Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 1
BÖRNIN á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti fá nú að dvelja í eina viku í mánuði allan ársins hring í litlu
timburhúsi í skógarrjóðri sem nefnist Björnslundur. Skógurinn er sameiginlegt útisvæði Norðlingaskóla, ÍTR og
Rauðhóls en útideild leikskólans, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, var opnuð í gær. Munu börnin
skiptast á að dveljast í skógarhúsinu og verður lögð áhersla á sem mesta útiveru meðan á dvölinni stendur. Peyj-
arnir á myndinni virðast kunna vel að meta nýbreytnina í leikskólastarfinu. ingibjorg@mbl.is
LEIKSKÓLINN Í SKÓGARRJÓÐRI
Morgunblaðið/RAX
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
141. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í CANNES
„SÉRSTÖK STÚLKA“
HÚN PARIS HILTON
«MJÖG STERKT BORÐTENNISMÓT
EITT GULL OG
MARGIR PUNKTAR
Morgunblaðið/Kristinn
Fundað Forysta ríkisstjórnar og að-
ilar vinnumarkaðar hittust í gær.
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagðist á Alþingi í gær efast
um að það hefði nein áhrif á gjaldeyr-
isforðann þótt greiðsla annars hluta
láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
hefði frestast. Stefnt væri að því að
greiða annan hluta lánsins í júlí.
Hún sagði að ýmislegt hefði valdið
því að ekki hefði verið hægt að ganga
frá endurskoðaðri áætlun við AGS.
M.a. þurfi að ná fram endur-
skipulagningu á bönkunum áður en
gengið verði frá áætluninni. Vonast
væri til að það gæti orðið í byrjun
júlí. Stefnt væri að fundi í stjórn AGS
í byrjun júlí.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði að nú stefndi í
a.m.k. 20 milljarða viðbótarhalla á
ríkissjóði á þessu ári. Á næsta ári
þurfi að taka mjög stór skref. Stærð-
argráða hallans þá gæti orðið 45-55
milljarðar kr. og 10-20 milljarðar á
ári á árunum þar á eftir.
„Tími ákvarðana kominn“
Jóhanna og Steingrímur áttu síðan
samráðsfund með aðilum vinnu-
markaðarins í Stjórnarráðinu að
loknum þingfundi; ASÍ, SA, SFR og
BSRB. „Það er búið að taka allan
veturinn í að undirbúa þetta. Nú er
kominn tími ákvarðana,“ sagði Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að fundi
loknum. | 8
Stefnt að
greiðslu
AGS í júlí
Stefnir í 20 milljarða
viðbótarhalla á árinu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fordæmdi í gærkvöld kjarnorku-
tilraun Norður-Kóreumanna og
ákvað að undirbúa ályktun um mál-
ið. Bandaríkjamenn ætla að beita
sér fyrir hörðum refsiaðgerðum.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra fordæmdi tilraunina og
sagði að íslenska ríkisstjórnin væri
„andsnúin hvers kyns beitingu
kjarnorkuvopna“ og myndi „beita
sér á alþjóðavettvangi fyrir því að
dregið verði úr notkun þeirra“.
Rök hafa verið færð fyrir því að
markmið tilraunarinnar hafi verið
að styrkja bönd kommúnistastjórn-
arinnar og hersins. »18 og 20
Öryggisráðið fordæmir
kjarnorkutilraun í N-Kóreu
NOKKURS titrings hefur gætt
innan þeirra ráðuneyta og stofnana
sem fara með stjórn efnahagsmála
yfir því hve hægt hefur gengið að
skilja á milli gömlu og nýju bank-
anna. Hefur enginn þessara aðila
viljað taka af skarið og stýra ferl-
inu. Sænski sérfræðingurinn Mats
Josefsson er því ekki sá eini sem
fengið hefur nóg af töfunum. Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn er enn-
fremur sagður óþolinmóður. »7
Fleiri en Josefsson orðnir
þreyttir á seinaganginum
Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu
félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru
skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk
Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar
myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra
kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyris-
sjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
STÆRSTU innlendu kröfuhafar Exista vilja
taka yfir félagið og setja alla stjórnendur
þess til hliðar. Bréf þess efnis var sent til
Exista fyrir helgi og höfðu stjórnendur fé-
lagsins frest fram að miðnætti í gær til að
bregðast við því.
Ef þeir yrðu ekki við beiðni kröfuhafanna
þá ætluðu þeir að gjaldfella skuldir Exista og
setja félagið í greiðslustöðvun.
Treysta ekki stjórnendum
Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfu-
hafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum
og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Í svari stjórnenda Exista segir að félagið
geti „að sjálfsögðu ekki orðið við kröfum sem
settar eru fram í bréfi bankanna án þess að
leita samráðs við aðra kröfuhafa félagsins,
sérstaklega í ljósi þess að umdeilt er að þrír
bankanna eigi nokkrar kröfur á hendur Ex-
ista“. Ekki verði betur séð en að vilji bank-
anna sé sá að varpa fyrir róða allri þeirri
greiningarvinnu og tillögugerð sem farið hafi
fram undangengna mánuði.
Lífeyrissjóðir ekki með
Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir
bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórn-
endum Exista við stýrið. Heimildir Morgun-
blaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji
breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf
með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að af-
skrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í
einu.
Vilja reka forstjóra Exista
Exista á VÍS, Símann, Lífís, Lýsingu og hlut í Bakkavör.
Forstjórar eru Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson.
Starfandi stjórnarformaður er Lýður Guðmundsson.
Skýrsla KPMG segir eignir félagsins 5% af skuldunum.
Stærstu kröfuhafar Exista vilja setja stjórnendur til hliðar og taka sjálfir yfir rekstur félagsins
Gáfu stjórnendum frest til miðnættis Ætla ekki að víkja og gagnrýna skilyrði kröfuhafanna
Exista yfirtekið | 16
UNGUR maður braust inn í
Kaupþingsbanka í Austurstræti í
gærkvöld en var handtekinn á
staðnum. Var hann mjög æstur og
líklega undir áhrifum örvandi efna.
Er verið var að flytja manninn á
lögreglustöð stöðvaðist hjarta hans
en lögreglumönnum tókst að
bjarga lífi hans með hjartahnoði.
Um var að ræða 21 árs sjóliða af
danska varðskipinu Hvidbjørnen.
svs@mbl.is
Tókst að bjarga lífi banka-
ræningja með hjartahnoði