Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 36

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Fólk Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÉG spjallaði aðeins við Paris eftir uppá- komuna, hún er mjög sérstök stúlka,“ sagði Ingvar Þórðarson kvikmyndaframleiðandi sem staddur var ásamt fríðu föruneyti á kvik- myndahátíðinni í Cannes á dögunum. Umrædd uppákoma var djarfur dans sem glaumdrottningin Paris Hilton steig við kær- asta sinn, Doug Reinhardt, í veislu á kvik- myndahátíðinni. Atlotin voru mynduð í bak og fyrir og hafa myndirnar sést á fjölmörgum fréttamiðlum síðustu daga. „Ég var með Pedro Amodovar, Penelope Cruz og fleirum í frumsýningarpartíi eftir myndina hans og eftir það lá leiðin á skemmtistaðinn Jimmy’s. Þar var Paris Hilton og þegar hún sá Almodovar spratt hún upp og fór að dilla sér um gólfið,“ segir Ingvar. „Ég hef nú ekki farið á strippstað en ég ímynda mér að gjörningurinn hafi verið svip- aður því sem fram fer á slíkum stöðum,“ bætti hann við. Síðar um kvöldið ræddi Ingvar við Paris, sem hann segir að sé viðkunnanleg og hress stúlka. Paris Hilton vakti talsverða athygli á kvik- myndahátíðinni en hún kom mjög víða við og var mynduð í bak og fyrir á rauða dreglinum sem og víðar. Paris Hilton dansaði fyrir Almodovar og Ingvar Reuters Hress Paris Hilton fór ekki leynt með ánægju sína með kærastann Doug Reinhardt.  Eins og fram hefur komið ætlar Evróvisjón-hetjan Jóhanna Guðrún að hamra járnið meðan heitt er, og halda stórtónleika í Laugardals- höllinni hinn 4. júní næstkomandi. Ljóst er að söngkonan unga spennir bogann ansi hátt, enda ekki á færi hvers sem er að fylla Höllina. Vissu- lega hefur Jóhanna Guðrún notið mikilla vinsælda eftir frábæran árangur sinn í Moskvu, en hvort nokkur þúsund manns séu tilbúnir til að borga 3.900 eða 4.500 krónur til að sjá hana er hins vegar önnur saga. Þá vekur tímasetning tón- leikanna óneitanlega athygli, en þeir hefjast kl. 21 og því ljóst að tónleikarnir miðast ekki við stærsta aðdáendahóp söngkonunnar; nefni- lega börnin. Aðstandendur tónleikanna vinna annars að því um þessar mundir að fá norska sigurvegarann Alexander Rybak til þess að koma fram á tón- leikunum, en takist þeim það þurfa þeir varla að hafa áhyggjur af miðasölu, sem er nú þegar hafin á midi.is. Tekst Jóhönnu Guð- rúnu að fylla Höllina?  Einhver allra mest lesna bók landsins, Símaskráin, kemur út í dag. Þótt sífellt fleiri kjósi að fletta upp símanúmerum á netinu naut Símaskráin í fyrra mikilla vin- sælda, og má ef til vill rekja þær vinsældir til myndskreytinga Hug- leiks Dagssonar í skránni, en þær nefndi hann einu nafni Garð- arshólma. Bókin var rifin út og mun fleira yngra fólk sótti hana en árin þar á undan. Reyndar var ásóknin slík að fyrsta upplag kláraðist á þremur dögum, og var það mál manna að Símaskráin hefði aldrei verið skemmtilegri. Forsvarsmenn Símaskrárinnar ákváðu að endurtaka leikinn og fengu þeir Hugleik til að semja eins konar framhald af Garðarshólma, og mun það birtast í Símaskránni 2009. Nú er bara spurning hvort hún verður jafnskemmtileg og í fyrra. Símaskráin jafn- skemmtileg og síðast? Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ANNA er tólf ára stúlka sem býr með óléttri móður sinni í dönskum smábæ, pabbinn er stunginn af. Hún er búin að uppgötva fyrstu ástina – þótt hún eigi það til að tjá þá ást með því að berja strákgreyið með fullum ruslapokum. Anna þessi er einmitt titilpersónan í mynd Rúnars Rúnarssonar sem var frumsýnd í Cannes á föstudaginn og ég hitti Rúnar rétt eftir sýninguna bak við farandskúr við aðalgötuna og spurði hann hvað þetta væri með hann og unglingsárin, en andlegur skyldleiki myndarinnar við Smáfugla er töluverður. „Allar myndir sem ég geri fjalla um fólk sem er á vendipunkti í lífinu, á þessum krossgötum: í Smáfuglum eru unglingar að verða fullorðnir, í Önnu er barn að verða unglingur og í Síðasta bænum er aðalpersónan mað- ur sem er kominn yfir götuna og lítur til baka.“ Stúlkan sem leikur Önnu heitir Marie Hammer Boda og það kemur mér töluvert á óvart þegar Rúnar segir mér að leikkonan sjálf sé aðeins tólf ára. „Fyrir réttu ári var ég að gera eina af skólamyndunum og eins og ég hafði gert í Smáfuglum hafði ég alla anga úti, ég fann Marie þannig. Hún hafði aldrei verið fyrir framan myndavél, aldrei leikið á ævinni.“ Anna í Hundabæ Allar þessar skólamyndir þýða að það var ekki sérstakt átak að gera Önnu á dönsku. „Ég er náttúrlega búinn að búa í Danmörku í sjö ár og vera í skólanum í fjögur ár, þannig að ég er alveg mellufær á dönsku. Þá er ég búinn að gera nokkrar myndir í skólanum, við gerum tvær til þrjár á ári og erum endalaust að vinna með leikurum.“ En hver er munurinn á dönskum og íslenskum smábæjum? „Ég hef ekki upplifað danskan smábæ, ég er bara að búa til minn eigin. Við fundum þennan bæ og gerðum okkar eigin höfn, eins og mér finnst að höfn eigi að vera – og það passar víst ágætlega við það hvernig litlir fiskibæir eru á Norður-Jótlandi, en það var bara of dýrt fyrir okkur að fara þangað.“ Bærinn sem myndin er tekin í heitir Hundestad, Hunda- staður – eða Dogville á ensku segir Rúnar og vísar þar til samnefndar myndar Lars von Trier. En hver er framtíð myndarinnar eftir Cannes? „Við kláruðum mynd- ina fyrir tveimur vikum, en við erum þegar byrjuð að fá boð. Hún er 35 mínútur sem þýðir að það er ekki úr jafnmörgum hátíðum að moða og með styttri stuttmyndir,“ segir Rún- ar og bætir við að enn sé óvíst hve- nær hún verði sýnd á Íslandi. Myndin er síðasta stóra verkefni Rúnars í danska kvikmyndaskólanum, en það- an útskrifast hann í júlí. Þetta er hins vegar fyrsta skólaverkefnið sem má sýna fyrir utan skólann. Og Rúnar er feginn að geta nú farið að einbeita sér að því að gera myndir fyrir stærri áhorfendahóp. „Það er hundleiðinlegt að vera alltaf að gera myndir fyrir sama áhorfendahóp, sem eru sam- nemendur og misvitrir kennarar. En þegar ég byrja þá geri ég hins vegar ekki myndir fyrir sérstakan áhorf- endahóp, það skiptir ekki máli hvort þær fara á flakk eða ekki, maður gleymir sér í vinnunni. Og svo byrjar einhver skítavinna að markaðssetja og æla þessu út.“ Rúnar er með mynd hér í Cannes annað árið í röð og kann ágætlega við sig. „Það sem ég kann vel við á hátíð- inni er að útgangspunkturinn er bíó- myndirnar og kvikmyndaformið en til þess að fá peningana til að reka batt- eríið er hent í mjög mikinn glassúr, stjörnur og rauða dregla og fín föt til þess að halda utan um þetta. Þetta er vissulega hálfskitsófrenískur staður.“ Leikstjóri á krossgötum  Rúnar Rúnarsson frumsýnir stuttmyndina Önnu í Cannes  „Við kláruðum myndina fyrir tveimur vikum, en við erum þegar byrjuð að fá boð,“ segir hann Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Rúnar í Cannes Leikstjórinn hefur þegar fengið boð í Önnu. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SÖGULEGAR sættir náðust innan STEFs á aðalfundi samtakanna síð- astliðinn laugardag þegar Tónskálda- félag Íslands og FTT komust að sam- eiginlegri niðurstöðu um áralöng deilumál sín. Gerðar voru breytingar á úthlut- unarreglum STEFs er deilt hefur verið um í áratugi. Samþykkt var að leggja niður svokallað punktakerfi fyrir útvarps- og sjónvarpsspilun, þar sem tónlist var raðað niður í mismun- andi verðflokka eftir úrskurði mats- nefndar á tónverkum og innihaldi þeirra. Punktakerfið er þó enn við lýði við tónleikahald. Á móti kemur að þeir félagar TÍ er leggjast í að semja löng og tímafrek verk geta sótt styrki til sérstaks sjóðs er stofnað verður til. Einnig voru gerðar breytingar á samþykktum STEFs er lúta að stjórnarfyrirkomulagi. „Þetta er mikill léttir og ég held að það verði friðsamlegt innan STEFs eftir þetta,“ segir Sigurður Flosason tónlistarmaður er hefur setið í stjórn FTT um langt skeið og verið virkur í samningsviðræðum á milli félaganna. „Breytingarnar að stjórnarfyr- irkomulaginu snúa að því að draga úr vægi félaganna tveggja og þannig fá utanfélagsmenn aðeins meira vægi. Það verður heldur einfaldara að ná fram breytingum með atkvæða- greiðslu, en hér áður var það nánast ógerningur. Þá þurfti maður að sann- færa helminginn af félagsmönnum hins félagsins svo nokkuð gæti gerst sem þýðir að það var útilokað. Það er ekki þar með sagt að menn vilji endi- lega gera breytingar en það er óþægi- legt að finnast maður vera inni í boxi sem maður kemst ekki út úr. Það verður áfram erfitt að gera breyt- ingar enda held ég að það sé allt í lagi. Við eigum að vera íhaldssöm samtök sem eiga að fara varlega og forðast hallarbyltingar.“ Sátt innan STEFs Morgunblaðið/Golli Agent Fresco Eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið fær hljómsveitin borgað það sama fyrir hverja mínútu í útvarpi og til dæmis Atli Heimir. Félag tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélag Íslands útkljá deilumál sín En ætli Rúnar eigi eftir að koma aftur til Cannes og taka þátt í aðalkeppninni? Fyrsta myndin í fullri lengd er í burðarliðnum, en við þurfum sjálfsagt að bíða einhvern tíma eftir henni. „Nú er bara að setjast niður og klára að skrifa handrit, svo er fjár- mögnun, meiri skrif – þetta tek- ur örugglega meira en ár áður en ég get farið að taka myndina. Þetta er bara eins og að moka skurð,“ segir Rúnar. Að moka skurð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.