Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 ✝ Snorri PállSnorrason læknir fæddist á Rauðavík á Árskógsströnd 22. maí 1919. Foreldrar hans voru Snorri Halldórsson héraðs- læknir, símstjóri og oddviti á Breiðaból- stað á Síðu f. á Hall- freðarstöðum í Hró- arstungu 18.10. 1889, d. í Reykjavík 15.7. 1943, og Þórey Ein- arsdóttir f. á Hömrum í Eyjafirði 18.9. 1888 d. 29.3. 1989. Bróðir Snorra var Halldór f. 1924. d. 2007, maki Krist- ín Magnúsd og áttu þau 1 son, en Halldór átti 2 dætur af fyrra hjóna- bandi. Hálfsystkini Snorra í föð- urætt eru: Sigurbjörg f. 1929. d. 2005, maki Sveinn Ásgeirsson áttu 3 börn. Guðmundur f. 1931, maki Bryndís Elíasd. eiga 3 börn. Egill f. 1936, d. 1994, maki Svana Trygg- vad, áttu 3 börn. Hálfsystkini Snorra í móðurætt eru Sóley f. 1931, maki Jón Hilmar Magnúss eiga 7 börn. Svanhvít tvíburasystir Sóleyar, á 1 barn. Rósa Guðrún f. 1936, maki Brynjar Halldórsson, eiga 7 börn. Faðir þeirra er Jón Kristjánsson sjómaður frá Litla- Árskógssandi. Snorri kvæntist 18.9. 1948 Karol- ínu Kristíu Jónsd. Waagfjörð hjúkr- unarkonu f. 19.4. 1923. Þau eign- Háskólans frá 1983, kenndi við Hjúkrunarskóla Íslands og við Kennaraskóla Íslands, og var stundakennari við sjúkraþjálfara- og hjúkrunarnámsbrautir við HÍ frá stofnun þeirra. Snorri var með- dómari í sakadómi Reykjavíkur 1957, 1974 og 1975 og bæjarþingi Reykjavíkur 1961 og 1962. Í stjórn LFR 1958 -1964 og LF. Eirar 1959 -1960. Formaður Læknafélags Ís- lands 1971-1974. Í stjórn Hjarta- sjúkdómafélags íslenskra lækna, ritari Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1952-1954. Var einn af stofnendum Hjartaverndar og sat í stjórn 1964. Í úthlutunarnefnd bif- reiða til fatlaðs fólks frá 1964 og í nefnd um eftirgjafir aðflutnings- gjalda af bifreiðum til fatlaðra. Í heilbrigðisráði Íslands og var einn af stofnendum manneldisráðs. Í ut- anfararnefnd (vegna vistunar sjúk- linga erlendis), varaformaður úr- skurðar- og eftirlitsnefndar vegna ráðgjafar um fóstureyðingar. Evr- ópuráð styrkti Snorra til náms- dvalar í Massachusetts General Ho- spital og Presbyterian Hosp. í Boston í mars-maí 1960, National Heart Hosp. í London, Ósló, Gauta- borg, og Kaupmannahöfn 1964. Hann hefur skrifað fjölmargar greinar í innlend og erlend lækna- rit og ýmis tímarit um heilbrigð- ismál. Snorri var sæmdur ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 31. júlí 1980. Snorri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 26. maí og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar uðust tvö börn: 1) Snorra Páll f. 24.2. 1959, maki Helga S. Þórarinsd. Börn þeirra Þórarinn f. 29.8. 1979. Snorri Páll f. 30.9. 1984. Hulda Dís f. 20.12. 1999. 2) Kristín f. 8.2. 1963, maki Magnús Jak- obsson. Börn þeirra: Sandra f. 8.8. 1984, maki Andri Reyr Vignirsson, þau eiga 3 börn, Reynir Páll f. 30.9. 1987, og Kristín Bryndís f. 30.3. 1992. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Akureyri, lauk Snorri prófi í almennri læknisfræði við Háskóla Íslands 1949. Var heim- ilislæknir, aðstoðarlæknir á Vífils- staðaspítala, síðar aðstoðarlæknir borgarlæknis og aðstoðarlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. Snorri fór 1954 til framhaldsnáms í lyflækningum með sérstöku tilliti til hjartasjúkdóma. Vann á Massachusetts General Hospital í Boston og sem framhaldsnemi við Harvard University School þar í borg. Réðist að loknu námi á lyf- lækningadeild Landspítalans, varð deildarlæknir og síðan yfirlæknir frá 1970 til 1989, er hann hætti störfum. Snorri var lektor við læknadeild HÍ 1959, dósent frá 1966 og prófesor við læknadeild Hann fór fallega hann Snorri bróðir að morgni laugardags á sól- ríkum degi, haldandi í hönd Krist- ínar dóttur sinnar, en sonurinn Snorri var á leið í land, því hann vissi að hverju stefndi. Hann kvaddi okk- ur Bryndísi á fimmtudeginum með kossi, búinn að gefast upp á því að halda upp á níræðisafmælið eftir nokkra daga. Snorri og Kristín, börn og barnabörn voru hans yndi, en þau Karólína hafa verið á Droplaugar- stöðum lengi og notið þar frábærrar umönnunar sem ber að þakka. Við bróðir minn megum muna tím- ana tvenna. Uppaldir í þá afskekktri sveit, á Breiðabólstað á Síðu, með óbrúuð vötn á báða vegu, en Snorri faðir okkar var þar héraðslæknir í stóru héraði; Álftaver í vestri og Öræfin í austri, alltaf ferðast á hest- um. Á Breiðabólstað var mannmargt heimili. Þar var sjúkraskýli, skurð- stofa og apótek og fengum við gjarn- an að fylgjast með pabba við störf og ég var ekki gamall þegar ég var við hlið hans er sjúklingur kvaddi þenn- an heim. Það voru margir góðir hest- ar og átti hver fjölskyldumeðlimur sinn hest og var Bleikur Blesi Snorra mikill skeiðhestur og fékk ég hann oft lánaðan, þegar Snorri var farinn í skóla á haustin, en pabbi notaði okk- ur stundum sem hestasveina í lækn- isvitjunum, en í lengri ferðum voru fengnir sérstakir vatnamenn til fylgdar. Snorri var 12 árum eldri en ég og ég var 12 ára þegar faðir okkar andaðist og varð hann þá föður- ímynd þegar fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Breytingin var mikil úr friðsæld sveitalífsins í skarkala her- námsáranna. Fyrsta farartækið var BSA-mótorhjól sem Halldór bróðir okkar keypti og það var er til vill ör- lagavaldur þegar Snorri fékk það lánað, er hann var að vinna á Vífils- stöðum og bauð fallegum hjúkrunar- nema frá Vestmannaeyjum í ferð upp í Heiðmörk og varð það hans gæfuspor, því þessi góða stúlka, Karólína, hefur stutt hann og annast í gegnum sætt og súrt síðan. Næsta farartæki var Villis-jeppi árgerð 1942 sem Snorri keypti af al- nafna föður okkar, Snorra Halldórs- syni sem bjó við Grettisgötuna eins og við. Minnisstæð er mér brúðkaupsferð Karólínu og Snorra, þar sem hann fékk mig til að vera bílstjóra því hann hafði veikst hastarlega af mænuveiki og átti erfitt með að keyra jeppann. Ég var þá 17 ára og var ferðinni heitið norður á Árskógs- strönd til Þóreyjar móður Snorra og systra hans Sóleyjar, Svanhvítar og Rósu Guðrúnar. Þetta var mikið ferðalag á þeim vegum sem þá voru norður og öll ferðin ævintýri. Þórey tók mér sem glataða syninum og um- vafði okkur með hlýju. Á leiðinni suður hrepptum við hið versta veður í Hvalfirði og var þá orðið frekar dimmt og vegurinn mjór og holóttur og lá þá hátt uppi í hlíðum og var ekki mikið sagt þar til komið var á Grettisgötuna og man ég enn hvað Karó hló mikið og þurfti margt að segja. Löngu og farsælu ævistarfi er lok- ið og vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka Snorra bróður fyrir alla hans hjálpsemi og ljúfmennsku í okkar garð alla tíð og óska Karólínu, Snorra Páli, Kristínu, Helgu, Magn- úsi og afkomendum þeirra Guð blessunar. Þinn bróðir Guðmundur Snorrason. Margar og góðar minningar á ég um Snorra Pál Snorrason fyrrver- andi yfirlækni á lyflæknisdeild Landsspítalans við Hringbraut. Þann heimspeking og heiðursmann hefi ég þekkt allt frá 1960 þegar ég 18 ára gömul hóf vinnu á Landsspít- alanum sem nemi í hjúkrun. Land- spítalinn við Hringbraut var þá ein- ungis gamli spítalinn, engar viðbyggingar komnar. Gengið var inn um aðalinngang gamla spítalans um mjög háar og þungar tvöfaldar dyr. Síðan þá hafa leiðir okkar legið saman í starfi. Göngudeild háþrýstings- og blóð- fitumælinga var starfrækt 1976 til 2002 í Lágmúla 9. Aðalupphafsmenn þessarar deildar voru prófessorarnir Sigurður Samúelsson sem lést ný- lega, Snorri Páll Snorrason og Þórð- ur Harðarson. Þessi deild sem var deild innan Landspítalans, var göngudeild þar sem unnið var fyr- irbyggjandi starf fyrir þá sem voru háir í blóðþrýstingi og blóðfitu til að koma í veg fyrir alvarlega hjarta- og nýrnasjúkdóma. Snorri Páll var yf- irlæknir þar eins og á hjartadeild Landspítalans. Ekki var hægt að hugsa sér betri lækni í það hlutverk. Starfsfólk jafnt sem sjúklingar bar mikla virðingu fyrir Snorra Páli. Hann hafði þessa hlýju nærveru og bar virðingu fyrir öllum, bæði starfs- fólki og sjúklingum. Sjúklingunum þótti afar gott að ræða við hann enda var það hans sterki eiginleiki að hlusta á hvað fólk hafði að segja og var margt vandamálið leyst á þann hátt. Ef eitthvað þarfnaðist lausnar í sambandi við starfið var nóg að setj- ast á móti Snorra Páli við skrifborðið hans og ræða málið sem þá leystist bara svona eins og af sjálfu sér. Hann hafði mjög ríka kímnigáfu, kunni að segja frá mönnum og mál- efnum á svo skemmtilegan hátt. Einnig var gaman að segja honum sögur eða skrítlur, hann hló svo inni- lega með öllu andlitinu. Snorri Páll var mikill læknir og starf hans var mjög yfirgripsmikið. Það sem einkenndi Snorra Pál var fáguð framkoma, heiðarleiki,og virð- ing fyrir mönnum og málefnum. Hlý og björt minning um þann góða mann mun lifa áfram með samferða- mönnum um ókomna tíð. Eftirlifandi eiginkonu, Karólínu, afkomendum þeirra og þeirra fjöl- skyldum votta ég mína dýpstu sam- úð. Guðrún R. Þorvaldsdóttir. Í dag er kvaddur Snorri Páll Snorrason, fyrrverandi yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans og pró- fessor við læknadeild Háskóla Ís- lands. Hann hefði orðið níræður 22. maí sl. Stutt varð á milli þeirra Sig- urðar Samúelssonar prófessors sem lést á jólaföstu 97 ára. Þeir voru stjórnendur þegar lyflækningadeild- in á Landspítalanum var að slíta barnsskónum og breytast í þróaðar sérdeildir. Snorri Páll var læknissonur og ólst upp á Breiðabólsstað austur á Síðu á menningarheimili og við sveitabúskap þess tíma. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1940 og settist síðan í læknadeild Háskóla Íslands. Á námsárunum veiktist hann hastar- lega af lömunarveiki sem olli varan- legum þrekmissi og fötlun. Með harðfylgi lauk hann kandídatsprófi 1949, fór til framhaldsnáms í Boston og fékk 1955 sérfræðingsleyfi í lyf- lækningum með sérstöku tilliti til hjartasjúkdóma. Hófst nú 35 ára starfsferill á lyf- lækningadeild Landspítalans. Þá var hún staðsett á 1. hæð gamla hússins en 1966 flutti Snorri með nýrri hjartadeild í 4. hæð viðbyggingar þar sem hún er enn. Hann stjórnaði deildinni með lagni og var vinsæll af sjúklingum og samstarfsfólki. Hann hélt vel við þekkingu sinni, las mikið tímarit og sótti námsstefnur í fræð- unum. Þá var hann kennari við Há- skóla Íslands og eru minnisstæðir kennslustofugangar hans. Snorri var einn af frumkvöðlunum að stofnun Hjartaverndar, ásamt Sigurði Samúelssyni, Ólafi Ólafssyni og Davíð Davíðssyni og hann sat í stjórn samtakanna frá stofnun þeirra 1964 til 1998. Verkefni Hjartaverndar féllu vel að hugðar- efnum Snorra. Hann lagði jafnan áherslu á forvarnir sjúkdóma og Snorri Páll Snorrason ✝ Yndisleg eiginkona mín, MARÍA ÞÓRHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, Lambastekk 2, Reykjavík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 21. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Níels Maríus Blomsterberg. ✝ Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróðir og barna- barn, GUÐMUNDUR ÖRN SVERRISSON, lést af slysförum þriðjudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Á. Guðmundsdóttir, Alfons Jónsson, Kristrún Jenny Alfonsdóttir, Sverrir Pétursson, Marisa Pétursson, Pétur Þorbjörnsson, Valgerður Sigurðardóttir, Kristín Valdimarsdóttir. ✝ Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÍKHARÐ S. KRISTJÁNSSON, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 24. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. maí kl. 15.00. Gerður Ríkharðsdóttir, Óskar Örn Jónsson, Svandís Ríkharðsdóttir, Valdimar Örn Júlíusson, Telma Dögg, Jón Andri, Harpa Eik, Ísak Örn og Brynjar Bogi. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og barna- barnabarn, SIGMUNDUR ERLING INGIMARSSON, Simmi trommari, Grundartúni 5, Akranesi, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 22. maí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 14.00. Ingimar Garðarsson, Anna Signý Árnadóttir, Auður Inga Ingimarsdóttir, Brynjólfur Þór Jónsson, Sigurlaug Inga Árnadóttir, Garðar Halldórsson, Ragnheiður Elíasdóttir og fjölskyldur. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.