Morgunblaðið - 13.06.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
MUN færri námsmenn eru án at-
vinnu í sumar en óttast var. Nú hafa
um 700 námsmenn sótt um atvinnu-
leysisbætur fyrir næstu mánaðamót.
Könnun sem Vinnumálastofnun
gerði snemma í vor benti til að þús-
undir nemenda reiknuðu ekki með að
fá vinnu í sumar.
Óformleg könnun sem Vinnu-
málastofnun gerði í apríl og byrjun
maí gaf til kynna að 6.000 til 7.000
skólanemendur óttuðust að fá ekki
sumarvinnu. Inni í þeim tölum voru
að vísu nemendur sem vitað var að
hefðu ekki áunnið sér lágmarks-
bótarétt með þriggja mánaða vinnu
eftir sextán ára aldur. Aðrar kann-
anir bentu til enn verri stöðu.
„Þetta verður greinilega miklu
minna en við bjuggumst við, sem bet-
ur fer. Það verður engin holskefla úr
þessu,“ segir Unnur Sverrisdóttir,
framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Vinnumálastofnunar.
Námsmenn fá fyrst greitt 1. júlí,
framhaldsskólanemar fyrir tímabilið
frá 20. maí til 19. júní og háskóla-
nemar frá 1. til 19. júní. Háskóla-
nemar fá síðan greitt lengra fram á
haustið en framhaldsskólanemar.
Liðlega 1.400 nemar skráðu sig at-
vinnulausa á vef Vinnumiðlunar. Nú
hafa um 700 fylgt skráningunni eftir
með því að leggja inn gögn og sækja
formlega um atvinnuleysisbætur.
Unnur tekur fram að inni í þeirri tölu
séu framhaldsskólanemar sem ekki
hafi áunnið sér lágmarksrétt. Flestir
eiga þó rétt á 65-80% bótum og eru
því að ljúka framhaldsskóla eða í há-
skólanámi. Enn getur bæst í hópinn
því vika er til stefnu. „Við höfum þá
tilfinningu að miklu meiri vinnu hafi
verið að hafa en reiknað var með en
hún hafi komið seinna en venjulega,“
segir Unnur þegar skýringa er leitað
á betra atvinnuástandi skólafólks en
reiknað var með. „Atvinnurekendur
virðast hafa haldið að sér höndum, al-
veg til mánaðamóta. Námsmenn eru
enn að fá vinnu, hafa kannski sótt um
í vetur en verið í biðstöðu eða ekki
fengið svör. Það er svo mikil óvissa á
vinnumarkaði að stjórnendur fyr-
irtækja treysta sér ekki til að gera
áætlanir til langs tíma,“ segir Unnur.
Þessu til viðbótar nefnir hún að
sumarnámskeið háskólanna hafi
dregið eitthvað úr þrýstingi á vinnu-
markaðinn hjá háskólanemum.
Námsmenn enn að fá vinnu
Útlit fyrir að mun færri námsmenn séu atvinnulausir í sumar en búist var við Í stað þúsunda hafa
um sjö hundruð framhaldsskóla- og háskólanemar sótt um atvinnuleysisbætur 1. júlí
UM fjórtán þúsund voru í há-
skólanámi á síðasta ári og um
tuttugu og tvö þúsund í fram-
haldsskólum, í báðum tilvikum
er miðað við þá sem eru í dag-
skóla. Þess ber að geta að nem-
endur á fyrstu árum framhalds-
skóla hafa sjaldnast áunnið sér
lágmarksrétt til bóta.
Meirihluti skólafólks var í
óvissu um sumarstarf alveg fram
á sumar. Könnun sem Stúdenta-
ráð Háskóla Íslands gerði í mars
benti til að tæplega 10 þúsund
háskólanemar reiknuðu ekki
með að fá vinnu í sumar.
Ekki von um vinnu
LEIKSKÓLABÖRN í Kópavogi undu sér vel við berjatínslu skammt frá
Kópavogskirkju í gær. Miðað við hve skammt er liðið á sumarið má þó ætla
að þorri þess sem krakkarnir tíndu hafi verið grænjaxlar. Ekki létu þau
það á sig fá, heldur tíndu þá beint upp í sig eins og barna er siður.
Á vit náttúrunnar í þéttbýlinu
Morgunblaðið/Golli
Ungviðið leikur og sér tínir ber og grænjaxla
VERULEGUR meirihluti er
hlynntur því að taka upp aðild-
arviðræður við Evrópusambandið,
ESB, eða 57,9 prósent, samkvæmt
niðurstöðum nýrrar könnunar Gall-
up fyrir Morgunblaðið sem gerð var
28. maí til 4. júní. Andvígir aðild-
arviðræðum eru 26,4 prósent en
15,7 prósent eru óákveðin.
Fleiri konur eru mjög hlynntar
aðildarviðræðum en karlar, eða 36,2
prósent á móti 22,9 prósentum. 15,3
prósent kvenna eru mjög andvíg að-
ildarviðræðum en 16,2 prósent
karla.
Þeir sem eru á aldrinum 35 til 44
ára eru hlynntari viðræðum en aðrir
aldurshópar, en meðal þeirra er 34,1
prósent mjög hlynnt aðild-
arviðræðum.
Í Reykjavík eru 36,3 prósent
mjög hlynnt aðildarviðræðum en
34,3 prósent í nágrannasveitarfélög-
unum. Í öðrum sveitarfélögum eru
20,6 prósent mjög hlynnt viðræðum.
Mests fylgis njóta aðild-
arviðræður meðal þeirra sem eru
með háskólapróf en meðal þeirra
eru 45,3 prósent mjög hlynnt við-
ræðum við ESB.
Meðal þeirra sem eru með fjöl-
skyldutekjur frá 800 til 999 þúsund
krónur er 41 prósent mjög hlynnt
aðildarviðræðum en 21,2 prósent
eru mjög hlynnt viðræðum meðal
þeirra sem eru með lægri fjöl-
skyldutekjur en 250 þúsund.
Um var að ræða netkönnun og
var úrtakið 1.288 manns á öllu land-
inu, 18 ára og eldri. Voru þeir valdir
af handahófi úr viðhorfahópi Capa-
cent Gallup. Endanlegt úrtak var
1.264 en fjöldi svarenda var 788.
Svarhlutfallið er því 62,3 prósent.
Spurt var: Ertu hlynnt(ur) því eða
andvíg(ur) að taka upp aðild-
arviðræður við Evrópusambandið?
ingibjorg@mbl.is
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Andvígir viðræðum eru 26,4 prósent
en óákveðnir eru 15,7 prósent aðspurðra
! !"# $
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
„Mér hefur fund-
ist sú launasetn-
ing sem menn
hafa búið við eng-
an veginn vera
eðlileg,“ segir
Árni Stefán Jóns-
son, formaður
SFR, um drög
fjármálaráðherra
að frumvarpi sem
kynnt voru ríkis-
stjórn í gærmorgun. Samkvæmt
drögunum verða laun stjórnenda op-
inberra hlutafélaga og stofnana
ákveðin af kjararáði og aldrei hærri
en mánaðarlaun forsætisráðherra.
Þau eru nú 935.000 krónur.
Í samræmi við þetta koma laun
ýmissa stjórnenda hjá ríkinu til með
að lækka. Árni er þó jákvæður varð-
andi breytinguna en hann telur
launafjárhæðir í ríkisgeiranum hafa
farið út í öfgar á undanförnum árum.
skulias@mbl.is
Enginn fái hærri
laun en forsætis-
ráðherra
Árni Stefán
Jónsson
FJÓRÐA svínaflensutilfellið hefur
greinst hér á landi. Hin smitaða er
kona á miðjum aldri og er talið víst
að hún hafi smit-
ast af hjónum
sem áður höfðu
greinst. Þau smit-
uðust í Banda-
ríkjunum en kon-
an smitaðist hér á
landi og er það í
fyrsta sinn sem
flensan berst
milli manna hér-
lendis. Þetta seg-
ir í tilkynningu frá sóttvarnalækni í
gær.
Líðan konunnar er góð, að sögn
Haraldar Briem sóttvarnalæknis, en
einkenni hennar munu vera væg.
Haraldur segir að það hafi enga þýð-
ingu og breyti litlu að flensan hafi nú
smitast innanlands. „Þetta er eitt-
hvað sem við gerðum ráð fyrir að
myndi gerast,“ segir hann, en unnið
verður eftir sömu viðbragðsáætlun
og hingað til.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur
lýst svínaflensuna heimsfaraldur.
Aðgerðir hér á landi eru í tilkynn-
ingunni sagðar í samræmi við skiln-
ing hennar þar sem veikin sé yfir-
leitt væg. skulias@mbl.is
Svínaflensa
greinist í
fjórða sinn
Haraldur Briem