Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna
efndi til neyðarfundar í gærkvöldi og
fordæmdi tilraun Norður-Kór-
eustjórnar með kjarnavopn. Ráðið
samþykkti að undirbúa nýja ályktun
um málið og sendiherra Bandaríkj-
anna, Susan Rice, sagði eftir fundinn
að Bandaríkjamenn myndu beita sér
fyrir „harðorðri ályktun með hörðum
aðgerðum“.
Viðbrögð alþjóðasamfélagsins við
tilrauninni létu ekki á sér standa.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
sagði hana ógn við friðinn og grafa
undan stöðugleika í Norðaustur-Asíu.
Tilraunin, sem gengur þvert á stefnu
Bandaríkjastjórnar í afvopn-
unarmálum, myndi aðeins verða til að
auka á einangrun landsins.
Kínverjar gagnrýndu einnig til-
raunina í óvenju harðorðri ályktun
þar sem þess var krafist að stjórnvöld
í Pyongyang efndu heit sín í afvopn-
unarmálum og tækju fullan þátt í sex
ríkja viðræðunum sem miða að því að
fá Norður-Kóreumenn af braut
kjarnavopna gegn ýmiss konar að-
stoð, svo sem í formi eldsneytis. Suð-
urkóresk stjórnvöld sögðu tilraunina
ögrun en þau telja að sprengjan hafi
verið sprengd í norðausturhluta
Norður-Kóreu, nánar tiltekið í ná-
grenni bæjarins Kilju, eða á sömu
slóðum og fyrri kjarnorkutilraunin
var gerð árið 2006.
Talið er að tveimur skamm-
drægum tilraunaeldflaugum hafi ver-
ið skotið á loft frá sama stað í gær en
það hefur ekki fengist staðfest.
Jafnöflug og í Hiroshima
Rússneska varnarmálaráðuneytið
áætlar að sprengjan hafi verið allt að
20 kílótonn eða sem svarar afli
sprengnanna tveggja sem Banda-
ríkjaher sprengdi í Hiroshima og
Nagasaki í síðari heimsstyrjöldinni.
Sex ríkja viðræðurnar hófust árið
2003 með þátttöku Kínverja, Japana,
Rússa, Suður-Kóreumanna og
Bandaríkjamanna í kjölfar þess að
Norður-Kóreustjórn sagði sig frá
samningnum um bann við útbreiðslu
kjarnorkuvopna (NPT) sama ár.
Viðræðurnar þóttu skila litlu
fyrstu árin eða þar til Norður-
Kóreustjórn samþykkti í fimmtu lotu
viðræðna árið 2007 að loka kjarna-
kljúfum sínum gegn því að slakað
yrði á viðskiptaþvingunum og landinu
tryggð orka með öðrum hætti.
Það skarst hins vegar aftur í odda í
apríl síðastliðnum þegar komm-
únistastjórnin í Pyongyang lét verða
af hótun sinni skömmu áður um að
framfylgja á ný kjarnorkuáætlun
landsins, eftir að öryggisráðið for-
dæmdi eldflaugarskot Norður-
Kóreumanna í aprílbyrjun. Kvaðst
stjórnin þá ætla að taka kjarnakljúf í
Yongbyon í notkun að nýju, þvert á
fyrri loforð. Tilaunin í gær kom því
ekki á óvart.
Haldið áfram á braut ögrana
Skrefið var ögrun við Sameinuðu
þjóðirnar enda hafði eldsneyti úr
kljúfnum í Yongbyon verið notað við
framleiðslu kjarnavopna. Það eykur
svo á ögrunina nú að gærdagurinn
var árlegur minningardagur um þá
Bandaríkjamenn sem hafa látið lífið á
vígvellinum, þar með talið í Kór-
eustríðinu á árunum 1950-1953.
Ögrun sem kom ekki á óvart
Kommúnistastjórnin í N-Kóreu gerði í gær alvöru úr hótunum um að framfylgja
á ný kjarnorkuáætlun landsins þegar hún sprengdi kjarnorkusprengju neðanjarðar
Reuters
Hiti Mótmælendur í Seoul brenna myndir af Kim Jong-il, leiðtoga N-Kóreu.
18 Fréttir ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
Kjarnorkusprengjan sem
sprengd var í Norður-Kóreu í
gær olli „jarðskjálfta“ sem var
5,3 á Richters-kvarðanum, en til
samanburðar olli tilrauna-
sprengingin árið 2006 skjálfta
sem var 4,1 á sama kvarða.
Skjálftinn nú var því fjórum
sinnum öflugri en fyrir þremur
árum ef marka má gögn frá jap-
önskum jarðvísindamönnum.
Olli „jarðskjálfta“
HARUMAFUJI hinn mongólski hefur hinn búlgarska Koto-
oshu undir á súmófangbragðamótinu í Tókýó um helgina.
Eftir að hafa borið sigurorð af Kotooshu gerði Harumafuji
sér lítið fyrir og tryggði sér Keisarabikarinn á lokadegi
mótsins eftir sigur á meistaranum Hakuho. Harumafuji
þykir í léttari kantinum á mælikvarða súmóglímumanna
en þykir vega það upp með góðri tækni. Leikurinn snýst
um að kasta andstæðingnum í gólfið eða þvinga hann út
fyrir hringlaga völl. Keppendur eru oft yfir 160 kíló en
glíman er þekkt allt frá 7. öld eftir Krist. baldura@mbl.is
JÖTNABYLTA SÚMÓKAPPA
Reuters
París. AFP. | Loftslagsbreytingar í
heiminum hafa aukið útbreiðslu
veirusjúkdóma í dýrum og breitt
út nokkrar örverur sem vitað er
að eru hættulegar mönnum.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Alþjóðlegu dýraheilbrigð-
isstofnunarinnar (OIE). Skýrslu-
höfundarnir segja að könnun, sem
náði til 126 aðildarlanda stofn-
unarinnar, hafi leitt í ljós að yf-
irvöld í um 70% landanna hafi
„mjög miklar áhyggjur“ af áhrif-
um loftslagsbreytinga á útbreiðslu
sjúkdóma í dýrum. Í um 58%
landanna hefur greinst að minnsta
kosti einn sjúkdómur, sem hafði
ekki herjað áður á löndin eða hef-
ur komið þangað aftur vegna lofts-
lagsbreytinga.
Á meðal algengustu sjúkdóm-
anna sem nefndir eru í skýrslunni,
er veirusjúkdómurinn blátunga, en
honum veldur lítil fluga sem
leggst einkum á sauðfé en í minna
mæli á nautgripi og geitur. Yf-
irvöld margra
ríkja hafa einnig
áhyggjur af út-
breiðslu svo-
nefndrar Sig-
dalssóttar (e.
Rift Valley fev-
er), sjúkdóms
sem leggst á bú-
pening en getur
borist í fólk sem snertir sýkt kjöt,
og Vestur-Nílarveirunnar sem
berst með moskítóflugum úr sýkt-
um fuglum í dýr og menn.
Malaría magnast
Í skýrslu vísindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar frá árinu 2007 er varað
við því að búsvæði skordýra, sem
breiða út veirusjúkdóma, geti
stækkað vegna hlýnunar jarðar.
Það gæti aukið útbreiðslu sjúk-
dóma sem berast í menn, sjúk-
dóma á borð við malaríu og bein-
brunasótt. bogi@mbl.is
Auka útbreiðslu
dýrasjúkdóma
Sýklar magnast vegna hlýnunar jarðar
YFIRVÖLD sambandsríkis í aust-
urhluta Mexíkó hafa ákveðið að
reisa styttu af fimm ára gömlum
pilti, Edgar Hernandez, sem talinn
er hafa smitast fyrstur manna af
svínaflensunni sem breiðst hefur út
um heiminn. Pilturinn náði sér að
fullu en veikindi hans urðu til þess
að hann og heimaþorp hans, La
Gloria í Veracruz-ríki, komust í
heimsfréttirnar.
„La Gloria er nú mikilvægur
ferðamannastaður,“ sagði rík-
isstjóri Veracruz þegar hann skýrði
frá áformunum. Styttan á að líkjast
Manneken Pis, frægri styttu af
dreng sem pissar í gosbrunni í
Brussel. bogi@mbl.is
Stytta af fyrsta fórnar-
lambi svínaflensunnar
AÐDRAGANDINN
»Hinn 6. október 2006sprengdi Norður-Kórea
fyrstu kjarnorkusprengjuna
neðanjarðar.
»Bandaríska leyniþjónustantaldi sprengjuna ekki hafa
sprungið að fullu.
»Hinn 27. júní 2008sprengdu N-Kóreumenn
niður kæliturn kjarnakljúfsins
í Yongbyon í samræmi við lof-
orð um að loka verinu.
»Deilt var um hvaða áhrifsprengingin hefði á getu
N-Kóreu til að vinna plútón
sem aftur mætti nota við smíði
kjarnavopna.
» Í janúar í ár sögðu fulltrú-ar stjórnarinnar hana ráða
yfir nægu plútóni í fjórar til
fimm kjarnorkusprengjur.
Ríki heims hafa fordæmt kjarn-
orkutilraun einræðisstjórnar-
innar í Norður-Kóreu. Tilraunin
kom í sjálfu sér ekki á óvart og
voru markaðir í Asíu fljótir að
jafna sig eftir að hún spurðist út.