Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 4

Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Stjórnvöld í Írak, sem eru smátt og smátt að taka yfir stjórn landsins, rannsaka nú morð á banda- rískum eiganda verktakafyrirtækis, en hann fannst bundinn á höndum og fótum með stungus- ár innan „Græna svæðisins“ í Bagdad í lok síðasta mánaðar. Donald Feeney, sem í janúar 1993 gerði tilraun til að ræna tveimur börnum frá Íslandi, er ásamt syni sínum og þremur öðrum Bandaríkja- mönnum grunaðir um að tengjast málinu. Feeney hefur setið í haldi í tæpa viku, en honum hefur nú verið sleppt, en hann er þó enn grunaður um að tengjast málinu. Sonur hans er enn í haldi. Málið hefur vakið talsverða athygli, m.a. vegna þess að yfirvöld dómsmála í Írak eru að rannsaka morð sem eingöngu Bandaríkjamenn tengjast. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið frá bandaríska hernum í Írak. Á vefsíðu CNN segir að fulltrúar FBI hafi fylgst með rannsókninni að beiðni yfirvalda í Írak. Rændi börnum á Íslandi Feeney starfaði í bandaríska hernum í 16 ár, en þegar hann hætti herþjónustu stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni og félaga fyrirtækið Corpo- rate Training Unlimited, CTU. Það er á vegum þessa fyrirtækis sem Feeney og sonur hans, Don- ald Feeney yngri, hafa starfað í Írak. Corporate Training Unlimited tók að sér árið 1993 að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi, en móðir þeirra hafði farið með þær frá Bandaríkjunum þar sem feður þeirra bjuggu. Feeney spann upp skrautlegan lygavef hér á landi – þóttist vera heimsfrægur kvikmyndafram- leiðandi – og var kominn með börnin í flugstöðina á Keflavíkurflugvelli þegar hann var handtekinn og síðan dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Hann gerði tilraun til að strjúka úr fangelsinu en aftur varð smæð og einangrun landsins honum að falli. Hann náðist á Vestmannaeyjaflugvelli rétt áður en hann komst upp í flugvél til Færeyja. Hann lauk afplánun á helmingi refsingarinnar og fór úr landi í janúar 1994. Feeney kom til Íslands árið 2001 í tengslum við sjónvarpsþátt sem gerður var um mál hans og sagði þá í samtali við blaðamann Morgunblaðsins: „Mér fannst ég ekki vera sekur og fannst að ég ætti ekki að vera í fangelsi.“ Grunaður um aðild að morði  Donald Feeney sem sat í eitt ár á Litla-Hrauni fyrir að reyna að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi, er nú grunaður um aðild að morði á Bandaríkjamanni í Írak Í HNOTSKURN »Feeney var meðlimur hinnar þekktusérsveitar Bandaríkjahers, Delta Force og tók þátt í misheppnaðri tilraun til að endurheimta bandarísku gíslana úr sendi- ráðinu í Teheran. »Meðan ófriðurinn var hvað mestur íBeirút í Líbanon snemma á níunda ára- tugnum var hann lífvörður bandaríska sendiherrans í borginni. Kom ekki að viðskipt- um við LÍN GUNNAR I. Birgisson kveðst alls ekkert hafa komið að viðskiptum Frjálsrar miðlunar við Lánasjóð ís- lenskra námsmanna og viðskiptin hafi verið eðlileg í alla staði. Í könnun Ríkisendurskoðunar á viðskiptum Lánasjóðs íslenskra námsmanna við Frjálsa miðlun, fyr- irtækis í eigu dóttur Gunnars, kemur fram að á sjö ára tímabili greiddi LÍN rúmlega 10 milljónir fyrir þjónustu fyrirtækisins. Viðskiptin hófust árið 1992, ári eftir að Gunnar var skipaður stjórnarformaður LÍN og þeim lauk árið 1998 sama ár og Ríkisendur- skoðun gerði grein fyrir því að hún teldi kostnað vegna 13 auglýsinga, sem margar hverjar voru nánast eins, vera óþarflega háan. Samtals nam fjárhæðin 1,3 milljónum. Þáverandi framkvæmdastjóra LÍN, Lárusi Jónssyni, var gefinn kostur á að tjá sig um málið. Hann kvaðst ekki muna hvers vegna LÍN skipti við þetta aug- lýsingafyrirtæki en ekki önnur, enda langt um liðið. Í könnun ríkisendurskoðunar stendur að þar sem ekki virðist hafa verið leitað verðtilboða áður en Frjáls miðlun tók þessi verkefni að sér sé ekki hægt að fullyrða hvort hægt hefði verið að fá þessa þjónustu á hagstæðari kjörum. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að árið 1992 hefði verið ákveðið að gefa út ársskýrslu LÍN og hann minni að þremur eða fjórum fyrirtækjum hefði verið gefinn kostur á að bjóða í verkið. Ekkert hefði verið óeðlilegt við þessi viðskipti og fram- kvæmdastjóri LÍN hefði greint Rík- isendurskoðun frá því. Fundur verður í fulltrúaráði Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi á mánu- dag og þá er búist við niðurstöðu um framtíð Gunnars í embætti. Í fyrra- kvöld hittist fulltrúaráð Framsókn- arflokksins. Ómar Stefánsson, oddviti fram- sóknarmanna, sagði að framsókn- armenn hefðu tekið „framar vonum“ í þá niðurstöðu sem hann kynnti fyrir fulltrúaráðinu í fyrrakvöld, byggða á hugmynd Gunnars. „Það voru ekki háværar raddir um að slíta samstarf- inu,“ sagði hann. Samstarfið væri traust. Gunnar Birgisson Viðbrögð framsóknar framar vonum Ómar Stefánsson Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is Mikill hiti var í mönnum á fundi íbúa Kjalarness í gærkvöld, en þangað höfðu þeir boðað fulltrúa sam- gönguyfirvalda til þess að ræða umferðaröryggi. „Það var líka mikil samstaða,“ sagði Marta Guð- jónsdóttir, formaður hverfisráðs Kjalarness, að loknum fundinum. Hún furðaði sig á því að aðeins fulltrúar minnihlutans í samgöngunefnd Alþingis skyldu hafa mætt á fundinn. „Meirihlutinn mætti ekki. Mér finnst það sýna virðingarleysi gagnvart íbúunum og áhugaleysi á málinu. Samgöngu- ráðherra hafði boðað forföll en það kom enginn fulltrúi frá honum,“ sagði hún. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er með- al annars krafist hraðamyndavéla, undirganga und- ir Vesturlandsveg og girðingar frá skóla að Braut- arholtsvegi. Jafnframt er óskað eftir að lögregla verði sem mest sýnileg á svæðinu. Íbúarnir krefjast þess að umferðaröryggismálin á Kjalarnesi verði sett í algjöran forgang umfram önnur þýðingarminni og mun kostnaðarsamari verkefni. Ályktunin var send samgönguráðherra, samgöngunefnd Alþingis og lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins. ,,Íbúar ætla ekki að hætta aðgerðum fyrr en þeir sjá að mönnum sé alvara með því að fara í fram- kvæmdir. Það kom skýrt fram á fundinum að mönnum finnst einkennilegt að það sé verið að boða fleiri milljarða framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng á meðan Kjalnesingar hafa þurft að berjast fyrir vegabótum í mörg ár. Það kom líka fram á fund- inum að fólk var hissa á ummælum samgöngu- ráðherra í sjónvarpsfréttum í kvöld. Hann kvaðst þar fyrst hafa heyrt af kröfum íbúa á fundi í apríl. Ég get staðfest að ég átti fund með ráðherra 1. september um þessi mál. Við höfum líka sent hon- um öðru hverju bókanir um þau frá hverfisráðs- fundum,“ segir Marta og bætir því við að Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, hafi mætt á fundinn auk Sigurðar Helgasonar frá Umferð- arstofu. Íbúar á Kjalarnesi efndu til mótmælastöðu með heimatilbúin spjöld við Vesturlandsveg síðdegis í gær til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt umferðaröryggi. Á meðan á mótmælastöðu íbúanna stóð gekk um- ferðin afar hægt. Að sögn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu mynduðust langar raðir bíla á tímabili. Mikill hitafundur á Kjalarnesi  Íbúarnir ætla ekki að hætta aðgerðum fyrr en þeir sjá að bæta eigi umferðarör- yggið á Vesturlandsvegi  Aðeins minnihlutinn í samgöngunefnd mætti á fundinn Morgunblaðið/Eggert LISTAGYÐJAN skaut upp kolli víða í höfuðborginni í gær og beitti hún ýmsum brögðum til að fá vegfarendur til að líta upp úr hversdagsleikanum og staldra við. Hið svokallaða Ramadansfjelag lagði undir sig verslunina Rokk og rósir, en þessi vegfarandi lét þó óvænt stefnumót sitt við listagyðj- una í líki dansandi konu í hvítum kjól í búðarglugga, ekki raska ró sinni og hélt ótrauður áfram för sinni um götur borgarinnar. Morgunblaðið/Kristinn DANSAÐ Í BÚÐARGLUGGANUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.