Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? ÞREFALT eftirlitskerfi er með meðferðarheimilum hér á landi og erfitt að bæta það enn frekar án þess að íþyngja verulega bæði börnum og starfsfólki, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnavernd- arstofu. Fyrrverandi starfsmaður meðferðarheimilis fyrir unglinga hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn þremur unglingsstúlkum á heimilinu. Manninum hefur verið vikið endanlega úr starfi og gerir rann- sóknardeild lögreglunnar á Akureyri ráð fyrir að málið verði sent til ríkissaksóknara í næstu viku. Það var fyrir rúmu ári að málið kom fyrst upp. Dvöldu þá tvær stúlknanna, sem nú er kært vegna, á meðferðarheimilinu. Greindi önnur þeirra frá því að maðurinn hefði beitt sig og hina stúlkuna kynferðisof- beldi. Framburður stúlknanna stangaðist hins vegar á, maðurinn neitaði sök og kæran var felld niður. Mað- urinn var hins vegar fluttur til í starfi. Hann fór að vinna á meðferðarheimili fyrir drengi en sneri aftur á gamla vinnustaðinn er því var lokað. Í mars sl. tilkynnti síðan þriðja stúlkan, að maðurinn hefði beitt sig kynferðisofbeldi. Að sögn Braga var um stakt atvik að ræða, sem stúlkan tilkynnti í skólanum næsta dag og hófst rannsókn samstundis. Skömmu síð- ar barst kæra frá stúlkunni sem áður hafði neitað að hafa verið beitt ofbeldi. annaei@mbl.is Erfitt að bæta eftirlitið  Fyrrverandi starfsmaður meðferðarheimilis kærður fyrir kynferðisofbeldi Í HNOTSKURN »Óháður eftirlitsmaður ogsérfræðingar Barnavernd- arstofu heimsækja meðferðar- heimilin reglulega og ræða við börnin einslega. »Sálfræðingar starfa á öll-um heimilunum og er líðan hvers barns skráð hálfsmán- aðarlega. Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Fjölmennt var í verslun Samkaupa á Þórshöfn í síðustu viku þegar leikskólabörnin ásamt nem- endum 1. og 2. bekkjar grunnskól- ans komu þangað með listaverkin sín, sem prýða áttu heilan vegg í versluninni. Samkaup buðu þessu unga listafólki að skreyta vegginn og er hann nú þakinn líflegum myndverkum sem gleðja augu við- skiptavina verslunarinnar. Að launum fengu listamennirnir veitingar, köku og ávexti, og voru að lokum kvaddir með litlum gjöf- um frá versluninni. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Myndlist barnanna í Samkaupum BISKUP Íslands hefur auglýst embætti sóknar- prests í Hafnar- fjarðarpresta- kalli laust til umsóknar og veitist embættið frá og með 1. júlí nk. Núverandi sóknarprestur er sr. Gunnþór Ingason, en hann hef- ur gegnt starfinu síðan 5. júní 1977, eða í 32 ár. Sr. Gunnþór hverfur til annarra starfa innan kirkjunnar. Prestur Hafnarfjarð- arprestakalls er sr. Þórhallur Heimisson. Tekið er fram í auglýsingu bisk- ups, að hann muni skipa í embættið til fimm ára, en það er valnefnd sem velur sóknarprestinn. Um- sóknarfrestur er til 23. júní nk. sisi@mbl.is Nýr prestur í Hafnarfirði Séra Gunnþór Ingason FORSÆTISNEFND Alþingis sam- þykkti í gær tillögu forseta Al- þingis, Ástu R. Jóhannesdóttur, um að svokallað „aðstoðar- mannakerfi“ fyrir landsbyggð- arþingmenn yrði lagt niður, a.m.k. tímabundið, af fjárhags- ástæðum. Einnig var samþykkt að „að- stoðarmannakerfið“ yrði endur- metið með hliðsjón af reynslunni sem fengist hefur af því. Samningar við aðstoðarmenn frá síðasta kjörtímabili féllu nið- ur við þingrof og kosningar. Aðstoðarmenn þingmanna aflagðir STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VEIÐI er hafin á urriðasvæðunum í Laxá í Aðaldal. Á svæðum SVFR, Staðar- og Múlatorfu, Hrauni og Presthvammi, mun veiðin hafa farið ágætlega af stað, en mikið vatn er í ánni og náttúran sögð nokkuð sein af stað sökum vorkulda. Í vikunni hófst einnig í fyrsta skipti skipulögð silungsveiði á svæðum Lax- árfélagsins, fyrir utan Hólmavað- sveiðar. Veitt er til 19. júní, er lax- veiðin hefst. Að sögn Jóns Eyfjörð, sem hefur umsjón með þessu „nýja“ svæði, byrjaði veiðin vel en hann seg- ir að þessi svæði hafi verið „vannýtt auðlind“, enda sé mikið af vænum sil- ungi þarna eins og á öðrum svæðum Laxár. „Við fengum 19 urriða á tvær stanganna á þremur vöktum,“ sagði Jón. Hann segir mikið af urriðanum um tvö pund en þeir félagarnir fengu líka einn 65 cm langan, sem hann áætlaði að hefði vegið 6,5 til 7 pund, og nokkra sem voru 50 til 55 cm lang- ir. „Flestir tóku straumflugu, Dýrbít með mjög þungum haus,“ sagði Jón. Í gær fréttist af veiðimönnum sem voru á svæðinu og höfðu fengið á ann- an tug fiska yfir daginn á tvær stang- ir, allt á púpur andstreymis. Stórlaxar í Vopnafirði Greint hefur verið frá því á frétta- vefjum veiðimanna, að tveir sannkall- aðir stórlaxar hafi veiðst í gráslepp- unet í Vopnafirði. Munu fiskarnir hafa vegið 14 kíló hvor, 28 pund, blóðgaðir. Laxarnir munu vera í reykhúsi norðan heiða. Grásleppuvertíðin var framlengd um viku og geta þeir grásleppu- veiðimenn sem síðast byrjuðu, í lok maí, og nýta alla 62 dagana, veitt inn í júnímánuð. Veiðimenn velta fyrir sér hvort algengt sé að laxar, sem nálgast heimaslóðir, villist í netin. Ljósmynd/Jón Eyfjörð Urriða landað Jón Sigurðsson landar einum við Laxá nærri Laxamýri. Magnús Böðvar Eyþórsson mundar háfinn. Urriðar á laxasvæðinu Í HNOTSKURN » Hafin er skipulögð sala ásilungsveiðileyfum á flest svæði Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal. Veitt er á 10 stangir til mánaðamóta en síðan með 12 stöngum til 19. júní. Upp- lýsingar um veiðisvæðið eru á vefnum www.silunga.net.  Urriðaveiði hafin á svæðum Laxárfélagsins  Hefur verið „vannýtt auðlind“  Stórlaxar sagðir veiðast í grásleppunet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.