Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 146. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Staksteinar: Flugvirkjar án jarðsambands? Pistill: Kjarabót í dansi og kartöflum Ljósvakinn: Dagur múrmeldýrsins Forystugreinar: Ógn kjarnorkunnar | Jóhanna sker niður                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ +0*-*/ **+-+1 +2-/,3 *1-1.. *,-1*3 **,-./ *-22*0 *1.-*. *//-0* 4 564 +.#  7 +001 *+,-3/ +0*-,, **+-,+ +2-323 +0-0*8 *,-1,3 **,-10 *-2281 *1.-/2 *//-.* ++1-,,/* &  9: *+/-*/ +0+-*. **+-1. +2-103 +0-0/2 */-0*3 **/-+2 *-2233 *1,-2* */3-0* Heitast 12° C | Kaldast 4° C Víða hægviðri og sums staðar hafgola. NA 8-13 m/s á Vest- fjörðum og dregur úr úrkomu. » 10 Leikhússtjóri Tjóð- pallsins veit ekki hvort hún fær leik- arana aftur heim. „Samstarfið þarf að efla,“ segir hún. »34 LEIKHÚS» Spennandi á Íslandi FÓLK» Ekki styðja Sri Lanka, segir M.I.A. »39 Maus, Botnleðja, Nýdönsk og fleiri eru á óskalistanum. Ensími byrjar hins- vegar á að leika gamalt efni. »37 TÓNLIST» Biðla til hljómsveita FÓLK» Er ekki mikið fyrir að nota netið. »42 TÓNLIST» Besta plata Leaves? Það er erfitt að segja. »41 Menning VEÐUR» 1. Kaupir íbúð fyrir barnsmóðurina 2. Ekki með svínaflensu 3. 77 ára og skuldum vafinn 4. Drengur alvarlega slasaður  Íslenska krónan styrktist um 0,42% »MEST LESIÐ Á mbl.is ÞEIR voru sammála um það, félagarnir, að þeir væru orðnir dálítið svangir og renndu því upp að lúgunni á söluturni í Reykjanesbæ og báðu um pylsu eða eitthvað til að seðja sárasta hungrið. Sá í aftursætinu, besti vinur mannsins eins og hann er stundum kallaður, fylgdist vel með öllu og hann virtist hreint ekki líklegur til að láta væntanlegt góðgæti fram hjá sér fara. Tveir vinir á ferð og báðir glorhungraðir Beðið eftir bitanum Morgunblaðið/RAX „VIÐ kláruðum myndina fyrir tveimur vikum, en við erum þeg- ar byrjuð að fá tilboð,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleik- stjóri, en hann frumsýndi stutt- myndina Önnu á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Anna, sem er 35 mínútna löng, er síðasta stóra verkefni Rúnars í danska kvikmyndaskólanum. Hann hyggst einbeita sér að því að gera myndir fyrir stærri áhorfendahóp; á döfinni er mynd í fullri lengd. „Nú er bara að setjast niður og skrifa handrit,“ segir Rúnar. | 36 „Erum byrjuð að fá tilboð“ Rúnar Rúnarsson „ÞETTA er mikill léttir og ég held að það verði friðsamlegra innan STEFs,“ segir Sigurður Flosason tónlistarmaður en sögulegar sættir náðust innan STEFs um helgina, þegar Tónskáldafélag Íslands og Félag tónskálda og textahöfunda komust að niðurstöðu eftir lang- vinnar deilur um greiðslur. | 36 Sögulegar sættir innan STEFs Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is ÞÆR eru örugglega ekki margar fjölskyldurnar sem hafa náð því að leika á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Guðjón Þórðarson og þrír synir hans, Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl, hafa allir náð því að leika á Wembley og það sem meira er, þeir hafa ekki tapað leik þar. Jóhannes Karl lék á Wembley í gær með Burnley á móti Sheffield United í úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári. Jóhannes Karl og félagar sigruðu 1:0 og leika í úrvalsdeildinni næst. Jóhannes Karl átti afmæli í gær og hélt upp á árin 29 með því að fagna sigri á Wembley. „Þetta er nú ein besta afmælisgjöf sem ég hef fengið lengi. Þetta var alveg ótrú- lega sætt og það var sérstaklega gaman að hafa svona margt af skyld- fólki mínu á vellinum. Pabbi var hér og Doddi bróðir og Tjörvi bróðir líka. Afi og amma voru líka hérna og auðvitað konan og börnin, mamma og maður hennar og félagi minn með dóttur sína. Það var fullt af fólki sem kom út til að fylgjast með og það var virkilega gaman að hafa þau hér. Þetta er auðvitað þvílíkt ævintýri fyrir félagið að komast upp og það verður örugglega vel tekið á móti liðinu þegar það kemur heim í kvöld,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið eftir leikinn og taldi það auðvitað alveg ótrúlegt að bræð- urnir þrír og pabbi þeirra hefðu allir náð að leika á Wembley. Allir á Wembley  Guðjón Þórðarson og þrír synir hans hafa allir leikið á Wembley  Feðgarnir eru taplausir á þjóðarleikvanginum Reuters Sigur Jóhannes Karl, lengst til hægri, fagnar sigri á Wembley. Í HNOTSKURN »Þórður lék með úrvalsliðiNorðurlanda á móti U-16 ára landsliði Englendinga árið 1989, eða fyrir 20 árum. Þetta var forleikur að leik Liverpool og Arsenal um Góðgjörð- arskjöldinn. Leikurinn fór 1:1 og gerði Guðmundur Bene- diktsson mark Norðurlanda. »Bjarni lék með Stoke árið2000 í úrslitaleik um neðri- deildarbikarinn, stundum kall- aður Framrúðubikarinn, og lagði upp sigurmarkið í 2:1 sigri á Bristol City. Guðjón var knattspyrnustjóri Stoke.  Ein besta gjöfin | Íþróttir Skoðanir fólksins ’Enn er þessi hópur við samaheygarðshornið, leggst gegnöllum breytingum og kemur ekkimeð neinar tillögur til þess að lag-færa helstu gallana við kerfið. Fyr- irsögnin í Morgunblaðinu segir býsna mikið. Hún lýsir því hugarfari að þetta sé einkamál útgerð- armanna og að aðrir eigi ekki að vera að skipta sér af því. » 22 KRISTINN H. GUNNARSSON ’Það er óhætt að segja, að MS-sjúkdómurinn sé sjúkdómurungs fólks, því rannsóknir sýna að75% sjúklinga greinast fyrir 35 áraaldur. Allir geta séð hversu erfitt og þungbært það er fyrir einstak- lingana og fjölskyldur þeirra. Allt í einu er lífið gjörbreytt og allar fyrri forsendur um líf og starf eru í upp- námi. » 23 SIGURBJÖRG ÁRMANNSDÓTTIR ’Eru kannski einhverjir búnir aðákveða að samningar skuli tak-ast, sama hvað þeir kosta þjóðina?Áróðursafl ljósvakamiðlanna verðisem fyrr nýtt til hins ýtrasta á ósvíf- inn hátt, til þess að reyna að telja þjóðinni trú um að náðst hafi samn- ingar sem þjóðin megi ekki og geti ekki hafnað? » 23 HAFSTEINN HJALTASON ’Er ekki ráð að grípa í taumanaeins og nú er komið málum ogstoppa þessa augljósu kerfisvillu.Sameina alla lífeyrissjóðina í einalíftryggingarmiðstöð ásamt al- mannatryggingum (ellilífeyri). Setja slíkum sjóði ábyrga og faglega stjórn til fjögurra ára í senn, með aðkomu hagsmunaðila. » 24 JÓN HERMANN KARLSSON ’Halda menn að samningsstaðaokkar verði eitthvert halelújavið þessar kringumstæður, burtséðfrá ástandinu hjá okkur hér heimasem er skelfilegur afrakstur þess blinda markaðskerfis sem engu eirði, enda guð þess græðgi síngirn- innar og öllum jöfnuði jafnframt ýtt út í hafsauga? » 24 HELGI SELJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.