Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 24
24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Þorri Íra styður sáttmála ESB  Aukinn stuðningur á Írlandi við Lissabon-sáttmálann, rakinn til efnahagskreppunnar í landinu  Andstæðingar sáttmálans urðu fyrir áfalli þegar leiðtogi þeirra náði ekki kjöri á Evrópuþingið Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NÚ þegar ár er liðið síðan Írar höfnuðu Lissabon-sáttmála Evrópu- sambandsins bendir flest til þess að þeir samþykki hann í annarri þjóð- aratkvæðagreiðslu síðar á árinu. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið síðasta hálfa árið, benda til þess að meirihluti Íra styðji Lissabon-sáttmálann og andstæð- ingar hans urðu fyrir miklu áfalli í kosningunum til Evrópuþingsins í vikunni sem leið þegar leiðtogi þeirra, Declan Ganley, náði ekki kjöri. Írar höfnuðu Lissabon-sáttmál- anum í þjóðaratkvæðagreiðslu 12. júní á síðasta ári þegar 53,4% kjósendanna greiddu atkvæði gegn honum. Öll aðildarríki Evrópusam- bandsins þurfa að staðfesta sátt- málann til að hann geti öðlast gildi og írska stjórnin hefur sam- þykkt að efna til annarrar þjóð- aratkvæðagreiðslu eftir að hafa knúið fram nokkrar tilslakanir. Meðal annars fengu Írar því fram- gengt að þeir héldu sæti sínu í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Ákveðið verður á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel á fimmtudaginn og föstudaginn kem- ur hvenær sáttmálinn verður bor- inn undir þjóðaratkvæði á Írlandi að nýju. Líklegt er að atkvæða- greiðslan fari fram í október. ESB álitið „öruggt skjól“ Nýjasta skoðanakönnunin bendir til þess að 54% Íra ætli að greiða atkvæði með Lissabon-sáttmálanum og aðeins 28% á móti. Hin 18 pró- sentin hafa ekki enn gert upp hug sinn. Stjórnmálaskýrendur telja að efnahagskreppan á Írlandi sé helsta skýringin á sinnaskiptum Íra. Mik- ill hagvöxtur hefur verið í landinu á síðustu árum en horfur eru á að samdrátturinn í ár verði um 9%. Írskir stjórnmálaskýrendur telja að margir kjósendanna vilji ekki taka þá áhættu að missa stuðning Evrópusambandsins. „Írar líta á Evrópusambandið sem öruggt skjól í öllu umrótinu,“ sagði Brigid Laff- an, deildarstjóri mannvísindadeild- ar University College í Dublin. Óvinsældir Brians Cowens for- sætisráðherra, sem styður sáttmál- ann, eru taldar vatn á myllu and- stæðinga sáttmálans en virðast þó ekki hafa mikil áhrif. Um 15% þeirra, sem sögðust ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum, röktu þá afstöðu sína til andstöðu við rík- isstjórn Cowens. Declan Ganley Í HNOTSKURN » KaupsýslumaðurinnDeclan Ganley hefur ákveðið að fara ekki fyrir andstæðingum Lissabon- sáttmálans vegna þess að hann náði ekki kjöri á Evr- ópuþingið. Flokkur Ganleys, Libertas, fékk aðeins eitt þingsæti þótt hann hefði boð- ið fram í 532 kjördæmum í Evrópu. » Annar þekktur andstæð-ingur sáttmálans, Mary- Lou McDonald, missti þing- sæti sitt fyrir Sinn Fein. FLUGSÝNINGIN í París hefst á mánudag í skugga efnahags- kreppu sem hefur komið hart niður á flugfélögum heimsins. Skipuleggjendur sýningarinnar, sem er stærsta flugsýning heims, segja þó að kreppan hafi ekki dregið úr umfangi hennar. Öld er nú liðin síðan flugsýn- ingin var haldin í fyrsta skipti. Á meðal um 25 farþegaþotna, sem verða sýndar, er rússneska þotan Superjet 100 sem Rússar vona að verði mikilvægur þáttur í til- raunum þeirra til að endurreisa flugvélaiðnað sinn. Rússneska fyrirtækið Sukhoi framleiðir nýju þotuna. Iðn- aðarráðherra Rússlands, Viktor Khristenko, sagði nýlega að stefnt væri að því að smíða alls 1.000 þotur af þessari gerð. Hann sagði ekkert hæft í fréttum um að hægt yrði á framleiðslunni vegna kreppunnar. Forstjóri Sukhoi, Míkhaíl Po- gosjan, beitti sér fyrir framleiðslu þotunnar, sem tekur allt að 98 farþega. Áður hafði hann lagst gegn áformum fyrri stjórnenda fyrirtækisins um að smíða risa- stóra flutninga- og farþegaþotu, KR-860, sem átti að vega allt að 650 tonn og taka 860-1.000 far- þega. Sukhoi hefur framleitt herflug- vélar, meðal annars orrustuþotur af gerðunum Su-27 og Su-30. Fyr- irtækið hannaði farþegaþotuna í samstarfi við ítalska fyrirtækið Alenia Aeronautica sem keypti rúmlega 25% hlut í Sukhoi í síð- asta mánuði. bogi@mbl.is Fyrsta rússneska farþegaþotan, sem sett hefur verið á markað frá hruni Sovétríkjanna, verður sýnd í fyrsta skipti utan Rússlands á flugsýningunni í París sem hefst á mánudaginn kemur Heimild: Sukhoi flugvélafyrirtækið NÝ RÚSSNESK FARÞEGAÞOTA SUKHOI SUPERJET 100 Rússneska fyrirtækið Sukhoi, sem hefur smíðað herflugvélar, framleiðir nýju þotuna. Hún er afrakstur margra ára tilrauna Rússa til að hasla sér völl á alþjóðlegum markaði með framleiðslu á farþegaþotum í samkeppni við vestræn fyrirtæki ÚTFLUTNINGSMARKMIÐ Nýja farþegaþotan verður í beinni samkeppni við Embraer-þotur frá Brasilíu og Bombardier-þotur frá Kanada, mest seldu farþegaþoturnar sem taka 70-100 farþega Bombardier CRJ 700 Farþegafjöldi: 70 Hámarksdrægi: 3.121 km Embraer EMB 145 Farþegafjöldi: 50 Hámarksdrægi: 2.870 km Sukhoi Superjet 100 Farþegafjöldi: 98 Hámarksdrægi 4.420 km Tæknilegar upplýsingar Heimsmarkaður Farþegafjöldi Frá 78 til 98 Sætisbil 81,3 sm (almennt farr.) Hámarksþyngd í flugtaki 39.400 kg Hámarksfarmur 12.245 kg Hæð farþegarýmis 2,132 m 32,51 m 29,87 m 29,82m Rússar stefna að því að ná 10% hlutdeild á heimsmarkaði með farþega- þotum sínum Vænghaf 27,8 m Hæð 10,28 m Markmið þeirra er að Rússland verði þriðji mesti flugvéla- framleiðandi heims ekki síðar en 2015-2018 FLUGSÝNINGIN Í PARÍS LE BOURGET ÁR Stærsta flugsýning heimsins 100 ára METKJÖRSÓKN var í forsetakosn- ingunum í Íran í gær þegar Mahm- oud Ahmadinejad sóttist eftir end- urkjöri. Einn stuðningsmanna Ahmadinejads í Teheran er hér skreyttur myndum af forsetanum. Langar biðraðir mynduðust við kjörstaðina eftir mjög harða kosn- ingabaráttu milli Ahmadinejads og þriggja annarra sem fengu að bjóða sig fram. Helsti keppinautur Ahmad- inejads var Mir Hossein Mousavi, sem var forsætisráðherra þegar Ír- an háði stríð við Írak á árunum 1980-88. Búist er við að úrslit kosn- inganna liggi fyrir í dag. Hafi eng- inn fengið meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli tveggja efstu frambjóðendanna á föstudag- inn kemur. Reuters Metkjörsókn eftir harðan kosningaslag FLUGSLYSIÐ yfir Atlantshafi, þegar Airbus-þota Air France hrap- aði í hafið, sýnir að taka þarf upp nýja tækni í stað flugritanna, eða „svörtu kassanna“ svonefndu, vegna þess að þeir eru orðnir úreltir. Þetta segir Pierre Jeanniot, fyrr- verandi forstjóri Air France og Al- þjóðasambands flugfélaga, IATA. Flugritarnir eru tæki sem skrá sjálfvirkt upplýsingar um hreyf- ingar og afköst flugvéla og aðstæður í loftinu umhverfis. Upplýsingarnar geta komið að gagni við rannsókn flugslysa. Jeanniot segir að auðvelt sé að taka upp tækni sem byggist á því að vélarnar sendi frá sér upplýsing- arnar um gervihnött um leið og al- varlegar bilanir verði. Með nýju tækninni verði engin þörf fyrir dýr- ar og tímafrekar leitir að flugritum á miklu hafdýpi. bogi@mbl.is Segir flug- rita úrelta holar@simnet.is Stórskemmtileg bók um bráðsmellin tilsvör og mögnuð uppátæki Eyjamanna, skráð af Sigurgeiri Jónssyni. Margir stíga hér á stokk; gervitennur týnast, lokað er vegna jarðarfarar og kennslukona vill fá ... jóla- svein sem stendur! Þetta og margt fleira í þessum frábæru bókum. Hlæjum okkur inn í sumarið! TVÆR SPRENGHLÆGILEGAR BÆKUR! Óborganlegar gamansögur af Árnesingum, skráðar af Páli heitnum Lýðssyni í Litlu-Sand- vík. Hér er víða komið við og hverju svaraði t.d. Dagur Brynjúlfsson í Gaulverjabæ þegar kona hans sakaði hann um framhjáhald?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.