Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 43
Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ISNORD-tónlistarhátíðin verður haldin í fimmta sinn í Borgarfirðin- um um helgina. Listrænn stjórnandi hennar er Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari. „Hátíðin hefst á einsöngstónleik- um Guðrúnar Ingimarsdóttur en hún kemur frá Þýskalandi, gagngert til að syngja hér. Hún býr þar og hef- ur vegnað mjög vel,“ segir Jónína. Á sunnudag verða tónleikar á stað sem vekur forvitni blaðamanns og heitir Paradísarlaut. „Jú, þessi laut er til og er kölluð þessu nafni. Þeir sem hafa komið þangað skilja hvers vegna hún er kölluð því nafni. Hún er algjör paradís. Til að komast í Para- dísarlaut er farið sem leið liggur í átt að Bifröst, en beygt niður að ánni í átt að Glanna. Gamlir Bifrestingar þekkja lautina vel, því þar var busum dýft í litla tjörn sem þar er. Við erum auðvitað í og með að vekja athygli á þessum fallega stað.“ Baðstofukvöld Böðvars Böðvar Guðmundsson skáld úr Hvít- ársíðunni verður heiðursgestur á tónleikum í Logalandi í Reykholts- dal á þriðjudagskvöld og tónleikarn- ir helgaðir skáldskap hans og tónlist. „Þar verða barnakór og kammerkór og kvartett sem flytja ljóðin hans. Kristín Ólafsdóttir, sem eitt sinn var gift Böðvari, og Diddi fiðla ætla að syngja nokkur lög, en Diddi spilar líka á ýmis hljóðfæri.“ Jónína Erna segir Böðvarsdag- skrána sérstakan viðburð til heiðurs skáldinu, sem fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. „Böðvar heldur mjög góðum tengslum við sína sveit og við erum mjög stolt af honum. Þegar ég fór að grúska í ljóðunum hans komst ég að því að hann hefur sjálfur samið fullt af lögum. Það er líka ótrúleg breidd í textunum hans. Hann samdi til dæmis textana við Róbert bangsa og Emil í Kattholti og svo mjög háfleyga sálma, til dæmis við tónlist Bachs. Kirkjukórar syngja oft sálminn „Við lyftum hug í hæðir“, en það er texti eftir Böðvar. Svo hefur hann hefur líka samið beitta ádeilutexta og harða baráttu- söngva, með grófum og jafnvel klúr- um textum. Textarnir hans spanna því allt litrófið, og það viljum við sýna á tónleikunum,“ segir Jónína. „Það verður svolítill lestur úr verk- um Böðvars, en aðaláherslan er á sönginn.“ Böðvar Guðmundsson Skáldinu fagnað í Logalandi á þriðjudagskvöld. Englasöngur í Paradís Tónlistarhátíð í Borgarfirði 13.-16. júní Tímaljós heitir sýning Aðal-heiðar Valgeirsdóttur semnú stendur yfir í Ásmund-arsal Listasafns ASÍ. Alls 8 olíumálverk, 110 x 170 cm að stærð, hanga sem myndröð í saln- um. Öll eru verkin unnin eft- ir ólíkum náttúruhugrifum frá hausti til vors út frá birtu og formi hvers tíma- bils. Litir eru gegnsæir og liggja hver ofan á öðrum en haldast flatir. Á yfir- borðið teiknar listakonan svo ýmist línur eða punkta sem gefa myndunum ímyndað rými. Teikningin er stjórnuð en ekki flæðandi, hefur reyndar útlit flæðis en er engu að síður skraut. Ég hef samt ekki á tilfinning- unni að skrautið sé tákn- sögulegt eins og venjan er hjá frumstæðum þjóðum sem nota skraut sem frá- sögn í annars abstrakt myndum, að öðru leyti en að teikningin vill gjarnan leita í kross sem er vissu- lega táknfræðilegt form en að sama skapi hentug myndbygging. Náttúrumyndin skilar sér nokk- uð vel þrátt fyrir skreytið og minn- ir margt á tímabil í list Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar sem hefur nálgast náttúrumyndina með sams- konar hætti. Einnig kemur Philip Taaffe sterklega í huga minn sök- um tengsla forma við undraveröld örlífvera, sem Taaffe hefur tekið fyrir sem skreyti. Taffee notar endurtekningu líkt og í möntru- eða mandölugerð sem kann að nýtast í einhverskonar trans. Endurtekningar gætir vissu- lega í verkum Aðalheiðar en ekki að neinu sérstöku marki og kann því að vera vegna lærðrar aðferðar sem fylgir þessari tegund málverks en ekki vegna setts markmiðs. Náttúruskraut Tímaljós Öll verkin eru unnin eftir ólíkum náttúruhugrifum frá hausti til vors út frá birtu og formi hvers tímabils. Listasafn ASÍ Aðalheiður Valgeirsdóttir bbbnn Opið alla daga nema mánudaga frá 13-17. Sýningu lýkur 21. júní. Aðgangur ókeypis. JÓN B. K. RANSU MYNDLIST NORÐURLJÓS – Borgarneskirkju í dag kl. 16 Guðrún Ingimarsdóttir og Jónína Erna Arnardóttir ENGLASÖNGUR Í PARADÍS – Paradísarlaut á morgun kl. 16 Kór Kársnesskóla syngur, Þórunn Björnsdóttir stjórnar. BAÐSTOFA BÖÐVARS– Logalandi, þriðjudagskvöld kl. 21. Kórar, kvartett og söngvarar heiðra Böðvar Guðmundsson. Dagskráin Morgunblaðið/Ómar Rafræn skráning er hafin á 1. stig grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands. Annað inntökupróf verður 15. ágúst 2009 klukkan 11:00. Lilja Rúriksdóttir, nemandi úr Listdansskóla Íslands hefur dansnám í hinum þekkta Juilliard skóla í New York í haust. Við óskum henni til hamingju með árangurinn. Munið frístundarkortin. Skólaárið 2009 – 2010 Inntökupróf Þekking Reynsla Fagmennska Gæði Staður: Engjateigur 1 105 Reykjavík Nánari upplýsingar: www.listdans.is 588 91 88 Úrvalskennarar í klassískum og nútíma listdansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.