Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 FORNBÓKA MARKAÐUR 50% af öllum bókum ÚTIMARKAÐUR 26. maí – 5. júní á leikföngum þegar veður leyfir Opið 13–18 Langholtsvegur 42 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Salou frá kr. 69.990 Heimsferðir bjóða ótrúleg tilboð á ferðum til sumarleyfisperlunn- ar Salou, sunnan Barcelona, 12. júlí í tvær vikur og 19. júlí í eina eða tvær vikur. Í boði eru stökktu tilboð, með eða án fæðis, þar sem þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Þú velur hvort þú vilt gistingu án fæðis, með hálfu fæði eða öllu inniföldu. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í sumarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins á þessum einstaka sumarleyfis- stað á hreint ótrúlegum kjörum. Verð frá kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Aukavika kr. 20.000. Stökktu tilboð 12. eða 19. júní. Verð frá kr. 84.990 - Með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku með hálfu fæði. Aukavika kr. 30.000. Stökktu tilboð 12. eða 19. júní. Verð frá kr. 94.990 - Með öllu inniföldu Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku með „öllu inniföldu“. Aukavika kr. 35.000. Stökktu tilboð 12. eða 19. júní. 12. eða 19. júní Stökktu til - með eða án fæðis Allra síðustu sætin! @ sýnist stjórnarflokkarnir vera að mála sig út í horn í þessu máli og ekki verði aftur snúið. Síðan tala þeir um samráð við útgerðina um út- færsluna. Mér sýnist það samráð einkum eiga að felast í því með hvaða hætti við verðum leiddir á högg- stokkinn. Verðum við með bundið fyrir augun eða ekki?“ Pétur kveðst ekki sjá tilganginn með strandveiðum. „Fjöldi smábáta- manna eiga kvóta og bæði línu og handfæri. Hvers vegna hafa þessir menn ekki róið yfir sumartímann á handfæri? Vegna þess að þeir veiða frekar á línu á vorin og haustin þeg- ar fiskurinn er betri og verðið hærra. Það bendir allt til þess að þetta verði enn eitt smábátakerfið sem springur í andlitið á mönnum.“ Hreinasta firra „Þetta er hreinasta firra,“ segir Stefán Kristjánsson, sem rekur út- gerðar- og vinnslufyrirtækið Ein- hamar ehf. í Grindavík, um fyrning- arleiðina. „Það er með ólíkindum óábyrgt hjá stjórnvöldum að ráðast á helsta atvinnuveg landsins með þessum hætti. Það er verið að drepa niður alla drift í greininni.“ Hann segir eflaust einhverja ag- núa á núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi en þá megi sníða af. „Hvers vegna er málið ekki rætt, bara skipt um kerfi í eitthvað sem enginn veit? Ég býð hér með öllum alþingismönnum sem vilja í skoð- unar- og kynnisferð um Einhamar og jafnvel á sjó líka. Þeir hafa gott af því að míga í saltan sjó og blotna aðeins um hendurnar.“ Stefán setti Einhamar á lagg- irnar fyrir sex árum og gerir út tvo kvótabáta og einn „skakara“. Þá er hann með sívaxandi vinnslu í landi. „Ég loka ekki á næsta ári eða því þarnæsta en ég mun finna fyrir þessum aðgerðum strax. Verði fyrningarleiðin farin þýðir það endalokin. Ég hef lagt allt í þetta fyrirtæki. Það eru gríðarleg verð- mæti í húfi, m.a. mannauður, þekk- ing, tæki og tól sem og sölusamn- ingar. Það eru allir uggandi og ég spyr: Hvað kemur næst frá hátt- virtri ríkisstjórn, á að þjóðnýta kríuna?“ Óvissuþættirnir eru fleiri. „Hverjir eiga að fá kvótann? Það er minnsta málið að ná í fiskinn en flóknara að vinna hann, búa í sölu- hæfan búning og selja á árs- grundvelli. Hverjir eiga að gera það eftir fyrningu? Menn eru að skjóta sig í fótinn. Formenn stjórnarflokk- ana sem stóðu fyrir framsalinu 1990 hafa valdið þessari samþjöppun í sjávarútvegi, stanslausar hótanir árum saman um eignaupptöku hafa valdið því að útgerðarmenn á besta aldri hafa hætt og selt sig úr grein- inni.“ Að þessu sögðu efast Stefán ekki um það eitt augnablik að stjórnvöld muni hætta við fyrningarleiðina. „Það verður að vera. Hún gengur ekki upp.“ Þegar talið berst að fyrirhug- uðum strandveiðum kveðst Stefán ekki hafa neitt á móti smásporslum. „Menn eru að missa vatnið yfir þessum strandkvóta og ætla að græða á tá og fingri. Það hefur aldr- ei verið byggðakvóti hér í Grindavík og ætli það verði nokkur strand- kvóti heldur. Það var útsala á kvóta þegar dagakerfið var lagt af og nú ætla þeir sem seldu þá og eiga bátana ennþá að fara að gera út á ný. Fyrir hverja er þessi strand- kvóti annars? fyrrverandi útgerð- armenn, gamla sjómenn eða jafnvel kennara í sumarfríi?“ Hann segir þó nokkra útgerð- armenn og fiskvinnslur stóla á byggðakvótann og nú eigi að taka hann af þeim og afhenda „ein- hverjum frístundasjómönnum“. Stefán hristir höfuðið: „Þetta er bara lýðskrum og pottaglamur.“ a sægarpa enn Bræðurnir Hermann og Gestur Ólafssynir hafa rekið útgerðar- og vinnslufyrirtækið Stakkavík ehf. í Grindavík frá árinu 1988. Það er þungt í þeim hljóðið vegna hugmynda stjórnvalda um fyrn- ingu aflaheimilda. „Það er ekki skemmtilegt að eiga þetta yfir höfði sér. Hvar heldur þú að metnaður útgerð- armanna liggi eftir þetta?“ spyr Hermann og horfir á blaðamann. Hann svarar spurningunni sjálf- ur: „Fyrningin mun draga allan mátt úr mönnum, þetta er vondur tímapunktur til að hrófla við fyr- irtækjum. Þetta getur bara farið á einn veg.“ Bræðurnir segjast hafa óttast aðgerðir af þessu tagi um skeið. „Það er búið að hræða menn markvisst út úr greininni á síð- ustu árum, einkum fyrir kosn- ingar. Frjálslyndi flokkurinn var búinn að tala um þetta lengi og nú fengu stjórnarflokkarnir helling af atkvæðum út á þetta. Það má kannski segja að við séum snar- ruglaðir að hafa haldið áfram að berjast eins og skilyrðin hafa ver- ið,“ segir Gestur. Bræðrunum þykir viðhorfið í garð útvegsmanna neikvætt. „Við höfum verið að kaupa aflaheim- ildir í því skyni að byggja fyr- irtækið upp til framtíðar. Við höf- um alltaf farið að lögum en samt fáum við að heyra athugasemdir eins og: „Þið máttuð vita þetta, þið voruð að kaupa þýfi.“ En hvað með þá sem hafa verið að selja „þýfið“, tala hæst og vilja fá það gefins aftur? Annars skilur maður þetta svo sem. Það er búið að rugla fólk svo rosalega í ríminu,“ segir Hermann. Skárra að hirða allan kvótann Bræðurnir hafa heyrt þau rök að 5% séu ekki hátt hlutfall en benda á að þau séu fljót að vinda upp á sig. „Heimildirnar verða fljótar að fara, þetta verða orðin 20% eftir fjögur ár. Fyrst menn eru að þessu á annað borð hefði verið skömminni skárra að ríkið hirti bara allan kvótann af út- gerðinni 1. september næstkom- andi en færði allar skuldir hennar niður í leiðinni,“ segir Hermann. Bræðurnir hrista höfuðið þegar talið berst að strandveiðum. „Ég skil ekki hvaða tilgangi þær eiga að þjóna. Það fæst lítið verð fyrir fiskinn á þeim tíma sem þessar veiðar verða leyfðar, þannig að það verður enginn ríkur af þessu. Það hlýst engin nýliðun af þessu heldur en það verður gaman að sjá gömlu sjómennina aftur á bryggjunni. Þetta verður ágætt fyrir menn sem vilja róa. En ekki reikna með kraftaverki.“ Hermanni og Gesti þykir sam- ræðum stjórnmálamanna og út- gerðarmanna ábótavant og nota þetta tækifæri til að skora á fréttamenn og þingmenn þjóð- arinnar að fara út á land, skoða fyrirtækin og kynna sér starfsemi þeirra. „Það væri til dæmis gam- an að fá Össur Skarphéðinsson hingað í heimsókn. Við myndum taka vel á móti honum og gætum kennt honum heilmargt á stuttum tíma.“ Fyrningin mun draga allan mátt úr mönnum Morgunblaðið/RAX Bræður Hermann og Gestur Ólafssynir í Stakkavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.