Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 33

Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 33
Velvakandi 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER AÐ SKRIFA BRÉF TIL FYRIRTÆKIS SEM STYRKIR ÞÁTT SEM MÉR FINNST ÓGEÐSLEGUR. ÉG ÆTLA AÐ SNIÐGANGA VÖRUR FRÁ ÞEIM EF ÞEIR ÆTLA AÐ STYÐJA SÝNINGU Á SVONA SORA ÞÁ VERÐ ÉG AÐ VERSLA VIÐ EINHVERN ANNAN ÉG VONA AÐ EF MÉR TEKST AÐ HRÆÐA BURT AUGLÝS- ENDURNA ÞÁ HÆTTI ÞEIR AÐ FRAMLEIÐA ÞÁTTINN AF HVERJU SNIÐGENGUR ÞÚ EKKI BARA ÞÁTTINN? HVAÐ ERTU AÐ SKRIFA? VEGNA ÞESS AÐ ÞESSIR FALLEGU FJÖLSKYLDU- ÞÆTTIR ERU ÓGEÐSLEGIR OF MIKIÐ AF HRÍSGRJÓNUM! HONUM FINNST ÞAÐ KANNSKI VEISTU AF HVERJU ÉG HUGSA EKKI UM VANDAMÁL HEIMSINS? ÉG ÆTLA AÐ GEFA ÞEIM TÓLF ÁR TIL AÐ LAGA ÞETTA ALLT SAMAN! ÞEGAR ÉG VERÐ ÁTJÁN VERÐUR ALLT GOTT! ÉG ÆTLA AÐ LIFA LÍFINU Í FULLKOMNUM HEIMI! ÞEIR ÆTTU AÐ HEFJAST HANDA! GOTT AÐ VERA MEÐ HLUTINA Á HREINU ÉG KEYPTI ÞETTA HJÁ UNGRI OG GULLFALLEGRI SÖLUKONU! OG HVAÐ ER Í POKANUM? STEINAR! KEMUR Á ÓVART HVAÐA STELPA ER ÞETTA Í SJÓNVARPINU? ÞETTA ER LANDKÖNNUÐUR- INN DÓRA HVAÐ ER HÚN AÐ KANNA Í DAG? ÚTSÖLURNAR Í MIÐBÆNUM ER ÞESSI DÆLD EFTIR BYSSUKÚLU FRÁ RÚSSNESKUM LANDAMÆRA- VERÐI? JÁ, STJAKINN BJARGAÐI LÍFI LANGAFA ÞÍNS ÚT AF ÞESSUM KERTASTJAKA KOMST LANGAFI ÞINN TIL BANDARÍKJANNA AF HVERJU NOTUM VIÐ HANN ALDREI? ÞAÐ ER SVO ERFITT AÐ FÁ KERTI Í HANN BARA VEGNA ÞESS AÐ EITTHVAÐ ER ERFITT ÞÁ ÞÝÐIR ÞAÐ EKKI AÐ MAÐUR EIGI AÐ SLEPPA ÞVÍ LEIKRITIÐ VERÐUR BARA SÝNT Í NOKKRAR VIKUR... OG ÞAÐ HELDUR MÉR Í ÆFINGU ÞANGAÐ TIL ÉG FÆ ANNAÐ HLUTVERK Í KVIKMYND EN ÞÚ FÆRÐ SVO LÍTIÐ BORGAÐ JÁ... OG HVAÐ FÆRÐ ÞÚ MIKIÐ BORGAÐ FYRIR AÐ VERA KÓNGULÓARMAÐURINN? JENS Elíasson var í Esjugöngu fyrir 12-15 árum og hitti fyrir þessa ungu fjölskyldu. Fjölskyldan bað Jens að taka nokkrar myndir af sér, en þau höfðu þá gleymt myndavél heima og þótti það miður þar sem dóttir þeirra var í sinni fyrstu Esjugöngu. Sagðist fjölskyldan ætla að sækja myndirnar á verkstæði Jens en hefur aldrei komið. Myndirnar liggja enn á verkstæð- inu og fjölskyldan getur haft samband við Jens í síma 894-1213. Þekkir einhver fjölskylduna? Aukum framleiðslu og notkun á ís- lensku metani EGILL Helgason átti athyglivert samtal við Jóhannes Björn í Silfri Egils á sunnudaginn 17. maí. Jóhannes Björn er hagfræðingur og í úrvalsdeild sinna fræða, starfandi í Bandaríkjunum og höf- undur bókarinnar Fal- ið vald. Í þættinum benti Jóhannes á að ákvarðanir þjóðarinnar í dag í orkumálum ráða úrslitum um hvað ger- ist hjá þjóðinni eftir 10-20 ár. „Annað hvort verðum við meðal þjóða sem nýtum ekki orkuna rétt eða við tökum okkur til núna og setj- um allan bíla- og bátaflota landsins á innlenda orku og verðum sjálfstæð þjóð. [...] Það verður að gerast. Það verða bara tvö ríki til í heiminum, ríki sem eiga orku og hin sem eiga hana ekki. [...] Ef þetta breytist ekki þá er þjóðin hreinlega glötuð.“ Áminning Jóhannesar er svo sannarlega tímabær enda þörfin brýn að nýta í enn ríkari mæli þekk- ingu okkar og getu á þessu sviði. Ís- lendingar hafa framleitt metan frá árinu 2000 og við framleiðum í dag bifreiðaeldsneyti í hæsta gæðaflokki gegn 40-50% vægara verði en 95 okt- ana bensín er selt á í dag. Við getum stóraukið notkun okkar á metani strax í dag og stigið markviss skref að stóraukinni framleiðslu með gríð- arlegum ávinningi fyrir íslenskt samfélag. Til að svo megi verða þarf samstillt átak stjórnvalda, fyr- irtækja og fólksins í landinu. Veljum næsta bíl rétt, bíl sem getur gengið bæði fyrir metani og bensíni. Einar Vilhjálmsson, lífeðlis- og við- skiptafræðingur. Þakkir til Hjartaheilla AÐ GEFNU tilefni vil ég þakka Ásgeiri Þór hjá Hjartaheill fyrir þá ljúfu framkomu, sem hann sýndi mér. Öldruð móðir mín fékk símreikning upp á 5.000 krónur og furðaði sig á, hvað þetta gæti verið. Við nánari könn- un kom í ljós, að á fjár- öflunardegi Hjarta- heilla, þar sem styrkjendur hringdu inn, hafði hún hringt til að styrkja félagið. Óvart hafði hún stimplað töluna 5000 í stað 1000, án þess að taka eftir því. Beðið var um leiðréttingu. Ásgeir Þór tók svo vel á móti beiðninni og leiðrétti umsvifalaust. Nú er hún bú- in að fá greiðsluna til baka. Hún vill að sjálfsögðu styrkja þessa frábæru stofnun og mun gera það. Takk enn og aftur. Elísabet. Týndur sími LÍTILL blágrár Samsung sam- lokusími tapaðist í vesturbænum mánudaginn 18. maí. Fundarlaunum heitið. Upplýsingar í síma 862-7108. Myndavél glataðist á Esjunni SVÖRT Casio myndavél í svörtu leð- urhulstri tapaðist á Esjunni mið- vikudaginn 13. maí. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 845-6890.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Lokað í dag. Handa- vinnusýning 22., 23. og 25. maí. Sum- arferð 27. maí. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55 og rammavefnaður í handavinnustofu. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Lokað í Jónshúsi í dag. Ferð kirkjunnar með eldri borgara Garðasóknar í dag frá Hleinum kl. 12.30, frá Jónshúsi kl. 12.40 og frá Vídalínskirkju kl. 12.40. Skráning hefur farið fram. Félagsstarf Gerðubergi | Dagur aldr- aðra í kirkjunni í dag. Gerðubergskórinn syngur við messu í Háteigskirkju kl. 11 og Hafnarfjarðarkirkju kl. 14, stjórnandi Kári Friðriksson, undirleikari Árni Ísleifs. Mánud. 25. maí kl. 20 eru tónleikar hjá Gerðubergskór í Fella- og Hólakirkju. Hraunbær 105 | Blái demantshringurinn 27. maí: Strandarkirkja, Herdísarvík, Krísuvík, Grindavík, Reykjanes, Sand- gerði, Garður og Reykjanesbær. Brottför frá Hraunbæ kl. 9.30, hádegismatur innifalinn, verð 6.300 kr., skráning á skrifstofu og í síma 411-2730 í síðasta lagi 25 maí. Hraunsel | Gaflara-kórinn syngur við messu í Víðistaðakirkju kl. 14. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Árleg vorferð eldri borgara verður farin í dag og er lagt af stað frá Fíladelfíu kl. 9 og komið heim um kl. 18. Farið verður í Stykkishólm, veitingar í kirkjunni. Verð er 4.000 kr. Skráning í síma 535-4700. Hæðargarður 31 | Soffíuhópur fé- lagsmiðstöðvarinnar flytur dagskrá um Theódóru Thoroddsen skáld í messu í Bústaðakirkju kl. 14. Á morgun flytur hópurinn dagskrá í Hæðargarði sem ber heitið „Og þá rigndi blómum“. Lokahóf fimmtudag kl. 13.30. S. 411-2790. Laugarneskirkja | Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra í umsjá Sigurbjörns Þor- kelssonar, framkvæmdastjóra kirkj- unnar, sem prédikar. Laufey Geirlaugs- dóttir syngur einsöng og leiðir safnaðarsöng, organisti er Gunnar Gunnarsson. Veitingar á eftir í umsjá Gunnhildar og Vigdísar kirkjuvarða. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, kóræfing kl 13.30, leikfimi kl. 13 og tölvukennsla kl. 15. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.