Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað fylgir með Morgunblaðinu 6. júní Garðablað Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður : • Skipulag garða • Garðblóm og plöntur • Sólpallar og verandir • Hellur og steina • Styttur og fleira í garðinn • Garðhúsgögn • Heitir pottar • Útiarnar • Hitalampar • Útigrill • Matjurtarækt • Kryddrækt • Góð ráð við garðvinnu • Ásamt fullt af spennandi efni Garðablaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill. Garðablaðið verður stílað inn á allt sem viðkemur því að hafa garðinn og nánasta umhverfið okkar sem fallegast í allt sumar. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569-1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 14.00, þriðjudaginn 2. júní. Það eru ógnandi klær áblárri hendi sem blasa viðsýningargestum þegargengið er upp stigann á efri hæð Hafnarborgar í Hafnarfirði þar sem nú stendur yfir einkasýn- ing Jónínu Guðnadóttur. Hvort hér er vísað til „bláu handarinnar“ svo- nefndu skal látið ósagt en ráða má af yfirskrift sýningarinnar „Vættir“ að hér sé þó vissulega bent á ógn, af mannavöldum, sem steðjað hefur að landinu. Verkin eru m.a. unnin úr leir, járni, blýi, áli, gleri og postu- líni. Ýmsar myndir landvættanna fjögurra standa vörð um salinn: bergrisi í formi járnstangar í berg- hnullungi á gólfi, griðungahorn standa út úr vegg og beinast að sýningargestum, fuglar úr steinleir „svífa“ á öðrum vegg og leirdrekar með áluggum hringa sig á þriðja veggnum. Fleiri vættir í einhvers konar fugls- og fiskslíki sjást í hnapp í verkinu Vættir, í Dreyra- foss virðist blóð renna í taumum og vindur sverfa yfirborð í Vernd. Form þessara verka hafa æv- intýralega skírskotun og þau ein- kennast af næmri efnistilfinningu og hrjúfri áferð sem felur í sér sér frásögn í sjálfri sér: það er sem ytri öfl hafi rist í eða rifið upp jarðveg – en leirinn vísar óneitanlega til jarð- ar eða lands. Blái liturinn, sem brenndur hefur verið í yfirborð margra verkanna, er táknrænn fyr- ir Ísland. Náttúruöfl, land og íbúar – allt er þetta samofið: vitund um það býr í menningarsögunni. Jónínu virðist í mun að kynda undir slíkri vitund og tákngerir hana í líki verndarvætta. Skjáverk sem ber hið skemmtilega heiti Lambadrottning felur ekki síð- ur í sér áminningu um gömul og góð gildi tengd lífi í skauti náttúrunnar. Athygli vekja falleg verk, sem bera form fjármerkja, þar sem handverki (prjóni og hekli) hefur verið þrykkt eða það fellt inn í verkin. Listrænt handbragð verkanna eykur á kraft hugmyndanna og til- finningu sýningargesta fyrir því að þarna hafi landvættir sannarlega rumskað og risið upp landi og þjóð til hjálpar. Landinu til varnar Morgunblaðið/Eggert Mörk „Athygli vekja falleg verk, sem bera form fjármerkja, þar sem hand- verki (prjóni og hekli) hefur verið þrykkt eða það fellt inn í verkin.“ Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Jónína Guðnadóttir – Vættir Til 21. júní 2009. Opið alla daga kl. 11-17 og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðju- dögum. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Kammerhópurinn Elektra(ekki að rugla við sam-nefndan rokkhóp) er þaðnýtilkominn að ég heyrði hann fyrst sl. sunnudag. Hann er útnefndur Tónlistarhópur Reykja- víkurborgar 2009 og hefur nú geng- ið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjar- valsstöðum. Var því kynlegt að sjá hvergi tónleikanna getið á vef safns- ins, líkt og þeir kæmu stofnuninni ekkert við. Kom að sama skapi á óvart hversu vel var mætt á sunnudags- kvöld. Fyrir utan óvenju lágan með- alaldur áheyrenda, er kveikti vonir um að sígildar kammerperlur höfði enn til yngri hlustenda þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Undirtektir voru alltjent með bezta móti. Leikur hópsins, er kennir sig væntanlega við forngrísku kóngsdótturina í Ar- gólis, var enda samtaka og yfirveg- aður, þótt kraftur og ástríða kæm- ust einnig að í hljómmiklu stórverki Brahms í lokin. Því miður virtist húsheyrðin óþarflega glamrandi uppi við endavegg og spurning hvort langhliðin hefði verið heppi- legri, að viðbættu gamla ráðinu að skjóta teppi undir flygilinn. Klarínettið gat verið eilítið ísk- urkennt í „Gassenhauer“-tríóinu (1797; upphaflega píanótríó með fiðlu í stað klarínetts), sumpart fyrir hvað Beethoven nýtir hæsta clarínósviðið á kostnað lága chal- umeau-endans í umrituninni. Hins vegar var ánægjulegt að heyra til- tölulega sléttan flautublástur í Moz- art í samræmi við upphaflegan tréf- lautustíl. Mikið mæddi á píanistanum í Beethoven og einkum í Brahms, en leikur Ástríðar var vandanum vax- inn og féll vel að vönduðum heildar- samleik. Þar saknaði maður helzt víðari styrksviðs – ekki sízt niður á við – sem kann þó að hafa farið fyrir minna í glymjanda salarins en efni stóðu til. Kornung kammerfíkn Kjarvalsstaðir Kammertónleikar bbbnn Mozart: Flautukvartett í D K285. Beethoven: Klarínettkvintett í B Op. 11. Brahms: Píanókvartett í c Op. 60. Kammerhópurinn Elektra (Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó, Emilía Rós Sigfús- dóttir flauta, Helga Björg Arnardóttir klarínett, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla og Margrét Árnadóttir selló). Gest- ur: Þórarinn Már Baldursson víóla. Sunnudaginn 10. maí kl. 20:00. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST ÍBabelsturnum heimsins búadraumar okkar; það sem viðekki þekkjum, en þráum samtákaft og heitt, því okkur grun- ar að þar finnum við það sem seður forvitni okkar um lífið. Er það ástin? Er það lostinn? Er það sannleikurinn um það hvers vegna við erum hér, „einmana fuglar í okkar brjálæðings garði“? Stella Kristina og Marselíus glíma við þessa þraut sem við öll þekkjum, þrautina að verða fullorðin, og sviðið er garður brjálæðingsins. Brjálæðing- urinn veit; hann þekkir ástina, þekkir harminn, hefur lifað allt, misst konu sína og er kannski morðingi, og vegna þess alls er hann skelfilegur og garð- ur hans er freisting og synd. Saga Williams Heinesen um ráð- gátuna miklu er yndisleg; sveipuð dulúð og ljóðrænni fegurð. Sunleif Rasmussen hefur áður samið verk við texta skáldsins og ef þetta væri ekki prúðmannleg krítík segði ég að þar hæfði kjaftur skel. Tónlist Sunleifs Rasmussen býr nefnilega yfir sama mystíska og ljóðræna þokka og skáld- skapur Heinesens. Í tónlist sinni vef- ur hann flosmjúkan vef sem leggst eins og voð yfir söguna og gefur henni nýja vídd. Tónlistin er impressjónísk, gegnsæ og fíngerð, en full af smáat- riðum sem lokka eyrað til fylgilags, örsólóum hjá strengjum, klukkum í slagverki, eða hornablæstri sem dreg- ur hlustandann að turninum á heims- enda, þar sem enginn veit hvað gerist. Í óðamansgarði er óvenjuleg ópera, því Stella Kristína og Marselíus lifa í þremur víddum tilveru sinnar; leik, söng og dansi. Leikurinn er eins kon- ar resitatív, söngurinn er innri röddin og dansinn er fantasían sem þau þrá svo heitt að fanga. Eina hlutverkið sem líkist óperuhlutverki er brjál- æðingurinn, sem Bjarni Thor Krist- insson túlkaði með þeim þrótti og þeirri ógn sem hlutverkið býður uppá, en líka mýkt og lýrík yfir við- kvæmum ástarmissi. Listamennirnir sex í hlutverkum Kristellu og Marselíusar voru hver um sig firnagóðir túlkendur sög- unnar, og sérstaklega var gaman að sjá hve dansinn skapaði sterka dýpt í verkið, þótt plássið sem dansararnir höfðu væri takmarkað. Hljómsveitin var nákvæm og góð og heildarsvipur flutningsins sterkur. Í óðamansgarði er fallegt verk sem fæst við það besta og mennskasta í okkur öllum, – að vilja lifa. Þjóðleikhúsið Listahátíð - Í óðamansgarði bbbbm Í óðamansgarði, ópera eftir Sunleif Rasmussen, byggð á smásögu eftir William Heinesen. Óperutexti eftir Dáni- al Hoydal. Leikstjórn: Ria Tórgarð. Leik- arar: Gunnvá Zachariasen og Hans Tór- garð. Söngvarar: Bjarni Thor Kristinsson, Eyjólfur Eyjólfsson og Þóra Einarsdóttir. Dansarar: Frank Fannar Pedersen og Unnur Elísabet Gunn- arsdóttir. Dansahöfundur: Lára Stef- ánsdóttir. Sviðsmynd og búningar: Elisa Heinesen. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljómsveitin Aldubáran lék og Bern- harður Wilkinson stjórnaði. Uppfærsla Þjóðleikhússins og Tjóðpallsins. BERGÞÓRA JÓNS- DÓTTIR ÓPERA Morgunblaðið/Eggert Óperan Sunleif vefur flosmjúkan vef sem leggst eins og voð yfir söguna. Í brjálæðings garði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.