O
9. Bb5 Bf5 10. Bxc6 bxc6 11. O-O f6 12.
He1 Rf7 13. Bf4 g5 14. Bh2 Rh8 15.
Re2 Be4 16. Rd2 Rg6 17. Rg3 f5 18.
Rb3 f4 19. Rxe4 dxe4 20. Rc5 Dd5 21.
Rxe4 Rh4 22. Db3 Dxb3 23. axb3 h6 24.
Rc5 Rf5 25. He4 Hfd8 26. Re6 Hd7
Staðan kom upp í atskákkeppni
landsliðs Asera gegn nokkrum af öfl-
ugustu stórmeisturum heims sem fór
fram fyrir skömmu í Bakú í Aserbaíd-
sjan. Heimsmeistarinn fyrrverandi,
Vladimir Kramnik (2759) frá Rúss-
landi, hafði hvítt gegn heimamanninum
Gadir Guseinov (2659). 27. Bxf4! Kf7
svartur hefði einnig tapað eftir 27…
gxf4 28. Hxf4. 28. Rc7! Hxd4 29. Hxd4
Rxd4 30. Rxa8 gxf4 31. Hxa7 Bxe5 32.
Hb7 Re6 33. b4 Bxb2 34. Rb6 Kf6 35.
Rc8 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Reglan í reynd.
Norður
♠10984
♥K85
♦K986
♣D2
Vestur Austur
♠DG532 ♠ÁK76
♥G106 ♥97432
♦Á7 ♦10
♣765 ♣Á83
Suður
♠--
♥ÁD
♦DG5432
♣KG1094
(17) Sagnbaráttan.
Makker innrammaðs manns fer með
húsbóndavaldið og tekur einn pressu-
ákvarðanir, sögðum við í gær. Hvernig
er hægt að nota slíka sagnreglu við
borðið? Lítum á: Austur gefur og opnar
á 1♥. Suður stekkur í 2G til að sýna lág-
litina og vestur segir 3♥. Hvað á norður
að gera? Hann er utan gegn á hættu.
Í reynd stökk norður í 5♦ í pressu-
tilgangi. Honum þótti einsýnt að A-V
væru á leið í 4♥ og vildi gera þeim erfitt
fyrir. Sem er verðugur tilgangur, en
virkaði ekki vel hér: suður bjóst við
betri spilum og hækkaði í slemmu.
Norður átti að láta 4♦ duga, því inn-
ákoman á 2G er blæðandi, getur verið
sterk, veik, eða allt þar á milli. Hlutverk
norðurs var þvert á móti að sýna sitt
rétta eðli – ramma sig inn með lýsandi
sögn og gera makker að húsbónda
framvindunnar.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Láttu ekki værðina ná svo sterk-
um tökum á þér að þú hafir ekki dug í þér
til að vinna þau verk sem þarf að vinna.
Temdu þér meiri tillitssemi í samskiptum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Leitaðu leiða til að bæta aðstæður
þínar og afköst í vinnunni. Láttu þetta þér
að kenningu verða án þess þó að gerast
mannafæla.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er með ólíkindum hvernig
hlutirnir geta stundum gengið upp eins og
af sjálfu sér. En allt í hófi!
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Viljirðu búa við áframhaldandi vel-
gengni máttu í engu slaka á. Mundu bara
að það er vandaverk að velja sér vini og
þeim þarf svo að sinna, ef vináttan á að
haldast eitthvað.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nautið heldur sínu striki í ótil-
greindum viðskiptahugleiðingum og
myndi alveg þiggja fjárfesti í augnablik-
inu. Taktu á móti nýjum tæknilausnum
með jákvæðum huga.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það eru alltof margir möguleikar í
boði á svona degi þar sem allt gengur.
Fólki þykir gott að vinna með þér núna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú hugsar mikið um tilgang lífsins
þessa dagana. Og það á að leggja allar
kröfur til hliðar, nema þær sem maður
gerir til sjálfs sín.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Sumar gjörðir fullnægja
sjálfsálitinu. Auðvitað er alltaf skemmti-
legra þegar ekkert kemst upp á milli þín
og elskunnar þinnar.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert í aðstöðu til að gagn-
rýna, verður jafnvel beðinn um það og
færð borgað fyrir. Ekki fallast á nokkurn
hlut í dag og ekki skrifa undir samninga.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Léttar samræður virðast búa
yfir meiri tilfinningadýpt en endranær.
Tilkynntu alheiminum óskir þínar skýrt
og skorinort, og mundu að þær munu lík-
lega rætast.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Stundum er nauðsynlegt að
gera sjálfum sér eitthvað til góða, eitt-
hvað óvænt og öðruvísi. Vertu öðruvísi,
því eins og Írarnir segja: „Sá sem slúðrar
með þér, slúðrar um þig.“
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Gleymdu því sem ekki gekk upp
hjá þér á síðasta ári. Láttu til skarar
skríða svo vandinn verði úr sögunni.
Stjörnuspá
21. maí 1962
Tékkneskum manni var vísað
úr landi fyrir að reyna „að
múta íslenskum flugmanni til
njósna á Keflavíkurvelli“ að
sögn Morgunblaðsins.
21. maí 1983
Ásmundarsafn, safn Ásmund-
ar Sveinssonar myndhöggvara
við Sigtún í Reykjavík, var
formlega opnað. Sex árum áð-
ur gaf listamaðurinn Reykja-
víkurborg safnið eftir sinn
dag.
21. maí 1994
Sturla Friðriksson lagði til í
grein í Lesbók Morgunblaðs-
ins að Íslendingar veldu holta-
sóley sem þjóðarblóm. Í kjöl-
far þess var ákveðið að velja
hana sem þjóðhátíðarblóm
1994. Áratug síðar var holta-
sóley valin þjóðarblóm í at-
kvæðagreiðslu.
21. maí 1997
Þrír Íslendingar komust á tind
Mount Everest, hæsta fjalls
heims, sem er 8.848 metrar,
kl. 7.15 að íslenskum tíma.
Þetta voru Björn Ólafsson,
Einar K. Stefánsson og Hall-
grímur Magnússon. Tilkynn-
ing þeirra til félaganna sem
biðu í grunnbúðunum var svo-
hljóðandi: „Við komumst ekki
hærra.“ Ferðin á tindinn tók
þrettán klukkustundir og
ferðin niður fimm klukku-
stundir.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
GUÐNÝ Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum
í Húnaþingi vestra, er fertug í dag og hún hóf
fögnuðinn í gærkvöldi þegar hún fór ásamt bónda
sínum að sjá sýninguna Mr. Skallagrímsson í
Landnámssetrinu í Borgarnesi. Eftir sýninguna
eyddu þau nóttinni í Hótel Hamri.
Á Bessastöðum eru þau með 30 kýr en hestabú-
skapur er stundaður þar líka. „Maðurinn minn er
mest í hrossunum,“ segir Guðný Helga en þegar
blaðamaður náði tali af henni var hún einmitt í
miðjum klíðum að þjálfa hesta.
Eftir nóttina í Hamri ætla þau að dóla sér heim í
rólegheitunum og í kvöld er fjör framundan. „Það verður grillveisla
fyrir þreytta sauðfjárbændur í nágrenni okkar og ættingja,“ segir
Guðný Helga og hlær þegar hún er spurð hvort hún vonist eftir góðu
veðri. „Maður grillar bara í skjóli, við þekkjum það alveg. Það er yfir-
leitt blíða suður undir vegg.“
Sauðburði er ekki lokið í sveitum landsins á þessum tíma og Helga
Guðný rifjar upp að oft hafi afmælisdagurinn týnst í miðjum sauð-
burði þegar hún var yngri. „Maður fékk svona mismikið af lömbum í
afmælisgjöf,“ segir hún og hlær við upprifjunina. sia@mbl.is
Guðný Helga Björnsdóttir er fertug í dag
Skallagrímsson og Hamar
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is