Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 ✝ Sigurjón Ingólfs-son fæddist á Prestsbakka í Hrúta- firði 19. febrúar 1925. Hann lést á líknardeild Landspít- ala, Landakoti, 4. júní síðastliðinn. Fjölskylda Sigurjóns flyst um vorið 1925 að Gilhaga í sömu sveit, og á þar heima til vors 1943, þá flyt- ur fjölskyldan aftur að Prestsbakka. For- eldrar Sigurjóns voru Ingólfur Jónsson, f. 26.7. 1893, d. 11.7. 1932 og Anna Sig- urjónsdóttir, f. 11.9. 1900, d. 24.9. 1987. Sigurjón átti fjórar systur og einn hálfbróður, Guðjón, f. 1912, d. 1993, systurnar eru Sig- ríður Jóna, f. 1922, d. 2004, Dag- mar, f. 1926, d. 2006, Kristjana Halla, f. 1930 og Inga, f. 1932. Sigurjón kvæntist 12. nóvember 1949 Sigfríði Jónsdóttur frá Skál- holtsvík, f. 14.8. 1926 og bjuggu þau þar til 1997 þegur þau fluttu til Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Mið- húsum, f. 15.5. 1891, d. 28.7. 1956 og Guðrún Grímsdóttir frá Kirkju- bóli, f. 11.7. 1894, d. 11.2. 1956. Dætur Sigurjón og Sigfríðar eru: 1) Þorgerður, f. 7.6. 1950, gift Gunn- ari Benónýssyni, f. 22.12. 1952. Börn Þorgerðar og Egg- erts Waage, f. 19.4. 1950, d. 23.5. 1984, eru a) Sigfríður, gift Guðjóni Valgeir Guð- jónssyni, þau eiga 4 börn, b) Guðmundur, á 3 börn, hann er kvæntur Jean Adele Vartabedian, c) Sigrún, á 3 börn, hún er gift Heiðari Þór Gunn- arssyni. 2) Anna, f. 1.5. 1953 gift Guðjóni Jóhannessyni, f. 17.3. 1949, börn þeirra, a) Sigfríður, í sambúð með Gunnar Sigríkssyni og eiga þau eitt barn, b) Jóhannes, í sambúð með Önju Huber, þau eiga eitt barn, c) Fjóla, í sambúð með Haraldi Inga Hilmarssyni, og d) Sigurjón. Kveðjuathöfn var í Grens- áskirkju 12. júní. Sigurjón verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju í dag, 13. júní, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Eins vel og ég vissi að sá dagur nálgaðist að afi mundi kveðja von- aði ég alltaf: Nei, ekki í dag. Svo kom það, stutt símtal við ömmu og við tóku tilfinningarnar og eftirsjáin, sorgin og öryggisleysi en samt viss léttir að þessu veik- indabasli væri lokið. Ég er þeirrar lukku njótandi að hafa alist upp með ömmu og afa mér við hlið alltaf og taldi það hið sjálfsagðasta mál lengi vel, en hef áttað mig á því núna í seinni tíð hversu dýrmætt það hefur verið mér. Heimili afa og ömmu var okkur barnabörnunum alltaf opið hús og þangað hlupum við í tíma og ótíma, „ég ætla aðeins að skreppa yfir“ sagði ég og var þotin, stakk mér í næstu skó, klossana hennar mömmu eða spariskóna hans pabba og stundum komin í náttkjólinn. Alltaf mætti manni sama hlýjan og alltaf nógur tími til að spjalla. Það var nóg að gera og hver árs- tíðin rak aðra með þeim verkum sem henni fylgdi. Það er hægt að segja um afa að hann hafi verið svona kostuglegur karl sem mörg- um þótti gaman að hitta og taka tali á hressilegum nótum, þá lét hann oft gamminn geysa í gleði og kátínu og úr varð stund sem allir nutu. Hann var í meiralagi ör í skapi og gat hann skammað mann, hlegið að manni og síðan hrósað á sama andartakinu, stundum sömu setn- ingu. Afi notaði hamarinn til að gera við, ja, ég held bara allt, vandinn var bara sá hvar hann var að gera við síðast. Þá var kallað á einhvern af krökkunum og sagt : „náðu fyrir mig í hamarinn“ og þá var bara eins gott að vera snöggur að þefa uppi síðasta verk með hamarinn, sem gekk ekki alltaf vel og fór afa fljótt að leiðast biðin. Ég sé á bíla- plani nágrannans bláan Land Ro- ver og get ég ekki varist því að brosa út í annað. Margar salib- unurnar er maður búinn að fara í slíkri bifreið, þá iðulega að eltast við fé og ef féð var að sleppa þá skipti engu hvort fyrir væri þúfa eða hola, það var bara gefið í botn og við krakkanir endastungumst í aftursætinu og síðan snarstoppað og við send út að hlaupa eftir fénu eins og fætur toguðu. Afi fylgdist af áhuga með öllu sem ég og síðan mín fjölskylda tók- um okkur fyrir hendur, stappaði í mann stálinu eða sagði manni til syndanna. Það var afi sem tilkynnti okkur Gumma að pabbi væri dáinn og það var á svipuðum tíma, fyrir 25 árum síðan, um há-sauðburð. Afa á ég svo mikið að þakka hvaða manneskja ég er í dag. Hann kenndi mér að vera dugleg og vinnusöm, hörð af mér en samt sanngjörn, vera nýtin og ekki mat- vönd, að kætast og gleðjast á góðri stund, hafa húmor, taka upp hansk- ann fyrir minnimáttar, fylgjast með málefnum líðandi stundar, taka af- stöðu, mynda mér skoðanir og standa síðan eða falla með þeim, hafa áhuga á íþróttum og lestri góðra bóka og spila, þá sérstaklega á jólum, og þetta er sko bara brot. Elsku afi, með hjartað fullt af þakklæti yfir að hafa átt þig fyrir afa og sorg að komin sé kveðju- stundin, kveð ég þig í dag og bið góðan Guð að geyma þig og varð- veita og styrkja ömmu á þessum erfiðu tímum. Minning þín er mér og minni fjölskyldu skýr og hana eigum við að eilífu. Þín Sigfríður Eggertsdóttir (Siffý). Nú er komið að kveðjustund, elsku afi, og þótt það hafi verið ljóst fyrir þó nokkru síðan að hún yrði óumflýjanleg þá er alltaf sárt að þurfa að kveðja. Afi okkar var sveitamaður af lífi og sál. Allt snerist um Skálholtsvík- ina og það sem hún gaf af sér, hvort sem það var sprettan á Stekkjarásnum, heimtan af afrétt- inum, rekaviðurinn í fjörunni, kýrn- ar, kindurnar, svínin, hestarnir, hundarnir eða hænurnar. Allt var þetta ræktað af mikilli samvisku- semi. Við systkinin urðum öll þess heiðurs aðnjótandi að vera í sveit hjá afa og ömmu ár eftir ár þótt sum okkar hafi ekki verið eins lengi og önnur. Þar fengum við að kynn- ast öllu því sem sveitin hafði upp á að bjóða; sauðburði, slætti, smala- mennsku og slátrun og hafði afi yf- irumsjón með því að allt gengi sem best fyrir sig. Okkur er minnistætt þegar gerðar voru tilraunir til að „poppa“ upp nafnaflóruna í fjárhús- unum um sauðburð en slíkar til- raunir féllu í grýttan jarðveg hjá afa sem var mjög íhaldssamur í nafngiftum og er okkur enn hulin ráðgáta hvað voru margar Mórur í fjárhúsinu hverju sinni. Afi sótti fast í gamlar hefðir þar sem konan var í eldhúsinu og karl- inn færði björg í bú og það gat stundum fengið á réttlætiskenndina hjá okkur stelpunum þegar við vor- um að reyna að sanna okkur en það var bara partur af þessum sveita- manni sem bjó í honum. Afi vildi búa í sinni sveit og þreyttist seint á því að fussa og sveia yfir þeim hé- góma að þurfa alltaf að ferðast og sjá eitthvað nýtt því það nægði honum að labba upp að Kattará eða fara á dráttarvél fram í Heydalssel. Svo kom að því að hann og amma fluttu suður, það var kannski ekki Sigurjón Ingólfsson ✝ Finnbogi Ólafssonfæddist á Kross- nesi í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu. 24. maí árið 1921. Hann lést á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 8. júní sl. For- eldrar hans voru hjónin Jón Ólafur Ólafsson, f. í Tjarn- arsókn á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu 1. apríl 1890, d. 6. apríl 1985 og Helga Marsibil Teitsdóttir, f. í Dalkoti, Kirkjuhvammshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu 10. júní 1883, d. 30. janúar 1974. Systur Finnboga eru Sesselja, f. 10. október 1912, d. 24. maí 2005 og Margrét, f. 29. júlí 1914, d. 24. júní 1988. Finnbogi kvæntist 8. maí 1953 Jó- hönnu Guðríði Ellertsdóttur frá Lambanesi í Saurbæjarhreppi í 1957, kvæntur Sigurlínu Ragúels Jóhannsdóttur. Synir þeirra eru: Valdimar, f. 1981 og Hákon Fann- ar, f. 1988. Fyrir átti Sigurlína Guð- rúnu Huldu, f. 1970 og Jóhann Gunnar, f. 1974. 4) Anna, f. 1963, gift Smára Steinarssyni. Sonur þeirra er Friðrik Daði, f. 2000. Fyr- ir átti Smári dæturnar Olgu Sif, f. 1981 og Kristínu Gyðu, f. 1982. Finnbogi ólst upp á Bergstöðum á Vatnsnesi og Mellandi á Hvamms- tanga hjá foreldum sínum. Eftir að hann kynnist Jóhönnu flutti hann í Saurbæ í Dalasýslu og bjuggu þau þar með tengdaforeldum hans. Árið 1955 fluttu þau í Vík við Stykk- ishólm ásamt tengdaforeldrunum. Þar bjuggu þau til ársins 1966. Eft- ir að hann flutti í Stykkishólm vann hann m.a. við fiskvinnslu og múr- verk. Árið 1967 keyptu hann og Jó- hanna húsið að Tangagötu 4 í Stykkishólmi og þar bjuggu þau þar til hún lést en þá flutti hann á Dvalarheimili aldraðra og bjó þar síðan. Útför Finnboga fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 13. júní, og hefst athöfnin klukkan 14. Dalasýslu. Hún var f. 14. september 1931, d. 19. apríl 1993. For- eldrar hennar voru Guðrún Ólafsdóttir, f. í Ásgarði í Hvamms- sveit í Dalasýslu 9. maí 1906, d. 31. júlí 1999 og Ellert Jó- hannesson, f. í Stóra- Múla í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu 26. júlí 1904 , d. 17. september 1977. Börn Jóhönnu og Finnboga eru fjögur: 1) Helga Ólöf, f. 1953, gift Reyni Gísla Hjaltasyni. Börn þeirra eru: Finn- bogi Valur, f. 1975, Bryndís Björk, f. 1977 og Hannes Ellert, f. 1988. 2) Björg Kristín, f. 1957, gift Andrési Kristjánssyni. Börn þeirra eru: Arna Sædal, f. 1981, Sara Sædal, f. 1985 og Kristján Pétur, f. 1991. Fyrir átti Andrés dótturina Ingu Láru, f. 1965. 3) Ellert Rúnar, f. Þakklæti er mér ofarlega í huga er ég minnist þín, pabbi minn. Ég er þakklát fyrir að ég gat verið þér náin síðustu æviár þín. Þú varst alltaf glaður og ánægður þegar þú fékkst heimsókn. Nú verður ekki lengur komið við hjá þér eftir vinnu í smá spjall um daginn og veginn og ekki síst að færa þér fréttir af þínu fólki, þannig vildir þú hafa það. Minningin verður alltaf ljúf og þú verður alltaf með okkur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kristín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Bestu þakkir fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi. Bryndís, Finnbogi og Hannes. Elsku besti afi minn. Ég hugsa svo mikið til þín. Nú ert þú kominn á góðan stað til ömmu. Ég mun ávallt halda minningu þinni á lofti. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hvíl þú í friði. Þín elskandi, Sara. Þá er þessi stund runnin upp, þú hefur kvatt okkur, elsku afi. Það er sárt en ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér fram á allra síðustu stundu. Þegar ég hugsa til baka eru ótal minningar um þig sem spretta fram, hver annarri skemmtilegri og ljúfari. T.d. var fastur liður hjá mér að fara í búðina fyrir þig því þú passaðir alltaf upp á að eiga góðgæti í skál fyrir gestina sem litu við hjá þér og ávallt varst þú þakklátur fyrir allt sem fyrir þig var gert, hversu ómerkilegt sem það var. Það þurfti heldur ekki mikið til að gleðja þig. Einn af þeim sem fengu þig nánast alltaf til að brosa var Stef- án. Þú varst virkilega hrifinn af hon- um. Þegar hann kom með mér til þín, upp á dvaló eða á spítalann, þá varstu alltaf jafn hissa að sjá hann en samt svo ánægður. Þér þótti ekki leiðinlegt að fá sögur af sjónum. Sú stund sem við áttum saman tvö um daginn yljar hjarta mínu. Það var þegar ég færði þér svartbaksegg í byrjun maí sl. Þú ljómaðir allur þeg- ar ég mætti inn á stofuna þína með soðin egg þrátt fyrir að þú hefðir verið pínu slappur þann daginn. Þú lést það ekki stoppa þig heldur borð- aðir þú eggin með bestu lyst. Það var alveg yndislegt að sjá hve þetta gladdi þig. Elsku afi, þú varst einstaklega hjartahlýr, traustur og góður maður. Með þessum orðum sem lýsa þér svo vel vil ég þakka þér allt sem þú varst mér. Þú hefur kvatt þennan heim saddur lífdaga en skilur eftir þig birtu og yl í brjósti mér. Það sem gleður mig líka er sú vitneskja að amma tekur vel á móti þér, hún var farin að bíða. Hvíl þú í friði, elsku afi. Þín dótturdóttir, Arna Sædal. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast Finnboga Ólafssonar. Margar minningar eigum við um Boga frá okkar uppvaxtarárum. Ófá- ar ferðirnar fórum við inn í Tanga til Frænku og Boga þar sem móttök- urnar voru ávallt hlýr og útbreiddur faðmur þeirra, svo ekki sé minnst á veglegu veitingarnar á heimilinu. Við vorum svo lánsöm að margoft komu Frænka og Bogi með okkur í ferðalag. Það var bókstaflega bara staflað í bílinn og sá Bogi um að fræða okkur um fjallstinda, vega- vinnu og brúarsmíði. Ósjaldan minntist hann á að hann hefði náð í hana Frænku þegar hann var í brú- arvinnu í Saurbænum. Fastur liður í ferðunum var vasa- pelinn hans Boga sem hann tók upp annað slagið og fékk sér í koníaks- sopa úr tappanum. Við systkinin erum sammála um að við höfum notið forréttinda að fá að umgangast Frænku og Boga svona mikið á okkar uppvaxtarárum. Þau skipuðu stórt hlutverk í okkar lífi og fjölskyldna okkar. Minning okkar um Boga, þennan hlýja og glettna mann sem bar hatt sinn og pípu með reisn, mun lifa í hjörtum okkur um ókomin ár. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir.) Hermundur, Elín Guðrún, Alda og fjölskyldur. Finnbogi Ólafsson Afi var mjög skemmtilegur og kátur maður. Ég fór oft á hlaupahjóli til hans. Það var alltaf gaman að hitta hann. Við sátum og spjölluðum saman. Hann gaf eiginlega öllum sem komu nammi. Ég sakna hans mjög mikið. Guð geymi þig afi. Friðrik Daði. HINSTA KVEÐJA ✝ Okkar ástkæri KRISTJÁN GUÐMUNDSSON ökukennari er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Kristjánsdóttir. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar, bróðir, mágur og vinur, HINRIK JÓNSSON, Seilugranda 1, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 30. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Unnur Sigríður Björnsdóttir, Jón Hinriksson, Auðunn Þórarinn Hinriksson, Ramona Holm, Mirjam Holm, Ragnheiður Jónsdóttir, Elías G. Magnússon, Garðar Jónsson, Hulda Óskarsdóttir, Mary A. Campbell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.