Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
✝ Pétur KristóferGuðmundsson
fæddist á Refsteins-
stöðum í Víðidal 28.
júlí 1923. Hann lést á
Akureyri 17. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Pétursson og
Sigurlaug Jakobína
Sigurvaldadóttir. Þau
voru bæði fædd í
Húnavatnssýslu, Guð-
mundur á Stóru-Borg
og Sigurlaug á Gauks-
mýri. Systkini Péturs
eru átta. Þau eru: Þrúður Elísabet,
látin, Ólöf María, Vilhjálmur, látinn,
Sigurvaldi Sigurður, Steinunn Jós-
efína, Sigurbjörg Sigríður, látin,
Jón Unnsteinn, látinn og Fríða
Klara Marta.
Pétur kvæntist 26. febrúar 1949
Rósu Pálmadóttur, frá Reykjavöll-
um í Lýtingsstaðahreppi, f. 26. sept-
ember 1925. Foreldrar Rósu voru
Pálmi Sveinsson og Guðrún Andr-
ésdóttir bændur á Reykjavöllum.
Pétur Sigurvin Georgsson, fóst-
ursonur, (sonur Bjarkar), f. 10.
október 1969, maki Jónína Hall-
dórsdóttir, dætur þeirra eru Sandra
Rut og Guðrún Björk. 5) Berglind
Rós Magnúsdóttir, fósturdóttir, f.
20. maí 1973, maki Ásgrímur Ang-
antýsson, dætur þeirra eru Auður
og Björk.
Fermingarárið hans flutti Pétur
frá Refsteinsstöðum í Nefstaði í
Stíflu í Fljótum. Hann var tvo vetur
við Héraðsskólann á Laugarvatni.
Árið 1945 festir hann kaup á jörð-
inni Hraunum í Fljótum ásamt
tveimur bræðrum sínum og for-
eldrum. Vilhjálmur og Pétur búa
síðan tvíbýli á Hraunum þar til Vil-
hjálmur flytur til Siglufjarðar 1962.
Pétur sinnti ýmsum félagsstörfum
fyrir sveit sína, þar á meðal for-
mennsku í Búnaðarfélagi Holts-
hrepps og setu í Hreppsnefnd í
mörg ár. Árið 2002 fluttu Pétur og
Rósa til Akureyrar. Síðustu átta
mánuði dvaldi Pétur á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akureyri og naut þar
hlýju og umönnunar. Þrátt fyrir
erfið veikindi hélt hann sínu ein-
staklega ljúfa skapi til hinstu stund-
ar.
Útför Péturs Kristófers fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 26. maí,
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Meira: mbl.is/minningar
Börn Péturs og Rósu
eru 1) Guðrún Björk,
f. 12. febrúar 1950,
maki Friðrik Gylfi
Traustason, f. 1. mars
1949. Börn þeirra eru
a) Sigurður Ingi, f. 21.
mars 1972, maki Ing-
unn Ósk, barn þeirra
er Hákon Valur. b)
Trausti Snær, f. 1.
janúar 1976, maki
Þórdís Hrönn, börn
þeirra eru Birna Ösp,
Snædís Brynja og
Friðrik Gylfi. c) Einar
Máni, f. 2. janúar 1980. d) Anna
Rósa, f. 24. janúar 1981, maki Heim-
ir Bjarni. e) Erla Lind, f. 1. ágúst
1989. 2) Elísabet Alda, f. 15. janúar
1952, maki Sigurður Björgúlfsson.
Börn þeirra eru a) Helen Inga, f. 25.
maí 1977, d. 19. apríl 1979. b) Telma
Ingibjörg, f. 18. maí 1980. c) Björg-
úlfur Kristófer, f. 1. janúar 1994. 3)
Guðmundur Viðar, f. 27. ágúst
1957, maki hans er Anna Fríða
Kristinsdóttir, f. 22. maí 1952. 4)
Menn skyldu varast að halda að þeir
viti nú alla skapaða hluti þó þeir hafi
lesið eitthvert slángur af bókum, því
sannleikurinn er ekki í bókum, og
ekki einu sinni í góðum bókum, held-
ur í mönnum sem hafa gott hjartalag.
(Halldór Laxness, 1929).
Fyrir mér birtist þessi tilvitnun
ljóslifandi þegar ég lít yfir líf mitt
sem hefur hin síðari ár einkennst af
miklum og misáhugaverðum bóka-
lestri. Hins vegar hefur formlegt
nám ekki haft viðlíka áhrif á líf mitt
og Pétur Kristófer Guðmundsson
afi minn og fósturfaðir. Engin
gráða – sem er leiðin að sannleik-
anum í heimi nútímans – gefur
endilega af sér samskipti við fólk
sem hefur gott hjartalag og nær að
miðla því á áreynslulausan hátt.
Afi hafði ómælda trú á fólki og
treysti því í hvívetna. Hann talaði
aldrei niður til nokkurs manns
heldur var sem jafningi. Hann
hvatti mig til að ráðast í hvaða störf
sem væru. Ég lærði að hræðast fátt
og náði færni á ýmsum sviðum sem
þóttu fyrr á tímum aðeins á færi
karlmanna. Hvatning, stolt og gleði
afa yfir afrekum mínum í sveitinni
hefur alltaf verið mér ómetanlegt
veganesti.
Allir löðuðust að honum og litu á
hann sem foringjann, án þess þó að
hann sýndi nokkurn tíma einhverja
löngun eða tilburði til að drottna.
Hann var einstaklega nærgætinn
og einn sterkasti mælikvarði á
manngæsku eru samskipti fólks við
dýr. Öll dýr löðuðust að honum,
eltu hann á röndum, hvert sem
hann fór, hvort sem það voru
hundar, gæsir, kindur, kýr eða geit-
ur. Kýrin var óánægð þegar ég kom
til að mjólka í hans stað. Ekki það
að ég tæki það persónulega heldur
var ég full skilnings og samúðar.
Ég vissi að rólegheitin, virðingin og
nærgætnin sem hann sýndi hafði
skapað órjúfanlegt traust.
Hann var poppgoðið í sveitinni,
ómissandi ef gleðskapur var annars
vegar, til að stjórna söng eða kveða
vísur. Hann kenndi mér, án þess þó
nokkurn tíma að ræða það beint, að
söngur, sögur og ljóð er það sem
fyllir mann lífsgleði. Ég skynjaði
fljótt að þetta var eitthvað sem gat
umbreytt hversdagslegum aðstæð-
um í ævintýri. Ég tók afa minn til
fyrirmyndar og hélt gjarna uppi
söng í skólabílnum á leiðinni heim
úr skólanum. Hann kenndi mér lag-
línuna og söng með mér í gegnum
lagið.
Elsku afi minn, minningin um þig
lifir og allir þeir sem fengu tæki-
færi til að njóta samvista við þig
urðu menntaðri og betri manneskj-
ur en ella.
Berglind Rós Magnúsdóttir.
Hann Pétur kvaddi lífið friðsæll,
sáttur við alla. Í huga mér er hann
tákngervingur dugmikils og hrein-
lynds íslensks bónda, sem lét sér
annt um allt sem lifir. Hann var
maður sem aldrei lagði illt til nokk-
urs manns og talaði aldrei illa um
náungann. Fyrsta minning mín um
Pétur á Hraunum, er um hlýlegan
og glettinn mann sem gaf sér tíma
til að tala við okkur krakkana þó
hann hefði nóg að gera í búverk-
unum. Hann hafði gaman af því að
taka á og man ég hve forviða ég var
yfir kröftunum sem hann sýndi er
hann handlangaði sig upp úr djúpri
súrheysgryfju á kaðli, upp lóðrétt-
an steinvegg. Elsta barn Péturs og
Rósu, hún Guðrún Björk hefur ver-
ið mín besta vinkona æ síðan við
fórum að skottast á Hraunum á
öðrum árartug ævi okkar. Það var
alltaf gaman að fá að gista hjá vin-
konu minni og verja þar smátíma.
Sennilega er ekki ofsögum sagt að
Hraun hafi verið vinsælasti bærinn
í Fljótum, heim að sækja. Þar var
alltaf tekið á móti öllum með höfð-
ingsskap. Pétur var elskaður og
virtur af vinum og undi sér vel við
söng og félagsskap þegar tækifæri
gafst. Vissulega hefur þetta kostað
ómælda vinnu við að reiða fram
veitingar, en aldrei var kvartað né
látið hjá líða að taka vel á móti
gestum. Hlýtt handtak og fölskva-
laust viðmót, það einkenndi Pétur
frá fyrstu tíð, sem og hans heima-
fólk. Hlunnindi sem finna má að
Hraunum voru skynsamlega nýtt.
Silungurinn úr Miklavatni smakk-
aðist eins og besti veislumatur er
Rósa á Hraunum hafði matreitt
hann af snilli og umhyggju. Þegar
Pétur átti stórafmæli eitt sinn,
fengum við Björk það skemmtilega
verkefni að sjá um veitingarnar.
Skemmst er frá að segja að sjaldan
hefur betra hráefni verið haft um
hönd við samsetningu veitinga.
Heimareykt nautatunga, silungur
og fleira ferskt hráefni gerði und-
irbúninginn að skemmtistund. Það
eina sem við vinkonurnar kviðum
var að ekki mundi veislukosturinn
nægja, því gestirnir kunnu vel að
meta. Já, ef Pétur væri ungur í dag
væri hann í fararbroddi þeirra sem
fullvinna afurðir heima og leyfa
öðrum að njóta þess besta úr ís-
lenskri bændamenningu. Þegar
minni Péturs fór að bila, þá gladdi
það mitt eigingjarna hjarta að hann
skyldi muna mig, þó langt væri um
liðið. Nafnið var enn í langtíma-
minni hans og sama hlýjan sem og
glettnin er hann rifjaði upp klifrið
úr súrheysgryfjunni forðum. Ég
trúi því að hann sofi nú eins og sagt
er í Heilagri Ritningu. Þar til á
morgni upprisudagsins að við hitt-
umst á ný, ung og heilbrigð, á leið
til eilífðarríkis Frelsarans. Þá mun
enginn veggur eða hindrun vaxa
Pétri í augum, þá mun lífsfjörið
endast honum eilíflega og við hin
getum notið þess með honum í
heimi án sorgar og aðskilnaðar.
Eins og segir í Jobsbók 33.25.:
Þá styrkist hold hans af æskuþrótti,
hann snýr aftur til æskudaga sinna.
Og ennfremur í spádómsbók Jes-
aja, kafla 40, vers 29:
Hann veitir kraft hinum þreytta og
þróttlausum eykur hann mátt.
Ég hlakka til að hitta Pétur aftur
við slíka endurfundi. Blessuð sé
minning hans og Guð gefi þeim er
syrgja genginn ástvin, styrk og
huggun.
Þórdís Ragnheiður Malmquist.
Pétur, móðurbróðir okkar, hefur
kvatt þennan heim. Margar minn-
ingar frá liðnum áratugum koma
upp í huga okkar. Margs er að
minnast og fyrir hið liðna viljum við
þakka að leiðarlokum. Margar
minningar okkar tengjast Pétri á
Hraunum í Fljótum og æskuheimili
okkar á Siglufirði. Móðir okkar var
elsta systir Péturs en hún fékk
hann í afmælisgjöf þegar hún var
sex ára gömul og ábyrgðin mikil
hjá Dúu systur hans. Þau tengdust
órjúfanlegum böndum. Pétur var
fjórða barn foreldra sinna en þau
voru Dúa, Lóa, Villi og Pétur en
síðar bættust við Valli, Steina, Silla,
Unnsteinn og Klara. Þessi 9 systk-
ina hópur var samstilltur, söngvinn
og skemmtilegur. Ógleymanlegar
fannst okkur stundirnar þegar þau
voru að hittast, varla kominn í hús
er söngurinn ómaði við kveðskap
liðinnar tíðar. Okkur fannst bað-
stofustemmingin og samsöngur
þeirra svo eftirminnilegur. Þar var
fjörkálfurinn Pétur fremstur í
flokki enda ótrúlega glaðvær og
skemmtilegur maður.
Pétur á Hraunum var bóndi af lífi
og sál. Mörg voru verkin á Hraun-
um. Við minnumst hans sístarfandi
við heyskap, dúntekjur, laxveiðar
og fjárbúskapinn en alltaf gaf hann
sér góðan tíma til að fagna góðum
gestum enda höfðingi heim að
sækja, „Hraunajarlinn“.
Margar stundir áttum við fjöl-
skyldurnar saman á Hraunum og
vorum við ávallt velkomin á heimili
þeirra Rósu og barnanna þeirra
Bjarkar, Elsu og Viðars. Stutt var á
milli heimila okkar á Siglufirði og
Hrauna og fjölskyldurnar áttu góð-
ar stundir saman þó um erfiðan
fjallveg væri að fara. Okkur finnst
nú sem þau systkinin sem á undan
eru farin og foreldrar þeirra, ásamt
öðrum ástvinum hafi fagnað Pétri
með gleði og söng sem eru bestu
móttökur sem hann hefði getað
hugsað sér. Hvíl í friði, kæri frændi
okkar.Við sendum innilegar samúð-
arkveðjur til Rósu og fjölskyldunn-
ar.
Börn Dúu systur,
Sigurlaug, Einar, Ásta,
Elíabet, Sturlaugur, Ólöf,
Arndís og fjölskyldur.
Pétur Kristófer
Guðmundsson
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa,
JÓNASAR FINNBOGASONAR
frá Harðbak.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga fyrir kærleiksríka umönnun.
Hólmfríður Friðgeirsdóttir,
Vilmundur Þór Jónasson,
Valgeir Jónasson, Kristín Böðvarsdóttir,
Gunnar Finnbogi Jónasson, Þórhildur Hrönn Þorgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
LILJU GUÐVARAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Furugrund 12,
Kópavogi,
sem lést föstudaginn 24. apríl.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans Landakoti fyrir frábæra umönnun.
Hallvarður S. Guðlaugsson,
Guðmundur J. Hallvarðsson, Anna Margrét Jónsdóttir,
Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Elvar Már Ólafsson,
Hallvarður Jón Guðmundsson,
Elfa Rún Guðmundsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞÓRIR DAVÍÐSSON,
Hvassaleiti 58,
áður Akurgerði 18,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 18. maí, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. maí
kl. 13.00.
Elísa Jóna Jónsdóttir,
Elísabet Bjarklind Þórisdóttir,
Þórdís Þórisdóttir,
Linda Sjöfn Þórisdóttir, Páll Daníel Sigurðsson,
Páll Hinrik Þórisson, Stefanía Bjarnason
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir okkar, amma og
langamma,
BJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR,
áður til heimilis að Grænumýri 7,
Akureyri,
lést á Kristnesspítala þriðjudaginn 19. maí.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn
29. maí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Líknarsjóðinn Ljósberann -
minningarsjóð séra Þórhalls Höskuldssonar, sem er í vörslu
Akureyrarkirkju.
Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson,
Kristján Gestsson, Ingibjörg Dagný Jóhannsdóttir,
Jón Ásgeir Gestsson, Hrund Steingrímsdóttir,
Árni Björn Gestsson,
Þóra Steinunn Gísladóttir,
Gísli Sigurjón Jónsson,
Björg Þórhallsdóttir,
Höskuldur Þór Þórhallsson, Þórey Árnadóttir,
Anna Kristín Þórhallsdóttir, Runólfur Viðar Guðmundsson
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási,
Hveragerði fimmtudaginn 14. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Ási fyrir góða umönnun.
Börn hinnar látnu
og fjölskyldur þeirra.