Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 ✝ Birna Salómons-dóttir fæddist 11. apríl 1943. Hún lést 4. júní 2009. Foreldrar hennar voru Salómon Einarson, f. 4. októ- ber 1914, d. 8. febr- úar 2002 og Sig- urbjörg Björnsdóttir, f. 10. mars 1923, d. 12. júlí 2004. Birna giftist árið 1966 Reyni Ásgríms- syni, þau skildu. Syn- ir þeirra eru: 1) Sal- ómon Viðar, f. 1961, maki Þóra Lind Karlsdóttir, f. 1963. Börn þeirra, Reynir Viðar, f. 1987, Birna Björg, f. 1991 og Karl Cesar, f. 1993. Fóstursonur Sal- ómons Viðars og sonur Þóru Lind- ar er Svavar Örn Eysteinsson, f. 1981, maki Steinunn Björnsdóttir, f. 1980, börn þeirra eru Jónas Breki, f. 1999 og Ásdís Svava, f. 2007. Áður átti Salómon Viðar Gylfa Snæ, f. 1984. Barnsmóðir Margrét Gylfadóttir, f. 1964. 2) Ás- grímur Víðir, f. 1970, maki Helga bjuggu þau um tíma í Þorlákshöfn, Færeyjum, Danmörku og í Ísrael. Birna breytti um vettvang árið 1994 og hóf störf í Kópavogsskóla sem gangavörður. Nokkrum árum síðar flytur hún sig yfir í Folda- skóla þar sem hún sá um skólaeld- húsið og í kjölfarið flutti hún í Graf- arvoginn, þar sem hún undi sér vel. Síðustu starfsárin starfaði hún í Rimaskóla, en varð að hætta fyrir aldur fram vegna heilsubrests. Birna var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana margir munir, hvort sem það var prjón, hekl, út- saumur eða perlusaumur, allt lék þetta í höndum hennar. Hún hafði gaman að öllum söng, og þá sér- staklega karlakórum og harm- onikkutónlist. Birna og Georg ferð- uðust mikið saman síðustu árin, innanlands fóru þau á harmonikku- mót og erlendis til sólarstranda og í borgarferðir. Sveitin hennar, Fljót- in, voru Birnu kær og eyddi hún frí- tíma sínum að miklum hluta þar. Börnin og barnabörnin gengu fyrir öllu hjá Birnu og hún var sjaldan ánægðari en þegar allir voru sam- ankomnir hjá henni. Útför Birnu verður gerð frá Barðskirkju í Fljótum í dag, 13. júní, klukkan 11. Þorsteinsdóttir, f. 1973. Börn þeirra, Þorsteinn Arnar, f. 1992, Petra Sig- urbjörg, f. 1994 og Stefán Björn, f. 2008. Sambýlismaður Birnu er Georg Her- mannsson, sem dvel- ur nú á hjúkr- unardeild Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar. Birna ólst upp í Fljótunum í Skaga- firði við gott atlæti foreldra sinna, sem og móðurömmu og afa. Hún gekk í barnaskólann að Sólgörðum og á unglingsárunum lagði hún land undir fót og settist á skólabekk í Reykholti í Borgarfirði. Árið 1960 flyst fjölskyldan suður í Kópavog þar sem þau komu sér vel fyrir í Löngubrekkunni. Birna stundaði almenn verslunarstörf, þar á meðal hjá Kron og í Sogaveri sem hún átti og rak um tíma. Birna fylgdi fyrri manni sínum um víðan völl vegna starfa hans, til dæmis Í dag kveðjum við hana Birnu ömmu okkar, mömmu og tengdamóð- ur. Ekkert okkar óraði fyrir því að við myndum missa hana frá okkur svo snögglega og svona fljótt. Við sitjum eftir sem lömuð og reynum að fóta okkur í breyttri tilveru sem einhvern- veginn virðist ógerandi. Að reyna að skilja og átta sig á því að aldrei aftur eigum við eftir að fara í mat til hennar og borða góða matinn hennar, aldrei aftur kemur hún til okkar í mat eða bara í tesopa, hún eigi ekki eftir að standa á tröppunum og banka létt á hurðina og koma inn – bara svona í leiðinni heim, við skiljum það ekki nærri því strax. Hugurinn hvarflar að öllum þeim minningum sem við eigum með Birnu ömmu, ferðunum til Kanada, til Tyrk- lands og öllum skreppitúrunum aust- ur fyrir fjall, núna síðast fórum við saman til að fylgjast með endurnýj- uninni í bústaðnum. Þær ferðir verða ekki fleiri, allar áætlanirnar um sum- arið okkar saman lagðar til hliðar. Við syrgjum það að eiga ekki allar stund- irnar með ömmu Birnu sem við reikn- uðum með að eiga, við syrgjum að þau Stefán Björn fengu svo stuttan tíma saman. En við syrgjum ekki fortíðina, heldur framtíðina sem ekki varð. Birna amma var kletturinn í fjöl- skyldunni okkar. Ef eitthvað bjátaði á var hún komin undir eins, tilbúin að hjálpa og styðja okkur öll, alveg sama hvernig stóð á hjá henni því hún vildi allt fyrir okkur gera. Hún tók þátt í öllu sem snerti barnabörnin hennar því þau voru henni eitt og allt, enda sóttu þau í að koma til ömmu því þar voru þau alltaf meira en velkomin og dekrað við þau á allan hátt. Birna naut þess að fá fólkið sitt í mat og það gerði hún með glæsibrag, hún var listakokkur og hafði gaman af því að elda góðan mat. Hún var í ess- inu sínu þegar við vorum öll saman- komin hjá henni, borðandi matinn hennar og helst mikið af honum. Það er ólýsanlega sárt að hugsa til þess að það gerist ekki aftur, ekki með ömmu Birnu. Núna er það okkar sem eftir stöndum að standa saman og halda utan um hvert annað, ekkert frekar hefði amma Birna viljað. Það var ekki hægt að eignast traustari vin en Birnu, þegar vinir hennar veiktust fór hún reglulega í heimsóknir hvort sem það var á spítalann eða heim, hún sinnti vinum sínum af kostgæfni og valdi þá líka vel. Birna var hreinskiptin og sagði sína skoðun umbúðalaust og lét í sér heyra ef henni var misboðið. Hún tók upp hanskann fyrir minnimáttar og hafði stórt hjarta sem ekkert aumt mátti sjá. Birna amma var góð kona. Missir Gogga er mikill, Birna var hans stoð og stytta sem og besti fé- lagi. Í dag fylgjum við Birnu ömmu í síðustu ferðina sína í Fljótin, sveitina sem var henni svo kær. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Við biðjum góðan Guð að taka á móti ömmu Birnu og um leið að styrkja okkur sem eftir stöndum. Ásgrímur, Helga, Þorsteinn Arnar, Petra Sigurbjörg og Stefán Björn. Ég var átján ára þegar ég kynntist Birnu tengdamóður minni. Ung og óreynd, nýbúin að kynnast Ásgrími syni hennar og við áttum von á okkar fyrsta barni. Birna tók mér opnum örmum eins og ekkert væri eðlilegra, gerði allt sem í hennar valdi stóð til að auðvelda okkur ungum foreldrum líf- ið. Það fékk ég henni aldrei fullþakk- að. Við Ásgrímur áttum okkar fyrstu sambúðarár í kjallaranum hjá Birnu og Reyni og eldri börnin okkar, Þor- steinn og Petra búa að því alla tíð að hafa haft ömmu og afa svona nálægt sér fyrstu árin. Ég bý ekki síður að því, öll kvöldin sem við sátum og saumuðum, spiluðum og spjölluðum þegar við vorum bara tvær einar vak- andi, öll skiptin sem hún var að reyna að kenna mér einhvers konar handa- vinnu og hló mikið þegar það gekk ekki sem skyldi og kláraði verkið fyr- ir mig, enda var hún alger snillingur í höndunum. Allar minningarnar. Verslunarferðirnar okkar til Edin- borgar og síðar til Kanada, það sem við gátum verslað, hlegið og skemmt okkur. Við vorum ekki alltaf sammála, rökræddum hlutina og skiptumst á skoðunum en það stóð vináttu okkar ekki fyrir þrifum. Ég á eftir að sakna þess. Ég á eftir að sakna þess að geta rölt yfir til hennar með barnavagninn og spjallað. Ég á eftir að sakna þess að við skreppum í búðir og bruðlum pínulítið saman, bara af því okkur þótti það svo gaman. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna. Ég er ósátt og sár og skil ekki afhverju að hún var tekin frá okkur svo snemma, án nokkurs undirbúnings. Ég sakna allra stundanna sem við áttum eftir að eiga saman. Nokkur fátækleg orð í minningargrein ná engan veginn að lýsa því sem mig langar að segja við tengdamóður mína að skilnaði, rest- inni fel ég Guði að koma til skila. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem.) Þín, Helga. Elsku Birna mín, ég sit við tölvuna með hnút í maganum og tárin renna niður kinnar mínar. Ég get ekki trúað því að svona sé komið, að ég sé að skrifa minningargrein um þig. Þetta gerðist svo snöggt og erum við öll enn ekki búin að ná því að þú sért farin frá okkur. Mér finnst eins og þú eigir eft- ir að hringja eða að ég fari til þín í te. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Börnin mín gráta ömmu sína og er erfitt að sjá þau finna svona til. Ekki er langt síðan þau fylgdu ömmu Möllu til grafar. Mikið lagt á svona ungar sálir. Ég fór heim til þín í gær og var eins og þú hefðir bara skroppið aðeins frá, allt á sínum stað og þú búin að pakka niður til að fara norður til hans Gogga þíns, en þú fórst eins oft norður og þú gast. Þú hugsaðir svo vel um hann Gogga og varst honum svo góð. Birna nafna þín fór líka heim til þín, sat og hugsaði til ömmu. Hún skilur þetta ekki, trúir þessu ekki og grætur. Reynir kom líka við hjá þér og þegar hann keyrði í burtu fannst honum eins og þú værir í glugganum eins og þú gerðir þegar hann fór í skólann, og finnur hann nú til í hjartanu af sorg. Þér á ég mikið að þakka. Reynir minn bjó hjá þér allan tímann sem hann var í framhaldsskóla og fannst honum gott að vera hjá ömmu. Fann hann ást og umhyggju. Þú hjálpaðir mér mikið í mínum veikindum og varst alltaf til staðar ef ég þurfti á að halda. Þú stóðst eins og klettur við bakið á mér og var gott að finna að þarna átti ég bakland. Við gátum tal- að mikið saman um allt milli himins og jarðar, og oft eyddum við drjúgum tíma við hannyrðir saman. Það voru góðar stundir. Þú kenndir mér að sauma, baka og elda mat, en sumt lét ég þér eftir að elda því mig langaði í mömmumat. Krökkunum fannst alltaf spenn- andi að koma til ömmu og leið þeim vel í návist þinni, amma var svo mjúk og hlý. Mikið var rætt um elda- mennsku þína, en góður kokkur varstu. Við vorum farnar að tala um að fara út í haust að gera jólainnkaup- in, þessar ferðir okkar erlendis voru skemmtilegar og var oft mikið hlegið. Mikil mamma og amma varstu og hugsaðir vel um þitt fólk, og er missir þeirra mikill. Ömmubörnin biðu spennt eftir jólunum að opna pakk- ann frá ömmu Birnu því hann var mest spennandi, amma gaf svo skemmtilegar gjafir. Það er svo margt sem kemur upp í huga mér þegar ég lít til baka og þetta eru góð- ar minningar. Takk fyrir vináttuna, hlýjuna og samveruna, ég sakna þín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Birna, Guð varðveiti þig og blessi. Ástarkveðja, þín tengdadóttir, Þóra Lind. Elsku amma, Ég á svo margar góðar minningar með þér, það fyrsta sem mér dettur í hug ert þú í bleika náttkjólnum í Löngubrekkunni. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og það verður erfitt að venjast því að amma sé ekki hérna. Ég lærði svo Birna Salómonsdóttir Skýr er myndin í hug mér af móðurinni sem ég missti. Hún svo falleg og friðsæl hvílir hér, ó, hve köld var kinn hennar er ég kyssti. Ásgrímur Reynisson. HINSTA KVEÐJA AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag Þóra Gabríella Valdimarsdóttir ✝ Þóra GabríellaValdimarsdóttir fæddist á Eskifirði 15. september 1941. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 30. maí síðastliðinn. Útför Þóru Gabrí- ellu var gerð frá Reyðarfjarðarkirkju 6. júní sl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLBORG HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Stigahlíð 18, Reykjavík, lést fimmtudaginn 11. júní. Þórður Adólfsson, Elsa Jóhanna Gísladóttir, Adólf Adólfsson, Monika Magnúsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur bróðir minn, EINAR SIGURGEIRSSON, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar laugardaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju mánudaginn 15. júní kl. 14.00. Hreinn Sigurgeirsson og aðstandendur. ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.