Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 8 7 7 9 8 3 6 9 3 5 5 6 4 2 1 3 4 8 4 9 8 2 5 6 6 2 7 9 5 4 4 7 8 2 1 3 8 9 5 4 6 1 2 6 3 5 8 3 9 7 4 3 5 3 1 5 7 6 8 8 2 5 3 2 6 3 7 9 2 4 3 9 6 2 3 5 4 6 9 8 7 1 9 1 4 5 7 8 6 3 2 6 8 7 2 3 1 9 5 4 4 5 8 1 2 6 7 9 3 7 2 1 9 8 3 5 4 6 3 6 9 7 4 5 2 1 8 1 7 2 8 5 4 3 6 9 8 9 3 6 1 7 4 2 5 5 4 6 3 9 2 1 8 7 7 8 1 2 6 4 5 9 3 5 9 6 7 8 3 4 2 1 3 2 4 1 9 5 6 8 7 2 6 9 8 7 1 3 4 5 4 7 5 3 2 6 9 1 8 1 3 8 4 5 9 2 7 6 8 4 7 6 3 2 1 5 9 6 5 2 9 1 7 8 3 4 9 1 3 5 4 8 7 6 2 5 6 1 2 7 4 8 3 9 9 3 4 1 6 8 5 7 2 8 2 7 3 5 9 4 6 1 6 8 9 5 2 3 1 4 7 4 1 5 6 8 7 9 2 3 2 7 3 9 4 1 6 5 8 7 9 2 4 1 5 3 8 6 3 4 8 7 9 6 2 1 5 1 5 6 8 3 2 7 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 13. júní, 164. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverji fór skyndilega að hugsaum virkjanir, stóriðju og um- hverfisvernd í síðustu viku. Eitt sinn var þetta helsta hugðarefni þjóð- arinnar og annað komst varla að. Nú eru það saksóknarar og fjár- glæframenn sem eiga hugi hennar alla. x x x Deilumálið um þetta „eitthvaðannað“ sem átti að koma í stað stóriðjunnar stóð lengi og virðist enn standa yfir að hluta. „Hvað er þetta eitthvað annað?“ spurðu stóriðju- sinnar og bjuggust við svörum frá Sa- ving Iceland fólkinu. Málið var hins vegar að það var löngu búið að svara þeirri spurningu. Svo var búið að svara henni aftur og aftur. Og enn er verið að svara spurningunni, úr óvæntum áttum, af fólki með við- skiptahugmyndir. Svo virðist nefni- lega að Íslendingar, Marorka, geti búið til orkustjórnunarkerfi í skip. Hverjum datt það í hug fyrirfram? Þá virðast Íslendingar, Nikita, geta hannað föt. Margt fleira geta Íslend- ingar gert. Nýjasta dæmið er að Ís- lendingar, ORF Líftækni, geta fram- leitt verðmæt prótein til nota í lyfjaframleiðslu. x x x Einn nýsköpunarforkólfurinn tjáðiVíkverja um daginn að vonir standi til þess að eitt til tvö sprotafyr- irtæki geti „útskrifast“ úr þeim flokki á ári, næstu árin. Það þýðir að þau fari yfir einn milljarð í veltu á ári og hætti að njóta styrkja. Umræðan um þetta „eitthvað annað“ er semsagt al- gerlega óþörf. Við vitum alveg að það er hægt að gera eitthvað annað og að það er verið að gera það nú þegar. x x x Þess vegna svíður Víkverja þaðtöluvert þegar fyrirtæki sem ætla að gera „eitthvað annað“ fá á sig sömu gagnrýnina frá umhverf- isverndarsinnum og stóriðjan, þótt ekkert bendi til þess að þau skemmi náttúruna. Þá fyrst fer að styttast í alvöru umræður um Íslendinga sem tína fjallagrös og ganga á mold- argólfum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vaska, 4 glym- ur, 7 mannsnafn, 8 óskýr, 9 miskunn, 11 stingur, 13 lasburða, 14 hagnaður, 15 fæðingu, 17 fatnað, 20 op, 22 aur, 23 að baki, 24 dreg í efa, 25 snjóa. Lóðrétt | 1 gera hreint, 2 skips, 3 lengdareining, 4 dreyri, 5 hundar í spil- um, 6 setjum í gang, 10 svipað, 12 nefnd, 13 bið, 15 þrúgar niður, 16 mál- glöð, 18 stallurinn, 19 ljúka, 20 glenni upp munninn, 21 naut. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 andspænis, 8 fúlar, 9 lýsir, 10 púa, 11 regla, 13 rögum, 15 storm, 18 ansar, 21 arf, 22 tólið, 23 rætin, 24 afdankaða. Lóðrétt: 2 nálæg, 3 syrpa, 4 ætlar, 5 ilsig, 6 æfar, 7 þröm, 12 lár, 14 örn, 15 sótt, 16 oflof, 17 maðka, 18 af- rek, 19 sætið, 20 rönd. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 e6 4. Dc2 Bd6 5. Bg5 f6 6. Bh4 Re7 7. e3 Rf5 8. Bg3 Rxg3 9. hxg3 f5 10. Rc3 a6 11. O-O-O Rd7 12. Kb1 Df6 13. Rd2 b6 14. cxd5 cxd5 15. Rb5 axb5 16. Dc6 Hb8 17. Dxd6 De7 18. Dc7 O-O 19. Bxb5 Hb7 20. Dc6 Rb8 21. Dc3 Bd7 22. Db3 De8 23. Bxd7 Rxd7 24. Hc1 b5 25. Db4 Dg6 26. Hc2 f4 27. gxf4 Dxg2 28. Hhc1 Dxf2 29. Rc4 Dg3 30. Ra5 Hbb8 31. f5 exf5 32. Rc6 Hbe8 33. Re7+ Kh8 34. Rxd5 Rf6 35. Rxf6 Hxf6 36. Dxb5 Dxe3 Staðan kom upp á 8. asíska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Su- bic á Filippseyjum. Stórmeistarinn Liem Quang Le (2591) frá Víetnam hafði hvítt gegn kollega sínum Ziaur Rahman (2523) frá Bangladess. 37. He2! og svartur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt eða að hann verði mát eftir 37… Dxe2 38. Dxe2 Hxe2 39. Hc8+. Hvítur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Virkir menn. Norður ♠G1032 ♥10987 ♦4 ♣ÁG64 Vestur Austur ♠94 ♠ÁD765 ♥2 ♥DG3 ♦KDG652 ♦973 ♣K1083 ♣D2 Suður ♠K8 ♥ÁK654 ♦Á108 ♣975 Suður spilar 4♥. Zeke Jabbour er kunnur fyrir góðar greinar sínar í rit bandaríska brids- sambandsins. Zeke kann líka ágætlega að spila. Hann var hér í suður og hóf sagnir með 1♥. Vestur sagði 2♦, norð- ur sýndi góðan hjartastuðning með 3♦ og austur stakk inn 3♠. Virkir menn, allir saman, en Zeke átti síðasta orðið með 4♥. Tígulkóngur út. Zeke drap, tók ♥Á, stakk tígul, fór heim á ♥K og trompaði enn tígul. Spil- aði svo spaða úr borði. Austur fór upp með ásinn, tók ♥D og kom sér út á spaða. Nú var spilið upptalið. Austur hafði sýnt 3-3 í rauðu litunum og fimm- lit í spaða. Hann átti því nákvæmlega tvö lauf, sem Zeke veðjaði á að væru Kx eða Dx: spilaði laufi á ásinn, tromp- aði út ♠D og sendi austur lok sinn á ♣D. Austur átti bara spaða eftir og varð að gefa blindum úrslitaslaginn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Af því að aðdáun þín á tiltekinni manneskju er endalaus getur hugsast að þú eyðir um of í veitingahús, gjafir eða veislur. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú verður að láta þér lynda það að allir eigi sér leyndarmál sem þeir kjósa að deila ekki með neinum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hópvinna lætur ekki bara dag- inn líða hraðar, hann verður líka skemmtilegri. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni sem best fyrir borð. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú er komið að þér að láta ljós þitt skína. Taktu mikilvægar ákvarðanir því þær geta eflt mannorð þitt enn frek- ar og aukið tekjurnar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert ekki ánægður með alla hluti og skalt skoða þá í víðara samhengi áð- ur en þú ákveður að láta til skarar skríða. Vitandi þetta muntu fara var- lega. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú elskar stórmenni og snilld- arhugmyndir. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka þér styrk. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú munt að öllum líkindum lenda í deilum við maka þinn í dag. Reyndu samt að þreyja þorrann því allt lagast þetta að lokum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Áhyggjur byggjast mikið til á vana. Notfærðu þér það og komdu öllu því í verk sem þú hefur látið reka á reiðanum að undanförnu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nærvera öfundsjúkrar mann- eskju þreytir þig, enda getur þú ekki verið þú sjálf í kringum hana. Nú skiptir máli að fara varlega og segja ekki hluti sem þú munt sjá eftir síðar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur mikið sjálfstraust nún og dagurinn er kjörinn til þess að hitta vinina og finna út úr því hvernig hægt er að bæta veröldina. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Reyndu að fá sem mest út úr þeim tíma sem þú átt með vinum og vandamönnum. Skemmtilegar samræður munu opna þér forvitnilega sýn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einhver óróleiki ríkir á vinnustað þínum og þér finnst erfitt að átta þig á stöðu mála. Góð heilsa er eitt af því dýr- mætasta sem við eigum og því er mik- ilvægt að sinna henni. Stjörnuspá 13. júní 1875 Jón Sigurðsson forseti ávarp- aði skólapilta í Reykjavík. Hann sagði að eitt af skilyrð- unum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd. Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn. 13. júní 1922 Gengisskráning íslensku krón- unnar hófst, en áður hafði hún fylgt þeirri dönsku. 13. júní 1941 Sigurður Jónasson forstjóri bauð ríkinu að taka við Bessa- stöðum sem gjöf „til þess að vera bústaður æðsta valds- manns íslenska ríkisins“. Rík- isstjórnin tók boði hans fimm dögum síðar. 13. júní 1971 Framboðsflokkurinn bauð fram í þremur kjördæmum í alþingiskosningum og hlaut um 2% atkvæða. Listabók- stafur flokksins var O. Það voru einkum háskólastúd- entar sem stóðu að framboð- inu og gerðu þeir óspart grín að kosningabaráttu hinna flokkanna. 13. júní 2002 Jiang Zemin forseti Kína kom í þriggja daga opinbera heim- sókn til Íslands. Nokkuð bar á mótmælum félaga úr Falun Gong. 13. júní 2006 Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borg- arstjóri. Nýir meirihlutar voru myndaðir í október 2007, jan- úar 2008 og ágúst 2008. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Ég ætla mér að eyða deginum með fjölskyldunni og hafa það gott. Við verðum í bústað í Biskups- tungum,“ segir Leifur Skúlason Kaldal bygginga- verkfræðingur sem er þrítugur í dag. Hann ætlar að vera með konu sinni, Dagnýju Ástu Magnúsdóttur, og syni þeirra, Oliver Leifs- syni Kaldal, ásamt nánustu fjölskyldu í bústaðn- um. „Ætli við verðum ekki svona tíu í það heila,“ segir Leifur. Hann segir ekki mikla „afmælishátíð“ verða í tilefni dagsins. Þó verði dagurinn eflaust „góður“. Hugsanlega verði meira fjör seinna á árinu þegar konan hans verður þrítug. „Það má vera að við höldum upp á það sameiginlega, að eiga stórafmæli, en það verður bara að ráðast.“ Leifur segist ekki vera hræddur við að aldurinn færist yfir. „Kannski er þetta fyrsta vísbendingin um að maður sé orðinn gamall, annars veit ég það ekki. Ég hef ekki mikið velt því fyrir mér. Senni- lega er þetta þó fyrsta alvöru stórafmælið, það er að segja sem gefur tilefni til þess að maður sé raunverulega orðinn fullorðinn. Þetta er þó ekkert til þess að hafa áhyggjur af,“ segir Leifur. Leifur Skúlason Kaldal verkfræðingur þrítugur Í sælunni í Biskupstungum Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.