Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 44

Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009  Sænska teknóhljómsveitin sí- vinsæla Familijen er á leið aftur til Íslands. Hún kemur hingað í júlí og leikur á Broadway í Reykjavík og svo á Sjallanum á Akureyri. Sveitin spilaði á Airwa- ves í fyrra en þá hafði lagið „Der snurrar i min skalle“ ekki slegið jafn harkalega í gegn og síðar varð. Familijen snýr aftur til Íslands í júlí Fólk SKJÁR Einn stendur vaktina í íslenskri þáttagerð með prýði nú um stundir. Nýtt útlit – sem vakti gríðarlega athygli – hefur nýlokið göngu sinni en brátt fara í loftið tveir nýir þættir. Magasínþátt- urinn Monitor, sem tengist samnefndu riti, fer í loft- ið 24. júní og tveimur dögum fyrr verður nýr mat- reiðsluþáttur, Matarklúbburinn, frumsýndur. Þátturinn er í umsjón Hrefnu Rósu Sætran, marg- verðlaunaðs landliðskokks en hún er jafnframt eig- andi og yfirkokkur á veitingastaðnum Fiskmark- aðnum. „Það hefur vantað svona þátt í íslenskt sjónvarp og þetta efni er gríðarlega vinsælt. Ég veit að marg- ir horfa t.d. mjög stíft á BBC Food,“ segir Hrefna. „Við setjum þetta þannig upp að ég er í heimaeld- húsi. Ég er ekki í kokkagalla, þannig að sniðið er afslappað og óformlegt, a la Nigella og Jamie Oli- ver. Við reynum að hafa þetta létt og skemmtilegt en þetta gengur út á að gefa fólki hugmyndir um hvað er hægt að gera og „afrugla“ hlutina. Fólk sér kannski flókna rétti á veitingastöðum sem eru síðan ekkert flóknir ef nánar er að gáð.“ Hrefna segir þættina, sem verða hálftíma lang- ir, þemabundna, í einum þætti verður sýnt hvernig elda skal fyrir fjölskyldu, svo er saumaklúbburinn tekinn fyrir, kósíkvöld kærustuparsins o.s.frv. „Svo koma gestir í endann og borða það sem ég hef verið að matreiða. Það fer ekkert til spillis!“ arnart@mbl.is Nýr matreiðsluþáttur á Skjá einum  Ensími startaði á fimmtudags- kvöldið tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér? en þar eru þekkt- ar hljómsveitir fengnar til þess að leika eina af vinsælli plötum sínum frá a til ö. Sveitin nýtti tækifærið og seldi diska sína á staðnum en fá eintök voru eftir hjá útgefanda. Salan tókst svo vel að öll eintökin af fyrstu tveimur plötum þeirra (Kafbátamúsík og BMX) seldust upp. Þar sem þetta var restin af lager Senu þá eru þessar plötur nú uppseldar hjá útgefanda og alls óvíst hvort eða hvenær þær verða útgefnar aft- ur. Hver segir svo að nostalgían borgi sig ekki? Plötur Ensími upp- seldar eftir tónleika  Hinar tölvuleikja- og þrassvænu sveitir Retrön og Swords of Chaos ætla að láta svitann renna af veggjum Kaffi Hljómalindar í kvöld. Þetta eru fyrstu tónleikar Retrön í langan tíma en sveitin vinnur að plötu og er 7. júlí áætl- aður útgáfudagur. Einnig eru Swords-menn á leiðinni í stúdíó. „Ofbeldið“ hefst á slaginu 20 og stendur til 22. Retrön og Swords of Chaos í Hljómalind Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is Í GÆR hófust framkvæmdir í gamla kofanum er hýsti skemmtistaðinn Sirkús en opna á þar nýjan stað í byrjun júlí. Hann kemur til með að heita Polar-bar og fáist leyfi frá Reykjavíkurborg verður lögð áhersla á tónleikahald. Þá vonast nýju eigendurnir til að það geti farið fram að einhverju leyti í gamla Sirk- úsportinu. Staðurinn verður þó ekki opinn fram eftir nóttu. Hugmyndin er að tónleikarnir muni að mestu fara fram síðdegis og svo fram eftir kvöldi. Staðurinn verður svo opinn á daginn sem kaffihús. „Við skrifuðum undir leigusamn- ing í fyrradag og erum núna að sækja um vínveitingarleyfi,“ segir Loftur Loftsson, eigandi Polar-bars. „Okkur langar til þess að setja upp svið við múrinn út í porti. Það er nýbúið að þökuleggja svæði fyrir aftan hann sem við erum að vonast til að fá að nýta eitthvað líka. Að minnsta kosti langar okkur til þess að setja upp stóra tónleika þar á Menningarnótt.“ Kreppugrillið Eins og margir muna voru allar innréttingar gamla Sirkús-bar tekn- ar niður og þær nýttar í listasýn- ingu. Því þarf að endurinnrétta stað- inn frá grunni. Sú breyting verður á að gengið verður inn í kofann frá Sirkús-portinu en ekki af Klapp- arstíg eins og áður. „Húsið er þannig séð ónýtt. Við byrjuðum í gær að hreinsa út úr hús- inu og erum að bíða eftir húsgögnum sem við pöntuðum. Við vitum að þetta er stuttur tími sem við höfum en við ætlum bara að vinna hratt og örugglega en það gæti auðvitað allt- af eitthvað frestað opnuninni. Við stefnum samt á að opna 1. júlí.“ Hugmyndin er að nýta staðinn sem kaffihús á daginn og allt gert til þess að gestir geti notið þess stutta tímaramma er veðurguðirnir gefa okkur til þess að njóta sólarinnar. „Mig langar til þess að setja upp grill og kalla það Kreppugrillið. Fólk mætir þá bara með kjötið sjálft og hendir á. Svo getur það notið grill- matarins með bjór. Það verða bekkir þarna í portinu, plöntur og kósý stemmning svo að fólk geti notið úti- verunnar í sumar.“ Á sínum tíma lokaði Sirkús þar sem borgaryfirvöld höfðu ákveðið að rífa ætti kofann. Ekki hefur þó orðið af því ennþá og því gefst nýtt tæki- færi til þess að endurglæða reitinn lífi. „Þessi staðsetning er svo frábær og þegar eitthvað er að gerast þarna gefur það bænum svo mikið líf. Ég var nú aldrei mikil Sirkús-rotta en samt sakna ég staðarins. Það er búið að vera ömurlegt að sjá þetta autt og tómt í svona langan tíma.“ Fáist leyfi fyrir tónleikahaldi von- ast Loftur til þess að staðurinn verði vinsælt afdrep fyrir íslenskar hljóm- sveitir. Þá er hugmyndin að hafa ró- legri, órafmagnaða tónleika yfir dag- inn í sumar en svo yrði stungið í samband á kvöldin. Rís á rústum Sirkús  Unnið er að því að opna nýjan tónleikastað í gamla húsnæði Sirkús við Klapp- arstíg  Framkvæmdir hafnar  Tónleikasviðið verður líklegast úti í porti Morgunblaðið/ÞÖK Líf í portinu Kannski líður ekki á löngu þar til sveitir á borð við Retro Stef- son leika aftur í gamla Sirkúsportinu. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is AUDIO Improvement býður til veislu á Rósenberg á mánudags- kvöld og hyggst þá kynna breiðskífu sem kemur út sama dag. Audio Imp- rovement er átta manna félag tón- listarmanna úr ólíkum áttum sem fundu sér farveg í blöndu af rappi, rokki, kántrý, blús, fönki og fleiri tónlistarstefnum, allt flutt með lif- andi hljóðfæraleik. Sveitin hefur starfað í tvö ár með hléum og leikið á stöku hljómleikum, kom til að mynda fram á síðustu Airwaves-hátíð. Eins og Pan Thorarensen, einn liðsmaður sveitarinnar og talsmaður hennar, lýsir því hafa sveitarmenn stefnt að því alla tíð að taka upp plötu saman, en það hefur gengið brösuglega þar til nú. „Það er eig- inlega kraftaverk að okkur hafi tek- ist að búa til plötu, því við erum svo margir í hljómsveitinni með svo ólík- ar skoðanir og svo eru menn svo uppteknir að það er erfitt að koma hópnum saman. Þetta gekk þó á endanum og allir eru mjög sáttir. Á skífunni, sem ber heitið Story Fragments, eru átta lög, úrval úr lagsafni sveitarinnar sem Pan segir að telji eitthvað á þriðja tug laga. Á tónleikunum í Rósenberg á mánu- dagskvöldið flytja þeir þessi átta lög, en síðan ætla þeir að „freestyla“, eins og hann orðar það; „djamma bara og sjá hvað gerist. Við ætlum því að spila þessi átta lög sem eru á plötunni og svo köstum við hug- myndum á milli okkar.“ Tónleikarnir á Rósenberg á mánudagskvöld hefjast kl. 22:00 og er ókeypis inn. Blanda af hiphop, rokki, kántrý, blús og fönki Fjölmenni Audio Improvement spilar á Rósenberg á mánudagskvöld. Audio Improvement kynnir plötu á Rósenberg Lengi hefur verið drukkið í gamla kofanum við Klapparstíg. Sirkus er líklegast eini skemmtistaður kofans sem hef- ur komist í túristabæklingana en hann varð þekktur fyrir að vera aðsetur litríkrar listasenu borgarinnar. Hér áður fyrr voru í kofanum biljarðstofan Billinn og síðar ölstofan N1 bar sem stoppaði stutt. Grand Rokk hóf lífdaga sína í kofanum en flutt- ist svo yfir á Smiðjustíg með táknrænni athöfn þegar fasta- gestir gengu yfir. N1 bar? Afslappað Hrefna Rósa Sætran.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.