Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
UMRÆÐAN um
ESB hefur verið afar
áberandi í fjölmiðlum
og ljóst að margt það
fólk sem þar ræður
ferð, að ekki sé nú tal-
að um vissan hluta
stjórnmálamanna,
hefur býsna mikið dá-
læti á fyrirbærinu og
hampar því óspart,
jafnvel svo að varla sé
verjandi að hafa uppi
nokkurn fyrirvara um inngöngu.
Þegar ég hlusta á eindregnustu
fylgismenn ESB m.a. í hópi stjórn-
málamanna sem eiga sér greini-
lega sína ESB-biblíu eða sinn
ESB-kóran þá kemur mér biblían
gamla og góða í hug, þar sem
dæmisögur skipa varanlegan sess.
Með smávegis tilbrigðum þá
finnst mér oft sem ég heyri endur-
óm þaðan. Orðræðan hljómar þá
einhvern veginn svona: Gakk inn
til fagnaðar herra þíns – og allt
mun veitast þér að auki. Sem sagt
bónus á bónus ofan svo gripið sé til
nútímamáls. Þar er allt sagt svo
upplagt fyrir okkur sem þjóð, allt
reiðubúið okkur til hagsældar, ein-
tóm veizluhöld um aldir alda, ekk-
ert að varast frá svokölluðum
„vinaþjóðum“ sem allt vilja fyrir
eyríkið okkar litla gjöra. Vissulega
háði ýkt mynd en með ótrúlegri
endurspeglun frá aðdáendahópn-
um. Við sem eldri erum þekkjum
vel það atlæti, þá umhyggjusemi
vinaþjóðanna sem bezt end-
urspeglaðist í land-
helgismálinu, en nýleg
dæmi bankahrunsins
veita líka ómælda
hlýju frá þessum þjóð-
um inn í okkar sam-
félag eða hvað? Og
auðvitað á fólk ekki að
líta til þess að upp-
urnir eru fiskistofnar
hjá þeim eftir offjár-
festingu kapítalismans
í þessum löndum að
undanförnu, undir
stjórn báknsins al-
máttuga í Brussel vel að merkja.
Eða hvað um auðlindir okkar aðr-
ar? Halda menn virkilega að til
okkar mikla auðs í gjöfulli gróð-
urmold og í iðrum jarðar, að
ógleymdu vatninu verði ekki litið
hýru auga og blandist inn í allar
samningskröfur ESB?
Halda menn að samningsstaða
okkar verði eitthvert halelúja við
þessar kringumstæður, burtséð frá
ástandinu hjá okkur hér heima
sem er skelfilegur afrakstur þess
blinda markaðskerfis sem engu
eirði, enda guð þess græðgi síng-
irninnar og öllum jöfnuði jafnframt
ýtt út í hafsauga?
Halda menn að hin dýrmæta
matvælaframleiðsla okkar sem
byggir á landbúnaði okkar og sjáv-
arútvegi verði látin í friði af þess-
um sömu þjóðum? Þjóðum sem
raunar þrátt fyrir allar tilskipanir
styrkja sinn landbúnað og sinn
sjávarútveg með gífurlegum fúlg-
um, á meðan sagt yrði að við
mættum að sjálfsögðu ekki trufla
lögmál markaðarins og hins frjálsa
fjármagnsflæðis til styrkingar okk-
ar innlendu atvinnuvegum?
Við sem andvíg erum þessu lok-
aða embættismannabákni gömlu
nýlenduveldanna erum sögð alltof
svartsýn (vonandi!) á mögulega
samningsstöðu, svo ákaft sem að
inngöngu er stefnt, en kappi á æv-
inlega að fylgja viss forsjá og það
held ég að sé farsælast, það á í
reynd að ráða för hjá íslenzkum
stjórnvöldum. Til þess skal þeim
treyst en þá mega menn ekki
ganga til þessa verks með blindri
ofurdýrkun á ESB eins og dæmin
eru um deginum ljósari. Því síður
mega menn fresta aðgerðum hér
heima í þágu fólks í vanda vegna
þess, að allt muni leysast af sjálfu
sér með aðildarumsókn að ESB,
því aðild er einfaldlega hvergi
nærri í höfn, getur tekið einhver
ár og varla dettur nokkrum heil-
vita manni í hug, að á meðan hin
íslenska „Róm“ fólksins okkar
brennur þá getum við bara leikið á
einhverja almáttuga ESB-fiðlu og
látið skeika að sköpuðu.
Þessi nýmyndaða ríkisstjórn
verður einmitt að taka þarna til
höndum, hart verður stríðið við
hræðilegar afleiðingar græðgi-
svæðingarinnar, en það verður
unnið og þá verður gott að eiga al-
frjálst Ísland þegar upp birtir.
Hið almáttuga
kærleiksríki ESB?
Eftir Helgi Seljan
»Halda menn að hin
dýrmæta mat-
vælaframleiðsla okkar
sem byggir á landbún-
aði okkar og sjávar-
útvegi verði látin í friði
af þessum sömu þjóð-
um?
Helgi Seljan
Höfundur er fyrrv. alþingismaður.
UM ÞESSAR
mundir er umtals-
verður viðbúnaður
víða um heim vegna
svínaflensu. Á tímum
aukinnar árvekni
vegna yfirvofandi
hættu viljum við
grípa tækifærið og
ræða nauðsyn þess
að skilgreina betur
hlutverk æðstu ráðamanna varð-
andi viðbúnað og viðbrögð vegna
áfalla á Íslandi.
Löggjöf sem snertir viðbúnað og
viðbrögð við áföllum er fyrst og
fremst að finna í lögum um al-
mannavarnir. Í þeim er markmiði
almannavarna svo lýst: „að und-
irbúa, skipuleggja og framkvæma
ráðstafanir sem miða að því að
koma í veg fyrir og takmarka, eftir
því sem unnt er, að almenningur
verði fyrir líkams- eða heilsutjóni,
eða umhverfi eða eignir verði fyrir
tjóni, af völdum náttúruhamfara
eða af mannavöldum, farsótta eða
hernaðaraðgerða eða af öðrum
ástæðum og veita líkn í nauð og að-
stoð vegna tjóns sem hugsanlega
kann að verða eða hefur orðið.“
Dómsmálaráðherra er æðsti yf-
irmaður almannavarna í landinu.
Ríkislögreglustjóri annast málefni
almannavarna í umboði hans. Ef
verkefni þar að lútandi féllu fyrst
og fremst undir stofnanir dóms-
málaráðuneytisins gæti slíkt fyr-
irkomulag talist eðlilegt. En svo er
ekki. Þegar áfall skekur samfélag
þarf það í heild sinni að bregðast
við. Reynslan hefur sýnt að slík
áföll krefjast viðbragða margra, ef
ekki allra ráðuneyta. Á hættu- og
neyðartímum er ástandið oft það
óvenjulegt og vandamálin svo flók-
in að erfitt er að greina hvaða
ráðuneyti bera ábyrgð á lausn
vandans. Hjá framkvæmdavaldinu
er það hlutverk forsætisráðherra
að samhæfa störf ráðuneyta. Ekk-
ert annað ráðuneyti getur tekið að
sér að deila út verkefnum eða
skera úr um óvissu milli ráðuneyta.
Forsætisráðherra verður að leiða
samstarfið til að tryggð sé forysta
innan stjórnarráðsins, jafnt vegna
daglegrar stjórnsýslu sem og á
áfallatímum.
Ástandið nú vegna svínaflens-
unnar er ekki ósvipað því sem
skapaðist í upphafi aldarinnar þeg-
ar hætta var yfirvofandi vegna
miltisbrands. Viðbúnaður féll bæði
undir dómsmálaráðherra og heil-
brigðisráðherra, þar sem sóttvarn-
arlæknir hefur forystu í við-
brögðum vegna smitsjúkdóma og
faraldra. Þáverandi fram-
kvæmdastjóri Almannavarna rík-
isins hefur bent á að í því tilfelli
reyndist ábyrgðarskipting á milli
ríkisstofnana og ráðuneyta óskýr.
Hvar lágu mörkin á milli þessara
ráðuneyta? Að sjálfsögðu reyna
starfsmenn almannavarna og heil-
brigðisyfirvalda að finna leiðir til
að skilgreina samstarf sín á milli.
En það eru hvorki þessir starfs-
menn né dómsmálaráðherra sem
leysa úr vafaatriðum um ábyrgð-
arskiptingu ráðuneyta heldur for-
sætisráðherra.
Sú breyting var gerð á lögum um
almannavarnir árið 2008 að for-
sætisráðherra var gerður að for-
manni almannavarna- og örygg-
isráðs. Dómsmálaráðherra er samt,
nú sem fyrr, æðsti yfirmaður al-
mannavarna. Forsætisráðherra er
því formaður í nefnd sem heyrir
undir dómsmálaráðherra. Umsýsla
vegna ráðsins og undirbúningur
funda er í höndum dómsmálaráðu-
neytisins. Forsætisráðherra er
þannig ekki ætlað að styðjast við
sína eigin starfsmenn í þessu
nefndarstarfi. Hér hefði þurft að
stíga skrefið til fulls og færa mála-
flokkinn alfarið til forsætisráð-
herra. Hlutverk forsætisráðuneyt-
isins er einnig afar mikilvægt.
Nýleg áföll, s.s. mannskæð snjó-
flóð, tjónmiklir jarðskjálftar og
efnahagskreppa, vitna um óvenju-
legar aðstæður sem reynt hafa á
forsætisráðuneytið. Starfsmenn
þess þurfa að mynda bakland sem
ráðherra er nauðsynlegt undir slík-
um kringumstæðum.
Hvert yrði þá hlutverk dóms-
málaráðherra á neyðartímum? Ná-
kvæmlega það sama og annarra
ráðherra, þ.e. umsjón með þeim
málaflokkum sem undir hans ráðu-
neyti heyra og samstarf við önnur
ráðuneyti undir samhæfingu og
stjórn forsætisráðherra. Ýmsar
undirstofnanir dómsmálaráðherra
fara með verkefni sem lúta að
björgunar- og hjálparstarfi, s.s.
lögreglan, landhelgisgæslan og
neyðarlínan. Ríkislögreglustjóri
rekur almannavarnadeild sem m.a.
sér um samhæfingu björgunar- og
hjálparliðs þegar um stærri að-
gerðir er að ræða og sinnir viðbún-
aði þar að lútandi. Hún á að halda
því starfi áfram. En hjá forsæt-
isráðuneytinu þarf einnig að vera
starfsfólk sem sinnir viðbúnaði og
viðbrögðum við áföllum. Sama gild-
ir um fleiri stjórnsýslueiningar, svo
sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála
og Samband íslenskra sveitarfé-
laga, þær þyrftu að geta veitt sveit-
arfélögum stuðning.
Víða erlendis hefur yfirumsjón
viðbúnaðar og viðbragða vegna
hamfara verið færð til æðsta
stjórnstigs landa. Í niðurstöðum
heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna (e. Global Platform on Dis-
aster Risk Reduction), sem haldin
var í júní 2007 í Genf, kemur fram
að á síðastliðnum áratug hefur sú
þróun átt sér stað að forysta al-
mannavarna hefur víða verið færð
úr höndum hefðbundinna við-
bragðsaðila yfir í þverfaglegt sam-
starf sem gert er að vera í sífelldri
þróun í takt við þarfir viðkomandi
samfélags. Við erum að fikra okkur
í átt til þessa fyrirkomulags, en
þurfum að taka skrefið til fulls.
Færa þarf málaflokkinn í heild
sinni undir forsætisráðherra þann-
ig að hann og hans ráðuneyti verði
í orði, sem á borði, sá samhæfing-
araðili sem slíkt þverfaglegt sam-
starf krefst.
Forsætisráðherra fari fyrir
almannavarna- og öryggismálum
Eftir Ásthildi Elvu
Bernharðsdóttur
og Sólveigu Þor-
valdsdóttur
Ásthildur E.
Bernharðsdóttir
» Færa þarf almanna-
varnamal undir for-
sætisráðherra þannig að
hann og hans ráðuneyti
verði sá samhæfing-
araðili sem slíkt þver-
faglegt samstarf krefst.
Höfundar eru Ásthildur Elva Bern-
harðsdóttir stjórnsýslufræðingur,
sem skrifar frá Bandaríkjunum, og
Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafar-
verkfræðingur hjá Rainrace, sem
skrifar frá Pakistan.
Sólveig
Þorvaldsdóttir
Það er áhugavert á
þessum umbrotatímum
að velta fyrir sér stöðu
lífeyrismála lands-
manna. Í árslok 2007
námu heildareignir líf-
eyrissjóða innan
Landssamtaka lífeyr-
issjóða tæpum 1.690
milljörðum króna. Alls
voru 33 lífeyrissjóðir á
bak við þá eign. Heyrst
hefur að rýrnun eigna lífeyrissjóð-
anna við hrun efnahagslífsins hafi
numið allt að 25%. Sem sagt að tapast
hafi fjórðungur eignanna eða ca. 422
milljarðar króna. Þetta tap hlýtur að
koma niður á lífeyrisþegum fyrr eða
síðar sem skerðing á greiddum lif-
eyri.
Undanfarinn áratug hafa flestir
sjóðanna, að vísu, sýnt þokkalega
ávöxtun en þó ekki mikið umfram
það, sem „góðir“ innlánsreikningar
bankanna hafa gert. Rekstrarkostn-
aður allra þessara sjóða hleypur á
hundruðum milljóna ár hvert. 20
minnstu sjóðirnir af þessum 33 áttu
einungis 12,2% heildareignanna í árs-
lok 2007. Þrír stærstu sjóðirnir áttu
hins vegar tæp 50% eignanna. Þessi
staðreynd, ein og sér, gefur manni
ástæðu til að ætla, að með samein-
ingu sjóðanna eða grófri kerfisbreyt-
ingu, í einn sjóð fyrir alla landsmenn,
mætti ná fram geysimikilli rekstr-
arhagræðingu. Sem dæmi má nefna,
að samkvæmt ársreikningi Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna árið 2007
nam rekstrarkostnaður 424 millj-
ónum króna. Það eru rúmar 1.160
þúsund krónur á hverjum degi, allt
árið. Þessi upphæð flokkast í skrif-
stofu- og stjórnunarkostnað undir
liðnum fjárfestingargjöld eða 221
milljón og í skrifstofu- og stjórn-
unarkostnað undir liðnum rekstr-
arkostnaður eða 203 milljónir. Þótt
þetta sé lágt hlutfall af eignum sjóðs-
ins er krónutalan geysihá.
Eignir Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna námu tæpum 16% af
heildareign lífeyrissjóða í Lands-
samtökum lífeyrissjóða árið 2007.
Með hlutfallsreikningi má því ætla að
heildarrekstrarkostnaður allra 33
sjóðanna hafi numið 2.650 milljónum
króna árið 2007. Nýkjörinn stjórn-
armaður í VR, Ragnar Þór Ingólfs-
son, telur þennan kostnað nær þrem-
ur milljörðum en reiknar þá reyndar
með 37 lífeyrissjóðum, sem taka við
iðgjöldum. Þarna mætti nú aldeilis
draga úr.
Ég vil ekki fara mörgum orðum um
meinta óráðsíu við stjórnun einstakra
sjóða né heldur um meint ofurlaun
forstjóra þeirra, pólitísk völd og að-
stöðumun í viðskiptalífinu. Tilkoma
lífeyrissjóðanna byggist á hugsun
samtryggingar – einn fyrir alla og all-
ir fyrir einn. Það er hins vegar mjög
mismunandi hversu hár lífeyrir kem-
ur í hlut hvers og eins, þegar að út-
greiðslu kemur. Greiddur lífeyrir
helgast m.a. af því hvað viðkomandi
hefur greitt í sjóðinn í langan tíma og
hversu mikið í iðgjöldum, sem og því
hvernig til hefur tekist með ávöxtun
sjóðsins. Einmitt af þessum ástæðum
er hlutur margra smánarleg upphæð,
þegar að töku lífeyris kemur. Aðrir
og betur settir njóta mjög ríflegra
mánaðargreiðslna og
sumir jafnvel rík-
isábyrgðar á lífeyri sinn.
Þeir, sem borið hafa
gæfu til að njóta ævi-
langs starfsöryggis og/
eða góðra launa mestan
hluta starfsævinnar,
bera margfalt úr býtum
miðað við láglauna-
manninn, að ekki sé nú
minnst á hina „heima-
vinnandi húsmóður“
sem fær ekkert.
Er ekki ráð að grípa í taumana eins
og nú er komið málum og stoppa
þessa augljósu kerfisvillu. Sameina
alla lífeyrissjóðina í eina líftrygging-
armiðstöð ásamt almannatrygg-
ingum (ellilífeyri). Setja slíkum sjóði
ábyrga og faglega stjórn til fjögurra
ára í senn, með aðkomu hags-
munaðila. Greiða síðan úr sjóðnum
jafna upphæð til allra landsmanna,
þegar eftirlaunaaldri er náð, án tillits
til inngreiddra iðgjalda hvers og eins
í gegnum tíðina. Sem sagt þjóðnýta
sjóðina. Við erum jú öll á einum báti
þegar upp er staðið.
Einn lífeyris-
sjóð fyrir alla
landsmenn
Eftir Jón Hermann
Karlsson
Jón Hermann Karlsson
»Er ekki ráð að grípa
í taumana og stoppa
þessa augljósu kerf-
isvillu.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
@Fréttirá SMS