Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 HVAÐ svo sem menn segja um hlut- verk stjórnvalda er þó allavega eitt ljóst. Ríkisstjórnum er ætlað að draga úr óvissu og skapa skynsamlegan rekstrargrunn og bærilegar aðstæður fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Núverandi rík- isstjórn hagar sér með þver- öfugum hætti. Þrátt fyrir yfirlýs- ingagleði og tilskipanatakta liggur aðeins eitt fyrir. Rík- isstjórnin dregur ekki úr óvissu, né kemur með leiðir út úr ógöng- unum. Þvert á móti. Stjórnin stuðlar í rauninni að óvissu í landinu. Tökum nokkur dæmi. Peningamálastjórnin og gengisfall Í fyrsta lagi. Nú virðist ríkja algjör óvissa um hvernig pen- ingamálastjórninni í landinu verður háttað á næstunni. Pen- ingastefnunefnd Seðlabankans gaf fyrirheit við síðustu vaxta- ákvörðun um hratt vaxtalækk- unarferli, sem við myndum sjá stað í byrjun næsta mánaðar. En þá er þess að geta að stjórnvöld eru í samstarfi við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, sem lýsir því yfir að hægja verði á vaxtalækkunum og að fara beri hægar í sakirnar. Ástæðan sem sjóðurinn tilgreinir eru aðstæður í efnahagslífinu og sú mikla óvissa sem ríkir um ákvarðanir í efnahagsmálum, svo sem stefnu í ríkisfjármálum. Enginn treystir sér þess vegna til að segja til um hvort hægja muni á vaxtalækkunum eða hvort þær verði snarpari. Um þau mál heyja menn nú ágiskanakeppni úti í þjóðfélaginu. Í annan stað. Gengi krónunnar er sem í frjálsu falli. Ástæðuna rekja menn til helsta einkennis stefnumörkunar ríkisstjórn- arinnar; óvissunnar. Verðbólgu- þrýstingur eykst, skuldir fyr- irtækja og heimila hækka. Engin svör fást frá ríkisstjórninni um hvort eða þá hvernig verður brugðist við. Skortur á stefnu- mörkun í ríkis- og peningamálum býr til uppskrift að gengisfalli, sem við höfum orðið vitni að síð- ustu vikurnar. Skjóta fyrst – spyrja svo Í þriðja lagi. Á sama tíma og ráðherrar ríkisstjórnarinnar keppast við að segja okkur að sjávarútvegurinn þurfi að gegna stærra hlutverki í þjóðarbú- skapnum boða stjórnvöld al- gjörlega óundirbúin áform um fyrningu veiðiréttar. Enginn hef- ur fært fyrir því rök að slíkt efli sjávarútveginn. Öðru nær. Öllum er ljóst að slíkt veikir sjávarútveginn. Ég krafði sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra svara um þessi mál á Alþingi í síð- ustu viku og fékk engin svör. Nema þau að allt væri óljóst um fram- kvæmdina og ekkert – nákvæmlega ekkert – hefði verið gert í faglegum undirbún- ingi málsins. Þetta er ótrúlegt, en satt, því miður. Skaðinn er þó skeður. Afleið- ingarnar fyrir greinina eru þegar orðnar neikvæðar. Þetta heitir að skjóta fyrst og spyrja svo. Ágreiningur um ESB og stóriðju Fjórða dæmið. Ríkisstjórnin boðar þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu. Þá gerist það að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar, þingflokksformaður og hópur þingmanna úr öðrum stjórn- arflokknum gjalda opinberlega varhug við slíku. Enginn þing- maður eða ráðherra Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs hefur stigið fram til þess að lýsa yfir stuðningi við málið; nema kannski helst formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon. Ekki verður annað séð en að hér sé þá í burðarliðnum þings- ályktunartillaga sem hafi allt eðli þingmannamáls, en sé ekki stjórnartillaga. Alla vega er ljóst að stjórnarliðið stendur ekki að baki þessum áformum. Og loks liggur það fyrir að al- gjör óvissa er um hvernig staðið verður að uppbyggingu orku- freks iðnaðar. Ekki bara álvera, heldur margs konar annars iðn- aðar, þar sem menn tala út og suður. Stærsti einstaki þáttur at- vinnuuppbyggingar ríkisstjórn- arinnar sem var kynntur í vetur laut að stóriðjumálum. Fyrir liggur andstaða annars rík- isstjórnarflokksins við slík áform. Þarna virðist líka allt í uppnámi og fullkominni óvissu. Helsti boðskapur ríkisstjórn- arinnar er því óvissan á þeim tímum þegar við þurfum á öllu öðru fremur að halda. Rík- isstjórnin býður ekki fram lausn- ir, heldur skapar vandamál. Stjórnin stuðlar að óvissu Eftir Einar K. Guðfinnsson Einar K. Guðfinnsson »Ríkisstjórnin dregur ekki úr óvissu, né kemur með leiðir út úr ógöngunum. Þvert á móti. Stjórnin stuðlar í rauninni að óvissu í landinu. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í MORGUNBLAÐI sunnudagsins er ágæt umfjöllum um fyrn- ingarleiðina í sjávar- útvegi sem stjórn- arflokkarnir hafa boðað. Að vísu er hún einhliða að því leyti að aðeins er gerð grein fyrir sjónarmiði útgerðarmanna. En það þarf auðvitað að kynna þeirra viðhorf og röksemd- ir. Umræðustjórnmál þýða einmitt þetta og svo á að vega og meta málið út frá sjónarmiðum aðila málsins. Fyrirsögnin í Morgunblaðinu lýsir að vísu ekki miklum vilja til þess að mæta gagnrýninni á kvótakerfið. Hún er: Hvers vegna erum við ekki látin í friði? Það er sem ekkert hafi breyst á þeim 10 árum sem eru liðin síðan heildar- endurskoðun átti að fara fram á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þá tókst LÍÚ með stuðningi Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins að slá af allar breytingar og kerfið varð áfram óbreytt. Enn er þessi hópur við sama heygarðshornið, leggst gegn öllum breytingum og kemur ekki með neinar tillögur til þess að lagfæra helstu gallana við kerfið. Fyr- irsögnin í Morgunblaðinu segir býsna mikið. Hún lýsir því hug- arfari að þetta sé einkamál út- gerðarmanna og að aðrir eigi ekki að vera að skipta sér af því. Þeim komi það ekki við, hvorki sjó- mönnum, fiskverkafólki, íbúum á landsbyggðinni né stjórnvöldum. En ástæða þess að LÍÚ er ekki látið í friði með óbreytt kvótakerfi er einföld. Einstakir handhafar kvótans létu okkur ekki í friði. Þeir tóku ákvarðanir án tillits til okkar, sem áttu mikið undir blóm- legri útgerð og vinnslu í sjáv- arplássunum. Þeir gengu á bak orða sinna ef því var að skipta og bæði lugu og sviku. Þeir sköð- uðu hagsmuni þús- unda fjölskyldna, fyrst og fremst á landsbyggðinni. Þeir skuldsettu greinina um hundruð milljarða króna og margir gengu frá borði með fúlgur fjár. Eigendur Þorbjarn- arins hf. í Grindavík létu Bolvík- inga ekki í friði. Þeir komu vestur og keyptu sig inn í útgerðarfélag staðarins og lofuðu gulli og græn- um skógi. En sviku á augabragði og létu greipar sópa um eigur fyr- irtækisins og fluttu allan kvóta þess til Grindavíkur. Varla þarf að rifja upp svik Samherjafrænda við Ísfirðinga, loforð þeirra glymur enn í eyrum Vestfirðinga: Guð- björgin verður áfram gul, hún verður áfram ÍS og hún verður áfram gerð út frá Ísafirði. Ísfirð- ingar voru ekki látnir í friði. Svona má telja upp mörg fleiri dæmi þar sem veiðiheimildir í ein- stökum byggðarlögum voru fyrnd- ar burt að fullu í einu vetfangi. Á eftir kvótanum fóru störfin. Og á eftir störfunum fór fólkið. Þetta gerir það að verkum að enginn friður verður um óbreytta löggjöf um framsalið. Það er nóg komið af því að fyrna sjávarplássin hvert af öðru. Meðan fiskimiðin eru á sín- um stað er áfram þörf fyrir nálæg sjávarpláss. Það verður heldur enginn friður um það að handhafi veiðiheimilda geti látið aðra útgerðarmenn borga sér fyrir að fá að veiða kvótann sinn. Ef það verður talið nauðsynlegt að hafa framsal gegn endurgjaldi verður það hið op- inbera sem á fyrst og fremst að fénýta veiðiheimildirnar og enginn annar. Menn verða ekki látnir í friði við þá iðju að blóðmjólka út- gerðarmenn fyrir afnot af sínum veiðiheimildum en greiða ekkert sjálfir til þjóðarinnar. Fleira má nefna en ég læt hér staðar numið. Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hafa sem betur fer ekki meirihluta að sinni á Alþingi og geta því ekki hlýtt kalli LÍÚ og kæft allar til- raunir til nauðsynlegra breytinga á kvótakerfinu. Það er sorglegt að sjá þessa stjórnmálaflokka hanga í frakkalafi LÍÚ eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir að kjósendur hafi veitt flokkunum slíka ráðn- ingu að þeir hafa aldrei verið sam- anlagt jafnveikburða frá upphafi flokkakerfisins. Leiðin fyrir þá til þess að vinna tiltrú kjósenda að nýju liggur ekki um skrifstofu LÍÚ. Vissulega eru hugmyndir stjórn- arflokkanna um breytingar frekar óljósar og jafnvel ekki allar skyn- samlegar. En það breytir því ekki að það er óhjákvæmilegt að breyta kerfinu og útgerðarmenn landsins eiga að taka höndum saman með stjórnvöldum og vinna verkið. Þeir geta haft áhrif ef þeir vilja, en þeir verða að viðurkenna að fiskurinn í sjónum er ekki þeirra einkamál og að þeir eiga hann ekki. Í hópi útgerðarmanna eru margir sem hafa sýnt sam- félagslega ábyrgð og hafa ekki spilað á kerfið. Það á að hlusta meira á þá og minna á hina. Eftir Kristin H. Gunnarsson » Það er nóg komið af því að fyrna sjáv- arplássin hvert af öðru. Meðan fiskimiðin eru á sínum stað er áfram þörf fyrir nálæg sjáv- arpláss. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fv. alþingismaður. Við vorum ekki látin í friði ÆTLAR þjóðin að arðræna og svipta þá útgerðarmenn eigum sínum sem hafa lagt aleiguna í að fjárfesta í kvóta? Kvótabrasksmenn- irnir, hinir fáu útvöldu í stórútgerðinni sér- staklega, hafa tekið sér fé út úr sjávar- útveginum svo skiptir tugum ef ekki hundr- uðum milljarða króna. Verðmat á kvóta hverju sinni, sem útgerð- armenn komu á sín á milli, var látið ráða. Þ.e.a.s. kerfi var búið til sem bjó til eftirspurn á pappírunum eft- ir kvóta sem stór- hækkaði verðið á kvótanum án þess að rekstraráætlun fylgdi með til að sýna fram á að útgerðin gæti stað- ið undir þessum lán- tökum. Gömlu bankarnir voru með í stjórnum sínum menn sem voru útgerðarmönnum vil- hallir í svikamyllunni, – jafnvel útgerð- armenn áttu sæti í stjórnum bankanna. Þetta jók líka hlutabréfavirði fyr- irtækjanna og gerði kleift að borga út arð til hluthafa! Því má ætla að í kvótakerfinu væru hæg heimatökin að sá um sig lántökum innan bank- anna. Bankarnir tóku gilt að veð- setja kvótann út á reiknikúnstirnar sem notaðar voru svo í bókhaldinu vegna þessara viðskipta. Þessi mylla gerði það að verkum að kvótinn hækkaði og hækkaði í verði samkvæmt veð- og lánsþörf- inni sem þessir aðilar töldu við- unandi til að sýna stöðugleika í rekstrinum, því það reyndi aldrei á greiðslugetu útgerðarinnar meðan á þessu stóð og þjóðin svaf vært. Hinir fáu útvöldu dældu m.a. fé út úr útgerðinni inn á sín einkahluta- félög hver fyrir sig. Athugið að ef útgerðarmenn eiga að fá framlag sitt til kvótakaupa greitt af þjóð- inni, sem mér finnst alveg út úr kortinu, skal það áréttað að þá greiðslu hafa þeir fengið fyrir löngu. Hvar eru rekstraráætlanirnar sem lagðar voru fyrir bankana fyrir öllum þessum lánveitingum? Hvar var fjármálaeftirlitið? Hvar voru fjölmiðlarnir og hagfræðing- arnir sem nú geysast um víðan völl eftir hrunið mikla – nota bene með ráð á hverjum fingri og hverri tá um hvernig gata megi beltið til að halda betur uppi buxunum hjá al- menningi. Í þessu ljósi, þótt ég hafi alltaf samúð með þeim sem standa höll- um fæti, er ég samt forviða á þeirri samúð sem þessum mönnum er sýnd þegar á að kalla inn kvóta hjá ríkisvaldinu. Samúð mín liggur hjá þeim sem kvótakerfið rassskellti, þ.e.a.s. leiguliðunum og síðan þjóð- inni sem þarf í dag að loka á eftir sér dyrum og ganga út á götuna. Kvótabraskskerfið er stærsta bankarán Íslandssögunnar að mínu mati og bjó til formúluna til að nota á öðrum sviðum og lætur nú þjóð- inni blæða! Þá segi ég og löngu tímabært eins og Jón Sigurðsson forseti forðum: „Vér mótmælum allir.“ Ætlar þjóðin að arðræna útgerðarmenn? Eftir Baldvin Nielsen »Hvar voru fjölmiðl- arnir og hagfræð- ingarnir sem nú geysast um víðan völl eftir hrunið mikla með ráð á hverjum fingri og hverri tá? Baldvin Níelsen Höfundur er bifreiðastjóri í Reykjanesbæ. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga að- sendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeild- ar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.